Tíminn - 11.09.1977, Qupperneq 21

Tíminn - 11.09.1977, Qupperneq 21
Sunnudagur 11. september 1977 21 og ég hygg, aö þaö hafi ekki verið nein smánarlaun, þvi aö þá var fimmeyringurinn óllkt verðmeiri en seinna varð. Einn þeirra eftirtektarverðu manna, sem ég minnist frá æsku minni, var Þorleifur Erlendsson kennari, bróðir Astrlðar þeirrar, sem faöir minn átti soninn með. Þorleifur var gáfaöur maður, en sérstæður nokkuð, og sumum þótti hann einkennilegur. Hann var músikalskur mjög, og einn þeirra fáu manna, sem kunnu gömlu Passiusálmalögin. Hann kunni að leika á hljóðfæri, og eitt- hvað bar hann við að kenna fólki organleik. Sjálfur mun hann og hafa samið lög, en ekki kann ég nánar f rá þvi aö segja. Aðalstarf Þorleifs var barnakennsla. Hana stundaðihann lengi, en ekki nærri alltaf á sama stað. Þpnnig veitég til þess aö hann kenndi á Vest- fjöröum og hér ,,fyrir sunnan,” — en ekki þó i Reykjavík, — svo ég viti. Seinast var hann gangavörð- ur I Gagnfræðaskóla Austurbæjar IReykjavík. Þorleifur var vinsæll maður, enda afar viðfelldinn. Hann var margfróður, en þvi miður hygg ég aö hann hafi litið eða ekkert skrifað, og þá hefur allur þessi mikli fróöleikur fariö með honum 1 gröfina. Enn langar mig að minnast á einn mann, sem er mér minnis- stæður. Hann hér Guðmundur og var Jónsson. Guömundur var mikill hestamaður, og þvi upp- nefndu sumir hann og kölluðu hann Guðmund truntu, eða Guð- mund Th. Guðmundur var feiki- lega oröheppinn maöur og gat verið einkennilegur I tilsvörum. Sum þeirra munu vera I minnum höfð enn þann dag I dag — og verða sjálfsagt munuö enn um sinn. Sjálfur hef ég skrifað dr jiíg- langan þátt um Guðmund, og geri égráöfyriraðþað verk mitt komi i safni sem heitir Borgfirzk Blanda. — Skrifaðir þú ekki lika þátt um Eyjólf ljóstoll? — Jú, það gerði ég, og reyndi að tína til alla vitneskju um Eyj- ólf, bæöi það sem ég hafði heyrt heima i sveit minni, og enn frem- ur safnaði ég úr öðrum áttum þvi sem tiltækt var, bæði visum eftir Eyjólf, og margvislegri vitneskju um hann. Ég hygg þvi, að þessi ritgerö min um Eyjólf ljóstdl eigi að geta gefiö sæmilega glögga og heillega mynd af manninum. En ritgerð min um Guðmund Jóns- son er þó öllu lengri. Brotizt til mennta — En svo við vikjum að sjálf- um þér á ný: Hvert lá leið þln, þegarþú gazt loks farið að stunda skólanám, tuttugu og tveggja ára að aldri? — Ég fór i Hvitárbakkaskól- ann, en veturinn áður hafði ég verið á námskeiði á Hvitárbakka hjá ýmsum góðum mönnum, þar á meöal Rlkaröi Jónssyni, mynd- höggvara og myndskera. Þegar ég kom Iskólann, haustið 1928, settist ég i svokallaðan ann- an bekk, þvi aö á þessum ferum voru þar þrlr bekkir. Skólastjóri var Lúövig Guömundsson. Hann taldi að ég gæti farið I þessa eldri deild, þviað sannleikurinn var sá, að ég, er alltaf lá i bókum, var búinn að lesa heima flest það, sem kennt var i yngri deildinni. Islenzku og dönsku hafði ég lesið talsvert mikið, og reikning lærði ég eiginlega af sjálfum mér. Hér var þó eingöngu um sjálfsnám að ræða, þvi ekki haföi ég i neinn skóla komiö. Ég átti málfræöi Halldórs Briems, og heita mátti, að ég kynni hana utanbókar. Þar voru málfræðiheitin lika á latinu, og ég lagði þaö á mig að læra latinuna lika. Liklega hefur þetta veriö einhver sérvizka, en hvað sem þvi liður, þá kom það sér vel fyrir mig siöar, þegar ég var farinn að stunda nám i Sviþjóð. 1 sænsku málfræöinni voru málfræöiheitin lika á latinu, og nú kom sér vel aö kunna þau utanbókar. Það flýtti mikið fyrir mér við að læra sænskuna. Um það leyti sem ég fermdist kom út Heilsufræöi Steingrims Matthiassonar. Þá bók eignaðist égog heita mátti að ég læröi hana utanbókar, og margt af latinu- heitunum f henni. Þetta heima- nám dró mig drjúgt, og kom mér oft að góðum notum siöar. — Varst þú aöeins i „eldri deild” á Hvitárbakka? — Nei, ég var þar lika i þriðja bekknum. — Fórst þú svo i Kennaraskól- ann? — Nei, ég útskrifaðist úr þriöju deild á Hvitárbakka voriö 1930. Þá var ég alveg peningalaus, og varð að leggja allt kapp á að vinna mér inn einhverja aura. Um sumarið vann ég allt sem til féll, en var i Reykjavík eina tvo- þrjá mánuði um haustið og fram eftir vetri og reyndi að lesa á al- þýðubókasafninu, sem var i raun og veru undanfari Bæjarbóka- safnsins, sem nú heitir Borgar- bókasafn. Um veturinn fór ég svo á vertiö til Grindavikur og var þar landmaöur. Þetta var bara góður timi, og ég haföi ágætt upp úr krafsinu. Þegar vertiðin var úti, vann ég hjá útgeröarmanni i Innri-Njarðvik, og var þar i tvo mánuði. Sumarið, sem nú fór i hönd, gerði ég sitt af hverju, sem bauðst, en um haustið fór ég til Sviþjóöar og hóf nám I Tarna Folkhögskóla i Stokkhólmi. Þar var ég einn vetur. Næsta sumar var ég hér eina, og um haustið byrjaöi ég aö kenna. Skólaárið 1931-’32 tók ég að mér kennslu I heimasveit minni, Alftaneshreppnum. Þá fann ég bezt sjálfur, aö ég kunni ekkert til þeirra hluta. Næsta vet- ur vildi ég kanna ókunna stiguog kenndi þá i Asahreppi I Rangár- vallasýslu. Háskólanám i Sviþjóð, kennsla á ísafirði. Haustið 1934 gerðist ég svo djarfur aö ganga undir fyrri- hluta kennaraprófs utanskóla, og var þar af leiöandi ekki nema einn vetur i Kennaraskólanum. Við vorum tuttugu og fimm, sem lukum kennaraprófi voriö 1935. 1 þeim hópi var margt ágætra manna, og má þar nefna Hjört Kristmundsson skólastjóra, — bróður Steins Steinarrrs skálds, — og Þórodd Guömundsson rit- höfund frá Sandi. Næstu fimm árin var ég kenn- ari austur i Ranárvallasýslu, en 1941-’46 var ég skólastjóri á Hest- eyri við ísaf jarðardjúp. Þótt Kennaraskólinn væri góð- ur skóli, þá fannst mér þó alltaf sem einhverja kjölfestu skorti i nám mitt. Ég vissi, að mikill hluti lærdóms mins byggöist á sjálfs- námi og heimalestri, og mér þótti sú kunnátta, sem ég hafði öðlazt með þvi móti, og I Kennaraskól- anum of takmörkuð.Hugur minn stóð þvi til frekara skólanáms, en af ýmsum ástæðum dróst það á langinn, ogsvo brauzt heimsstyr- jöldin 1939-’45 út, og þa lokuöust leiðimar til umheimsins. Seinni hluta strfðsáranna tók ég þó aö búa mig undir námsför til Stokkhólms. Mér tókst að afla mér gagna um það, hverjar kröf- ur væru gerðar, og gat meira að segja lesið nokkuö af námsefninu hér heima. Ég fór svo til Stokk- hólms haustið 1946 og gekk undir inntökupróf I landafræðideild Stokkhólmsháskóla. Menn meö kennarapróf höföu þá rétt til inn- göngu i þessa deild, en urðu að taka próf I vissum greinum. 1 Stokkhólmsháskóla var ég við nám i tvö kennslumisseri, og lauk þar áfangaprófi eða fyrri hluta prófi i landafræöi. Þegar hér var komiö sögu, hafði ég öðlazt réttindi til þess að gerast kennari i Sviþjóð, sam- kvæmt þáverandi „punktakerfi”. Ekki varð þó úr þvi aö ég settist að þar, meðal annars vegna þess, að ég hafði þá kynnzt stúlku heima á Islandi, sem siöar varð eiginkona min. Hún hét Guðný Björnsdóttir, og var frá Núps- dalstungu IMiöfirði. Þetta, ásamt ýmsu öoru, varð til þess, að ég fór heim, strax ogéghafði lokið námi i Sviþjóð, og hóf að kenna I gagn- fræðaskólanum á Isafirði. -Þar var ég fastur kennari i tiu ár, en slöasta árið af þessum tiu var ég að visu i orlofi. Áhugi á jarðfræði og landafræði. Fyrra hjónaband mitt varö stutt. Guðný kona min dó árið 1953, þegar við höfðum verið tæp fimm ár I hjónabandi. Við eignuð- umst eina dóttur, Guönýju Marg- réti, en móðir hennar dó fjórum dögum eftir aö hún fæddist. A þessu timabili var mér mikill vandi á höndum. Mér var mikið áhugamal aö eiga áfram heimili, þótt svona væri komið, og svo fór, að mér tókst að hafa dóttur mina hjá mér meö hjálp góðrá inanna og kvenna. Hún er nú 24 ára og gift Helga Guðbergssyni lækni. Þau eiga einn dreng. Upp úr þessu fór að losna um mig á Isaíiröi, og svo fór að ég fluttist alfarinn til Reykjavikur. Þar gerðist ég kennari viö Gagn fræðaskólann viö Réttarholtsveg ogkenndi þar til 1975, aö ég hætti störfum vegna aldurs, og var þá búinn að stunda kennslu i full fjörutiu ár. Vorið 1957 kom til min áægt kona, Guðný Sveinsdóttir ljós- móðir frá Eyvindará i Eiðaþing- há. Við gegnum i hjónaband ári siðar, og hún hefur veriö stoð min og styrkur siðan. — Þú hefur auðvitaö kennt landafræði, þar sem segja má, að hún hafi verið sérgrein þin I skóla? — Já, að vísu, enannars var nú þannig I pottinn búið á kennara- árum minum, — eins og reyndar hefur löngum verið — að mann- afli við skólana var ekki meiri en svo, að sami kennarinn hlaut að kenna fleiri en eina grein. Þannig kenndi ég bæði náttúrfræöi og eðlisfræöi á ísafiröi, auk landa- fræðinnar, og raunar hafði ég sér- hæft mig dálitið i eðlisfræðinni. Auk þess kenndi ég um tima sögu á Isafirði. Ég hafði frá upphafi mikinn áhuga á landafræði og jarðfræði, svo liklega heföi jarð- fræðin togað fast i mig á móti læknisfræðinni, en á þeim árum var nú að visu ekki um fleii^grein- ar iháskólanami að ræða en svo, að sjálfsagt hefði ég hafnaö i læknisfræðinni, ef ég komið inn i háskóla til náms rúmlega tvitug- ur maður. Enþað varö ekki, og þá þýðir ekki heldur að bollaleggja um það „sem hefði getað orðið.” Þú hefur mjög oft verið leið- sögumaður á ferðalögum. Hefur þú þá ekki lagt stund á að fræða samferðafólkið um jarðfræði þeirra svæða, sem farið er um? — Jú, það hef ég gert, enda hef ég að jafnaði verið öllu kunnugri þeirri hliö málsins heldur en til dæmis sögum og sögnum eða til- teknum einstaklingum sem hafa átt heima á þessum eða hinum bænum, sem farið er framhjá. Eg hef þvi heldur kosiö að halda mig viö landmótunarfræðina, án þess þó aö ég haldi þvi fram, að ég sé neinn sérstakur fræðimaður á þvi sviði. En námi minu i Stokkhólmi var þannig hagaö, aö ég hlaut aö kynnast jaröfræöinni talsvert ná- iö. — En nú hefur þú gert f leira en að kenna. Þú hefur lika skrifað heilmikið. — Fljótlega eftir að ég kom til Reykjavikur fór ég að grúska i ýmsum gömlum bókum og skjöl- um, aöallega á Þjóöskjalasafn- inu. Þetta varð m.a. til þess, að það kom út bók eftir mig árið 1969, Mýramanna þættir, og sið- ar, 1974, bókin Hvítárbakkaskól- inn. Talsvert efni á ég lika óprentað i handriti, meöal annars smásagnasafn og viötalsbók, en ekki býst ég viö þvi aö þessi hand- rit min veröi nokkurn tima prent- uö. Auk þessa hef ég skráð nokkra þætti um borgfirzkt efni, sem koma mun út ásamt efni eftir aðra höfunda, i bókaflokkinum Borgfirzk Blanda, ritinu, sem ég nefndi fyrr i þessu spjalli okkar. — Við höfum nú spjallað hér um ýmsa hluti, Magnús, en hvað heldur þú aðþérsé hugstæðast af þvi sem þú hefur glimt við um dagana? —Heita má, að allt ævistarf mitt hafi verið kennsla. Þaö er aðeinsnúá siðustu árum, sem ég hef veriö að fást viö aðra hluti eins og til dæmis ritstörf. Ég hef lengi haft mikinn áhuga á ætt- fræöi, þótt ég sé i rauninni ekki neinn ættfræðingur. Smasagna- gerö hefur lika verið mér hug- stæð, þóttég viti ekki hvort meira verður úr þvi en þetta litla sem orðið er. — Ertu ekki Ijóðskáld eins og bróðir þinn, séra Helgi heitinn, sem var prestur I Hverageröi? — Nei, ég hef aldrei fengizt neitt við ljóðagerð, en hins vegar eru sumir bræður minir vel hag- mæltir. Kennarar geta lært margt af nemendum sinum — Nú átt þú að baki langa starfsævi, þótt þú sért ekki gam- all maður. Hvernig er þér svo innanbrjósts, þegar þú litur yfir farinn veg „af sjötugs sjónar- hól”? — Ég er ánægður með lifiö, eins og það varð. Ég get ekki annaö sagt, en að ég hafi komizt klakk- laust i gegnum þetta allt saman. Auðvitað blæs eitthvað á móti hjá öllum, en ég hef alls ekki oröiö haröara úti en almennt 'gerist, nema siður sé. Ég hef kynnzt ágætu fólki um dagana og hef lært mikiö af samferöamönnum min- um, ekki sizt hinum eldri þeirra, og svo ýmsum nemenda minna. Nemendur minir hafa margir hverjirverið úrvalsfólk.og þaö er nú einu sinni svo, að kennarar geta margt lært af nemendum sinum, ekkisiöur en nemendurnir af kennurunum. Margir þeirra, sem eitt sinn sátu á skólabekk hjá mér, eru nú komnir I virðingar- stöður þjóðfélagsins, og suma sé égekkinemaá margra ára fresti. En alltaf finnst mér jafn ánægju- legt að hitta þá og blanda við þá geði. Þaö eru sannkallaöir fagn- aðarfundir. —VS Valshamar á Mýrum, æskuheimili Magnúsar Sveinssonar. Bærinn er byggður árið 1894. Myndin er tekin fyrir 1930. Lengst til hægri á mynd- inni er fjós og hlaða. Ritstörf og grúsk.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.