Fréttablaðið - 25.05.2006, Page 32

Fréttablaðið - 25.05.2006, Page 32
 25. maí 2006 FIMMTUDAGUR32 Sveitarstjórnarkosningar fram- undan og loforðalistarnir fylla síður blaðanna. Frambjóðendur keppast við að telja okkur trú um að þeir hafi fyrstir komið með þetta málefnið eða hitt. Æskan og gjaldfrjálsir skólar, hið besta mál en samt gleymist það dýrmætasta sem við bjóðum í dag, fyrir utan kærleikann: Það er engin her- skylda á Íslandi. Börnin okkar verða ekki öguð af þar til gerðum stofnunum til að þramma um í hermannaklossum og svara kall- inu þegar þar að kemur. Guði sé lof. Svo er það gamla fólkið. Oft er þörf en nú nauðsyn og þó öryrkj- arnir eigi sama atvinnurekanda og kjörin svipuð, er minna um þá talað en skyldi. Ég er mjög sáttur við þá umræðu, að við þorum að horfast í augu við þá staðreynd að á Íslandi sé til fátækt. Sú skoðun viðmælanda Fréttablaðsins fyrir örstuttu sem var á þá leið að ekki væri æskileg fyrirmynd, foreldri með brotna sjálfsmynd, finnst mér kuldaleg. Með þessu er líka verið að fullyrða að foreldri verði að uppfylla einhver ytri og innri skilyrði til þess að vera í nálægð við börnin sín sem er auðvitað fjarstæða. Börn og foreldrar eru sú máttarstoð sem allt okkar sam- félag byggir á og skiptir því engu hver er málhaltur, snauður, skuld- settur eða kvalinn. Hinu er ég hins vegar sammála að foreldri á ekki að líða fyrir fátækt sína þegar að börnunum kemur. En það eru fleiri sem mættu fá athygli frambjóð- enda og þá er ég að tala um atvinnulausa, skjólstæðinga fjöl- skylduþjónustunnar, meðlags- greiðendur, skuldsetta og aðra samfélagshópa sem eiga um sárt að binda. Þau tíðindi berast, að í dag eigi að fara að skoða fyrir alvöru þann hóp sem ekki nýtir réttindi sín, þá möguleika sem kerfið býður, opna augu hans til að sækja og fá, finna þá afskiptu og umkomulausu til að gleðjast með og lifa og njóta, minnka ofrausn þeirra sem fá en ekki þurfa og svo má áfram telja. Þetta er frábært! Það næsta á loforðalistanum er: Það þarf að byggja. Flest öll mein samfélagsins fá sömu lausn- ina: Það þarf að byggja til að eyða biðlistum, það þarf að byggja tón- listarhús og þorp fyrir aldraða. Svo þarf auðvitað að leggja vegi út um allt og jafnvel í rándýrum loft- brúm eða stokkum neðansjávar ef þurfa þykir. Auðsældin vellur upp úr hverjum vasa. Og bráðum förum við að byggja yfir þá sem þjást af einsemd og af löngun til að verða einhvers nýtir en þurfa þó í raun aðeins örlitla athygli og smá hlýju frá þér eða mér. Svona á nú góðsemin sér margar hliðar. Við á Reykjanesbæjarlistanum höfum lagt fram mjög athyglis- verða tillögu til að verja bæjar- félagið okkar atvinnuleysi sem gæti komið í framhaldi af burtför hersins. Við viljum að krókaveiðar verði gerðar frjálsar fyrir heimamenn í kringum Reykjanesið allt að 6 sjó- mílur út. Hér reynir á skilning stjórnvalda hvort hagsmunir ein- stakra þurfi ekki stundum að víkja fyrir heildinni, að beiðni okkar verði tekin til alvarlegrar athug- unar. Ef af yrði myndi þessi lausn mörgu breyta til góðs hér á svæð- inu. Höfundur er í 3. sæti Reykja- nesbæjarlistans. Hvað veldur, hvað heldur? UMRÆÐAN KOSNINGAR KONRÁÐ K. BJÖRGÚLFSSON FRAMBJÓÐANDI Fá sveitarfélög búa yfir jafn mikl- um möguleikum og Árborg. Vöxt- urinn hefur komið ýmsum á óvart, enda fjölgar um 1 íbúa á degi hverjum. D-listinn í Árborg hefur lagt áherslu á að tekið sé myndar- lega á fjölguninni, enda lítum við á hana sem tækifæri - ekki vanda- mál. Árborg er einstaklega vel stað- sett til framtíðar. Sífellt fleirum er ljóst að höfuðborgin og nánasta nágrenni eru að komast í þrot hvað rými varðar. Bættar samgöngur og aukin bílaeign gefur Íslending- um aukið val í búsetu. Á sama tíma hefur lóðaverð í Reykjavík þrýst fjölskyldufólki til að skoða nýja búsetukosti. Uppbyggingin á Reykjanesi undir stjórn D-listans hefur gengið hratt og vel. Þá hefur Akranes komið fram sem trúverð- ugur búsetukostur fyrir þá sem sækja vinnu á höfuðborgarsvæð- inu. Árborg hefur alla burði til að vera fyrsti valkostur fólks sem lítur á nýja kosti í nágrenni höfuð- borgarinnar, en til að svo megi verða þarf að hugsa stórt og hugsa í samhengi. Íbúar í Árborg eiga réttmæta kröfu á fyrsta flokks þjónustu sem stenst fullan samjöfnuð við helstu sveitarfélög landsins. Biðlistar á leikskólum eru tímaskekkja á tímum umræðu um gjaldfrjálsa leikskóla. Við viljum samþætta skólastarfið og tengja skólastig betur. Við viljum að Árborg verði leiðandi í málefnum eldri borgara og leggjum til að sveitarfélagið fari í samningaviðræður við ríkið að kosningum loknum. Þá þarf að lyfta grettistaki í íþróttamálum, sem hafa setið á hakanum, auk þess sem skipulagsmál og frá- gangur gatna bíða bættra vinnu- bragða. Við sem skipum framboðslista D-listans í Árborg höfum óbilandi trú á framtíð sveitarfélagsins. Íbúarnir eiga skilið að fá aukið svigrúm til athafna og lægri álög- ur til framkvæmda. Frambjóðend- ur D-listans hafa breiðan bak- grunn, eru með yfirgripsmikla reynslu af sveitarstjórnarmálum, menntamálum og fyrirtækja- rekstri. Þann 27. maí hafa kjósendur í Árborg tvo skýra valkosti; annars vegar núverandi bæjarstjórnar- meirihluta og hins vegar D-list- ann. Við óskum eftir umboði kjós- enda til að fá að vinna - fyrir Árborg. Höfundur skipar 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Árborg. Fyrir Árborg UMRÆÐAN KOSNINGAR SNORRI FINNLAUGSSON FRAMBJÓÐANDI Með fasteignalánum bankanna hækkaði íbúðaverð um allt land, ekki síst á höfuðborgarsvæðinu. Veðskuldir heimilana hafa vaxið mikið í kjölfarið og heimili fólks sjálfsagt aldrei verið veðsettari. Við þetta bætist svo að verðbólga hefur rokið upp og stendur nú í einum 15 prósentum, sem hefur sjálfkrafa hækkað lán fólks sem því nemur. Það er því mikilvægt að jafn- vægi náist á fasteignamarkaði án þess að hrun verði á fasteigna- verði. Um mig fer hrollur þegar ég les lóðastefnu sjálfstæðismanna, þeir hyggjast ausa út 10.000 lóðum á Geldinganesi, 6.000 í Örfirisey, 10 þúsund í Vatnsmýr- inni auk þúsundum lóða í Úlfar- sárdal. Þessar úthlutanir eiga að hefjast í haust og lýkur 2008. Rétt er að hafa í huga að íbúum á höfuðborgarsvæðinu hefur samkvæmt Hagstofu Íslands fjölgað um 9.000 síðustu 4 ár. Ég fæ ekki séð hvernig sjálf- stæðismenn ætla að koma þess- um lóðum út, því ef aðeins verður um einbýlishúsalóðir að ræða og miðað er við 3,7 einstaklinga í kjarnafjölskyldu þyrfti að tvö- falda fjölda Reykvíkinga. En ef um blandaða byggð einbýlis- og fjölbýlishúsa er að ræða þyrfti að fjórfalda fjölda Reykvíkinga til að byggja allar þessar lóðir. Þegar við bætist að sjálfstæð- ismenn ætla að hefja að nýju til vegsemdar gjafalóðastefnu sína er einsýnt að verðmæti húsnæðis í Reykjavík mun hrynja með skelfilegum afleiðingum fyrir þær fjölskyldur í borginni sem eiga húsnæði. Stefna Samfylkingarinnar er skýr. Við munum tryggja eðlilegt framboð á lóðum, við munum úthluta lóðum sem sérstaklega verða ætlaðar undir leiguhúsnæði. Þannig viljum við tryggja að heil- brigður leigumarkaður þrífist í Reykjavík á sama tíma og við stuðl- um að því að verð á húsnæðismark- aði nái mjúkri lendingu, án þess að um hrun verði að ræða með ófyrir- sjáanlegum afleiðingum fyrir fast- eignaeigendur í borginni. Höfundur er í 6. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík. Verðhrun yfirvofandi? UMRÆÐAN KOSNINGAR SIGRÚN ELSA SMÁRADÓTTIR FRAMBJÓÐANDI Langferðir ehf., Holtasmára 1, 201 Kópavogur Sólin og ströndin í Búlgaríu Tilboð Apollo Smile eru óvissuferðir fyrir þá sem vilja fyrst og fremst komast í sólina og á ströndina en leggja síður áherslu á gististaði. Við tryggjum gistingu í tví- eða þríbýli og þú getur valið um gæði gistingarinnar Óvissuferð 36.600 kr. · Við tryggjum svefnpláss með lágmarksþægindum. Verð miðast við 2 viknadvöl. Apollo Smile 39.700 kr. · Gististaðurinn fær 2 sólir í gæðakerfi okkar. Verð miðast við vikudvöl. Apollo Smile 3 sólir 42.700 kr. · Gististaðurinn fær 3 sólir í gæðakerfi Apollo (milli-flokkur með sundlaug). Verð miðast við vikudvöl. 5 100 300 www.apollo.is Bæklingar liggja frammi á völdum Esso-stöðvum: Reykjavík: Ártúnshöfði, Fossvogur og Geirsgata. Hafnarfjörður: Lækjargata Keflavík: Hafnargata Akureyri: Leiruvegur Náðu þér í bækling! Brottfarir: 6. júní: 2 vikur 13. júní: 1, 2 og 3 vikur 20. júní: 1, 2 og 3 vikur 27. júní: 1, 2 og 3 vikur * Verð miðast við bókun á netinu. Lesið um nánari skilmála óvissuferða á heimasíðu okkar. Óvissuferðir eru án fæðis og ferða til og frá flugvelli ytra 36.600 kr. á mann í 2 vikur 6. júní í tví- eða þríbýli með öllum sköttum Bókaðu núna! www.apol lo.is 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.