Tíminn - 27.11.1977, Page 15

Tíminn - 27.11.1977, Page 15
Sunnudagur 27. nóvember 1977 15 Ný bók frá Skuggsjá Orðspor á götu eftir Jón Helgason ORÐSPOR Á GÖTU heitir ný- útkomin bók eftir Jón Helgason ritstjóra og hefur hún að geyma nokkrar sögur um bróður Ást- vald, Grafarráðskonurnar, stúlkurnar i tjöldunum, guðina i Sporðhúsum, fólkið i Kormáks- götunni og kjallarann i Hart- mannshúsinu. Bókin er 160 bls. að stærð og gefin út hjá Skuggsjá. Jóni Helgasyni lætur flestum höfundum betur sá leikur að máli og lifsmyndum, sem einkennir þessar sögur hans en höfuðein- kenni þeirra er fagurt mál, stil- nilld og óvenjuleg frásagnarlist.. Fyrri smásagnasöfn hans, Maðk- ar i mysunni og Steinar i brauð- inu, töldust til tiðinda er þau komu út og vist er að eins mun fara um þessa bók hans svo frá- bærlega er hún samin. Daglegt lif Krists Bókaútgáfan örn og Örlygur hefurgefið útbókina Daglegtlifá dögum Kristseftir A.C. Bouquet i þýðingu séra Jakobs Jönssonar. Bókin er prýdd 230 teikning- um og myndum til skýringar efninu. Þýðandi segir m.a. i formála: „Höfundurinn er enskur prófessor, sem naut sam- vinnu við stofnanir og einstakl- inga, sem voru sérfróðir um þau efni, er bókin fjallar um. Hún er ekki guðfræðirit, en henni er ætl- að að sýna að nokkru leiksvið þessa drama, sem fram fór fyrir nær tvö þúsund árum, og vér Jón Helgason. á dögum þekkjum úr Nýja testamentinu. Þar er auðvitað ekki um að ræða Gyðingaland eitt, heldur fleiri lönd við Miðjarðarhafið. Atburðir sögunnar, jafnt sem andlegar hræringar þeirra tima verða ljós- ari, ef vér þekkjum til daglegs lifs. Fjölmargir þættir mynduðu vef þeirrar menningar, er reynd- ist furðu-frjór jarðvegur kristinn- ar trúar, þegar allt kom til alls. Bókin er filmusett og prentuð i prentsmiðjunni Odda hf., filmuö i Korpus hf. og bundin i Sveinabók- bandinu. OS oorgarfloriarjýjlu Vafnaí hefur BroglÞhtíanon Borgfirzk blanda Sagnaþættir — Skopsögur — Sérstætt fólk — Ferðaþættir — Siysfarir — Draumar og dul- rænir þættir— Bók fyrir alla sem unna þjóðlegum fróðleik. Kr. 4.920 m/söluskatti. Jóhann Hjálmarsson: Frá Umsvölum Æfisaga ungra hjóna sem viða hafa farið og kynnst flestum hliðum mannlífsins. Hér er ekkert sagt undir rós, en alit berum orðum. Kr. 2.400 m/söluskatti. Og aörar vísur Vinsælir söngtextar og visur með nótum M.a. textarnir á jólaplötu Eddukórsins. Bók fyrir alla tónlistarvini. Kr. 1.920 m/söluskatti. Af lifi og sál Óvenju hreinskilin og opinská frásögn. Asgeir Bjarnþórsson segir m.a. frá kynnum sinum af Einari Benediktssyni, Hall- dóri Laxness og Jóhannesi Kjarval. Þar er ekkert verið að klipa utan af hlutunum. Kr. 2.880 m/söluskatti. Af lífi og sá ANDRfeS KRISTJANSSON r/ísir vie ASGHIR BJ A R N ÞÐ R S S O N Safnrit Guðmundar Böðvarssonar Frásöguþættir og ljóð. Perla i islenzkum skáldskap. Sjö bindi. Kr. 21.600 m/söluskatti. 1 HÖRPUÚTGÁFAN # • Enn skrifar Slaughter um lækna og ástir SJ — Það er hraöi og spenna i hverju orði I skáldsögunni Spitalaskip eftir Frank G. Slaugheter, sem Bókaforlag Odds Björnssonar gefur út, eftir þvi sem útgefendur segja á bókar- kápu. Þessi bók fjallar m.a. um hugprúðan lækni og bróöur hans fornleifafræðing, fagra ástkonu annars þeirra og glæsilega frétta- konu. Skáldsögur Slaughters eru orðnar fjölmargar og hafa þær selzt I 50 milljónum eintaka. Þýö- andi bókarinnar er Hersteinn Pálsson. Eru mennimir viitór? Svarið færðu í SKÁKÞJÁLFUN - bókinni : sem notuó er í skákfræóslu sjónvarpsins } lunaritið SKÁK ALEXANDER KOBŒNZ Skákþjálfun

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.