Fréttablaðið - 25.05.2006, Síða 46

Fréttablaðið - 25.05.2006, Síða 46
FIMMTUDAGUR 25. maí 2006 9 Tvöfaldur eggjaskeri er hentugt áhald. Í Búsáhöldum í Kringlunni rákumst við á eggjaskera sem hvort heldur sem er getur skorið eggin í báta og sneiðar, allt eftir óskum og þörfum. Hann kostar 1.520 krónur. Bæði bátar og sneiðar Efsta laginu er lyft upp til að sneiða eggin og næsta lagi ef þau eiga að fara í báta. nýtt } Rykbólan frá Brynju hjálpar til við að halda heimilinu hreinu. Verslunin Brynja hóf fyrir nokkru innflutning á sniðugu fyrirbæri sem heitir Dust Bubble. Rykbóla þessi er til þess ætluð að fanga allt ryk þegar borað er í veggi. Bólan er fest við vegginn, borað er í gegnum réttan stað á plastinu og þá losnar maður við að ryksuga á eftir eða anda að sér óheilnæmum rykögnum. Til eru þrjár gerðir af rykgildrum þessum. Ein fyrir ómálaða fleti, ein fyrir málaða og ein fyrir flísar. Verðið fyrir tólf stykki í einum pakka er 250 krónur. Leggur gildru fyrir rykið Tólf stykki af rykbólunni kosta 250 krónur. Í Nýju Skátabúðinni að Faxa- feni fæst skemmtileg vara sem kallast DryZone en varan flýtir fyrir þurrkun á skóm, vettling- um og öðru slíku. DryZone er stórsniðug- ur búnaður fyrir þá sem stunda mikla útiveru. Dryzone samanstendur af tveimur pokum sem er fullir af svokölluðum hygroscopic- kristöllum. Pokarnir eru settir ofan í raka eða blauta skó, hanska eða annað sem þarf að þurrka. Kristallarnir draga í sig vætu og flýta þannig fyrir þurrkun ásamt því að koma í veg fyrir ankannalega lykt af úti- vistarbúnaðinum. Dryzone búnaðurinn á að duga í nokkur ár sé hann meðhöndlaður rétt. Fari virknin minnkandi má setja pokana á ofn eða í örbylgju til að ná henni upp aftur. Nánari upplýsingar um vöruna má fá hjá Nýju skátabúðinni og hjá Norðlensku Ölp- unum á Akureyri. Dryzone þurrkar Dryzone búnaðurinn er kjörinn í göngu- ferðina enda hjálpar hann til við að ná skóm og öðrum búnaði fljótar þurrum. Nú er fluguvertíðin að komast á fullt og þá er ágætt að hafa nokkur atriði í huga. Á kvöldin þegar birtan er ögn minni eiga flugur það til að sækja í það ljós sem þær finna. Því er ágæt regla að slökkva ljós þegar ekki er verið að nota þau. Einnig er vert að hafa í huga að þegar stillt er upp sérstök- um flugnagildrum skulu þær vera fjarri mönnum. Margir falla í þá gryfju að hafa gildrurnar nálægt sér en þær eru einmitt til þess gerðar að draga flugur að sér og loka þær svo inni. Einnig er ágætt að renna augum yfir garða og þakskegg og leita að búum áður en haldið er í langt frí. Býflugna og geitungabú stækka ótrúlega hratt á stuttum tíma og best er að láta eyða búum sem finnast sem allra fyrst. Munið líka að skor- dýraeitrið og flugna- baninn eru jú vissu- lega eitruð og geta farið illa með við- kvæm húsgögn ef flugan er veidd á þeim stað. Klístraðar klessur geta líka myndast á gluggum og því ágætt að strjúka strax yfir með klút eftir að spreyjun er lokið. Fluguvertíðin Diskamotta fyrir hunda Sumir hundar slefa meira en aðrir. Þá eru einnig sumir hundar snyrti- legri en aðrir þegar kemur að því að drekka úr skál. Stórir hundar með mikil gin eiga það til að sulla vatni út um öll gólf. Fyrir utan leiðindin við að stíga sífellt í bleytu getur vatn skemmt bæði parket og gert bletti á gólfefni. Gott ráð er að fá diskamottu úr plasti og setja hana undir vatnsdallinn. Þannig minnkar töluvert sá skaði sem ann- ars hlytist af. húsráð }
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.