Tíminn - 11.09.1977, Síða 33

Tíminn - 11.09.1977, Síða 33
Sunnudagur 11. september 1977 1» - 33 Tryggvi ólafsson sem skrifaði grein um SÚM. hafi Skagen verið kraftupp- spretta norrænnar myndlistar. Hann birtir myndir máli sinu til stuðníngs. Svona heldur ritið áfram. Stuttar greinar með myndum, sem eru allar svart-hvítar. Cras kemur viða við er ekki biblia eins eöa neins. Gamal- dags málarar, dauðir málarar, vondir málarar, snillingar, allir fá að fljóta með. Island kemur talsvert við sögu. T.d. er sagt frásýningumSÚM birt mynd af vatnsbera Ás- mundar Sveinssonar og sagt er frá sýningu á verkum Thorvald- sens i Listahöllinni i Köln i vor, en Thorvaldsen var af islenzk- um ættum, sem kunnugt er, og við ætlum okkur þvi hlut I far- angri hans. Sýningin vakti geysilega at- hygli og 35.000 manns sáu hana og hún hlaut yfirleitt góða dóma. Þetta sýnir okkur að list- in er eilif. Galleri SÚM Ein viðamesta grein Cras að þessu sinni er ritgerð um Galleri SÚM eftir Tryggva OÍafsson listmálara, en hann er Norðfirðingur, sem búsettur hefur veriö i Kaupmannahöfn um margra ára skeið. Grein Tryggva hefst á sögu- legu yfirliti um landiö og lýð- veldið. Siðan vikur hann aö myndlistum og telur þá Asgrim Jónsson, Jón Stefánsson og Kjarval. Getur um hlut þeirra i að grundvalla málaralistina á tslandi. Ræðir m.a. um það, hvernig Kjarval upplifði landið á nýjan óþekktan hátt. Þá getur hann um fyrirstriös- málarana, nefnir Svavar Guðnason og Þorvald Skúlason sem spámenn. Segir einnig frá röskun á hög- Tryogvi Olafsson acryfméferior: oventyr-enn 5 mínutter um myndlistarinnar, þegar ungir menn halda ekki lengur til Danmerkur og meginlandsins til þess að nema kúnst, og drekka I sig áhrif evrópskar myndhefðar. Unga fólkið fór þá til Ameriku. Þetta vita allir hér að visu en eigi aö slður er þetta merkilegur punktur, jafnvel þótt það sé tek- ið meö i reikninginn að flestir Amerikufararnir eins og t.d. Valtýr Pétursson, fóru siðar til Parisar. Siðan vikur Tryggvi aö striðs- gróðamönnum og vondri staðnaðri list og ritar siðan itar- lega um starfsemi SÚM. Baráttu Súmara fyrir viður- kenningu og hann lýsir göngu með vindinn i fangið. M.a. telur hann það hafa verið viðfangsefni Galleri SÚM gegnum tiöina að kynna nýjar hugmyndir i listum og að kynna Islendingum erlenda myndlist. Fyrsta sýningin i Galleri SÚM var haldin i febrúar árið 1969, en þá sýndi Siguröur Guðmunds- son verk sin þar. Með greininni birtum viö hluta af myndum, sem fylgdu grein Tryggva ölafssonar og svo ýmsar aðrar, er okkur þykja áhugaverðar en grein Tryggva er sú stærsta, sem birtist i þes^u hefti ritsins. Ljóð um málverk og Dálitið er birt af ljóðum I þessu hefti. Meðal annars yrkir Jörgen Brun Hanesná þessa leið: GODT ORD IGEN det er er ikke Island jeg har gemt mig ved en bestehals mens jeg lader mine bænder glide henover dens myrr og jeg hörer farene kalde genn- ovor 11 em 1000 3r Det dirrer i jorden jern og svovl rammer min næse jeg kigger op pa gletcherne og raber mit navn til bjergene jeg er tilbage — helt tilbage og de har hört mig forlængst set mig. Aldilaie vi er smá lyset star stille i juli Bless.” Og i kvæði sama höfundar um ISLAND, RADIO MYVATN segir „Fjernt fra som tágen snigende ned mellem bjergene kommer herrekoret fra radioen. Denne nordiske stedsetorrede höjtidelighed mellem orred og laksefnaskeri overalt ved bordene. Sidder ved kaffen udenfor tyske damer og herrer i vandresko jeg kan höre slaggerne knaser fólk í listum mens de tramper rundt i deres vikinge og Wagnerromantik ved dette ind og ud hotel. Igennem et net af smáfluer ser jeg vande.t hvor máger flagrer som tonsvis papirnusseri mens herrekoret bryder igennem æteren ned i min kaffi og slutter som stepregn pa ruden” Látum viö svo viö sitja i rabbi okkar um Cras tidskrift for kunst og kultur, Gothersgade 10A Kaupmannahöfn K. Jónas Guömundsson LEÐUR-HUSGÓGN frá Brazilíu Vorum að fá nokkrar gerðir af leður- Höf um lit-myndalista yf ir f leiri teg- sófasettum og-stólum frá LAFER í undir frá LAFER, sem hægt er að Brazilíu. panta eftir númerum. Sérstaklega falleg og vönduð vara. Stuttur afgreiðslufrestur. Komið og skoðið okkar fjölbreytta húsgagnaúrval. Verið ávallt velkomin!

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.