Fréttablaðið - 25.05.2006, Síða 40

Fréttablaðið - 25.05.2006, Síða 40
FIMMTUDAGUR 25. maí 2006 3 Úr háborg tískunnar BERGÞÓR BJARNASON SKRIFAR FRÁ PARÍS Sumarið nálgast nú óðum, þó stundum geti maður spurt sig þegar litið er á hitamælinn, hvort sem er í Reykjavík eða París, hvort svo sé í raun og veru. Á sama tíma má sjá í hverju einasta tímariti allt það sem er ómissandi fyrir sumarið, svo sem þvengskó, sólgleraugu og fleira. Ekki má gleyma öllum galdrapillunum og kremunum sem eiga að bræða magann í einni svipan og slétta appelsínu- húðina áður en haldið er út í sól- ina - og auðvitað svínvirkar þetta allt saman! Hvert einasta snyrti- vörufyrirtæki hefur fundið upp alveg nýja lausn til að eyða hrukkum, pokum og lyfta hrein- lega augnalokunum án andlits- lyftingar, (Success eye teck, Guerlain). Elizabeth Arden veðjar á sjávarkrem sem virkar í heilan sólarhring (Creme hydradante Continune 24h) en Vichy trúir á krem sem vinnur á nóttinni, afeitrar og nærir húð- þræðina (liftactiv pronuit). Ég vona að þið hafið ekki gleymt að byrja á sólartöflunum sem á að taka inn tveimur mán- uðum fyrir sólarferðina til að undirbúa húðina og minnka brunahættu. Annars er alltaf hægt að skella á sig brúnku- kremi, en þau verða sífellt betri og hrukka miklu minna en ofnotkun á sól. Hvert fyrirtækið keppist svo við annað að senda á markað sumarilm sem þetta árið á helst að vera með rósailmi eins og La rose angel frá Thierry Mugler. Armani hefur gert Armani code (sbr. Da Vinci code?). Aðrir róa á gömul mið eins YSL sem enn og aftur markaðssetur Paris, Eau d´été fyrir sumarið án þess að taka mikla áhættu með ilmi af bleikum rósum. Issey Miyake blandar saman rósum og liljum, Stella McCartney veðjar á sítrónuilm, Trendy. Svo er það alveg ný ilmvatns- grein sem hefur verið að þróast í París þar sem eru í boði einir fimmtán ilmir, hver og einn ein- stakur. Frédéric Malle hefur á fimm árum skapað sér nafn sem aðal lúxusilmframleiðandi borg- arinnar og hefur nýlega opnað þriðju ilmvatnsbúð sína í París 21, Mont-Thabor í fyrsta hverfi sem líkja mætti við musteri ilmsins. Þveröfugt við flesta í lúxusiðnaðinum sem reyna að láta sem mest á sér bera er allt byggt á látleysi og einfaldleika hjá Malle enda minna búðirnar meira á listagallerí en tískuhús. Viður á gólfinu, bækur á veggj- um og svo hinir ótrúlegu „mát- unarklefar“ úr gleri til þess að „máta“ ilminn af ilvötnunum. Ilmvatnsglösin nútímaleg með svörtum miða og rauðum stöf- um. Innst í búðinni skrifstofa með glerhurð þar sem ekkert er falið, til að skapa trúnaðarand- rúmsloft. Þrátt fyrir látleysið hefur orðspor Frédéric Malle borist víða og nú hefur stór- verslunin Barney´s í Bandaríkj- unum, keðjan sem kom bæði Armani og Prada á koppinn á sínum tíma, veðjað á hann. Yndis- legt líf! bergthor.bjarnason@wanadoo.fr Ilmur, hrukkubanar og appelsínuhúð ���������������� ������������� ������������ ����������� ����� ������������������ ����������������������� Hvar annars staðar en í SoHo- hverfinu í New York finnur maður fínustu og flottustu tísku- vöruverslanirnar? SoHo, sem stendur fyrir South of Houston, hefur lengi verið svalasta hverfi Manhattan-eyju New York borgar. Þar má finna allar dýrustu verslanirnar sem jafnframt eru þær mest nýmóðins. Tískuvöru- framleiðendur hafa margir lagt mikla vinnu og peninga í að gera verslanir sínar sem flottastar og hafa margir fengið heimsfræga arkitekta til þess að hjálpa sér að gera híbýli sín sem glæsilegust. Gott dæmi um magnaða verslun er flaggskip Prada, sem hollenski arkitektinn Rem Koolhaas hann- aði. Nýjasta viðbótin við þessa flóru hönnunarverslana má finna á svo- lítið undarlegum stað. Í húsi sem er bæði ljótt að utan og staðsett í nokkuð skuggalegri götu hefur Longchamp nýlega opnað nýja og glæsi- lega verslun, La Maison Unique. Til verksins var fenginn breski arkitektinn Thomas Heatherwick en það sem er helst sérstakt við verslunin er að aðalhæð hennar er ekki sú fyrsta heldur önnur hæðin, sem er gert til þess að fá fólk í gegnum allt rými verslunarinnar. Hönnun verslunarinnar var mjög flókin en í hana var notað stál sem var blandað við náttúrulegt gúmmí. Á yfirmaður stálverk- smiðjunnar að hafa sagt að hann „hafi einungis gert þetta til þess að geta sagt barnabörnunum sínum frá því.“ - sha Hönnunarverslanir í SoHo Stigi verslunarinnar Longchamp flæðir einstaklega skemmti- lega. Nýjar snyrtivörur frá Biotherm sem viðhalda unglegu andliti og líkama eru komnar í verslanir. Biofirm Lift er þéttandi og styrkjandi krem fyrir and- lit og háls. Kremið viðheldur teygjanleika húðarinnar og fyllir upp í hrukkur og ójöfnur svo húðin fær fal- legri áferð. Cellulite Intense Peel er gel með tvöfalda virkni. Á sama tíma og gelið vinnur á appelsínuhúð, slípar það húðina og endurnýjar hana. Útkoman er fallegri útlínur og sléttari húð. Fallegri og unglegri húð með Biotherm Fæst í heilsubúðum, apótekum, og heilsuhornum verslana Einnig sjampó, hárnæring o.fl. DREIFING: JÓN KARLSSON • SÍMI: 5610570 • 100% náttúrulegir jurtalitir • Engin skaðleg aukaefni • Ekkert ammóníak • Laust við festiefni (Resorcinol) • Þægilegt og fljótlegt í notkun • 30 litir (Hægt að blanda fleiri) N† VÖRU- OG fiJÓNUSTUSKRÁ Á VISIR.IS/ALLT F í t o n / S Í A ALLT FYRIR HEILSUNA ALLT er n‡ vöru- og fljónustuskrá á visir.is. Ef flú ert a› breyta um lífsstíl er gott a› hafa ALLT vi› höndina flví flar finnur flú ALLT sem flú flarft til a› koma flér í form. ALLT er líka a› finna í fljónustunúmerinu 1850 og í vor ver›ur ALLT bókinni dreift til allra landsmanna. fiú finnur ALLT á visir.is! ... sem flig vantar til a› hefja n‡tt líf 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.