Fréttablaðið - 25.05.2006, Qupperneq 71
Supergrass var stofnuð í Oxford á Englandi árið 1993. Sveitin á rætur sínar að rekja
til hljómsveitarinnar The Jenni-
fers sem var stofnuð tveimur
árum fyrr af söngvaranum Gaz
Coombes og trommaranum Danny
Goffey.
Áhrifavaldar voru sveitir á
borð við The Buzzcocks, The Jam,
The Kinks og The Who. Eftir
útgáfu einnar smáskífu árið 1992
lagði sveitin upp laupana. Í fram-
haldinu höfðu þeir Gaz og Goffey
samband við bassaleikarann Mick
Quinn og saman stofnuðu þeir
Supergrass.
Fljótlega fór sveitin að vekja
athygli og þegar fyrsta platan, I
Should Coco, kom út ætlaði allt
vitlaust að verða. Hvert lagið á
fætur öðru náði vinsældum en þó
mest hið gleðiríka Alright sem
gerði Supergrass að einni af vin-
sælustu hljómsveitum Bretlands
og þótt víðar væri leitað.
Ný plata í smíðum
Síðan þá hefur sveitin gefið út
fimm hljóðversplötur, nú síðast
Road to Ruen. Þrátt fyrir að vin-
sældir Supergrass hafi dvínað
nokkuð undanfarin ár er sveitin
engu að síður enn með þeim virt-
ari í breska tónlistarbransanum
fyrir vandaðar og hressilegar
lagasmíðar sínar.
Hinn þrítugi Gaz Coombes
hlakkar mikið til ferðarinnar til
Íslands. „Þetta verður frábært.
Við höfum aldrei komið þangað
áður en margir vinir okkar hafa
komið þangað. Strákarnir í Radio-
head sögðu mér frá landinu og
þeim fannst rosalega gaman þar,“
segir Coombes og virkar nokkuð
hress í bragði.
Mikið er um að vera hjá Superg-
rass þessa dagana því sjötta plata
sveitarinnar er í undirbúningi.
Verður hún væntanlega tilbúin í
byrjun næsta árs. „Við erum að
semja og taka upp ný lög, þannig
að við spilum ekkert á tónleikum
nema við sérstakar aðstæður eins
og að fara til Íslands,“ segir hann í
léttum dúr. „Okkur gengur mjög
vel og erum mjög spenntir fyrir
nýju plötunni. Nýju lögin okkar
eru kraftmikil rokklög og það er
mjög gaman að spila þau.“
Hraði og fjölbreytni
Gaz segir að orkan streymi frá
Supergrass á hverjum tónleikum
og því geti Íslendingar átt von á
hörkutónleikum. „Við erum alltaf
mjög spenntir og vel stemmdir
fyrir hverja tónleika þó svo að það
séu liðin tólf til þrettán ár síðan
við byrjuðum að koma fram. Að
spila á tónleikum er afar fullnægj-
andi fyrir okkur. Hraðinn er mikill
og fjölbreytnin er alltaf í fyrir-
rúmi,“ segir Gaz, sem einnig spil-
ar nokkur lög órafmagnað með
bassaleikaranum Quinn á hverj-
um tónleikum.
„Við spilum lög af öllum plöt-
unum okkar en síðan ætlum við að
reyna að spila eitt glænýtt lag sem
við höfum verið að semja á undan-
förnum vikum. Við þurfum að
klára textann fyrst og svo sjáum
við til,“ segir hann.
Ánægður með Leaves og Börk
Gaz man vel eftir strákunum í
Leaves, sem hituðu upp fyrir
Supergrass á tónleikaferð sveitar-
innar um Bretland á síðasta ári.
„Þeir voru mjög traustir og fínir
gaurar. Þeir voru með sama hugs-
unarhátt og við, enda erum við
allir miklir aðdáendur Beach
Boys. Þeir voru mjög fínir og við
skemmtum okkur vel,“ segir
hann.
Börkur Sigþórsson leikstýrði
jafnframt myndbandi við lagið St.
Petersburg af plötunni Road to
Ruen. „Hann var alveg frábær.
Hann hannaði gott útlit fyrir
myndbandið sem var í anda popp-
myndbanda frá sjöunda áratugn-
um. Myndbandið leit út eins og við
hefðum ekki haft mikinn pening í
verkið, sem við höfum engu að
síður. Ég hafði mjög gaman af
þessu myndbandi,“ segir Gaz og
ber Íslendingum greinilega vel
söguna.
Afmælisveisla 4. júní
Gaz segist ekki geta dvalið lengi
hér á landi því hann ætli að halda
upp á afmæli dóttur sinnar hinn 4.
júní. „Það er frábært að vera fjöl-
skyldumaður en það breytir því
samt ekki hvernig ég nálgast tón-
listina. Þetta breytir auðvitað lífs-
mynstrinu hjá manni; að vera
faðir og fara ekki á pöbbinn á
hverju kvöldi, en þetta breytir því
ekki hvernig ég spila tónlist,“
segir hann á alvarlegan hátt og
meinar greinilega hvert orð.
Þegar blaðamaður minnist á
bartana frægu sem hann hefur
skartað síðan Supergrass kom
fyrst fram á sjónarsviðið hlær
Gaz. „Þeir eru dálítið stuttir núna
en ég ætla ekkert að raka þá af.
Kannski geri ég það þegar ég verð
orðinn of gamall.“ Bætir hann því
við að hárið á sér þessa dagana sé
stutt í anda stórleikarans Marlon
Brando snemma á sjötta áratugn-
um.
Gaz játar að vera mikill kvik-
myndaaðdáandi og á risastórt
sjónvarp heima hjá sér. Einnig er
hann með hljóðver á heimili sínu
og eyðir miklum tíma þar þegar
hann er ekki á tónleikaferð með
Supergrass. „Ég sem mikið í frí-
tíma mínum. Ef ég myndi vinna í
búð eða eitthvað svoleiðis myndi
ég bara fara heim eftir vinnu og
búa til tónlist. Þetta er það sem ég
elska að gera og síðan er mjög
afslappandi fyrir mig að setjast
bara niður og spila á gítarinn. En
mér finnst reyndar líka gott að
lesa og spila fótbolta í Playstat-
ion,“ segir Gaz, sem hefur verið
aðdáandi Manchester United síðan
hann var fimm ára.
The Zutons í uppáhaldi
Supergrass var á sínum tíma talin
ein af Britpop-hljómsveitunum
sem voru hvað vinsælastar um
miðjan tíunda áratuginn; sveitir á
borð við Blur, Oasis og Pulp.
Gaz segir að Britpop-stimpill-
inn hafi alltaf verið nokkuð sem
fjölmiðlar hafi fundið upp á. „Mér
fannst þetta aldrei nógu sterk
hreyfing til að hafa titil. Þetta var
hvorki pönkhreyfing né nýbylgju-
hreyfing heldur var þetta bara
samansafn af góðum enskum
hljómsveitum, en mér fannst við
samt vera bestir af þeim,“ segir
hann.
„Annars finnst mér tónlistin
sem er í gangi núna ansi góð. Það
er margt gott að gerast en samt
eru líka margar hljómsveitir að
gera svipaða tónlist og það er frek-
ar pirrandi.“
Nefnir hann The Zutons og The
Coral sem þær bresku sveitir sem
hann fíli mest um þessar mundir. Í
Bandaríkjunum er hann aftur á
móti hrifinn af The White Stipes,
The Strokes, The Flaming Lips og
blúsaranum Son of Dave.
Aldrei verið hamingjusamari
Lagasmíðar Supergrass voru létt-
ar og hamingjuríkar þegar sveitin
var að byrja og virtist spilagleðin
vera í algjöru fyrirrúmi.
Þó svo að tónlist Supergrass
hafi breyst nokkuð síðan þá segist
Gaz engu að síður ennþá vera jafn-
hamingjusamur og í „gamla daga“.
„Það var mikil gleði og mikill
barnaskapur í gangi þegar maður
var sautján ára. Maður vissi ekk-
ert allt of mikið þarna og það gaf
manni frelsi og maður gat slappað
betur af. Þegar maður verður eldri
missir maður kannski eitthvað af
þessu frelsi og þessum barnaskap
en ég held að ég sé samt hamingju-
samari en nokkru sinni fyrr, enda
ganga hlutirnir mjög vel hjá mér.
Ég á fallegt hús, fallega dóttur og
er í frábærri hljómsveit sem á
ennþá eftir að semja sín bestu lög,
þannig að ég get verið hamingju-
samur yfir mjög mörgu.“
Supergrass spilar á Reykjavík
Trópík laugardagskvöldið 3. júní
og að sjálfsögðu munu vinir henn-
ar í Leaves spila rétt á undan. Miða-
sala á útihátíðina er komin á fulla
ferð og fer fram á midi.is og í versl-
unum Skífunnar. Einnig er hægt að
kaupa miða í BT á Akureyri og Sel-
fossi. Tuttugu ára aldurstakmark
er inn á alla tónleikana.
25. maí 2006 FIMMTUDAGUR46
Orkan streymir á hverjum tónleikum
GAZ COOMBES Söngvari og gítarleikari Supergrass er á leiðinni til Íslands í byrjun næsta mánaðar. NORDICPHOTOS/GETTYIMAGES
Breska hljómsveitin Supergrass er aðalnúmerið á
tónlistarhátíðinni Reykjavík Trópík sem verður
haldin 2. til 4. júní. Freyr Bjarnason sló á þráðinn
til Gaz Coombes, söngvara og gítarleikara sveitar-
innar, og spurði hann meðal annars út í bartana
sem hafa verið einkennismerki hans í gegnum
árin.
Börkur Sigþórsson tók síðasta sumar
upp myndband við fyrsta smáskífulag
plötunnar Road to Ruen með Super-
grass, sem nefnist St. Petersburg.
„Það var bara mjög þægilegt að
vinna með þeim. Þetta eru fínir gæjar
í samstarfi og eru algjörlega með
fæturna á jörðinni,“ segir Börkur. Á
þessum tíma var Supergrass-mynd-
bandið stærsta verkefni sem hann
hafði unnið að. Áður hafði hann m.a.
leikstýrt myndböndum fyrir Thirteen
Senses, Faultline, Mínus, Maus og
Quarashi.
Börkur segist vera mikill aðdáandi
bresku sveitarinnar. „Ég hef alltaf verið
mikill Supergrass-aðdáandi. Þetta er
frábært band.“
Eftir að Börkur tók upp Supergrass-
myndbandið tók hann upp myndband
við smáskífulagið Break the Night with
Colour með Richard Ashcroft, fyrrum
forsprakka The Verve. Var það verkefni
töluvert stærra í sniðum. „Það var
mjög fínt að vinna með Ashcroft. Þetta
eru allt voða miklir fagmenn. Þetta er
lið sem er búið að vera lengi í brans-
anum og er ekki með mikið vesen,“
segir Börkur, sem einnig starfar sem
ljósmyndari og auglýsingaleikstjóri.
Fínir í samstarfi
BÖRKUR SIGÞÓRSSON Börkur tók upp
myndband við lagið St. Petersburg með
Supergrass síðasta sumar.
PLÖTUR SUPERGRASS
Road to Rouen 2005
Life on Other Planets 2002
Supergrass 1999
In It for the Money 1997
I Should Coco 1995
ROAD TO ROUEN Nýjasta plata Super-
grass kom út í fyrra.