Fréttablaðið - 25.05.2006, Síða 24

Fréttablaðið - 25.05.2006, Síða 24
 25. maí 2006 FIMMTUDAGUR24 Umsjón: nánar á visir.is Bandaríska líftæknifyrirtækið Cyntellect verður að öllum líkind- um fyrst fyrirtækja til að skrá sig á hinn nýja iSEC markað Kaup- hallarinnar. Fagfjárfestaútboð fer fram í félaginu á næstu dögum og verður það í kjölfarið skráð á markað. Cyntellect hefur aðsetur í Kali- forníu en er að hluta í eigu Íslend- inga. Stjórnarformaður félagsins er Íslendingurinn Bernhard Páls- son. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, telur megin- ástæðu fyrir skráningu Cyntellect þá að íslenski markaðurinn hafi verið mjög öflugur að afla fé fyrir þau erlendu félög sem hér hafi verið skráð. Tvo erlend félög er að finna á aðallista Kauphallarinnar, Mosaic Fashions og Atlantic Petro- leum „Það er náttúrulega mjög dýrt að fara á markað í Bandaríkj- unum og smærri fyrirtæki hafa mörg leitað til Evrópu. Á iSEC markaðnum er boðið upp á góð kjör og fína umgjörð,“ segir Þórður. Hampiðjan mun að öllum líkind- um verða skráð á iSEC markaðinn á næstunni og býst Þórður við því að þrjú til fimm félög verði á mark- aðnum um næstu áramót. - jsk KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] ICEX-15 5.415 -1,59% Fjöldi viðskipta: 268 Velta: 2.734 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Actavis 65,30 -1,06% ... Alfesca 3,67 -0,81%... Atorka 5,50 -0,72% ... Bakkavör 47,50 -2,46% ... Dagsbrún 5,56 -0,89% ... FL Group 18,70 -1,06% ... Flaga 3,98 +0,76% ... Glitnir 16,60 -1,78% ... KB banki 740,00 -1,47% ... Landsbankinn 20,70 -1,90% ... Marel 70,30 +0,86% ... Mosaic Fas- hions 16,20 -2,41% ... Straumur-Burðarás 15,70 -1,88% ... Össur 105,00 -0,47% MESTA HÆKKUN Marel +0,86% Flaga +0,76% MESTA LÆKKUN Bakkavör -2,46% Mosaic Fashions -2,41% Avion -2,00% Frí sólgleraugu í þínum styrkleika (gler og umgjörð) ef þú kaupir gleraugu með styrleika hjá okkur. Gjáin, Kópavogi • JL-húsið, Hringbraut, Reykjavík • Apótekarinn, Akureyri Stjórnendur BAA, sem á stærstu flugvelli Bretlands og alþjóðaflug- völlinn í Búdapest, ætla að bregð- ast við óvinveittum yfirtökuá- formum Ferrovial, spænsku verktakasamsteypunnar, með því að greiða út 130 milljarða króna til hluthafa sinna og vonast til að halda stuðningi sinna eigenda. Ferrovial lagði óvænt fram til- boð í BAA í febrúar fyrir tæpa 1.200 milljarða króna sem stjórn- endur BAA höfnuðu snarlega þar sem þeim þótti boðið of lágt. Hæstráðendur BAA kunna að vera undir mikilli pressu þar sem félagið hefur skuldbundið sig að setja 1.300 milljarða króna í endur- bætur og stækkun Gatwick, Heat- hrow og Stanstead á næsta áratug en bresk flugmálayfirvöld hafa varað BAA við því að skuldsetja flugvellina í Lundúnum um of. Einnig ræddi Goldman Sachs við stjórnendur BAA um að leggja fram vinveitt tilboð en þeim hug- myndum var hafnað. Fastlega er búist við að Ferrovi- al leggi fram nýtt og hærra tilboð í BAA en spænska félagið hefur greint frá því að hagnaður á fyrsta ársfjórðungi jókst um 44 prósent milli ára. - eþa BARIST UM HEATHROW Stjórnendur BAA berjast fyrir lífi sínu með því að lofa hlut- höfum háum arðgreiðslum. Barist um bresku flugvellina Glitnir hefur eignast sænska verð- bréfafyrirtækið Fischer Partners fyrir 3,7 milljarða króna auk þess að taka yfir skuldir að upphæð 425 milljónir króna. Fischer er sjötta stærsta verðbréfafyrirtæki Norð- urlanda með 4,4 prósenta mark- aðshlutdeild. Sænski hlutabréfa- markaðurinn er sterkasta vígi félagsins en þar er félagið fjórði stærsti miðlarinn. Seljandi er fjár- málafyrirtækið Invik, sem er að stærstum hluta í eigu Stenbeck- fjölskyldunnar en Tryggingamið- stöðin er einnig meðal hluthafa þar. Bjarni Ármannsson, banka- stjóri Glitnis, sér mikil tækifæri með kaupunum til að styrkja stöðu Glitnis í Noregi og frekari sókn inn á norrænna verðbréfamarkaði eins og þann sænska. „Við munum einnig halda áfram að auka þókn- unartekjur bankans eins og okkur hefur tekist með þeim fjárfesting- um sem við höfum ráðist í á Norð- urlöndum.“ Stærstu viðskiptavin- ir Fischers eru meðal annars stofnanafjárfestar og vogunar- sjóðir. Í Dagens Industri kemur fram að ein ástæða þess að Invik seldi Fischer var sú að það hefði ekki skilað Invik nægjanlegum hagn- aði. Hagnaður Fischers fyrir skatta nam 126 milljónum króna á fyrsta árshluta en var 380 milljón- ir króna eftir skatta allt árið 2005. Invik stóð frammi fyrir tveimur valkostum: annað hvort þyrfti það að leggja meira fjármagn til Fischers eða selja það. Sérfræð- ingur sem blaðið ræddi við taldi Invik gera rétt með sölunni og það gæti nú einbeitt sér að annarri kjarnastarfsemi. Fischer varð fyrir blóðtöku fyrir hálfum mánuði þegar fram- kvæmdastjórinn Per Swensson yfirgaf fyrirtækið. Bjarni segir að ávallt geti skapast óróleiki innan fyrirtækja þegar þau séu í sölu- ferli en Tomas Lande, fyrrum framkvæmdastjóri Enskilda Sec- urities, hefur verið ráðinn til starfa. Í blaðinu kom einnig fram að KB banki og Anvanza hefðu verið orðuð við kaup á Fischer. eggert@frettabladid.is GLITNIR KAUPIR FISCHER PARTNERS AF INVIK FYRIR 3,7 MILLJARÐA KRÓNA Staða bankans styrkist í Noregi og renna frekar stoðum undir vöxt á Norðurlöndum. FRÉTTABLAÐIÐ/BRINK Glitnir kaupir Fischer Partners Fischer er sjötta stærsta verðbréfafyrirtæki Norðurlandanna. Fyrirtækið er með sterka stöðu í Svíþjóð. Glitnir keypti af fjármálafyrirtækinu Invik. STAÐA FISCHER PARTNERS Á NOR- RÆNUM HLUTABRÉFAMARKAÐI Land Markaðshlutdeild Staða Svíþjóð 5,7% Nr. 4 Noregur 3,8% Nr. 8 Finnland 3,3% Nr. 12 Danmörk 3,2% Nr. 7 FL í FCUK Vangaveltur eru uppi um hvað stjórnendur FL Group eru nú að ráðgera en félagið keypti í gær 5,07 prósenta hlut í bresku tískuvörukeðjunni French Connection. Markaðsvirði hlutarins er um 1,4 milljarðar króna. Eftir kaupin eiga Íslendingar átján prósent af hlutafé í French Connection en Baugur átti fyrir þrettán prósent. Ekki þykir ólíklegt að fleiri Íslendingar leynist í hópi hluthafa. Bréf í félaginu lækkuðu mikið eftir aðalfund félagsins þann 10. maí þar sem kom fram að samdráttur hefði orðið í starfsemi félagsins á flestum sviðum og stjórnin sæi fram á verra ár en áætlanir höfðu sagt til um. Hefur trú manna á stjórn fyrirtækisins heldur farið minnkandi og þykir kunnugum líklegt að annað af tvennu gerist. Stofnandi fyrirtækis- ins, sem jafnframt er stjórnarfor- maður, Stephen Marks, sjái sig knúinn til að afskrá félagið og kaupa aðra hluthafa út eða selja fyrirtækið til fjárfesta. Stund hinn þolinmóðu rennur upp Mögnuð kauptækifæri hafa myndast í Kauphöll Íslands ef marka má nýjustu verðmatsgreiningar bankanna. Þannig metur Glitnir KB banka á 979 þegar gengið er í 740, KB banki metur Actavis á 78 þegar gengið er um 65 og Glitnir mælir sterklega með kaupum í Össuri sem er 20 prósentum undir verðmatsgengi. KB banki metur hlutinn í Lands- bankanum á 29 krónur þegar markaðsgengi er undir 21. Nú bregður svo við að spekúlant- ar stökkva ekki upp til handa fóta eins og gerðist fyrir nokkrum mánuðum, enda heyra þeir margir hverjir sögunni til. Nú er spurning hvort tími hinna þolinmóðu fjárfesta sé loksins runninn upp, þeirra sem tjalda ekki til einnar nætur. Peningaskápurinn... MARKAÐSPUNKTAR... Rétt fyrir lokun markaða í gær tilkynnti Avion að dótturfélag sitt, Excel Airways, hefði stofnað flugfélag á Írlandi. Um er að ræða alþjóðlegt leiguflugfélag með höfuðstöðvum í Dublin og mun það fljúga undir merkjum Excel Airways. Hagnaður Haga, sem meðal annars rekur Bónus og Hagkaup og fleiri versl- anir, nam 997 milljónum eftir skatta á síðasta rekstrarári félagsins sem lauk í mars. Rekstrarárið á undan var hagnað- urinn 1,3 milljarðar króna. Seðlabanki Kanada hækkaði stýrivexti í gær úr 4 prósentum í 4,25 prósent. Segir bankinn ástæðuna vera sterkan hagvöxt í Kanada og á alþjóðavettvangi. Vísbendingar séu jafnframt um vaxandi sveiflur á hlutabréfa- og gjaldeyrismark- aði. Bandarískt félag á iSEC Líftæknifyrirtækið Cyntellect verður skráð fyrst félaga á hinn nýja iSEC markað.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.