Fréttablaðið - 21.08.2006, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 21.08.2006, Blaðsíða 68
 21. ágúst 2006 MÁNUDAGUR28 Leikarinn Johnny Depp og leik- stjórinn Tim Burton sameina að öllum líkindum krafta sína á ný í kvikmyndaútgáfu söngleiksins sívinsæla, Sweeney Todd. Áform- að er að Depp fari með hlutverk rakarans sem söngleikurinn heit- ir eftir, en rakarinn sá er viðsjár- verður og sker viðskiptavini sína á háls þar sem þeir sitja í makind- um í rakarastólnum. Samstarf Depps og leikstjór- ans Burtons hefur verið farsælt, meðal annars í kvikmyndunum Edward Scissorhands, Sleepy Hollow, Ed Wood og nú síðast í Kalla og sælgætisgerðinni. Tökur á kvikmyndinni um Sweeney Todd hefjast að líkindum snemma á næsta ári og myndin kemur því fyrir augu áhorfenda síðla næsta ár. Aðdáendur Johnnys Depp geta líka glaðst yfir því að leikarinn kemur til með að syngja sjálfur lögin í kvikmyndinni. Depp leikur Sweeney Todd JOHHNY DEPP Leikur Sweeney Todd í kvikmyndaútgáfu Tims Burton. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES Leikstjórinn Spike Lee notaði tækifærið við frumsýningu heim- ildarmyndar sinnar um fellibylinn Katrínu til að gagnrýna aðgerðir stjórnvalda eftir að fellibylur- inn gekk yfir. „Eyðilegg- ingin hér í New Orleans er ekki einungis af völdum móður náttúru. Fólkið sem stjórnaði björgunarað- gerðum vann bara ekki vinnuna sína,“ sagði Spike Lee á kynningarfundi sem haldinn var áður en myndin var frumsýnd í New Orleans. Þeir sem telja að leikstjórinn hafi einblínt um of á þeldökka íbúa New Orleans og litið framhjá þeim sem eru ljósir á hörund og íbúum við strönd Mississippi-fló- ans hafa gagnrýnt leik- stjórann. Lee svaraði gagnrýninni á þá leið að hann hefði sjálfur ákveðið að einbeita sér að New Orleans vegna „sögulegs mikilvægis“ atburðarins. Kvikmyndin verður sýnd í bandarísku sjónvarpi þann 29. þessa mánaðar þegar eitt ár er liðið frá hamförunum. Ekki bara náttúran SPIKE LEE Leikstýrir nýrri heimildarmynd um fellibyl- inn Katrinu. UMMERKI EFTIR FELLIBYLINN KATRÍNU Leikarinn Spike Lee gagnrýndi yfirvöld fyrir sinnu- leysi í kjölfar fellibylsins Katrínar. Greyið Danir myndi einhver segja. Ekki nóg með að við Íslendingar séum að verða búnir að kaupa allt sem til sölu er í landinu og höfum hleypt af stað dagblaðastríði þá þurfum við líka að einoka tónleika- sali Kaupmannahafnar. Þannig var það alla vega í fyrrakvöld þegar hljómsveitirnar Apparat, Trabant og Unsound áttu sviðið á tónlistarhátíðinni Public Service Festival sem Danska ríkisútvarp- ið stendur að. Danskir áhugamenn um rafræna músík virtust þó taka þessari nýjustu frekju Íslending- ar vel og var góð stemning á svæð- inu þegar okkar menn stigu á svið. Á brókinni í Köben STRÍPALINGAR Ragnar Kjartansson og félagar í Trabant tóku Danmörku með sannkölluðu trompi. Óhætt er að fullyrða að dönskum áhorfendum brá svolítið þegar Íslendingar tóku að tína af sér spjarirnar. FRÉTTABLAÐIÐ/KS LOKAHNYKKURINN Þegar líða fer að lokum tónleika Trabant fara þeir að fækka fötum. HEIMILISLEG STEMNING Orgelkvartettinn Apparat hitaði upp með tónleikum í verslun 12 Tóna í Kaupmannahöfn. Stemningin var heimilisleg eins og á flestum samkomum í versl- uninni, hvort sem það er hér heima eða í Kaupmannahöfn. HRESSIR ORGELLEIKARAR Sigtryggur og Úlfur nutu sín vel með dönskum tónlistaráhugamönnum. UNSOUND Kristinn Gunnar Blöndal kynnti sólóverkefni sitt, Unsound, fyrir Dönum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.