Fréttablaðið - 25.05.2006, Side 64
Þróttardagurinn
er í dag kl.12-14
Allir íbúar Þróttarbæjarins sérstaklega velkomnir.
Líka aðrir velunnarar félagsins, ungir sem eldri félagsmenn,
fyrrverandi stjórnarmenn, rækjuskipstjórar og leiðsögumenn.
Fyrrverandi handboltamenn, mæður og mæðgur, feðgar og frísklegir
synir, nýlegir vinir og gamlir óvinir, sem vilja endurnýja kynnin.
Það eru allir Þróttarar í aðra röndina, allir Þróttarar eru vinir,
svo allir eru vinir í aðra röndina.
Dúndurdagskrá
Knattþrautir, ratleikur,
götukarfa, hoppukastalar,
leiktæki, andlitsmálun,
góðgæti af grillinu auk
þess sem slökkviliðið og
sjúkraliðið koma í heimsókn.
Kynnt verður nýjasta deildin
í félaginu, sem er Krulla, en
heyrst hefur að slétthærðir
fái krullujárn við inngöngu
í deildina. Auk þess er
kynning á Íþróttaskólanum
í Laugardal, en þar geta
krakkar úr hverfi nu fundið sér
ýmislegt skemmtilegt að gera
í sumar.
Fyrsti heimaleikur karlaliðsins tekur við af skipulögðum hátíðarhöldum
dagsins, en Þróttarar tróna nú á toppi 1. deildar og ætla sér að vera þar.
En það eru ekki bara leikmenn sem ætla að endurheimta sæti sitt meðal
þeirra bestu. Köttararnir ætla sér sömuleiðis aftur á toppinn sem bestu
stuðningsmenn landsins og væri gaman að ná góðum takti á þessum
fyrsta heimaleik.
Þróttur - Fjölnir
kl. 14
Hvað fi nnurðu margt eins
á þessum myndum?
Ársmiðar á alla heimaleiki
meistarafl okks karla
seldir í miðasölunni
Ársmiði á 6000 kall
LIFI ÞRÓTTUR
Hvert fór Steini?
in
g
va
r
ví
ki
n
g
ss
o
n
/
f
ít