Tíminn - 11.09.1977, Side 19

Tíminn - 11.09.1977, Side 19
Sunnudagur 11. september 1977 19 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfuiltrúi: Jón Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Siðumúla 15. Simi 86300. Verð I lausasölu kr. 70.00. Askriftargjald kr. 1.300 á mánuði. Blaðaprent h.f. Hjalteyri og Vísir Oft leikur það á tveim tungum, hvort taka á um- ræður Vísis um þjóðmál alvarlega. Fjarstæður blaðsins eru oft og einatt með ólikindum. Sú er raunin nú þegar leiðarahöfundur Visis ræðir um Hjalteyri og það sem hefir verið og er nú að gerast þar. öllu er öfugt snúið og efnt til skyndiupphlaups og árása á samvinnuhreyfinguna. Þetta gefur tilefni til að rifja upp nokkur atriði frá liðnum tim- um. Á Hjalteyri var á sinum tima allmyndarleg atvinnustarfsemi. Forystan var i höndum einka- fyrirtækis, sem hafði aðalstöðvar sinar i Reykjavik, en hafði auk þess komið sér fyrir á nokkrum stöðum úti á landi, þar sem það taldi aðstöðu góða. Starf- semin þar var einkum tengd sildarvinnslu, en i Reykjavik voru ýmsir aðrir þættir meginuppistað- an. Þegar sildin hvarf lamaðist atvinnulif það sem henni var tengt. Hjalteyri varð fyrir áfalli. Það sama gilti um mörg önnur þorp og byggðarlög fyrir vestan — norðan — og austan. I kjölfarið fylgdu erfiðir timar, en smátt og smátt hófst viðast hvar varnar- og uppbyggingarbarátta, sem ennþá stend- ur yfir. Viða eru það samtök einstaklinga, sveitar- félög og kaupfélög, sem eru hinn nýi leiðandi kraft- ur atvinnulifsins. Umtalsverður árangur þessarar baráttu blasir nú við. Atvinnuleysi er horfið. Fólk er hætt að flytja i hópum til Reykjavikur og i stað þess vilja margir gjarna lifa og starfa i þeim byggðar- lögum, sem áður áttu i vök að verjast en eru nú á uppleiðT A þessu eru þó ýmsar undantekningar. Hjalteyri er glöggt dæmi um það. Staðurinn hefur sofið Þyrnirósarsvefni og algjör kyrrstaða eða hrörnun sett mark sitt á hann. Forystan brást. Of lengi var beðið eftir þvi, að einkafyrirtækið, sem rikjum réði, sýndi lifsmark - og segja má einnig, að of lengi hafi Landsbanki Islands dregið að hafa af- skipti af málum Hjalteyrar. Þannig er ljóst, að einkarekstursformið og forystan bilaði þegar sizt skyldi. Nú þarf hins vegar að hefja nýja sókn til hagsbóta fyrir þetta litla byggðarlag. Fólkið þar vill að sveitarfélagið eignist sjálft land og mannvirki, sem enn standa uppi á Hjalteyri. Eðlilegt sýnist, að Landsbankinn láti það það sjónarmið ráða miklu við afgreiðslu sina á málefnum Hjalteyringa. Það er óþarfi að fara að prófa leið einkareksturs þar öðru sinni og það einmitt þegar ibúarnir sjálfir vilja að farnar séu aðrar leiðir. Þegar hreppsnefnd sveitarfélagsins óskar eftir þvi, að Kaupfélag Eyfirðinga kanni á hvern hátt það geti liðsinnt Hjalteyringum við eðlilegt og nauðsynlegt uppbyggingarstarf, lætur Visir það heita að kaupfélagsvaldið sé ,að kaupa mannslif fyrir litið.’ Blaðið er angrað yfir þvi, að settar eru fram hugmyndir un útgerð, fiskvinnslu og iðnað.’ Slik er blinda heildsalablaðsins. Atvinnuleysi og kyrrstaða er að þess dómi betra hlutskipti litlu byggðarlagi en ósk fólksins um stuðning frá nágrönnum, sem hafa með samstillingu og i sam- vinnu lyft mörgum Grettistökum. Þegar nú Hjalteyringar óska eftir þvi, að þeim sé veitt lið, eiga þeir að geta treyst þvi, að þeir mæti velvilja og skilningi. Viðbrögð stjórnar KEA við málaleitan Hjalteyringa um stuðning er i þeim anda. Vonandi fetar Landsbanki íslands og aðrir aðilar, sem til verða kvaddir i sömu slóð. Það er ástæðulaust að láta óvildar-og öfundarskrif Visis um samvinnuhreyfinguna trufla eðlilega lausn þess vandamáls, sem Hjalteyringar eru nú að glima við og sem má að verulegu leyti rekja til fallvaltleika stefnu einkarekstursmanna. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Tekst Callagan að halda velli? Sitthvað bendir nú í þá átt hefur þó ekki tekizt aö draga úr atvinnuleysinu, heldur hef- ur þaö fremur aukizt. Astæöan er m.a. sú, aö aukin hagræö- ing hjá fyrirtækjum veldur þvi oft að starfsmönnum er fækk- að. Þá hefur viöskiptahallinn minnkað, en meiri vonir eru þó bundnar viö það, aö hann minnki meira og helzt hverfi alveg á næstu misserum. MeginorsiSt þess, er aö ollu- vinnslan á Norðursjónum hef- ur hafizt fyrr og aukizt hraðar en áætlaö hafði verið. Brátt munu Bretar ekki þurfa aö eyða neinum erlendum gjald- eyri til oliukaupa og breytir þaö stórlega efnahagslegri stöðu þeira. M.a. eykur þetta trú á efnahagslega afkomu þeirra. Þaö þykir nokkurt dæmi um þetta, að siöustu mánuöina hefur erlent fjár- magn streymt til Bretlands I sivaxandi mæli og jafnvel I striöari straumum en sumir Bretar kæra sig um, þvi aö þetta getur leitttil hækkunar á sterlingspundinu, en það væri óhagstættýmsum greinum út- flutningsframleiöslunnar. MARGARET THATCHER, formaöur brezka thaldsflokks ins, er nú stödd iBandarikjun- um og hyggst ræöa þar viö ýmsa forustumenn m.a. Cart- erforseta. Hún sagöi viö upp- haf fararinnar, aö hún færi til Bandarikjanna sem næsti for- sætisráöherra Bretlands, þvi að hún vildi hafa kynnzt sem bezt mönnum og málefnum þar vestra áður en hún tæki viö stjórnartaumunum i Bret- landi, en þaö væri ekki langt undan. Hún heföi þvi ákveöiö að ljúka þessari kynningar- ferö sem fyrst. Þótt skoöanakannanir og undangengnar aukakosningar bendi enn til þess, að íhalds- flokkurinn muni vinna mikinn sigur i næstu almennu þing- kosningum, eru sumir frétta- skýrendur þó farnir aö efast um þaö. Margt bendir til, aö hin pólitiska vindátt I Bret- landi sé aö breytast. Slikt hef- ur gerzt oft áöur skyndilega i Rretlandi. Kjörtimabilinu lýk- ur ekki fyrr en haustið 1979, og þvi getur stjórn Callaghans setið I næstum tvö ár, ef henni sýnist svo. Samkvæmt venju mun hún þó ganga til kosninga fyrr, eöa haustiö 1978 eöa vor- ið 1979. En á þeim tima getur margt breytzt og ýmislegt, sem nú er aö gerast bendir frekar i þá átt, aö þróunin veröi rikisstjórninni og Verka- mannaflokknum hagstæö. Þaö er þvi ekki eins vist ogMarga- ret Tathcher vill vera láta, aö hún verði næsti forsætisráö- herra Bretlands. BREZKT efnahagslif hefur sýnt ýmis batamerki aö undanförnu. Þannig hefur verulega dregiö úr veröbólg- unni og horfur eru taldar á, aö það geti haldizt áfram. Sam- vinna rikisstjórnarinnar við verkalýössamtökin um aö halda kaupgjaldinu niðri, er þvifarinað beraárangur, þótt um skeið leiddi þetta til veru- legrar kjaraskerðingar, þvi aö kaupgjaldiö hækkaöi meira en verölagið. Margir trúa þvi, aö þetta heföi ekki tekizt, ef Ihaldsflokkurinn heföi fariö meö völd undanfarin ár. Hitt er ekki siöur mikilsvert, aö trúin á efnahagslifiö viröist farin aö aukast. Verðbréf i at- vinnufyrirtækjum hafa hækk- að verulega aö undanförnu og jafnframt undirbúa þau meiri fjárfestingar en áöur en þaö ætti aö örva athafnalifiö. Enn Callaghan ÞAÐ styrkiráreiöanlega stööu stjórnarinnar aö Callaghan fékk fullan stuöning við launa- málastefnu sina á nýloknu þingi brezku verkalýössam- takanna. Þar var samþykkt með verulegum meirihluta aö styöja þá fyrirætlun rikis- stjórnarinnar, aö laun hækk- uðu ekki meira en 10% næstu 12 mánuöina. Ýmsir draga þá ályktun af þessu timatak- marki að stjórnin ætli sér aö fara með völd a.m.k. 12 næstu mánuðina, en aö sjálfsögöu getur hún efnt til kosninga fyrr, ef hún áh'tur þaö hag- stætt. Callaghan flutti ræöu á þingi verkalýössamtakanna, sem var yfirleitt vel tekiö, enda er hann laginn ræöumaö- ur. Þegar hann mælti meö þvi aö þingiö veitti launastefnu rikisstjórnarinnar stuöning sinn, var gripiö fram i fyrir honum i háöstöni af einum andstæöinga hans og sagt: Vitanlega færð þú þetta sam- þykkt. Hann svaraöi þvi óö- ara: Þaö væri verra fyrir ykk- ur en mig, ef þiö geröuö þaö ekki. Slik tilsvör kunna Bretar vel aö meta. Yfirleitt viröist Callaghan hafa unnið sér þaö álit siöan hann varö forsætis- ráöherra, aö hann sé seigur og laginn og fastur fyrir. Þetta eru eiginleikar, sem Bretar vilja aö stjórnmálamenn hafi til að bera. Næst Callaghan kemur nú sennilega Denis Healey fjár- málaráöherra, hvaö álit snertir. Hann beitir sér nú fyr- ir ýmsum aögeröum, sem benda til batnandi efnahagsá- stands. Vextir á útlánum hafa nýlega verið stórlækkaöir. Tollur á te hefur veriö lækkaö- ur, en te er mikiö notaö i Bret- landi. A þingi i haust er svo búizt viö skattalækkunum. Til þess, aö rikisstjórnin geti setið áfram, þarf hún á stuön- ingi Frjálslynda flokksins aö halda. Vafalitiö þykir, aö hún fái hann, þar sem óhagstætt væri fyrir flokkinn aö fá kosn- ingar nú, en staöa hans gæti breytzt ef efnahagsástandið héldi áfram aö batna og hann gæti sýnt fram á, að hann ætti sinn þátt i þvi. þ Þ

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.