Tíminn - 08.01.1978, Side 13

Tíminn - 08.01.1978, Side 13
Sunnudagur 8. janúar 1978 líil'tiif 13 þetta spynnust miklar sögur af léttúðugu liferni Maud i Paris. En vegna tiðarandans urðu þessir svipmikluhugsjónamenn að unn- ast i leynum. Nú urðu irskar bókmenntir þróttmeiri og almenningur hlust- aði ekki siður á skáldin en stjórn- málamennina. Þegar minnast skyldi aldarafmælis uppreisnar- innar 1798, þá tók Maud af lifi og sál þátt i þvi starfi. HUn fór til Mayohéraðs til að kynna sér ástandið þar, en þá hafði kartöfluuppskeran brugðizt og lá við hungursneyð rétt einu sinni. Maud og samstarfsmenn hennar voru ákveðin i aö láta ekki, sama harmleik endurtaka sig og gerðist 1847, er fólkið dó i hrönnum úr hungri. Er hún kom til Mayo var fólkið að verða vonlaust og sljótt og byggingar, og á sjálfan afmælis- . daginn efndu þeir til hópgöngu og höfðu f fararbroddi vagngarm með líkkistu á, sem þeir svo köst- uöu iLiffyána. Lögreglan réðistá hópinn og margir hlutu meiðsli, ein gömul kona dó og margir voru fangelsaðir. En Maud fékk þeim snjallan verjanda og allir voru látnir lausir. Yeats fylgdi henni á þessari göngu, en hann hryllti við öllu ofbeldi, og reyndi að beina henni á brautir dulspekinnar, en það gekk erfiðlega, þvi hún gafst jafnan upp á athafnalausum hug- leiöingum. Um þessar mundir átti Maud oröiö tryggan hóp vina, bæði karla og konur, þvi persónutöfrar hennar náðu jafnt til beggja kynja, enda segir einn æviskrár- ritari hennar, að þótt allir karl- menn hafi orðið sem bergnumdir krökkum yrðu gefnar veitingar i Phoe ni x-sk em m tig a r öi nu m. Kvennaflokkurinn tilkynnti að veizla yrði haldin fyrir öll börn, sem ekki færu á drottningarhátið- ina og hóf mikla fjársöfnun. Pilt- ar úr iþróttafélögum hjálpuðu þeim, en þeir kenndu sig við John Macbride majór, sem gat sér hetjuorð i Búastriðinu. Niöur- staðan var sú, að 30 þúsund börn gengu iskrúðgöngu á eftir vagni, sem Maud Gonne og vinkona hennar sátu i, og skemmtu sér konunglega við leiki og veitingar i stóra skemmtigarðinum Clonturk Park. Þetta hafði feiknaleg áhrif og sum brezku blöðin kröföust þess að Maud yrði handtekin. Allt til elliára hennar kom fólk til hennár og sagði: Ég var eitt af „ættjarðar”—börnunum á hennar heldur vegna þess að sú fegurð var tákn frelsis og fagnaðar. 1 samtökunum voru aöallega miöstéttarstúlkur, sem lifðu viö fátækleg, gleðisnauð kjör. Hún skóp þeim lifstilgang og róman- tik. Leiksýningarnar voru alltaf mikillþáttur i starfi þeirra, vöktu áhuga á irskum bókmenntum og minntu á merkisatburöi i sögu landsins með skrautsýningum og ljóðalestri, en að baki var alltaf hið stjórnmálalega markmið. Úr hópi þessara stúlkna komu sumar frægustu leikkonur Abbey-leik- hússins, eins og Dara Allgood og Mary Walker, sem sneri nafni sinu á irsku fyrst leikkvenna og kallaði sig Maire nic Shiubhlaigh. Maud náði mörgum afburöa leikhúsmönnum til samstarfe viö sig og þar kom að Yeats skrifaði dauðsföllum fjölgaði ört. Litið var um hjálparaögerðir, og þeir sem komust i svokallaða atvinnubóta- vinnu fengu sex pence i laun á dag. Maud skrifaði strax greinar i tvö blöð I Dublin og bað um hjálp handa fólkinu. Hún keyptihafra- mjöl og mjólk fyrir eigiö fé og lét konurnar sjóða hafragraut og deila Ut til þeirra, sem sultu. Hún hvattikarlmennina tilaðstela fé i fjöllunum, en fæstir fylgdu þeirri hvatningu hennar. En þeir tóku við fundarboðumhennar of lofuðu aö koma á fjöldafund i Belmullet. Þar reyndist sóknarpresturinn einn dyggasti liðsmaður hennar ogþau hjálpuðust að viö að semja kröfuskjal um lágmarksaöstoö, er veitti hverri fjölskyldu einn shilling á dag. Tiu þúsundir tötra- manna söfnuðust saman i Bel- mullet og tuttugu lögregluþjónar stóöu vörð umhverfis þá. Maud sagöi mönnunum aö þeir væru hugleysingjar, ef þeir létu börn sin svelta I hel. Hún ætlaöi aö leggja kröfur þeirra fyrir stjórn- arvöldin og þeir yrðu að vera viö- búnir að standa með henni. Hún gekk fyrir stjórn héraös- ins, en mætti litlum skilningi, vorukröfur hennar taldar fráleit- ar. Hún svaraði því til, að fólkið væri örvæntingarfulltog að dauða komið og ef ætlunin væri að láta það svelta i hel, þá skyldi hún sjá til að það berðist fyrir seinustu liftórunni. Tiu þúsund manns yröu ekki i vandræðum meö að afvopna tuttugu lögreglumenn, og herstyrk fengju þeir ekki að fyrr en eftir tvo eða þrjá daga. Fyrir utan dómhöllina, þar sem viöræðurnar fóru fram, mátti heyra klið mannfjöldans og hið einkennilega hljóð, er naktir fæt- ur feta um harðtroðna mold. Þetta var áhrifamikil stund. Maud hafði fyrr séð, að hungraö fólk er ekki vel til orustu falliö.. En héraðsstjórnin bognaði, at- vinnuleysisstyrkur var hækkaöur og útsæðiskartöflur fengnar frá Skotlandi, en það ráð virtist eng- um hafa hugkvæmzt I hungurs- neyöinni miklu 1847. Fólkið fagnaði þessum úrslitum ákaflega og hún gleymdi ekki að minna þaö á, að það hefðu veriö þess eigin samtök, sem unnu þennan sigur, og bætti þvi við, aö með sameinuðu átaki ætti það aö frelsa írland. HUn fór aftur til Dublin og út- vegaði fiskim jölsverksmiðju handa sjávarþorpunum, sem verst voru stödd, fór svo aftur til Mayo og skipulagði barnaheimili og skólamáltiðir. 1 öllu þessu starfi hafði hún engin samtök að baki sér. Hún hafði bókstaflega bjargað heilu héraði frá hungurs- neyð alein. Nú átti að minnast afmælis Viktoriu drottningar með miklum háti'ðahöldum, en þjóðemissinnar á írlandi voru ákveðnir i að láta þau ekki öll verða slétt og felld. Skorið var á rafleiðslur þar sem skrautlýsa átti verzlanir og aðrar er þeir sáu hana, þá muni það naumasthafa samræmzt hugsýn- um smávaxinna og vannæröa Ira á þessum árum að gerast ást- menn hinnar hávöxnu ljónynju. En nú gerðist það 1 Parfs, aö ástvinur hennar, Millevoye, tók aö halla sér aö óperusöngkonu og bregðast málstað frelsisbarátt- unnar. Maud kunni enga mála- miðlun, en sleit sambandi þeirra, og lá við aö fullur fjandskapur yrði þaðan i frá þeirra á milli. Yeats hughreystihana eftirmætti og baö hana enn að giftast sér, en hún varsér þess fyllilega meðvit- andi, að hann þarfnaðist eigin- konu, sem gæti heils hugar sinnt honum og skáldgáfu hans, og svaraði honum á þá leið, aö hann myndi breyta harmi sinum í ljóö og hljóta hamingju af þvi. Heim- urinn ætti aö þakka sér fyrir að neita að giftast honum. Straumur stjórnmálanna gaf henni ekki grið og hún vék per- sónulegum sársauka frá sér. Nú skyldi stofna byltingarflokk irskra kvenna. A páskasunnudag árið 1900 hittist fámennur en harðsnúinn hópur og stofnaði flokkinn Inghinidhe nah Eire- ann—Dætur Irlands. Þegar Vikt- oria drottning ákvað að heim- sækja Irland til að hvetja karl- menn til að láta skrá sig í herinn, skrifaði Maud grein, sem hún kallaöi „Drottning hungursneyö- arinnar” og varö viðfræg. Yeats fylgdi henni að málum, þó aö það kostaöi hann aðsóknina að leik- húsi hans. Hátindur drottningar- heimsóknarinnar átti að vera það, að fimmtán þúsund skóla- skemmtun yðar áriö sem drottn- ingin kom til Irlands. Maud gerðist félagi i leynifé- lagsskap írskra lýðveldissinna. Þar lagði hún fram óheillatillögu til að kveða endanlega niður skráningu Ira i brezka herinn, sem sé, að sprengja i loft upp tvö herflutningaskip á leið til Suöur Afriku. Brezka leyniþjónustan komst að öllu saman og þar með varlika loku skotiö fyrir aö vonir um fransk-irska samvinnu rætt- ust. Millevoye réðist á hana af mikilli illkvittni. Enginn, nema félagar i leynifélaginu, átti aö vita um þessa fyrirætlan, svo lik- legt má telja að einhver þeirra hafi brugðizt. Maud sagði sig úr félagsskapnum og átti aldrei framar aðild að leynifélögum. Hún lét ekki sjá sig I Paris i lang- an tima og fól franskri fóstru að annast tsold. Sjálf bjó hún i smái- búð I Utjaðri Dublin. Þessi atburður gerði hana gætnari en ábur. Hún gerðist tengiliður milli verkalýðshreyf- ingarinnar og bókmenntamanna og vann að sameiningu allra þjóð- ernishreyfinganna, sem svo mynduðu að lokum Sinn Fein flokkinn. Kvennaflokkurinn, Dætur ír- lands, styrktist mjög og vann að ýmsum menningarlegum verk- efnum, kennslu i gaelisku, mál- fundum og leiksýningum til aö styrkja þjóðerniskennd fólks. Persónuleg áhrif Maud Gonne voru ótrúlega sterk. Yeats skrif- aði um hana: Þegar karlar og konur gengu erinda hennar, var það ekki einasta vegna feguröar leikrit, sem varð eitt sterkasta á- róöursvopn þjóöemissinna, leik- ritið Kathleen ni Houlihan. En Yeats setti eitt skilyrði — aö Maud léki sjálf Kathleen, per- sónugerving Irlands. Leikritið var sýnt f húsi, sem aöeins tók þrjú hundruð manns. Búningsherbergi voru engin og leikendur urðu að standa bak við tjöldin og næstum halda niðri i sér andanutn. Maud lék i þremur sýningum og hrifningin var mikil hjá öllum nema andstæöingum þjóðernissinna. Ekki komust nærri því allir að sem vildu, en Maud kvaðst hafa öðru mikil- vægara verkefni að sinna, það átti aö hrekja leiguliða af jöröum eins stórlandeiganda og þangaö fór hún til að andmæla. Ahrif Maud Gonne voru mikil á fyrstu árum tuttugustu aldarinn- ar, en hugur hennar var órór sem fyrr. HUn snerist til kaþólskrar trUar, þvi hún taldi kaþólsku kirkjuna vera kirkju almennings, fátæka fólksins, sem hún barðist fyrir. Mótmælendakirkjan var i hennar augum kirkjufélag yfir- stéttarinnar. En hún var ung og falleg kona, i raun og veru lifði hún sem ekkja eftir vinslitin við Millevoye og hún vildi giftast. Nú skyldi valinn maður, sem setti trland öllu ofar. John MacBride.hetjan, sem haföi stjórnaö irsku herdeildinni i BUa- sriöingu, virtist sjálfkjörinn. Hann var hið glæsta tákn þjóö- ernishreyfingarinnar meöal karla, eins og hún var það meðal kvenna. Þó fór hún sér að engu óðslega, tilhugalíf þeirra varaði Sveit I norðurhluta trlands, nánar tilteklð I Aatrlmhéraöi. tvö ár, svo þau áttu að vera oröin velkunnug. Hann var glæsimenni á velli, en eins og margir félagar hans, var hann raunverulegur út- lagi I París og dró fram llfiö við litinn kost. Þau fóru saman I fyr- irlestrarferð til Bandarlkjanna, hann talaði um Tranivaaeher- deildina hún reyndi aö sannfæra Ira þar um að tilgangslaust væri að vænta þess að þingmenn eins og Dillon og Redmond næöu þvi takmarki aö frelsa Irland. Maud virðist ekki hafa veriö ástfangin af MacBride, þó hann hafi án vafa haft aðdráttarafl sem hin hrjáða striðshetja. Hún vissi að hann var ekkert annaö en þröngsýnn striðsmaöur, og leit konur sömu augum og irskir bændur yfirleitt, svo ólíklegt var að hann felldi sig við aðrar konur en þær, sem voru honum undir- gefnar. Ekki skorti aövaranir og ísold litla sem nú var I heima vistarskóla, grét af afbrýði. Yeats varð svo mikiö um trúlof- unarfregnina, sem hann fékk rétt áöur en hann átti að flytja erindi, að á eftir mundihann ekki eitt orð af þvi sem hgnn sagöi. Má vera.að andspyman hafi verið of áköf og hún hafi ekki staðizt freistinguna að brjóta hana á bak aftur. Þau voru gefin saman 21. febrúar 1903 I Paris. Kaþólskur prestur frá Belgiu, sem hafði verið meö Transvaal- herdeildinni gerði sér ferð til Parisar til að framkvæma vigsl- una. I Paris hélt Maud áfram að halda uppi áróðri fyrir málstað Irlands um leiö og hún tók mikinn þátt I samkvæmislifinu. Manni hennar var meinað aö koma til Ir- lands, en hún fór þangaö til aö skera upp herör gegn heimsókn hins nýkrýnda Bretakonungs, sem hún taldi enn hættulegri en gömlu drottninguna. I febrúar 1904 fæddist henni sonur og hlaut hann nafnið Sean, irsku útgáfuna af nafni fööurins. Aöeins einu ári siöar frétti Yeats og aðrir irskir vinir henn- ar, að hún væriað sækja um borg- araleg hjúskaparslit. Um skilnað gat hún ekki sótt sem kaþólíkki. MacBride neitaði hjúskaparslit- unum og hún neyddist þvl til að opinbera ýmislegt.sem hUn hafði viljaö ósagt láta. MacBride fannst samúðin við glæsilegustu- konu Evrópu óþolandi. Gáfur hennar, stjórnsemi, jafnvel auð- ævi hennar, juku minnimáttar til- finningu hans. Hann drakk og misþyrmdi henni. Bæöi voru að vissu leyti aumkvunarverö. Yeats flýtti sér til Parisar og hluttekning hans varð Maud Gonne mikill styrkur, þó hún segöi við hann. „Þú mátt ekki blanda þér I þetta, þetta er sjálfr- ar mfn sök”. Ahrif þessa mála- reksturs á irsku þjóðernishreyf- inguna voru slæm. MacBride var enn hetja I margra huga, og næst þegar Maud kom til Dublín og var við frumsýningu I Abbey leikhús- inu, geröu þjóöernissinnar hróp að henni. Þessi leiöindi gleymdust þó með timanum, en þegar laga- flækjunum lauk, varö niðurstaö- an nánast grátbrosleg. MacBride var heimilað aö snúa aftur til Ir- lands, en þá þoröi Maud ekki að koma þangað til langdvalar af ótta við að hann fengi umráö yfir syni þeirra svo Iraun og veru var hún útlagi næstu tólf árin, kom aðeins I stuttar heimsóknir. Maud Gonne kunni margt fyrir sér til heimilishalds og handiöa. Hún flutti i minni Ibúö i Paris og gat búið Sean tryggara heimili en Isold hafði átt. En henni nægði ekki móðurhlutverkið fremur en að vera eiginkona. Yeats og fleiri vinir hennar skrifuöu henni að staðaldri svo hún fylgdist með þróun mála i trlandi og ritari kvennasamtakanna sendi henni skýrslur og heimsótti hema ár- lega. Þessiritari hét Helena Molony, og 1908 ákváðu þær að stofna kvennablað og tefla þvi gegn ensku léttmetisblöðunum, sem konum voru ætluð. Þetta blaö kölluðu þær Irsku konuna og nýr liðsmaður kvennasamtakanna, sem átti eftir að verða kunn fyrir baráttu sina, teiknaði forsiðuna. ■ Þaö var Constance Markievicz greifafrú. Mörg greinin var birt I þessu blaði sem þar bar i sér lltt dulbú inn þjóðernisáróöur. 1 sama dálki voru kannski tizkufréttir og ►

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.