Fréttablaðið - 25.05.2006, Side 69
68 25. maí 2006 FIMMTUDAGUR
HVER ER STEFNA ÞÍN FLOKKS Í SKATTA-
MÁLUM OG ÁLÖGUM Á BORGARBÚA?
■ Björn Ingi: Ég teldi koma til greina að
endurskoða fasteignagjöld hjá eldri borg-
urum, en við höfum lýst því yfir að metn-
aðarfull áform um bætta þjónustu væru
marklaust tal ef innantóm loforð um skattalækkan-
ir fylgdu með í kaupunum. Þeir sem lofa miklum
skattalækkunum þurfa líka að segja hvaða þætti í
velferðarkerfinu eigi að skera niður á móti.
■ Vilhjálmur: Fasteignagjöld á íbúðarhús-
næði verða lækkuð um 25%. Fyrst um 10%
1. janúar 2007 og síðan um 5% árlega. Við
munum einnig hækka viðmið vegna afsláttar
af fasteignasköttum hjá tekjulágum ellilífeyris-
og örorkulífeyrisþegum.
■ Ólafur: Nú sem fyrr snýst framboð F-list-
ans um fólkið í borginni og við viljum sér-
staklega sinna málefnum sjúkra, aldraðra,
öryrkja og barnafjölskyldna. F-listinn hefur lagt
áherslu á lægri þjónustugjöld fyrir þessa hópa.
F-listinn flutti þegar í byrjun kjörtímabilsins tillögu
um að skora á Alþingi og ríkisstjórn að hækka skatt-
leysismörkin til þess sem þau voru við upptöku staðgreiðslukerfis
skatta árið 1988. F-listinn hafnar þannig hinni öfugu Hróa hattar
pólitík ríkisstjórnarinnar í skattamálum sem og óréttlátum tekju-
tengingum og skerðingum gagnvart elli- og örorkulífeyrisþegum.
■ Dagur: Almenna grunnþjónustu á að
greiða úr sameiginlegum sjóðum borgarbúa
svo þeir fái notið hennar án tillits til efnahags.
Þetta á sérstaklega við um þjónustu við börn
og ungmenni og sérstaklega nú, þegar ríkisstjórn
misréttis er við völd. Þess vegna þarf að nýta heimild
sveitarfélagsins til álagningar útsvars. Samfylkingin
hefur beitt sér fyrir því að fasteignagjöld eru með þeim lægstu í
Reykjavík og að tekjulágir eldri borgarar njóta afsláttar án þess
að þurfa að sækja um hann sérstaklega. Tekjumörk þess afsláttar
eru endurskoðuð árlega og það verður gert áfram til að tryggja
áframhaldandi forystu Reykjavíkur í þeim efnum. Þjónustugjöld í
Reykjavík eiga áfram að vera með þeim lægstu á landinu.
■ Svandís: Við teljum skatta mikilvæga til
að leggja grunn að sterkri samfélagsþjón-
ustu í skólum, leikskólum, æskulýðsstarfi,
málefnum aldraðra o.s.frv. Skattar gegna
mikilvægu tekjujöfnunarhlutverki í samfélag-
inu. Hins vegar viljum við lækka og jafnvel fella niður
þjónustugjöld af ýmsum toga, s.s. í leikskólum og
grunnskólum. Það kemur sér best fyrir fjölskyldufólk í borginni.
HVER ER STEFNA ÞÍNS FLOKKS VARÐANDI
HLUT BORGARINNAR Í LANDSVIRKJUN?
■ Björn Ingi: Við höfum stutt viðræður borg-
arinnar og ríkisstjórnarinnar um sölu á 45%
hlut borgarinnar í Landsvirkjun, enda teljum
við óeðlilegt að eiga svo stóran eignarhlut í
fyrirtæki sem er í beinni samkeppni við Orku-
veitu Reykjavíkur. Við viljum byggja upp Orkuveituna
og halda henni í eigu borgarbúa, en ég tel brýnt
að fá fram í hvað þessir fjármunir eigi að fara. Talið er að hlutur
borgarinnar í Landsvirkjun sé um 30 milljarða virði og rætt hefur
verið um að greiða niður skuldir borgarinnar, ráðast í framkvæmdir
eða lækka lífeyrisskuldbindingar með þessu framlagi. Ég hef hreyft
þeirri hugmynd að láta borgarbúa sjálfa njóta uppbyggingar á eign
sinni í þessu fyrirtæki og deila arðinum til þeirra sjálfra. Hlutur hvers
og eins yrði þá um 250 þúsund krónur. Þetta er aðferð sem víða
hefur verið beitt erlendis og ekki er langt síðan Davíð Oddsson,
þáverandi forsætisráðherra, lagði til að þessi leið yrði farin við sölu
Landsbankans.
■ Vilhjálmur: Við teljum það óeðlilegt
að Reykjavíkurborg sitji báðum megin
við borðið í því samkeppnisumhverfi sem
nú ríkir á raforkumarkaði, þ.e. sem 45% eig-
andi Landsvirkjunar og 95% eigandi Orku-
veitu Reykjavíkur. Við viljum selja hlut borgarinnar í
Landsvirkjun ef rétt verð fæst.
■ Ólafur: Orkuveitan og Landsvirkjun verði
áfram í eigu almennings. F-listinn leggst
alfarið gegn einkavæðingu Orkuveitu Reykja-
víkur og Landsvirkjunar og varar við því að
fleiri auðlindir almennings komist í hendur fárra.
Orkuveita Reykjavíkur er mjög blómlegt fyrirtæki sem
gefur góðan arð fyrir eigendur sína, Reykvíkinga, og
því leggst F-listinn gegn hlutafélagsvæðingu þess eða öðrum breyt-
ingum á rekstri. Þá vill F-listinn að Orkuveitan hugi fremur að annarri
orkunýtingu á næstunni en raforkusölu til stóriðju, enda hafnar F-
listinn gegndarlausri stóriðjuuppbyggingu ríkisstjórnarflokkanna.
■ Dagur: Reykjavíkurborg á að losa sig við
hlut sinn í Landsvirkjun, en fyrir hann þarf
að fá sanngjarnt verð. Nota á andvirðið
til að ganga upp í lífeyrisskuldbindingar
borgarsjóðsins. Klaufalegar einkavæðingaryfirlýsingar
ríkisstjórnarinnar hafa dregið málið á langinn,
en ljúka þarf þeim samningum hið fyrsta. Það er
ómöguleg staða fyrir Reykjavíkurborg að vera langstærsti aðilinn
að raforkuframleiðslu í landinu, eigandi í tveimur fyrirtækjum sem
nú eru í bullandi samkeppni.
■ Svandís: Við teljum mikilvægt að Lands-
virkjun sé áfram í samfélagslegri eigu.
Með einkavæðingu samfélagsfyrirtækja er
verið að flytja vald frá almenningi til pen-
ingaaflanna. Við útilokum ekki að borgin losi í
framtíðinni um eignarhluta sinn í Landsvirkjun enda
er hún nú þegar langstærsti eigandi að Orkuveitu
Reykjavíkur en þá teljum við mikilvægt að tryggja samfélagslegt
eignarhald á orkufyrirtækjunum.
HVER ER STEFNA ÞÍNS FLOKKS
Í SAMGÖNGUMÁLUM, HRINGBRAUT,
MIKLUBRAUT?
■ Björn Ingi: Við teljum brýnt að byggja
upp samgöngukerfi borgarinnar þannig að
það anni framtíðarumferð innan borgar-
innar. Með tilkomu Sundabrautar, Öskju-
hlíðarganga og Miklubrautar í frjálsu flæði
undir Kringlumýrarbraut yrði algjör bylting í þessum
málum og borgarbúar hefðu þrjár greiðar leiðir inn
og út úr borginni.
■ Vilhjálmur: Samgöngukerfi borgarinnar
verður að bæta þannig að borgarbúar kom-
ist hratt og örugglega á milli staða og þurfi
að verja minni tíma í umferðinni. Við ætlum
að byggja mislæg gatnamót á mótum Miklu-
brautar og Kringlumýrarbrautar og viljum að fram-
kvæmdir hefjist árið 2008. Viðeigandi ráðstafanir
verði einnig gerðar við gatnamót Miklubrautar og Lönguhlíðar.
Miklubraut þarf að leggja að hluta í stokk til að auka lífsgæðin í
aðliggjandi hverfum. Fyrsti áfangi, sem við horfum til, er sá hluti
Miklubrautar sem liggur á milli Stakkahlíðar og Rauðarárstígs.
■ Ólafur: F-listinn hefur algera sérstöðu
gagnvart hinum framboðunum í borginni í
samgöngumálum, bæði varðandi samgöngur
í lofti, á láði og legi. F-listinn leggur áherslu á
að útrýmt verði einbreiðum þjóðvegum og hafnar
alfarið tillögum um einbreiða Sundabraut. F-listinn
flutti tillögu um að setja Hringbraut í stokk en þær
voru felldar af R-lista flokkunum. F-listinn vill tryggja mislæg gatna-
mót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar hið fyrsta og að Mikla-
braut verði lögð í stokk undir Lönguhlíðina og Hlíðarnar „samein-
ist“ þannig.
■ Dagur: Við viljum að Reykjavík verði
slysaminnsta höfuðborg Evrópu árið 2012.
Þetta er raunhæft því þegar hefur slysum
fækkað um helming frá 1998. Við setjum
fjölgun samgönguæða til borgarinnar og frá, með
Öskjuhlíðargöngum og Sundabraut alla leið upp á
Kjalarnes. Við viljum öflugar almenningssamgöngur,
setja Miklubraut í stokk og tryggja öruggar göngu- og hjólaleiðir í
öllum hverfum. Tími stórra hraðbrauta í íbúðahverfum er hreinlega
liðinn. Þegar kemur að uppbyggingu Vatnsmýrarinnar verður lega
Hringbrautarinnar og skipulag endurskoðuð.
■ Svandís: Vinstri græn hafa kynnt tillögur
sínar um að leggja Miklubraut í stokk
milli Kringlumýrarbrautar og Snorrabraut-
ar. Þetta er eitt af brýnustu verkefnum í
gatnamálum borgarinnar. Hringbrautina þarf
að laga að þeirri byggð sem þar mun rísa á næstu
árum og breyta yfirbragði hennar úr hraðbraut í
borgargötu. Til álita kemur að Hringbrautin fari einnig í stokk þegar
fram í sækir.
HVER ER STEFNA ÞÍNS FLOKKS
VARÐANDI ALMENNINGSSAMGÖNGUR?
■ Björn Ingi: Við viljum byggja þær upp, en
teljum að núverandi ástand gangi ekki til
lengdar. Nýting strætisvagnanna er komin
niður fyrir 10% og farþegum fækkar ár frá
ári, um þetta 3-5% að meðaltali. Við viljum
efna til vitundarvakningar um gæði þess að nota
Strætó með því að hafa hann ókeypis fyrir börn og
námsmenn, aldraða og öryrkja og ná þannig nýtingunni upp. Um
leið og farþegum fjölgar er hægt að réttlæta fjölgun ferða og breyt-
ingar á leiðakerfinu sem ég tel nauðsynlegar og heyri á fjölmörg-
um borgarbúum að er megn óánægja með.
■ Vilhjálmur: Við viljum bæta þjónustu
Strætó með skynsamlegra leiðarkerfi og
ímyndarátaki Strætó. Við viljum að rauntíma-
upplýsingum verði komið fyrir á öllum helstu
biðstöðvum Strætó, þar sem sjá má hversu
langt er í næsta vagn. Þá verði biðstöðvunum gefin
nöfn og biðskýli bætt og sum upphituð en tillaga
okkar um upphituð biðskýli var nýlega samþykkt í umhverfisráði.
■ Ólafur: Við ætlum að endurskipuleggja
starfsemi strætó og bæta þjónustuna veru-
lega með tilkomu sérstakra vagna sem aki
innan hverfa borgarinnar en aðrir vagnar tengi
hvefin saman.
Til að auka nýtingu almenningssamgangna ber
að fella niður fargjöld í strætisvagna fyrir börn,
unglinga, aldraða og öryrkja. R-listinn hefur fellt tillögur okkar um
slíka ráðstöfun.
Bættar almenningssamgöngur nást betur fram með slíkum
aðgerðum en að hindra greiða umferð einkabíla um stofnbrautir
borgarinnar.
■ Dagur: Við viljum búa í hreinu landi og
samgöngur eru helsti mengunarvaldur
á Íslandi. Þess vegna eru þau mál
sameiginlegt viðfangsefni samfélagsins.
Almenningssamgöngur eiga að vera raunhæfur
og öruggur valkostur við að komast leiðar sinnar í
Reykjavík. Á meginleiðum á að veita strætisvögnum
forgang og til greina kemur að fjölga enn ferðum á álagstímum.
Markaðsetningu þarf að efla m.a. með því að auka á fjölbreytni
afsláttarkorta fyrir námsmenn og aðra hópa og bjóða á upp á
kortalausnir og gsm-greiðslur í stöðumæla og strætó. Nauðsynlegt
er að ríkið taki þátt í kostnaði vegna almenningssamgangna
enda samræmist það markmiðum um að minnka losun
gróðurhúsalofttegunda.
■ Svandís: Við teljum að borgin eigi að
bjóða íbúum sínum upp á valkost við
einkabílinn. Við viljum því gera strætó að
raunhæfum samgöngumáta. Það gerum
við með því að auka tíðni, fjölga leiðum og
tryggja forgang strætó í umferðinni. Í því sambandi
viljum við leggja um 500 milljónir króna til viðbótar
inn í rekstur strætó. Það hefur valdið okkur vonbrigðum að flest
önnur sveitarfélög í byggðasamlaginu hafa dregið lappirnar varð-
andi uppbyggingu almenningssamgangna og að okkar mati verður
Reykjavík að fara út úr byggðarsamlaginu Strætó bs. verði ekki
stefnubreyting í nágrannasveitarfélögunum.
HVER ER STEFNA ÞÍNS FLOKKS
Í LÓÐAMÁLUM OG ÞÉTTINGU BYGGÐAR?
■ Björn Ingi: Ég leyni því ekki, að ég hefði
viljað sjá hærra hlutfall sérbýlishúsalóða
og þess vegna viljum við framsóknarmenn
ganga rösklega til verks í þeim efnum;
úthluta 1.200 lóðum á næstu 18 mánuðum
í Úlfarsárdal fyrir raðhús, parhús og einbýli ásamt
hefðbundinni uppbyggingu í fjölbýli og láta þannig
draum margra um að byggja rætast. Þegar kemur að þéttingu
byggðar megum við ekki gleyma því að fjölmargir Reykvíkingar
vilja búa í úthverfum og hafa kosið að gera það af fúsum og frjáls-
um vilja. Mér finnst stundum að fólki hætti til að tala niður til
úthverfanna, en veit af eigin raun að þar er oft frábært að vera með
t.d. börn. Þegar kemur að þéttingu, eru margir oft hlynntir henni
þar til áformin hitta þá sjálfa fyrir. Það vilja fáir þéttingu byggðar í
sinni götu, t.d. við hliðina á sér. Viðkvæmustu deilumálin í skipu-
lagsmálum varða oft þéttingu byggðar og ég vil fara mér fremur
hægt í þeim efnum og virða vilja íbúanna.
■ Vilhjálmur: Allir sem vilja búa og byggja
í Reykjavík eiga að hafa kost á fjölbreyttu
húsnæði og lóðum bæði í sérbýli og fjölbýli.
Lóðauppboð verður afnumið og lóðagjöld
lækkuð.
■ Ólafur: Fjölgun lóða á hæfilegu verði án
útboðs. Eftirspurn eftir lóðum undir smærri
sérbýli verði mætt. F-listinn styður þá þétt-
ingu byggðar sem á sér stað í mið- og vestur-
borg Reykjavíkur en hafnar alfarið hugmyndum
um allt að 20.000 manna byggð í Vatnsmýri eða
á landfyllingum við Örfirisey. Ávallt sé tekið tillit til
eldri byggðar við þéttingu og íbúum gefið færi á að vera þátttak-
endur í skipulagi frá upphafi.
■ Dagur: Lykilatriðið er fjölbreytt val um
framtíðarhúsnæði. Samfylkingin mun
vinna að því að 6.000 íbúðir og sérbýli af
öllum stærðum og gerðum rísi í Reykjavík
á næstu árum, á Slippasvæðinu, í miðborginni, við
Elliðaárvog, í Úlfarsárdal, Vatnsmýri og við Hlemm.
Við viljum að allir geti fundið sér húsnæði við hæfi.
Byggðar verði 800 íbúðir fyrir stúdenta, 500 fyrir eldri borgara
og að öflugur leigumarkaður verði valkostur fyrir einstaklinga og
fjölskyldur í leit að þaki yfir höfuðið.
■ Svandís: Vinstri græn telja að þétt-
ing byggðar sé mikilvægt umhverfismál.
Um leið má ekki missa sjónar á því að
skipulagsmál eru umhverfismál og þétting
byggðar verður að vera framkvæmd í sátt við
umhverfi og náttúru. Við teljum að allir eigi að sitja
við sama borð þegar kemur að lóðaúthlutunum,
útboð lóða og sala til hæstbjóðenda vinnur gegn jafnrétti. Það er
okkar skoðun að fastsetja eigi verð fyrir lóðir sem stendur undir
kostnaði við gatnagerð og innviði nýrra hverfa og síðan eigi að
draga úr umsóknum. Þannig hafa allir jafna möguleika til að fá lóð
í borginni án tillits til efnahags.
MEÐ HVERJUM GETUR ÞINN FLOKKUR
HUGSAÐ SÉR AÐ STARFA Í MEIRIHLUTA?
■ Björn Ingi: Við göngum óbundnir til
kosninga. Í því ljósi má minna á, að Fram-
sóknarflokkurinn var tilbúinn til þess að
halda áfram samstarfinu innan Reykjavíkur-
listans en aðrir flokkar kusu að slíta því samstarfi.
Í ríkisstjórn höfum við átt ágætt samstarf með
Sjálfstæðisflokknum og við höfum einnig unnið
með honum víðar, t.d. í Kópavogi, Akureyri og Ísafirði með mjög
góðum árangri. Við höfum einnig unnið til vinstri með góðum
árangri annars staðar, t.d. í Reykjavík sl. tólf ár.
■ Vilhjálmur: Sjálfstæðisflokkurinn geng-
ur óbundinn til kosninga og útilokar enga
í samstarfi að loknum kosningum ef mynda
þarf meirihluta.
■ Ólafur: F-listinn útilokar ekki samstarf við
neinn aðila eftir kosningar enda ráða mál-
efni og það sem F-listinn stendur fyrir með
hverjum og hvernig hann starfar á næsta kjör-
tímabili.
■ Dagur: Kjósendur standa frammi fyrir
tveimur skýrum kostum. Samfylkingin eða
Sjálfstæðisflokkurinn mun leiða næsta
meirihluta borgarstjórnar. Samfylkingin
mun ekki leiða Sjálfstæðisflokkinn til valda í
borginni og úrslit kosninganna munu því ráðast af
styrk Samfylkingarinnar. Það er svo einfalt.
■ Svandís: Vinstri græn leggja fram sínar
málefnaáherslur og framtíðarsýn um
félagslegt réttlæti, kvenfrelsi og umhverfis-
vernd. Við bjóðum alla þá velkomna til sam-
starfs sem vilja vinna á þessum grunni.
Litir:
Grænn: pantone 356cvu
Rau•ur: pantone 485cvu
fiJÓ‹VAKI
fiJÓ‹VAKI
Litir:
Grænn: pantone 356cvu
Rau•ur: pantone 485cvu
fiJÓ‹VAKI
Litir:
Grænn: pantone 356cvu
Rau•ur: pantone 485cvu
fiJÓ‹VAKI
Litir:
Grænn: pantone 356cvu
Rau•ur: pantone 485cvu
fiJÓ‹VAKI
Litir:
Grænn: pantone 356cvu
Rau•ur: pantone 485cvu
fiJÓ‹VAKI
Litir:
Grænn: pantone 356cvu
Rau•ur: pantone 485cvu