Fréttablaðið - 25.05.2006, Síða 86
FRÉTTIR AF FÓLKI
Fljótt skipast veður í lofti í lífi stjarn-anna í Hollywood en fjörkálfurinn
Nicole Richie hefur nú slitið sambandi
sínu við plötusnúðinn Adam Goldstein. Í
fréttatilkynningu um helgina
frá föður hennar, söngvar-
anum Lionel Richie sagði
að kærustuparið væri
á leið upp að altarinu
og að sjálfur hjartaknús-
arinn myndi syngja í
brúðkaupinu. Í gær
kom svo tilkynning frá
parinu þess efnis að
parið væri nú skilið
að skiptum. Richie er frægust fyrir leik
sinn í sjónvarpsþáttunum Simple life
ásamt fyrrum vinkonu sinni Paris Hilton
en tökur á síðustu þáttaröð reyndust
erfiðar enda neituðu dívurnar að hittast
á tökustað.
Leikarinn Brad Pitt missti af frumsýningu nýjustu
myndar sinnar, Babel, í
Cannes. Ástæðan er sú
að kærasta leikarans,
Angelina Jolie, ber
barn þeirra undir belti
og á von á sér innan
skamms. Pitt dó þó
ekki ráðalaus heldur
sendi gestum frum-
sýningarinnar tölvupóst þar sem hann
bað að heilsa og sagðist mjög ánægður
með myndina í heild sinni. Myndin
verður frumsýnd hér á landi seinna á
þessu ári og eru meðleikarar Brad Pitt í
myndinni Cate Blanchett og Gael Garcia
Bernal.
Leikkonan Jennifer Aniston missti næstum
því af hlutverki í nýjustu
mynd sinni The Break-up
vegna þess að fram-
leiðendur myndarinnar
töldu of stutt síðan hún
skildi við hjartaknús-
arann Brad Pitt. Þegar
þeir loksins spurðu
hana var hún ekki lengi að játa og
fannst það vera góð leið til að jafna sig
á sambandslitunum. Jennifer er nú í
tygjum við samleikara sinn í myndinni,
Vince Vaughn, en kvikmyndin verður
frumsýnd á næstunni.
Hollywoodstjarnan Tom Cruise hefur neitað
sögusögnum þess efnis að
unnusta hans, Katie
Holmes, þjáist af
fæðingarþunglyndi.
Nokkur slúður-
blöð hafa sagt
Katie vera sífellt
grátandi frá því
að hún eignaðist
barnið. „Þessar fréttir eru ekki sannar og
ungfrú Holmes líður dásamlega,“ sagði
talsmaður Cruise en leikarinn gagnrýndi
Brooke Shields fyrir það í fyrra að notast
við þunglyndislyf til þess að sigrast
á sínu fæðingarþunglyndi. Cruise
er handviss um að þunglyndi af
slíku tagi sé hægt að lækna með
vítamínum. „Ég giska á að
Tom hafi aldrei þjáðst af
fæðingarþunglyndi. Hann
ætti að halda sér við að
bjarga heiminum frá
geimverum og láta konur
um að ákveða hvaða
meðferð gagnist best,“
sagði Brooke Shields þá
til baka.