Fréttablaðið - 21.08.2006, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 21.08.2006, Blaðsíða 24
 21. ágúst 2006 MÁNUDAGUR4 Guðmundur Óli Scheving SKRIFAR UM MEINDÝR OG MEINDÝRAVARNIR Lesendum Fréttablaðsins er velkomið að senda fyrirspurn á netfangið gudmunduroli@simnet.is. Ein þekktasta flóin sem er á ferðinni í dag á Íslandi er staraflóin (cerat- ophyllus gallinae) sem fer á stjá þegar fuglar eru farnir úr hreiðrinu og stundum geta liðið allt að tvö ár þangað til hún fer af stað. (Fjallað var um starann og flóna í pistli í Frétta- blaðinu mánudaginn 1. maí 2006). Maríuerla, skógarþröstur og fleiri fuglar bera með sér flær. Mítlar sem lifa á fuglum, eins og t.d. lundalús og aðrar fuglaflær, hafa fundist á hundum og köttum og geta dýrin geta borið þessa óværu inn í híbýli manna. Á vorin og fram eftir sumri eru kettir og hundar iðnir við að bera nagdýra- og fuglaflær inn í húsin, en flærnar berast auðveldlega með dýrunum. Þar fara flærnar á flakk og finnast oft í rúmum, gardín- um og fatnaði. Nagdýra- og fuglaflær lifa á blóði manna og gæludýra og geta lifað vikum saman innanhúss. Bókalús (atropos pulsatoria), skæðalús (lepinotus inquilinus) og ryklús(troctes divinatorius) Bókalýs (corrodentia) teljast til ryk- lúsa (psocoptera). Þetta er ættbálk- ur mjög lítilla skordýra og eru með minnstu skordýrum sem lifa hér á landi. Þær hafa bitmunn og langa fálmara og eru vængjalausar eða með óþroskaða vængi. Þær þrífast vel í miklum raka. Bókalýs skiptast í: Bókalús, skæðalús, og ryklús eða svokallaða parketlús. Þær eru mjög ólíkar í útliti og ætti fólk að taka sýni þegar þessi dýr koma í heimsókn og fara með á Náttúrufræðistofnun til greiningar. Oftast er raki vandamálið og hafa til dæmis komið upp tilfelli í nýjum húsum þegar gólfefni er lagt áður en plata og veggir hafa þornað nægjan- lega. Hægt er að losna við þessi dýr með góðri loftræstingu. Fáið ykkur rakamæli og komið jafnvægi á raka- stig í íbúðum, þá hverfa þessi dýr. Hryggleysingjar Það eru líka til hryggleysingar sem erta, bíta eða stinga fólk. Í þessum hópi má nefna lirfu fuglablóðagða sem þroskast í vatni og eru ýmsir andfuglar hýslar hennar en hún ruglast oft á fuglsskinni og manns- hörundi. Bit hennar veldur kláðaból- um hjá fólki. Erlendis er þetta þekkt fyrirbæri og er kallað sundmanna- kláði. Fólk ætti að varast aðstæður eins og t.d. náttúrulegar útilaugar og sundstaði þar sem ekki er reglulega hreinsað og klórað. Ýmsar mítlateg- undir sem tilheyra hópi hryggleys- ingja erta, stinga og bíta fólk. Gæludýr Í gæludýrabúðum er hægt að fá sérstakar sápur til að þrífa gæludýr. Muna þarf eftir því að sama lyf hent- ar ekki öllum dýrategundum. Rottu- maur eða svokallaður hitabeltis- rottumaur getur borist til okkar með ýmsum gæludýrum og eru stökkmýs gott dæmi um það. Ungur eigandi stökkmúsar á Íslandi varð fyrir þeirri óskemmtilegu lífsreynslu fyrir nokkr- um árum að fá á sig rottumaur af stökkmús en maurinn kom sér fyrir í rúmi hans, fjölgaði sér snarlega og saug úr honum blóð. Ef skipt er reglulega um efni í botni búra og hreiðurgerðarefni má minnka líkur á að óværa komist á dýr í búrum. Það þarf að hafa vakandi auga með gæludýrunum okkar því þeim líður illa ef flær og maurar og lýs herja á þau. Viðvörunarorð Þegar fólk þarf að fá til sín mein- dýraeyði eða garðúðara þá skal alltaf óska eftir að fá að sjá starfsskírteini útgefið af Umhverfisstofnun og eit- urefnaleyfi gefið út af lögreglustjóra/ sýslumanni og það mikilvægasta er að viðkomandi hafi starfsleyfi frá viðkomandi sveitarfélagi. Athugaðu hvort öll skírteini séu í gildi. Félag- ar í Félagi meindýraeyða eru með félagsskírteini á sér. Fáðu alltaf nótu vegna viðskiptanna. Réttindi meindýraeyða og garð- úðara frá erlendum ríkjum og félaga- samtökum gilda ekki á Íslandi. Heimildir: Upplýsingar og fróðleikur um meindýr og varnir 2004 Pöddur, Rit Landverndar nr. 9 1989 Stóra skordýrabók Fjölva 1974 Meindýr í húsum og gróðri 1944 Maðurinn er hýsill fyrir... lýs, flær og maura - seinni hluti Málningarbakka haldið hreinum Á VEF HÚSASMIÐJUNNAR ERU RÁÐ SEM GOTT ER AÐ HAFA Í HUGA VIÐ MÁLUN. Byrjið að setja álpappír í málninga- bakkann eða sambæri- legt ílát og gangið vel frá honum svo hann hreyfist ekki til þegar verið er að mála. Stundum er gott að nota tvö lög af pappír svo málningin smjúgi ekki í gegn. Þegar bakkinn hefur verið notaður er auðvelt verk að losa pappírinn af bakkanum, brjóta hann saman og henda. Hafi málning komist í bakkann borgar sig að skola hann með heitu vatni eða nota á hann þess til gerðan hreinsivökva til að ná málningunni burt. Nánar á www.husasmidjan.is Sleði undir vínið GAMLIR HLUTIR GETA GENGIÐ Í END- URNÝJUN LÍFDAGA Allir unnendur góðra vína ættu að eiga vínrekka á heimilinu. Vínið geym- ast betur enda þornar tappinn ekki ef flöskurnar liggja á hlið. Útlit vínrekka getur verið æði fjölbreytt og hönnun þeirra allt frá einföldum viðarrekkum frá Ikea til nýstárlegra ál og plastrekka frá heimsfrægum hönnuðum. Á veitingastaðnum Pottinum og pönn- unni hangir æði fallegur og óvenjuleg- ur vínrekki á vegg. Sá er búinn til úr gömlum sleða sem fengið hefur nýtt hlutverk eins og sjá má á myndinni. Vínrekki úr gömlum sleða sem hangir á veitingastaðnum Pottinum og pönnunni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Efni rannsakað hjá Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins rannsókn nr H85/216 Type A og Type B Fæst hjá byggingavöruverslunum um land allt. Smiðjuvegur 4a • Sími 551 5960 �� ��� �� � �� �� PGV ehf. ı Bæjarhrauni 6 ı 220 Hafnafjörður ı Sími: 564 6080 ı Fax: 564 6081 ı www.pgv.is PGV ehf. sérhæfir sig í smíði glugga, hurða, sólstofa og svalalokanna úr PVC-u Öllum framleiðsluvörum PGV fylgir 10 ára ábyrgð Gluggarnir eru viðhaldsfríir og á sambærilegum verðum og gluggar sem stöðugt þarfnast viðhalds GLUGGI TIL FRAMTÍÐAR … • ENGIN MÁLNINGAVINNA • HVORKI FÚI NÉ RYÐ • FRÁBÆR HITA OG HLJÓÐEINANGRUN • FALLEGT ÚTLIT • MARGIR OPNUNARMÖGULEIKAR • ÖRUGG VIND- OG VATNSÞÉTTING ������������������������������ ������������������������������ �������������� ������� ���������� ���� ������������ �������������� �
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.