Tíminn - 11.09.1977, Side 27

Tíminn - 11.09.1977, Side 27
Sunnudagur 11. september 1977 27 Margt er um manninn I réttinni. Unniö viö sundurdrátt. Hraunkambur suöaustur af réttinni og Þorgeröarfjall bak viö hann. Séö suöur Laxárengjar og Múlabæi úr réttinni. hraungrýti og einnig mestur hluti af veggjum dilkanna. Taliö er aö Hraunsrétt i Aöaldal i Suöur-Þingeyjarsýslu og Stafns- rétt i Svartárdal i Austur-Húna- vatnssýslu séu stærstu réttir noröanlands. Þaö var venja aö reka allt fé, sem komiö var á staöinn kvöldiö fyrir réttardaginn i réttina og hafa þaö þar og i dilkunum um nóttina. Látnir voru tveir menn vaka yfir réttinni til aö gæta þess aö ekki træöist undir, eöa slyppi úr henni. En geta má nærri hversu mikiö öryggi þaö hefur veriö i svona stórri rétt og i haust- myrkri. En þetta var þó gert fram yfir siöustu aldamót. Sett var i gangnaseöil, aö menn áttu aö mæta á réttina, er markljóst væri aö morgni. Var þá byrjaö á aö reka úr dilkum þaö sem komst i almenninginn og svo smátt og smátt, þar til allir dilkar voru tæmdir, þá fyrst var hægt aö hefja almennan drátt. Var þvi ekki aö furöa þó seint væri lokið drætti að kvöldi, þar sem lika voru aö koma fjársöfn réttardag- inn úr Kelduhverfi og af Hliðar- rétti Mývatnssveit. Ekki man ég nema einu sinni aö lokiö var drætti á Hraunsrétt viö luktar- ljós. Margt heföi Hraunsrétt getað sagt, hefði hún mál haft, en þvi miöur hefur verið of litiö skráö um hana eða henni viökomandi, og finnst lika ekki, þó vitaö sé aö bókfært hafi veriö. Oft hafa verið bliöir og bjartir Hraunsréttardagar en einnig dimmir, kaldir og votir. Sagt er aö Sigurbjörn Jóhannsson, Fóta- skinni hafi gert þessa visu á Hraunsrétt: Nú er svart aö sjá i loft sést ei geisli falur. Svona myndast manni oft myrkur táradalur. Oft voru lika erfiöar göngur til Hraunsréttar sérstaklega Þeistarreykjagöngur og göngur og fjársókn til Keldhverfina. A siöustu tugum 18. aldar var siöur hér aö fara af staö I fyrstu göngur sunnudaginn i 21. viku sumars. Var mér sagt, aö prestar á svæöinu ættu fri þann sunnudag frá messugerö. Faöir minn, Jóhannes Jóna- tansson I Klambraseli, sagöi mér sögu um fyrstu Þeistareykja- göngur haustið 1878, en þá var hann þar gangnaforingi fyrir Helgastaöahrepp, 28 ára aö aldri. Sunnudaginn i 21. viku sumars bar upp á 15. september þetta ár. A sunnudaginn var krapahriö, en þaö kvöld áttu allir Þeistareykja- gangnamenn aö mætast aö Þverá i Reykjahverfi. Skyldi svo haldið austur I afréttina mánudagsnótt- ina. Veðriö fór versnandi er á daginn leiö, og siödegis var komið aftaka illviöri. Enginn gangna- maöur sat þó heima. Um kvöldið brast á noröan stórhriö sem stóö alla nóttina og fram á mánudags- kvöld en þá fór aö rofa til. Snjór var oröinn mikill og þótti sýnt aö fé heföi fennt. A mánudagsmorgun brutust flestir gangnamenn heim til sin. Nokkrir fóru meö Jóhannesi heim i Klambrasel. Vildi hann athuga fram á þriðjudag, hvort þá yröi komið gangnaveöur. Á þriöjudag var hægviöri og þoka og hlóö niöur fönn. Fóru þá allir gangnamenn heim úr Klambraseli. A miövikudag var hægviöri og léttir til siödegis og á fimmtudag var komiö bjartviöri. Þann morgunn sendi Jóhannes hraöboöa um Aðaldal og Reykja- dal, aö allir Þeistareykjagangna- menn ættu aö mæta þá um kvöld- iö aö Þverá eöa Klambraseli á sklöum og hittast siöan allir næsta morgun austan viö Höfuö- reiöarmúla. Dáöist faöir minn aö þvi, hve menn heföu veriö viöbragösfljót- Benedikt Jónsson Fjallskilastjóri Hélgastaöahrepps 1882. ir. Attu margir þó langt aö fara og voru menn fram á nótt aö koma. Var þvlnæst lagt hér upp á heiði. Allir voru á skiöum og meö bagga á baki. Þann dag var noröurhluti Þeistareykjalands smalaöur og féö, sem fannst rekiö á Þreistar- eyki. Og á sunnudag er enn þá þýöviöri og sunnanátt. Var þá féö sem fundizt hafði rekiö til Hraunsréttar. Varð þá margur þreyttur og þyrstur aö snúast við reksturinn i slæmu skiöafæri. En ofan á rétt komst allt um kvöldið. Var þar meö á réttina komiö fé úr Frambrúnum, Gjástykki, Gæsa- fjöllum og útbrúnum. Þann dag var mokuð fönn frá veggjum almennings og dilkum á Hrauns- rétt, þvi fönnin var slik, aö viöa gat fé runnið úr rétt og dilkum. Er ekki vitað að slikt hafi gerzt fyrr eöa siöar. Þessi gangnasaga er i bókinni „Göngur og réttir” og aö mestu eins og faöir minn sagöi mér hana. Ariö 1882 er fjallskilastjóri i Helgastaðahreppi Benedikt Jóns- son á Auðnum. Til er merkileg skrá eftir hann, sem sýnir veldi Hraunsréttar á þeim árum. Haustiö 1882 er fjallskilaskylt fé i Helgastaöahreppi samkvæmt skránni 6514 kindur og eigendur aö þvi eru taldir 80 búendur, sem eiga að leggja til 163 gangna- menn; Auk þess leggja svo til gangnamenn: Ljósavatnshrepp- ur 14 menn, Mývetningar 10 menn og Húsavikurhreppur 5 menn. Samtals hafa þá gengið til Hraunsréttar þetta haust 192 gangnamenn. Þá voru gengnar til Hraunsréttar allar Laxárdals- heiöar, Gæsafjöll, Gjástykki, Þeistareykjaland og útbrúnir frá Bótargili suöur aö Þverárgili sunnan við Geitafell. Þess ber aö geta I sambandi viö fjártölu Helgastaöahrepps, aö hún er aöeins geldfé og fráfærna- lömb. Allar, eöa þvi nær allar ær eru þá i kvium og undanþegnar fjallskilum. Þá vantar nokkrar jaröir i Helgastaöahreppi i skýrsluna, sem þó voru i ábúö. Hvaö ábúendur þeirra jaröa, hafa veriö látnir vinna aö fjallskilum sést ekki. Ekki veröur hjá þvi komizt viö lestur skýrslunnar, aö sjá mis- ræmi á fjártölu bænda og tölu gangnamanna. Til dæmis á sá sem á 40—50 kindur, að láta tvo menn i göngur, en sá sem á 500 kindur á aö láta 5 menn. Þegar ég var aö alast upp, var þetta úr gildi, en faöir minn, sem var fjallskilastjóri Aöaldæla- Jóhannes Jónatansson, Klambra- seli. Jakobína Johnson, skáldkona, dóttir Sigurbjarnar á Fótaskinni. hrepps, sagöi mér, að þetta heföi byggzt á þvi, að fé fátæka bónd- ans gæti veriö á öllum leitarsvæö- um eins og fé stórbóndans og þvi væri rétt að miða ekki eingöngu viö fjártöluna. Þessi skoöun er i samræmi viö sumt i Jónsbókarlögum, sem þá voru i gildi. Til dæmis var eitt, ef tveir menn áttu sama fjármark og annar varö aö láta af þvi, þá átti sá aö vikja, sem færra átti féö. Ariö 1893 eru I sveitarstjórn i Helgastaöahreppi: Séra Benedikt Kristjánsson oddviti, Jón Jónsson (Múla) Jóhannes Þorkelsson, Sigtryggur Helgason, Jóhannes Jónatansson, Friörik Jónsson og Friöjón Jónsson. A sveitar- stjórnarfundi 16. október 1894 var samiö um skiptingu Helgastaða- hrepps I tvo hreppa Aðaldæla- hrepp og Reykdælahrepp. Hreppamörkin vour ákveöin milli Skriöuhverfis og Vaös, milli Sýrness og Hólkots, milli Fagra- nesbæja og Halldórsstaða i Reykjadal, milli Grenjaöarstaöa og Múlatorfubæja annars vegar og Halldórsstaöa og Birnings- staöa hins vegar, milli Prest- hvamms og Kasthvamms og milli Geislafells og Kasthvamms. Eignir og skuldir Helgastaöa- hrepps skiptust þannig, aö Reyk- dælahreppur hlaut 8/15 en Aöal- dælahreppur 7/15. Fyrsti fjallskilastjóri I Reyk- dælahreppi held ég hafi veriö Sig- tryggur Kristjánsson i Kast- hvammi og slðar, er hann fór til Ameriku meö fjölskyldu sina, Páll Þórarinsson Halldórsstöö- um. Fyrsti fjallskilastjóri i Aöal- dælahreppi var Jóhannes Jóna- tansson Klambraseli og réttar- stjóri á Hraunsrétt. Lengi eftir skipti Helgastaöa- hrepps var Hraunsrétt aöalskila- rétt beggja hreppanna og fjall- skilastjórarnir unnu saman aö niöurrööun gangna beggja hrepp- anna, þvi aöalafrétturinn Þeistareykjaland, var leigöur báöum hreppunum af prestinum á Grenjaöarstaö. Man ég óljóst eftir þvl, aö foreldrar minir fóru fram I Kast- hvamm, til fundar viö Sigtrygg, en hitt áriö kom Sigtryggur meö konu sina önnu, i Klambrasel. Einnig man ég glöggt eftir ferö- um foreldra minna i Halldórs- staöi og Páls og Lyzzlar konu hans hingað. Ég held þetta hafi veriö nokk- urs konar orlofsferöir hús- mæöranna en ekki aö þær hafi tekið þátt I störfum bænda sinna. En aö mér eru þessar feröir svo minnisstæöar, er sjálfsagt af þvi, að þær voru undanfari gangna og Hraunsréttardags. Ekki man ég hvenær ég kom fyrst á Hraunsrétt, ég held það hafi verið fyrir mitt minni og ekki hef ég veriö gamall. En ég man fyrst eftir mér á réttinni, aö faöir minn leiddi mig og á honum hékk drukkinn maður, en drukkinn mann hafði ég ekki séö fyrr og var þvi hræddur við hann, en hann mun þó ekkert hafa veriö hræöilegur, en kallaöi mig nafna og tööur minn frænda sinn og klappaöi okkur öllum. En framkoma hans var ólík annarra og þvi hræddist ég hann. Þá sá ég i fyrsta sinn stóran forustusauö meö koparbjöllu i horni og söng hátt i henni og heyrðist langt til. Einnig sá ég roskna konu viö fjárdrátt I rétt- inni, en þaö þótti ekki kvenlegt i þá daga aö konur drægju fé I rétt- um eöa færu I göngur. Þessi kona skeytti þvi engu og dró fé á Hraunsrétt haust eftir haust, hún hét Sigriöur og átti heima i Kvlgindisdal I Reykdælahreppi. Já, margt verður börnum eftir- minnilegt, er þau fara i fyrsta sinn i Hraunsrétt eins og mér. Þegar heim kemur er kliöurinn frá réttinni i eyrum þeirra, kindajarmur, hundagelt, hestahnegg og mannaköll allt i einum kór og útfrá þessu er sofn- aö sætt og draumlaust. — „Enn mig fýsir alltaf þó aftur aö fara i göngur.” Sá sem einu sinni hefur hrifiztaf göngum og réttum, hann þráir þær aftur og aftur allt lifiö. Ekki var ég gamall er ég fór fyrst i göngur, ef göngur skyldi kalla. Faöir minn sá um sókn á fé á Skógarétt og rekstur til Hrauns- réttar og fór ég þaö meö honum. Þá var ekki dregið upp á Skóga- rétt, heldur tóku Reykhverfingar sitt fé úr eftir þvi sem þeir gátu, hitt var haft I réttinni og dilkum næstu nótt, og siðan rekiö allt til Hraunsréttar hvaðan sem þaö var. Stundum var þaö 10-12 hundruö og ráku þaö 3-4 menn og sumt liöléttingar. En faöir minn fór ávallt sjálfur I þá ferö og stjórnaöi henni. Ég held ég hafi verið nitján ára, þegar ég sótti um göngur til Fjallaréttar i Kelduhverfi og rekstur þaðan til Hraunsréttar. Þá var ég búinn aö fara i Þeista- reykjagöngur og einnig göngur til Hliöarréttar. En i Kelduhverfi hafði ég ekki fariö. Aö ég sótti um Fjallarétt var vegna þess aö ég vildi ekki missa af Hraunsrétt, en fé af Fjallarétt var venjulega komiö til Hraunsréttar fyrir há- degi Hraunsréttardag. 1 þessar göngur var farið af staö — og einnig Þeistareykja- göngu — 15. september, komiö saman á Þverá I Reykjahverfi og riöiö siöan austur aöfaranótt hins 16. sept. Vikuna fyrir göngurnar var lát- laus norðanátt og snjókoma I há- sveitum og afréttum. Var þvi kominn mikill snjór en ekki var þó búizt viö að fé heföi fennt, þvi aö ekki haföi verið hvassviöri meö snjókomunni. Snjótvar niöur Rekið úr safnhringnum inn i Hraunsrétt.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.