Fréttablaðið - 25.05.2006, Qupperneq 28
25. maí 2006 FIMMTUDAGUR
FRÁ DEGI TIL DAGS
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRAR: Arndís
Þorgeirsdóttir, Pétur Gunnarsson og Trausti Hafliðason RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000
SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja
ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum
á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871
Við frambjóðendur F-lista, Frjáls-
lyndra og óháðra, finnum mikinn
meðbyr hjá kjósendum þessa dag-
ana. Við höfum því ástæðu til að
ætla að Margrét Sverrisdóttir geti
náð kjöri sem borgarfulltrúi Reyk-
víkinga á laugardaginn, en hún
skipar 2. sæti F-listans. Margrét er,
eins og aðrir frambjóðendur í efstu
sætum F-listans, eindreginn tals-
maður umhverfisverndar og varð-
veislu náttúru- og menningar-
minja, en F-listinn leggur þunga
áherslu á þessi atriði í stefnuskrá
sinni. Það gera sumir aðrir flokkar
líka í orði kveðnu þó að verkin vitni
um hið gagnstæða. Þetta á einkum
við um Vinstri græna (VG), sem
með freklegum hætti hafa reynt að
eigna sér baráttuna fyrir verndun
umhverfisins. Grófust er þó fram-
ganga alþingismanns VG, Kolbrún-
ar Halldórsdóttur, í þessum
efnum.
Meðal þeirra tillagna F-listans
sem VG hafa fellt í borgarstjórn
eru fjölmargar tillögur F-listans til
verndar götumynd og elstu byggð-
inni við Laugaveg. VG vill ekki
þyrma einu einasta af þeim 29
gömlu húsum sem R-listinn hefur
heimilað niðurrif á, en Árni Þór
Sigurðsson, 2. maður á lista VG, er
einn helsti höfundur þess hrika-
lega niðurrifs á menningarminjum
sem er fyrirhugað við Laugaveg.
VG felldu einnig tillögur F-listans
til varnar starfsemi og sögu Heilsu-
verndarstöðvar Reykjavíkur. VG
hafa þrívegis fellt tillögur F-listans
um að frítt verði í strætó fyrir
börn, unglinga, aldraða og öryrkja.
Tillögurnar voru settar fram til að
auka nýtingu strætisvagna, sem
aldrei hafa verið jafn vannýttir og
undanfarin ár undir forystu VG.
Ekki má heldur gleyma að VG
felldu tillögu F-listans um að setja
Hringbraut í stokk og nú vilja þeir
flytja flugvöllinn á brott úr Vatns-
mýrinni og upp á heiði í grennd við
vatnsból Reykvíkinga.
Áður höfðu VG fellt tillögur F-
lista í borgarstjórn til verndar
Kerlingarfjöllum og tillögur þar
sem vinnubrögð Landsvirkjunar
og Impregilo við Kárahnjúka voru
harðlega gagnrýnd. Sé litið á feril
borgarstjórnarflokkanna kemur í
ljós að F-listinn er eina framboðið
sem verðskuldar traust þeirra sem
bera umhverfismál fyrir brjósti.
Höfundur er oddviti F-listans í
Reykjavík.
F-listinn er umhverfisvænstur
UMRÆÐAN
KOSNINGAR
ÓLAFUR F. MAGNÚSSON
FRAMBJÓÐANDI
Árlegar skýrslur Amnesty-samtakanna um stöðu mannrétt-indamála í heiminum hverju sinni vekja jafnan athygli þegar þær koma út. Þar er farið yfir sviðið frá landi til
lands og oft eru það sömu hlutirnir sem samtökin gera athuga-
semdir við ár eftir ár, og virðist ekkert duga til að kippa málum
í lag á ákveðnum sviðum í einstökum löndum.
Það sem einkum vekur athygli í þeirri skýrslu sem Amnesty
birti í vikunni er að svo virðist sem mannréttindamál hafi í tölu-
verðum mæli orðið að víkja fyrir öryggismálum, sem sögð eru
eiga að koma í veg fyrir hryðjuverk ýmiss konar. Það er vitað að
þjóðir heims verja meira og meira fé til öryggismála vegna
hugsanlegra hryðjuverka, og sífellt eru gerðar meiri og strang-
ari kröfur á þeim sviðum. Við Íslendingar höfum ekki farið var-
hluta af þessari alþjóðaöryggisvæðingu, sem fer um heiminn, og
nú heldur Amnesty því fram að þetta komi niður á umbótum á
sviði mannréttinda. Í það minnsta er hægt að taka undir það með
samtökunum að kastljósið beinist oft mjög að hryðjuverkum og
ráðstöfunum til að koma í veg fyrir þau, og þannig dreifist
athyglin frá mannréttindamálum og umbótum á þeim sviðum.
Af nógu er að taka í þeim efnum, og þar eru ofarlega á blaði þrjú
stórveldi sem jafnframt eiga fast sæti í Öryggisráði Sameinuðu
þjóðanna; Bandaríkin, Kína og Rússland. Þau sitja þar í krafti
stærðar sinnar og valda og eiga að sjálfsögðu þar með að vera í
forystu fyrir mannréttindi og umbætur á þeim sviðum. Þessi
ríki eru hins vegar sífellt að saka hvert annað um ýmislegt sem
þeim finnst athugavert. Mörg þessara atriða koma glögglega
fram í nýrri skýrslu Amnesty, og það er kannski ekki við góðu að
búast varðandi umbætur á sviði mannréttinda, þegar þessi lönd
eru með sífelldar athugasemdir hvert í annars garð. Í Banda-
ríkjunum voru 60 menn teknir af lífi í fyrra, í Kína voru mörg
þúsund hneppt í fangelsi, dæmd til dauða eða tekin af lífi. Í Rúss-
landi eru mörg dæmi um að stjórnvöld hefti tjáningarfrelsi
borgaranna og láti menn hreinlega „hverfa“ ef þeir eru óþægi-
legir.
Oft er horft til Norðurlandanna varðandi mannréttindi og
félagsleg málefni. Ísland kemst á blað í skýrslunni vegna fanga-
flugsins umdeilda, en ekki að öðru leyti, og það sama á við um
nágranna okkar í Danmörku og Noregi. Hins vegar eru gerðar
athugasemdir varðandi háttsemi stjórnvalda í Finnlandi og Sví-
þjóð viðvíkjandi innflytjendum, svo dæmi séu nefnd, og í Finn-
landi hvað varðar samfélagsþjónustu og fangelsanir þeirra sem
ekki vilja gegna herþjónustu. Þannig eru athugasemdir Amnesty
af margvíslegum toga.
Fjölmiðlar gegna mikilvægu hlutverki við að upplýsa ýmis
mál og segja frá því sem miður fer. Hörmungarnar í Darfur-
héraði í Súdan hafa verið daglegt fréttaefni nú um nokkurt skeið,
en svo virðist sem alþjóðasamfélagið sé alls ekki í stakk búið til
að binda enda á þau átök sem þar hafa kostað þúsundir manna
lífið og haft í för með sér að milljónir manna hafa orðið að yfir-
gefa heimili sín. Það er kannski ekki von til þess að þeir sem eiga
að teljast til forystuafla í alþjóðasamtökum, eins og þjóðirnar
þrjár sem hér voru nefndar, geti beitt samtakamætti sínum til að
binda enda á örbirgð og átök víða um heim, þegar samtök eins og
Amnesty International gera ár eftir ár margs konar athuga-
semdir við ástand mannréttinda í þessum löndum og þau koma
svo sífellt með ásakanir hvert á annað.
SJÓNARMIÐ
KÁRI JÓNASSON
Víða er pottur brotinn í mannréttindamálum:
Amnesty-skýrsla
kemur víða við
Bakþankar
Síðastliðið sumar hófst langdregið
dauðastríð R-listans sem fjölmiðlar
fylgdust grannt með. Margir gáfu sig
fram og kváðust vera búnir að fá upp
í kok. Skipulags- og samgöngumál í
ólestri og eiginlega allt, hvert sem litið
væri. Dæmi: Hundfúll út í R-listann
kaus Hallgrímur Helgason D-listann
2002. Jón Baldvin Hannibalsson ritar
í Morgunblaðið í gær og segir ritstjóra
blaðsins hafa tekið fram í Staksteinum
að Alfreð Þorsteinsson
hafi alltaf dreymt
um að starfa með
Sjálfstæðisflokknum
í spillingunni, en
hann hafi „neyðst til
þess að vinna
með vinstri
mönnum í
12 ár“.
R-listinn styður X-D
Svo lafir R-listinn fram á vor 2006 og
Alfreð myndar meirihluta með Sjálf-
stæðisflokknum á síðasta borgarráðs-
fundi fyrir kosningar um nokkrar krónur
fyrir Fram árið 2009! Frambjóðendur
þræta dálítið um það hver hafi slitið
R-lista samstarfinu og hver megi stjórna
borginni með Sjálfstæðisflokknum.
Þegar litið er yfir bleiklitaðar barna-flug-
vallar-aldraðra-Sundabrautar stefnu-
skrárnar er vafamál hvort kjósendur
hafi fleiri eða betri kosti að velja
á milli en til dæmis árið 2002.
Áþreifanlega og nánast fyrir-
fram gefna niðurstaðan fyrir
kjósendur verður sú, að R-lista
flokkarnir hafi í raun stutt
Sjálfstæðisflokkinn til valda
með því að sjá sjálfum
sér fyrir óhagstæðri
nýtingu atkvæða.
Þeir eru að hlusta
Þegar uppvíst verður um símhleranir
stjórnvalda hvetur Björn Bjarnason
dómsmálaráðherra til fræðilegs
uppgjörs á kaldastríðstímanum.
Til dæmis má byrja á Einari Olgeirssyni,
leiðtoga sósíalista á þeim árum. Hann
segir í bókinni Ísland í skugga heims-
valdastefnunnar: „Á kaldastríðsárunum
voru símhleranir stundaðar. Þegar við
Brynjólfur Bjarnason töluðum saman
í síma, heyrðum við klikkið þegar þeir
byrjuðu að hlusta. Við sögðum: „Nú
eru þeir byrjaðir að hlusta.“ Kringum
stjórnarskiptin 1950 kom Hermann
Jónasson (ráðherra) hingað heim til
mín til þess að tala við mig og þá
var njósnari á hælunum á honum
frá dómsmálaráðuneytinu. Bjarni
Benediktsson (dómsmálaráðherra)
lét njósna um ferðir hans.“
johannh@frettabladid.is
Enn einu sinni þurfa kjósendur að
ganga að kjörborði án þess að eiga
aðgang að viðhlítandi opinberum
tölum um tekjuskiptingu og eigna-
skiptingu á Íslandi. Þetta er baga-
legt. Menn skipa sér jafnan í stjórn-
málaflokka eða veita þeim
brautargengi í kosningum til
alþingis og sveitarstjórna á tveim
meginforsendum. Önnur forsendan
snýr að efnahag fólks og fyrirtækja
og þjóðarbúsins í heild og þeirri
hagkvæmni, sem að baki býr. Hin
forsendan snýr að réttlæti í sam-
félaginu.
Menn kjósa bæði með höfðinu og
hjartanu. Höfuðið metur hag-
kvæmnina, hjartað greinir réttlæti
frá ranglæti, eða svo er stundum
sagt. Menn skyldu þó varast að gera
of mikið úr þessari meintu verka-
skiptingu hugar og hjarta, því til
þess að greina bæði hagkvæmni frá
sóun og réttlæti frá ranglæti þarf
meðal annars áreiðanlegar stað-
tölur, sem stjórnvöldum ber skylda
að lögum til að leggja fram. Kjós-
endur hafa bærilegar forsendur til
að meta hagkvæmnina í stjórn
Reykjavíkurborgar og annarra
sveitarfélaga og landsins alls undan-
gengin ár, því að flestar nauðsyn-
legar upplýsingar um efnahagsmál
liggja fyrir. Hagskýrslugerð á
Íslandi er að flestu leyti til fyrir-
myndar. Áreiðanlegar hagtölur gera
óprúttnum stjórnmálamönnum
ókleift að þræta fyrir til dæmis
verðbólguna núna eða viðskipta-
hallann og skuldasúpuna. Uppgang-
ur síðustu ára leynir sér ekki heldur
í hagtölunum. Þetta er eins og það á
að vera.
Hið sama verður ekki sagt um
þær tölur, sem þyrftu að vera til um
þróun skiptingar auðs og tekna í
landinu undangengin ár. Fyrir bráð-
um áratug birti ég mjög lofsamlegan
ritdóm í Morgunblaðinu um Hag-
skinnu, eitt viðamesta rit Hagstof-
unnar frá öndverðu, en þar eru
birtar á einum stað tölulegar upp-
lýsingar um íslenzkt samfélag og
þróun þess eins langt aftur í tímann
og heimildir ná; elztu tölurnar í rit-
inu ná aftur til upphafs 17. aldar.
Ritdómurinn birtist aftur í bók
minni Viðskiptin efla alla dáð (1999).
Ég lauk honum með góðfúslegri
áskorun til Hagstofunnar um að
gera skiptingu auðs og tekna gleggri
skil, enda hafði aflakvótakerfið frá
1984 bersýnilega leitt til mikillar
tilfærslu á tekjum og eignum innan
lands. Æ síðan hef ég með reglulegu
millibili innt Hagstofuna eftir þess-
um upplýsingum og ítrekað gömlu
áskorunina, og það hafa aðrir einnig
gert, en án árangurs. Nú skilst mér
á hagstofustjóra, að tölurnar um
tekjuskiptingu verði birtar síðar á
þessu ári, fyrir alþingiskosning-
arnar, sem eiga að fara fram 2007,
nema kosningunum verði flýtt.
Þessi skortur á aðgengilegum
opinberum tölum um tekjuskipt-
ingu er tilfinnanlegur, því að hann
auðveldar stjórnmálamönnum að
halda áfram að þræta fyrir aukinn
ójöfnuð. Ég varð vitni að því um
daginn á fjölmennum fundi með
forsætisráðherra, að hann - sjálfur
höfuðarkitekt kvótakerfisins! -
kom af fjöllum, þegar aukinn
ójöfnuð bar á góma, og hann virtist
ekki hafa hugmynd um, að Hagstof-
an, sem heyrir undir hann, hefði
dregið það árum saman að birta
tölur um þróun tekjuskiptingar í
landinu þrátt fyrir ítrekaðar áskor-
anir. Meðan hún var og hét, birti
Þjóðhagsstofnun þessar tölur, og
þær sýndu, að tekjuskipting á
Íslandi var með jafnasta móti á
heimsvísu, jafnari en annars staðar
á Norðurlöndum, ef eitthvað var.
En svo er ekki lengur, eins og fram
kom fyrir nokkru í svari fjármála-
ráðherra á Alþingi við fyrirspurn
Sigurjóns Þórðarsonar alþingis-
manns. Ójöfnuður á Íslandi hefur
aukizt til mikilla muna síðustu ár
og mun hraðar en dæmi eru um í
nálægum löndum. Tekjuskiptingin
á Íslandi er nú orðin mun ójafnari
en annars staðar um Norðurlönd af
tölum ráðuneytisins að dæma.
Þessar tölur eru þó hvergi
hafðar til sýnis í opinberum skýrsl-
um, svo að jafnvel forsætisráð-
herra landsins er ókunnugt um þær.
Seinagangurinn á Hagstofunni
hefur þannig teflt upp í hendurnar
á þeim, sem halda áfram að þræta
fyrir aukinn ójöfnuð og halla réttu
máli í opinberri umræðu um skatt-
byrði og tekjuskiptingu, svo sem
ráða má af viðbrögðum forsætis-
ráðherra og fjármálaráðherra við
réttum upplýsingum Stefáns Ólafs-
sonar prófessors um aukna skatt-
heimtu. Það nær engri átt, að þing-
menn stjórnarandstöðunnar þurfi
að toga svo mikilvægar upplýsing-
ar með töngum út úr stjórnvöldum
og þau haldi síðan áfram að þræta.
Þessar tölur þurfa að vera öllum
aðgengilegar í opinberum skýrsl-
um. Margir kjósendur ættu hægara
um vik að gera upp á milli flokk-
anna, ef trúverðugar opinberar
tekjuskiptingartölur lægju fyrir.
Þögn um aukinn ójöfnuð
Í DAG
AUKINN
ÓJÖFNUÐUR
ÞORVALDUR
GYLFASON
Ég varð vitni að því um daginn
á fjölmennum fundi með for-
sætisráðherra, að hann - sjálf-
ur höfuðarkitekt kvótakerfisins!
- kom af fjöllum, þegar aukinn
ójöfnuð bar á góma...