Fréttablaðið - 25.05.2006, Side 34
25. maí 2006 FIMMTUDAGUR34
SENDIÐ OKKUR LÍNU
Við hvetjum lesendur til að senda okk-
ur línu og leggja orð í belg um málefni
líðandi stundar. Greinar og bréf skulu
vera stutt og gagnorð. Eingöngu er
tekið á móti efni sem sent er frá Skoð-
anasíðunni á visir.is. Þar eru nánari
leiðbeiningar. Ritstjórn ákveður hvort
efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í
báðum miðlunum að hluta eða í heild.
Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til
að stytta efni.
Ekki segja þetta, Ragnar Sverris-
son. Að ég vilji fiska í gruggugu
vatni. Þvert á móti vil ég skýrar
línur, sem er mér slík ástríða að
verður stundum að veikleika. Ég
skal þó viðurkenna að ég er ekki
alltaf sá maður sem ég vildi vera.
Því miður.
Ef þú til dæmis spyrðir eftir
áliti mínu á íþróttavellinum þá
myndi ég tvístíga. Fyrir nokkrum
árum mátti ég ekki heyra á það
minnst að hann yrði aflagður. Nú
er ég á báðum áttum. Þó vil ég alls
ekki að þarna verði settar niður
íbúðar- eða verslunarbyggingar
en er tilbúinn að skoða hugmynd-
ina um fjölskyldugarð. Ég vil líka
fá sólarglugga við göngugötuna og
þótt mér sé illa við að rífa gömul
hús þá hljóta sjónir okkar að bein-
ast að Hafnarstræti 98 og 106. En
förum varlega og gerum ekkert
nema að vel ígrunduðu máli.
Hins vegar ef þú vildir ræða við
mig um framlengda Dalsbraut þá
hef ég traustan stein að standa á. Í
stað bílagötu á að koma þar umferð-
aræð fyrir þá sem vilja ferðast
fyrir eigin líkamsorku, viðra sig og
horfa á mannlíf. Ég er líka viss í
minni sök hvað varðar síkið.
Hugsaðu þér, Ragnar! Að eyða
200 til 400 milljónum (eða millj-
örðum ef á að teygja sig upp að
Skátagili) í að grafa síki sem í
besta falli hefur fagurfræðilegt
gildi en alls ekkert hagnýtt er ekki
verjanlegt í mínum augum. Síst
þegar við höfum annan valkost
sem er bæði fagur og hagnýtur í
besta lagi (og líka fokdýr). Sem er
KEA-strætið.
Hugsaðu þetta röklega, Ragn-
ar. Á miðbæjarsvæðinu skulu rísa
300 íbúðir, menningarhús, tónlist-
arskóli, fjölskyldugarður, jafnvel
stórmarkaður, svo að við gleym-
um ekki þeim nýju verslunum sem
eiga eftir að spretta þarna upp.
Um leið á að þrengja Glerárgöt-
una á kafla, sem er aðal umferðar-
æðin í gegnum bæinn, og grafa
síki en þetta tvennt mun óhjá-
kvæmilega hafa heftandi áhrif á
alla umferð, líka gangandi, taktu
eftir því.
Ragnar, þú veist það jafnvel og
ég að þeir eru ófáir í bænum okkar
sem segja bílinn í slíkum tilvistar-
vanda að það réttlæti að leggja
tengibraut í gegnum íbúðahverfi,
fast við barnaskóla, hæfingarstöð,
íbúðahverfi aldraðra og yfir
íþróttasvæði KA. Slík er neyðin í
umferðarmálum okkar Akureyr-
inga. Ég sé ekki betur en að þú
sért að bjóða heim sömu vandræð-
um í miðbænum. KEA-strætið
mun leysa þau og þar með styrkja
alla uppbyggingu þar. Síkið mun
hafa öfug áhrif.
Þú segir, Ragnar, að ég vilji
hunsa vilja íbúaþingsins sem þú
stóðst fyrir forðum (hafir þú stóra
þökk fyrir) og ég sótti. Ég skal
ekki draga neina dul á að minni
mitt hefur aldrei verið gott, þess
vegna bið ég þig, Ragnar, að benda
mér á hvað í framanskrifuðu stríð-
ir gegn vilja íbúaþingsins. Ég veit
að við töluðum ekkert um síki eða
KEA-stræti, en við ræddum um
framlengda Dalsbraut, útivistar-
vænan kaupstað, eflingu miðbæj-
ar, göngugötuna og ótal fleira.
Hvar er ég á skjön við þá
umræðu?
PS: Að lokum ein samvisku-
spurning, Ragnar. Lítur þú þannig
á að síkið sé forsenda uppbygging-
ar í miðbænum?
Höfundur er sagnfræðingur og í
16. sæti Samfylkingarinnar á
Akureyri.
Ekki segja svona, Ragnar
UMRÆÐAN
KOSNINGAR
JÓN HJALTASON
FRAMBJÓÐANDI
Leikarinn, Grafarvogsbúinn og
Samfylkingarframbjóðandinn
Dofri Hermannsson skrifar grein
í Fréttablaðið síðastliðinn laugar-
dag, sem ber yfirskriftina „Grafar-
vogsbúar eiga sig sjálfir“. Grein
þessi svo full af hroka, þekkingar-
leysi og persónulegu níði að hún
er vart svara verð en þar sem ég
er sjálfur annar þeirra sem leikar-
inn hefur kosið að veitast að kýs
ég að leggjast svo lágt að tjá mig
eilítið um efni hennar.
Samfylkingarframbjóðandan-
um ofbýður að undirritaður, sem
varaformaður Íbúasamtaka
Grafarvogs, skuli leyfa sér að
gagnrýna borgaryfirvöld þar sem
undirritaður er einnig flokksbund-
inn sjálfstæðismaður. Það er helzt
á honum að skilja að pólitískar
skoðanir mínar geri mig óhæfan
til að sitja í stjórn íbúasamtakanna
og það sé engan veginn við hæfi að
ég gagnrýni borgaryfirvöld. Þá
þykir mér Samfylkingin vera farin
að líkjast gamalli fyrirmynd sinni
í Ráðstjórnarríkjunum ef menn
þar á bæ ætla að banna mönnum
sem ekki syngja sama sálm og
þeir að taka þátt í félagsmálum.
Þessi skoðun frambjóðandans er
enn frekar ítrekuð þar sem hann
leyfir sér einnig að efast um heil-
indi sjálfstæðismannsins Guð-
laugs Þórs Þórðarsonar sem for-
manns Fjölnis vegna pólitískra
skoðana hans.
Ég ætla mér ekki í þessari
grein að eyða tíma og rými í að
telja upp hvar borgaryfirvöld hafa
helzt brotið á okkur Grafarvogs-
búum en á líðandi kjörtímabili
hafa yfirvöld svikið loforð sem
Rimabúmum voru gefin kortéri
fyrir síðustu borgarstjórnarkosn-
ingar, þau hafa dregið lappirnar
við hreinsun strandlengjunnar,
þau hafa þrjóskast við að þróa
hugmyndir um Sundabraut sem
eru í algerri mótsögn við vilja
íbúa, þau hafa skert þjónustu
Sorpu við Grafarvog og svo mætti
lengi telja. Grafarvogsbúar hafa
ekkert sérlega góða reynzlu af
stjórn R-listaflokkanna og sem
varaformanni Íbúasamtaka
Grafarvogs ber mér skylda til
þess að gagnrýna borgaryfirvöld
og framkomu þeirra við okkur sjái
ég ástæðu til.
Það er lítilmannlegt af leikaran-
um að veitast að mér undirrituðum
og félaga mínum Guðlaugi Þór og
draga heilindi okkar í efa vegna pól-
itískra skoðana okkar. Sjálfur hef
ég aldrei dregið í efa að framsókn-
armaðurinn Alfreð Þorsteinsson
hafi gegnt formannsstarfi sínu hjá
Knattspyrnufélaginu Fram af hei-
lindum, að framsóknarmaðurinn
Anna Kristinsdóttir hafi af heil-
indum gætt hagsmuna Foreldra-
samtaka fatlaðra, að samfylkingar-
maðurinn Stefán Jóhann Stefánsson
hafi verið heill í sínu starfi sem for-
maður Knattspyrnudeildar ÍR, að
samfylkingarmaðurinn Helgi
Hjörvar hafi af heilindum unnið
fyrir Blindrafélagið og svo mætti
lengi telja.
Ég get líka fullvissað Dofra
Hermannsson um það að sem
varaformaður Íbúasamtaka
Grafarvogs mun ég áfram, og eftir
því sem ég bezt get, gæta hags-
muna Grafarvogsbúa og veita
borgaryfirvöldum aðhald hverjir
svo sem verða við stjórn borgar-
innar að loknum kosningum á
laugardag. Ég get líka fullyrt að
Guðlaugur Þór Þórðarson mun
einnig gæta hagsmuna Fjölnis og
halda áfram sínu uppbyggingar-
starfi þar óháð því hver fer með
völd í borginni. Ólíkt því sem
hugsanlega gerist hjá Samfylking-
unni leyfist okkur sjálfstæðis-
mönnum nefnilega að hafa skoð-
anir og tjá okkur um þær.
Það kemur úr hörðustu átt að
Dofri Hermannsson, í þessari
óhróðursgrein, saki okkur sjálf-
stæðismenn um að fara með óhróð-
ur um fólk. Slík ummæli dæma sig
sjálf í ljósi þess sem Dofri sjálfur
hefur skrifað. Að lokum mætti
benda á að í ljósi framkomu borgar-
yfirvalda við Grafavogsbúa þá
hefði yfirskrift umræddrar grein-
ar frekar átt að vera: „Grafar-
vogsbúar mega eiga sig“.
Hroki og hleypidómar
UMRÆÐAN
KOSNINGAR
EMIL ÖRN KRISTJÁNSSON
VARAFORMAÐUR ÍBÚASAMTAKA
GRAFARVOGS Hvað er það sem tengir hverfa-
samfélög bæja og borga? Er mið-
bær hverfi eða nýtur hann sér-
stöðu? Allir bæir á Íslandi eiga
miðbæ eða kjarna þar sem fólk
leitar gjarnan eftir þjónustu, versl-
un og afþreyingu. Erlendis má sjá
marga slíka kjarna í einni borg.
Vegna þessarar sérstöðu lítum við
ekki á miðbæinn sem hverfi, jafn-
vel þó svo að á Íslandi séu til versl-
unar- og þjónustukjarnar í hverf-
um á höfuðborgarsvæðinu.
Miðbærinn skipar ávallt sér-
stakan sess í hugum fólks og við
höfum öll hugmyndir um hvernig
hann á að vera. Hafnarfjörður er
ákaflega fallegur bær með ein-
stakt bæjarstæði í hrauninu sem
teygir sig til sjávar og myndar
þennan fallega opna fjörð sem
blasir við miðbænum. Miðbærinn
gæti ekki verið staðsettur annars
staðar, þar er upphaf atvinnulífs í
Hafnarfirði og í kringum það
búseta fólksins, höfnin var lífæð-
in. Ef ekkert verður að gert verður
endir miðbæjarlífs einmitt vegna
þess að atvinnulíf fjarar út. Ein
grein styður aðra þannig að það
þarf að skapa svigrúm fyrir fjöl-
breytni og fjölgun íbúa í miðbæn-
um, sem kallar á aukna þjónustu.
Auk verslunar- og þjónustu-
fyrirtækja eru mikil tækifæri í
menningarmálum sem og ferða-
þjónustu sem hægt er að tengja
saman með margvíslegum hætti.
Það má gera söfnum bæjarins
hærra undir höfði og tengja betur
miðbæjarlífinu ásamt Hellisgerði.
Það er löngu tímabært að Hellis-
gerði verði endurlífgað sem lysti-
garður Hafnfirðinga.
Það þarf að efla atvinnu- og
menningarlíf í miðbænum en sam-
hliða því verður að gera ráð fyrir
umferð bíla svo fólk komist til að
sinna erindum sínum.
Vöxtur og viðgangur Hafnar-
fjarðarbæjar byggist á atvinnulíf-
inu í bænum hvort sem fyrirtækin
eru staðsett í miðbænum eða í
jaðri bæjarins.
Sjálfstæðismenn vilja sterkan
miðbæ. Í fremstu röð, XD.
Höfundur skipar ellefta sæti á
framboðslista Sjálfstæðisflokksins
í Hafnarfirði.
Miðbær Hafnarfjarðar
UMRÆÐAN
KOSNINGAR
HALLDÓRA BJÖRK JÓNSDÓTTIR
FRAMBJÓÐANDI
N† VÖRU- OG fiJÓNUSTU-
SKRÁ Á VISIR.IS/ALLT
ALLT er n‡ vöru- og fljónustu-
skrá á visir.is. ALLT er líka í síma
1850 og í vor ver›ur ALLT bók-
inni dreift til landsmanna.
... sem flig vantar í
n‡ja húsnæ›i›