Tíminn - 11.09.1977, Síða 15

Tíminn - 11.09.1977, Síða 15
Sunnudagur 11. september 1977 15 •** ji JP Hinn ameriski „Minute- man”, hlaöinn þremur kjarnorkuoddum, sem hver um sig er 20 sinnum öflugri en Hiroshima sprengjan . eit ekki lengur di ráð Þannig hugsa ameriskir vis- indamenn sér hina leyndar- dómsfullu „Sarbakönu” So- vétmanna. ■ -s: i Sovétmenn séu nú aö reyna nytt tæki, sem úr mikilli fjarlægð og á sekúndubroti;gæti þurrkað út Kjarnorkuflaugar Bandarikja- manna. Slik vopn hafa reyndar verið til i 20 ár, en þar sem hið minnsta þeirra var til skamms tima einn kilómetri að lengd og vó þúsundir tonna, var það ekki notkunarhæft. Nú óttast Bandarikjamenn aftur á móti, að Rússum hafi tekizt að minnka vopnið niöur i eölilega stærð og sé þeim þvi ekkert að vanbúnaði i hugsanlegu striði. Hvar eru rúss- neskir kjarn- orkusérfræð- ingar niðurkomnir? Keegan bendir á fimm atriði ótrúlegri niðurstöðu sinni til sönnunar. Ber þá fyrst að telja aðvörunargervihnetti, sem mælt hafa óvenjulega mikinn t . ; ’ . ■ - " ' - m ** * /V > ’ w. ‘ :V. , 'W ’ fjölda súrefnismólekúla i gufu hvolfinu. Finnsteinnig mikið af tritfum,en tritiumersamsettúr tveimur rafeindum, einni prótónu og einni neftrónu. Annað atriðið eru leynilegar framkvæmdir Rússa, sem gervihnettir hafa uppgötvað á Semipalatinsk, bak við Úral- fjöllin, og benda fastlega til til- rauna með smiði hinnar geisla- spúandi „Sarbakönu”. tþriðja lagi hefur fundizt önn- ur bækistöð i Azgir i Kazakhs- tan. Amerikanar kannast vel við þann stað, þvi að þar reyna Sovétmenn kjarnorkusprengjur sinar og eldflaugar. Ennþá grunsamlegra verður þetta, þegar þess er gætt, að yfirmaö- ur bækistöðvarinnar i Azgir er enginn annar en P.F. Batitski, sérfræðingur Sovétrikjanna i eldflaugavörnum. Samband Batitski og „Sarbakönu” þykir grunsamlegt. Við lestur einfaldra visinda- rita frá Sovétrikjunum hafa Bandarikjamenn komizt að þvi, að Rússar eru talsvert á undan þeim hvað varðar notkun kjam- orkunnar. En þegar reynt er að hafa uppi á færustu sérfræðing- um rússneskum á þessu sviði, finnast þeir hvergi, og hurfu þeir reyndar fyrir nokkrum ár- um. Þá er ekki að finna i háskól- um og þvi siður á opinberum rannsóknarstofum. Þeir skyldu þó aldrei vera önnum kafnir við smiði „Sarbakönu” i Úral eða Kakhastan? Þar við bætist heimsókn sovézka eðlisfræðingsins, Leonids Rudakoff, til Bandarikjanna, en i viðræðum sinum við bandariska sérfræð- inga missti hann út úr sér, að Sovétmenn væru nú langt komnir i þekkingu á hinum svo- kölluðu þungu elektrónum. Hann minntist einnig á vél nefnda „Angara 5” eftir Angarafljóti, sem rennur i Baikal stöðuvatnið. Allt þetta sagði hann vera leynilegar upplýsingar. En starfsmenn upplýsingaþjónustu bandariska flughersins fengu eitt stykkið enn i vandasamt púsluspil. Þeir þykjast fullvissir um, að nú sé væntanleg upp á himininn markviss risakjarnorkuflaug, sem spýtir út úr sér óhugnan- legum dauðageislum. Bandarikja- mönnum hefur farið fram síðan i siðari heims- styrjöldinni Lesandinn mikilvægi, Jimmy Carter, sem Keegan og „Aviation Week” höfðu gert sér sérstakar vonir um sagði ein- ungis, að greinin væri full ósanninda. Robert Hotz, rit- Hún drepur aðeins menn. Ameriska neftrón sprengjan springur um 100 metra frá marki sinu. Hún eyðileggur allt, menn og byggingar I 200 metra radíus frá sprengjustað sínum. En þar yfir og á allt að 3 ferkilómetra svæði drepur hún ,,að- eins” allt lif. Sérfræðingar segja geislaryk eða úrgang eftir sprengjuna hverfandi litið. í þvi felst á huginn á þessari „hreinu” sprengju. stjóri „Aviation Week”, mótmælir þessum ummælum Carters. Segist hann hafa sent haukunum i Peutagon greinina til leiðréttingar, og hafi þeir að- einsbreytt sumui öryggisskyni, um ósannindi hafi ekki verið að ræða. Og Hotz minnir á löðrung- inn, sem Ameriku var veittur árið 1957, þegar fyrsta geimfar- ið reyndist vera rússneskt en ekki bandariskt! Bandariskar ratsjár i Tyrklandi höfðu svo sem fylgzt með og bandariska leyniþjónustan og varnarmála- ráðuneytið höfðu verið aðvörð- uö. Rétteins og nú, þvi að langt er siðan Keegan gerði þeim ljósa hættuna. A meðan Carter biður eftir fleiri sönnunum, hef- ur hann ákveðið varnaraðgerðir i liki 550 „Minuteman” flauga, sem búnar eru þremur kjarn- orkuoddum, óskeikulum eða svo til. Hver oddur flytur 350 kilóa kjarnorkusprengju, sem þýðir tuttugu sinnum öflugra vopn en varpað var yfir Hiroshima, en þrisvar sinnum aflminna en „City Killer” á loft, en „hin markvissa „Minuteman” hefði skotið hann niður. Sjálfstýring hennar og nákvæmni er um 80% fullkomnari. Rússar vita vel hvað þeir eru illa stæðir i þessu tilliti og munu þvi vafalaust herða á viðræð um um takmörkun við út- breiðslu kjarnorkuvopna. Drápstæki Bandaríkja- manna: Neftrón- sprengjan Allt tal Bandarikjamanna um það, að hætta framleiðslu B 1 risaflauganna, sefar Sovétmenn ekki neitt. Þeir vita sem er, að þeim mun meiri áherzla verður bara lögð á smiði „Minuteman”, sem er miklu hættulegri. Og eins og komiö hefur fram i sovézkum blööum, eru Rússar ennþá hræddari við nýjasta vopn Amerikumanna, neftrón-sprengjuna, sem á aö vera nokkurs konar svar við „Sarbakönu”. Neftrón sprengjan hefur verið til á pappirunum i Pentagon til fjölda ára, og voru lögð drög að henni i ráðherratið James Schlesinger. Honum var nefnilega ljóst, að réðust Rússar inn i Vestur- Evrópu, myndu venjulegar kjarnorkuvarnir leggja i rúst mikinn hluta borga Evrópu, og yrði þeim þvi varla beitt eins mikið ogmeðþyrfti. Varðþvi að finna upp sprengju, sem dræpi án þessað eyðileggja verðmæti. Neftrónsprengjan er svarið- Hún springur um 100 metra frá marki sinu.Hún hlifir bygg- ingum öðrum en þeim sem standa innan eins til tvö hundr- uð metra fjarlægðar frá sprengjustaðnum, en drepur allt kvikt á um 3 ferkilómetra svæði. M.ö.o. sé neftrón- sprengjunni rétt beitt, getur hún þurrkað út ibúa heillar borgar, án þess að skaða byggingar og önnur mannvirki að ráði. Hún getur afmáð heilan her manna án þess að skaða vopn og ver jur. Og þaðsem meira er, sprengjan lætur engin úrgangsefm eftir sjg Hún er það sem kallað er hrein. N egrakóngur Mannvinir, — þá má einnig finna i Pentagon, álita neftrón- sprengjuna svivirðilega ógnun um mestu fjöldaaftökur, sem sagan gæti greint frá.Þeir benda á, að slik ógnun komi fram á sama tima og visindin leggja mest upp úr þvi að halda mannskepnunni frá vigvellin- um: sjálfstýrðar eldflauar eru sendar, hver gegn annarri, ómönnuð geimför herja á eld- flaugaro.s.frv. Mannfórn i þeim tilfellum er ekki önnur en sú, segja andstæöingar neftrónspregnjunar, að nokkrir hershöfðingjar séu ef til vill skotnir við og við fyrir aö hafa leikið slæmanleik. En geta rök- semdirsem þessar náð til eyrna gamalmennanna, stjórnenda þjóðanna ? Væri þeim ekki sama, þótt þeir tækju með sér i gröfina þúsund- irungra manna og kvenna, rétt einsog negrakóngarnir forðum, sem grafnir voru meö eiginkon- um og lifvörðum? (ÞýttF.I.)

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.