Fréttablaðið - 25.05.2006, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 25.05.2006, Blaðsíða 36
 25. maí 2006 FIMMTUDAGUR36 timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkisatburði, stórafmæli, andlát og jarðarfarir í smáletursdálkinn hér að ofan má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000. MERKISATBURÐIR 1929 Þingmenn Íhaldsflokksins og Frjálslynda flokksins stofna Sjálfstæðisflokkinn. 1935 Babe Ruth slær 714. og síðasta heimahlaupið sitt á hafnaboltaleikvangi í Pennsylvaníu. Þetta var met sem stóð í 39 ár. 1946 Abdúllah fyrsti lýsir sig konung Transjórdaníu. 1958 Steinn Steinarr deyr, ein- ungis 49 ára að aldri. 1977 Fyrsta Stjörnustríðsmyndin er frumsýnd. 1987 Jarðskjálfti verður suður af Heklu og er hann sá stærsti sem mælst hefur á Suður- landi síðan 1912. 1999 Íslenskur leiðangur fer á jeppum þvert yfir Græn- landsjökull en slík ferð var þá fordæmislaus. IGOR SIKORSKY (1889-1972) FÆDDIST ÞENNAN DAG. „Þyrlan er það farartæki sem kemst næst því að uppfylla aldagamlan draum mannkynsins um fljúgandi hesta og galdrateppi.“ Fyrirtæki Sikorskys var, og er enn, leiðandi í þróun og framleiðslu á þyrlum. Á þessum degi árið 1935 setti Bandaríkjamaðurinn Jesse Owens þrjú heimsmet og jafnaði eitt á háskólaleikum í Michigan. Þrjú korter liðu frá því að hann setti fyrsta metið þangað til það síðasta var slegið og er afrekið af mörgum talið eitt það merkasta í íþróttasögunni. Metin voru sett í spretthlaupum, grindahlaupi og langstökki. Jesse Owens fæddist í sept- ember árið 1913 og var af fátæku fólki kominn. Hann hóf að æfa frjálsar íþróttir á unglingsárum og stundaði nám við ríkisháskólann í Ohio þar sem hann hélt æfing- um áfram. Á Ólympíuleikunum í Berlín árið 1936 varð Owens heimsfrægur og fór heim af mótinu með fjögur gullverðlaun í farteskinu. Hann stakk mjög í stúf vegna þeldökks litarhafs síns á leikunum, sérstaklega vegna þess að Hitler, sem þá var kanslari Þýskalands, lagði mikla áherslu á yfirburði arískra keppenda lands síns. Mikla athygli vakti að Hitler tók ekki í höndina á Jesse Owens þegar hann stóð á verðlaunapalli og þótti mörgum það til merkis um að Hitler liti niður á Owens. ÞETTA GERÐIST > 25. MAÍ 1935 Jesse Owens setur heimsmet JESSE OWENS Á HLAUPABRAUTINNI „Maður fær alltaf sama fiðringinn, það fer aldrei af manni,“ segir Kristinn R. Ólafsson, sem flutt hefur íslenskum útvarpshlustendum pistla sunnan úr Evrópu í aldarfjórðung. Í dag heldur hann einmitt upp á starfsafmælið því þennan dag fyrir tuttugu og fimm árum fór fyrsti pistillinn í loftið. „Menn halda upp á afmælin sín og þurfa ekki að gera neitt til þess nema tóra. Til að halda upp á starfsafmæli þarf maður að tóra bæði í lífi og starfi,“ segir Kristinn gletti- lega. Pistlarnir hafa flestallir verið sendir út í Ríkisútvarpinu og eru nú farnir að telja hátt í fjögur þúsund stykki. „Ég býst við því að ég eigi milli 85 og 90 pró- sent pistlanna. Tölvuvæðingin hefur farið svolítið illa með mig því tölvur eiga það til að gleypa gögnin með húð og hári af einhverjum ókunnum ástæðum og hefur komið fyrir að eitthvað hefur þurrkast út hjá mér. Þegar ég tölvu- væddist fyrst átti ég Amstrad-tölvu sem nú er orðin forngripur. Þá átti ég alla pistlana á disklingum sem maður stakk í tölvuna og kveikti á. Ég var einmitt að fá tilbaka pistla frá 1989 til 1993 sem voru geymdir á svona disklingum en þá sendi ég til Lundúna um daginn þar sem er einn maður í heiminum sem stundar að endurheimta svona.“ Eins og gefur að skilja hefur Krist- inn fjallað um margan manninn í pistl- um sínum, „frá knattspyrnuhetjum upp í kóngafólk og allt þar á milli,“ eins og hann segir sjálfur. Pistlarnir um knatt- spyrnuna, eða „Spánarsparkið“, eru nú orðnir ófáir og eiga sér hvað dyggastan hlustendahóp. „Ég sé hérna í mínum gulnuðu blöðum að ég hef verið farinn að tala um þetta strax árið 1981. Fljót- lega eftir að ég byrjaði, eða árið eftir, var heimsmeistaramótið í fótbolta hald- ið hér á Spáni og var ég meðal annars í beinni í hálfleik byrjunarleiksins frá Barselónu. Ég get nú líka aðeins grobb- að mig af því að hafa líklega fundið upp orðið Börsungur sem síðan hefur festst í tungunni.“ Aðspurður segist Kristinn minnast sérstaklega eins pistils sem hann skrif- aði 7. nóvember 1983. „Pistillinn fór þó ekki í loftið fyrr en nokkru seinna því Margrét Indriðadóttir sem þá var frétta- stjóri, sagði hún mér löngu seinna, tók langan tíma í að ákveða hvort hann ætti að fara út því hún velktist í vafa um við- brögð hlustenda við honum. Pistilinn skrifaði ég um neyðarbúnað á líkkistur sem spænskur vísindamaður hannaði svo að kviksettir gætu látið vita af sér. Margrét lét loks slag standa, og enginn fékk slag.“ Kristinn ber í maganum að gefa úrval pistla sinna út á bók og lýsir eftir djörfum útgefanda til að taka verkefnið að sér. „Það væri mjög gaman að fara yfir þetta allt saman, velja úr og koma eins og hundrað pistlum út í bók til varð- veislu. Orðum sem töluð eru í útvarp er sáð upp í vindinn.“ KRISTINN R. ÓLAFSSON: 25 ÁRA PISTLAAFMÆLI Frá knattspyrnuhetjum til kóngafólks og allt þar á milli FYRSTI PISTILLINN Kristinn varðveitir flesta pistl- ana sína og lýsir eftir djörfum útgefanda til að koma úrvali þeirra út á bók. FRÉTTABLAÐIÐ/ÚR EINKASAFNI KRISTINN R. ÓLAFSSON LES PISTILINN Í 25 ár hefur Kristinn sent pistla frá Spáni og fjallað um allt frá Spánarsparkinu til neyðarbúnaðar á líkkistur. FRÉTTABLAÐIÐ/ÚR EINKASAFNI Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, bróðir og afi, Vigfús Guðbrandsson íþróttakennari, Dimmuhvarfi 7, Kópavogi, lést á Landspítala háskólasjúkrahúsi í Fossvogi þriðju- daginn 16. maí. Hann verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju föstudaginn 26. maí kl. 13.00. Jóhanna Eydís Vigfúsdóttir Þorbjörn Bjartmar Björnsson Ásgerður Fríða Vigfúsdóttir Fjölnir Ernis Sigvaldason Aðalbjörg Sigurrós Vigfúsdóttir Guðmundur Magnús Elíasson Jófríður Guðbrandsdóttir Andri Már Halldórsson Hulda María Þorbjörnsdóttir Róbert Högni Þorbjörnsson Úlfur Benedikt Fjölnisson Anton Vigfús Guðmundsson Ísól Hanna Guðmundsdóttir Jónatan Magnús Guðmundsson LEGSTEINAR OG FYLGIHLUTIR Í MIKLU ÚRVALI Þórhallur Jónsson frá Lóni verður jarðsunginn frá Húsavíkurkirkju laugardaginn 27. maí kl. 14.00. Aðstandendur. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Íva Bjarnadóttir Sóltúni 2, Reykjavík, sem lést sunnudaginn 14. maí verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju á morgun, föstudaginn 26. maí, kl 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið. Björn Halldórsson Kristín Bjarnadóttir Edda Magndís Halldórsdóttir Kristinn Jóhann Sigurðsson Viðar Halldórsson Ragna Bogadóttir Gyða Halldórsdóttir Guðjón Reynir Jóhannesson Dóra Kristín Halldórsdóttir Kristján Þórðarson Sigrún Guðnadóttir barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, Guðmundur Hjartarson Sóltúni 43, Selfossi, áður bóndi Grænhóli í Ölfusi, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands föstudaginn 19. maí. Útförin fer fram frá Kotstrandarkirkju laugardaginn 27. maí kl. 13.00. Jónína Guðmundsdóttir Sigrún Guðmundsdóttir Jón Halldór Gunnarsson Jóhanna Guðmundsdóttir Ölver Bjarnason Guðbjörg Guðmundsdóttir Sigvaldi Guðmundsson Steindór Guðmundsson Klara Öfjörð Sigfúsdóttir og barnabörn. Útför Sigrúnar I. Sigurþórsdóttur frá Eiðum verður gerð frá Seljakirkju föstudaginn 26. maí kl. 11.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Minningarsjóð Skógarbæjar í síma 510-2100. Aðstandendur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.