Fréttablaðið - 21.08.2006, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 21.08.2006, Blaðsíða 6
6 21. ágúst 2006 MÁNUDAGUR göslagangur göslagangur gleðigleði gjörningar gjörningar glaumur glaumur [Lystigarður] rómantík í rökkrinu [Ráðhústorg] gjörningar, glíma og heilgrillað naut, línudansarar og Benni Hemm Hemm [Ketilhús] Bitið í skjaldarrendur: Syning á verðlaunagripum [Jónas Viðar Gallery] Gólf á vegg [Listasafnið á AK] Íslensku sjónlistaverðlaunin: Tilnefndir syna´ [Listagilið] Óperutónleikar Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands undir berum himni [Populus Tremula] Kristján Steingrímur / Dean Ferrell / Baldvin Ringsted [Ráðhústorg] punkturinn yfir i-ið: Frúin í Hamborg og hárgreiðslumeistarar ´ LÍBANON Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna, umhverfisstofnana Evrópusambandsins og alþjóð- legra sjávarumhverfisráða hafa ákveðið að veita ríkisstjórn Líb- anons neyðaraðstoð til að hemja olíulekann úr olíutönkunum við Jiyyeh-orkuverið í Beirút. Talið er að hreinsunarstarfið taki heilt ár og kostnaður er metinn á um 4,4 milljarða króna. Eftir að Ísraelsher gerði loft- árás á olíutankana um miðjan júlímánuð er talið að um 15.000 tonn af olíu hafi runnið til sjávar, en hugsanlegt er að lekinn hafi verið mun meiri, eða allt að 35.000 tonn. Til samanburðar má rifja upp að í Exxon Valdez-slys- inu árið 1989 er talið að um 38.000 tonn af hráolíu hafi farið í sjóinn. Mengunin við Líbanonstrendur er sérlega varhugaverð því hún hefur legið óáreitt í fjórar vikur, en ekkert varð að gert meðan átökin stóðu yfir í landinu. Alls eru um 140 kílómetrar af strandlengju Líbanons svartir af olíu eftir slysið. Mikil hætta er talin á að olíuslikjan breiðist út til nærliggjandi landa og nú þegar hafa olíuflekkir borist að ströndum Sýrlands. Hætt er við að olíubrákin fljóti lengra norð- ur, til stranda Grikklands, Kýpur og Tyrklands; jafnvel víðar. Líbanskar umhverfisstofnanir meta þetta sem mestu umhverf- isófarir sem orðið hafa í Líbanon og þar af leiðandi sem eitt versta þekkta áfallið sem vistkerfi Mið- jarðarhafsins hefur orðið fyrir í seinni tíð. Meðal mengaðra svæða eru hrygningarstöðvar túnfisks og útungunarsvæði skjaldbaka er í útrýmingarhættu. Þegar olían berst í smáfiskinn er viðbú- ið að hún berist ofar í fæðukeðj- una, í önnur sjávardýr, fugla, og auðvitað í menn. Áhrif á mannabyggðir eru ekki minni. Í hinni sögufrægu borg Byblos, sem er vinsæll ferðamannastaður fyrir norðan Beirút, er höfnin, fjörugrjótið og ströndin bókstaflega þakin í olíu. Þar er brákin um tveggja senti- metra þykk og mikill fnykur í lofti. Ströndin er auð og ekki er við miklum ferðamannastraumi að búast þar í bráð. klemens@frettabladid.is Olían svertir strönd og haf Neyðaraðstoð samþykkt vegna olíumengunar eftir loftárásir Ísraelshers á olíutanka í Beirút, sem er á við afleiðingar Exxon Valdez-slyssins. Minnst 15.000 tonn af olíu ógna nú vistkerfi Miðjarðarhafsins. Á HVÍTU STRÖNDINNI Í BEIRÚT Líbanskir karlmenn tína upp dauðan fisk eftir olíumengunina. Mengunar„slysið“ er talið með mestu umhverfishamförum á sögulegum tíma við Miðjarðarhafið. FRÉTTABLAÐIÐ/AP HÚSAVÍK Húsvíkingar og nágrann- ar ætla að fara í meðmælagöngu með álveri klukkan ellefu á laug- ardaginn og verða hugsanlega stofnuð samtök, Veraldarvinir, til stuðnings álversbyggingunni. Sigurjón Benediktsson tann- læknir segir að þetta sé vegna þess að umhverfisvæn orka geri heiminum ekkert nema gott. Rúta tekur upp meðmælendur á bensínstöðvunum í bænum á laugardagsmorgun og keyrir með þá upp á Gónhól en þaðan er gott útsýni yfir álversstæðið. Gengið verður um byggingarlóðina og umhverfið skoðað. Göngunni lýkur við styttu Einars Benedikts- sonar. „Við ætlum að efla samstöðuna með því að það verði stóriðja í Bakkalandi. Það ætlar enginn að hlekkja sig við styttuna af Einari Ben. eða loka brúnni yfir Reyðar- ána, það ætlar heldur enginn að svekkja rollur Tjörnesinga. Við ætlum bara að fara yfir þessi mál,“ segir Sigurjón. - ghs Ný samtök til stuðnings álversframkvæmdum: Meðmælaganga með nýju álveri BAKKI Meðmælendur ætla að safnast saman á Gónhól norðan við Húsavík klukkan ellefu á laugardaginn og ganga um álversstæðið sem hér sést. SVÍÞJÓÐ Hástökkvarinn heims- þekkti, Patrik Sjöberg, telur fréttaflutning sænska síðdegis- blaðsins Aftonbladet meiðandi, að sögn síðdegisblaðsins Expressen, og ætlar að stefna því fyrir fréttir um fjölmargar ferðir hans milli landa síðustu misserin. Sjöberg hefur verið í fréttum síðustu daga eftir að hann var tek- inn höndum ásamt tveimur öðrum á veitingastað í Gautaborg. Sjö- berg og grindahlauparinn fyrr- verandi, Sven Nylander, höfðu neytt kókaíns og voru með kókaín á sér þegar þeir voru teknir. - ghs Kókaínhneyksli í Svíþjóð: Sjöberg stefnir Aftonbladet ÞÝSKALAND, AP Líbanskur náms- maður, sem var handtekinn í norð- ur-þýsku borginni Kiel á laugar- dag, var í gær úrskurðaður í gæsluvarðhald. Hann er grunaður um að hafa aðstoðað við að fela tvær sprengjur í töskum í tveimur járnbrautarlestum í síðasta mán- uði og að vera félagi í hryðju- verkasamtökum. Sprengjurnar, sem gerðar voru úr gashylkjum, voru ósprungnar er þær fundust í Dortmund og Koblenz 31. júlí, en að sögn sak- sóknara var ætlunin „að drepa fjölda fólks“. Lögregla leitar enn annars grunaðs manns, sem sást í eftirlitsmyndavél í lestarstöðinni í Köln. - aa Sprengjur í þýskum lestum: Misheppnað hryðjuverk HANDTEKINN Þýskir lögreglumenn færa hinn grunaða inn í dómhús í Karlsruhe. STÚDENTASKIPTI Alls munu 264 skiptinemar stunda nám við Háskóla Íslands nú í vetur. Samkvæmt upplýsingum frá Tryggva Thayer, alþjóðafulltrúa HÍ, er fjöldi erlendra skiptinema við HÍ aðeins meiri nú en í fyrra og eru langflestir þeirra frá Norð- urlöndunum og Evrópu. Til saman- burðar má geta þess að í fyrra fóru 225 íslenskir nemar við HÍ utan í skiptinám. Erlendum skiptinemum við HÍ hefur fjölgað jafnt og þétt undanfarin ár en árið 1992 voru þeir aðeins tuttugu og þrír. - hs 264 skiptinemar við HÍ: Skiptinemum við HÍ fjölgar Ók á staur Ökumaður ók á ljósastaur við Bústaðaveg í Reykjavík í gærmorgun. Ökumaðurinn er grunaður um ölvun við akstur. Bíllinn skemmdist töluvert og kalla þurfti út viðgerðarmenn frá Orku- veitunni til að gera við staurinn. LÖGREGLUFRÉTTIR KJÖRKASSINN Mun Jón Sigurðsson auka fylgi Framsóknarflokksins? Já 24% Nei 76% SPURNING DAGSINS Í DAG: Tókst þú þátt í Reykjavíkurmaraþoninu? Segðu skoðun þína á Vísi.is EFNAHAGSMÁL Framsóknarmenn reyna að breiða yfir alvarleg hag- stjórnarmistök sín í stjórnmálaá- lyktun á nýafstöðnu flokksþingi. Þetta er mat Gylfa Arnbjörnsson- ar, framkvæmdastjóra Alþýðu- sambandsins, ASÍ. Í ályktuninni segir að þó verð- bólga sé slæm þá sé „tímabundin verðbólga ásættanlegri en tímabil atvinnuleysis með tilheyrandi nið- urbroti einstaklinga og fjöl- skyldna“. „Þetta hljómar furðulega,“ segir Gylfi og bendir á að skortur hafi verið á vinnuafli. Til að mæta því hafi ríkisstjórn stuðlað að opnun og fjölgun á vinnumarkaði með ákveðinni röskun. „Það að breiða yfir hagstjórn- armistökin og ofþensluna með varnaðarorðum um að hér hefði getað brostið á atvinnuleysi get ég alls áttað mig á. En það er rétt að við slíkar aðstæður má aldrei keyra hagkerfið í þá stöðu að hér verði fjöldaatvinnuleysi,“ segir hann. Gylfi telur ólíklegt að fram- sóknarmenn vilji frekar tíma- bundna verðbólgu en tímabundið atvinnuleysi í framtíðinni. - ghs Framkvæmdastjóri ASÍ telur framsóknarmenn reyna að breiða yfir mistök sín: Þetta hljómar furðulega FRAMSÓKNARMENN RÆÐA SAMAN Halldór Ásgrímsson óskar Jóni Sigurðssyni til hamingju með formannskjörið. NOREGUR Sendiherrar nokkurra ríkja kenna norsku ríkisstjórninni um að valda alvarlegum vandræð- um á lyfjamarkaðinum með því að hvetja lækna til að skrifa lyfseðla á ódýrari samheitalyf, frekar en dýrari lyf. Þetta kemur fram á fréttavef norska blaðsins Aftenposten. Að sögn sendiherra Bandaríkj- anna, Bretlands og Sviss seljast nú fleiri samheitalyf en þau sem njóta einkaleyfisverndar. „Við höfum öll áhyggjur af einkaleyfislögunum eins og þau eru í dag,“ sagði Benson K. Whitn- ey, sendiherra Bandaríkjanna í Noregi. - smk Samheitalyf valda usla: Sendiherrar kvarta í Noregi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.