Tíminn - 11.09.1977, Qupperneq 16

Tíminn - 11.09.1977, Qupperneq 16
J 6 Sunnudagur 11. september 1977 Hulda Magnúsdóttir nær sér í eina fullþroskaöa papriku. Fjölmargar tegundir hafa veriö reyndar i garöyrkjustöö sköl- ans, og sií tegund sem mest er ræktuö f dag, heitir Pekana. Vaxtartimipaprikunnarerum 5 mánuöir, svo ef sáö er fyrst I janúar, má vænta þess, aö fyrstu paprikurnar verði þrosk- aðar i mai. Paprikurækt á mikla framtiö fyrirsér, eins og þröunin undan- farin ár bendir til. Sama þróun og hér á landi hefur einnig átt sér staö i nágrannalöndunum. Auknar ferðirsuðurá bóginn og dvalirerlendis og um leiö aukin kynni af m.a. papriku i gómsæt- um matarréttum, hafa stuölaö að aukinni notkun paprikunnar, auk kynningarstarfsemi hér heimafyrir. Ræktun á sykurmais Er gengið er um garöyrkju- stöö skólansgefuraðlita annars konar plöntur en paprikuplön- utnar.þó iminna mæli sé. Þetta eru maisplöntur. Við báöum Grétar um aö fræða okkur um maisinn. Mais er gömul nytjaplanta Indiána. Sykurmais er sú teg- und sem er ræktuð i stööinni, er afbrigöi af venjulegum mais, og er þekktur frá a.m.k. 1779, en er trúlega miklu eldri. / Paprika er C-vítamínrík- asti ávöxtur sem völ er á 11 tonn ræktuð hér árlega Paprika er tiltölulega nýr á- vöxtur á boröum okkar Islend- inga. Eini framleiöandi papriku á landinu er Garöyrkjuskóli rik- isins á Reykjum i ölfusi og leit- uðum viöþvi upplýsinga þar um ræktun hennar, næringarinni- hald ogsögu. Grétar Unnsteins- son skólastjóri, brást bæöi fljdtt og vel viö og gaf okkur ýtarleg- ar upplýsingar um þennan bragögóöa ávöxt. Kemur i veg fyrir sjúk- dóma. I Ungverjalandi, þar sem paprikan er mikið ræktuö og boröuö er sagt aö nútima sjúk dómar, eins og hjártasjúkdom- ar og æðakölkun séu nánast ó- þekktir. Ekki er þó fullsannað aö þetta góöa heilsufar Ung- verja standi i beinu sambandi við paprikuna. En hvaö sem þvl liöur er hér um hollan og mjög C-vitaminrikan ávöxt aö ræöa. C-vítamin innihaldiö er um 150- 300 mg ascorbinsýra i 100 gr af ferskum ávöxtum, og er papr- ika þvi einn allra C-vitaminrik- asti ávöxtur sem viö eigum völ á. C-vitamin framleitt úr papriku. Szent Györgyi, ungverski efnafræöingurinn sem uppgötv- aði efnafræöilega samsetningu C-fjörefnis, framleiddi þetta fjörefni einmittfyrst úr aldinum paprikunnar. Uppruni og helztu ræktunarsvæði. Paprikan var ræktuö í Mexikó »----------► Ólöf Sigurbjarnardóttir virö- ir maisinn fyrir sér. þegar Kóiumóus uppgötvaöi Ameriku, og var ein af þeim plöntum sem fljdtt voru fluttar til Evrópu. Þaö voru bragö- sterkustu tegundimar af papr- iku sem fyrst voru fluttar til gamla heimsins. Síöan hafa vin- sældir paprikunnar fariö sifellt vaxandi. Utanhúss er paprikan mest ræktuö i Ungverjalandi, en einnig á Spáni, Italiu, Frakk- landi og i fleirum heitum lönd- um. Ræktun á íslandi. Garöyrkjuskólirikisins er eini framleiöandi papriku á Islandi. Þar hófst ræktun á papriku um 1960. Fyrstu árin var fram- leiöslan mjög litil, en frá 1965 hafa vinsældir paprikunnar vaxiö jafnt og þétt, svo aö á ár- inu 1976 var framleiöslan um 11 tonn I garöyrkjustöö skólans og veðrur væntanlega eitthvaö "'eiri á þessu ári. Af framleiöslu ársins 1976 voru um 10 tonn seld I fersku á- standi en um 1 tonn var djúp- fryst, og selt þannig yfir vetrar- mánuðina, en paprika er mjög góö til djúpfrystingar. Ræktun undir gleri likist á ýmsan hátt ræktun á tómötum. Ræktun á sykurmais jókst mjög i Bandarikjunum i lok siö- ustu aldar, og hann er nú ein þýöingarmesta nytjajurtin I Ameriku. I Evrópu er hann til- tölulega lftiö ræktaöur. Maisinn hefur einstaka sinnum veriö radctaöur i gróöurhúsum hér á landi, og hefur gefið ágæta upp- skeru, en á enga framtiö fyrir sér hér undir gleri, a.m.k. ekki sem neinu nemur. Ræktunin i gróðurhúsum skólans er til athugunar og fróö- leiks fyrir nemenaur skólans og aðra og er einungis á fáum fer- metrum. — GV

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.