Fréttablaðið - 21.08.2006, Side 24

Fréttablaðið - 21.08.2006, Side 24
 21. ágúst 2006 MÁNUDAGUR4 Guðmundur Óli Scheving SKRIFAR UM MEINDÝR OG MEINDÝRAVARNIR Lesendum Fréttablaðsins er velkomið að senda fyrirspurn á netfangið gudmunduroli@simnet.is. Ein þekktasta flóin sem er á ferðinni í dag á Íslandi er staraflóin (cerat- ophyllus gallinae) sem fer á stjá þegar fuglar eru farnir úr hreiðrinu og stundum geta liðið allt að tvö ár þangað til hún fer af stað. (Fjallað var um starann og flóna í pistli í Frétta- blaðinu mánudaginn 1. maí 2006). Maríuerla, skógarþröstur og fleiri fuglar bera með sér flær. Mítlar sem lifa á fuglum, eins og t.d. lundalús og aðrar fuglaflær, hafa fundist á hundum og köttum og geta dýrin geta borið þessa óværu inn í híbýli manna. Á vorin og fram eftir sumri eru kettir og hundar iðnir við að bera nagdýra- og fuglaflær inn í húsin, en flærnar berast auðveldlega með dýrunum. Þar fara flærnar á flakk og finnast oft í rúmum, gardín- um og fatnaði. Nagdýra- og fuglaflær lifa á blóði manna og gæludýra og geta lifað vikum saman innanhúss. Bókalús (atropos pulsatoria), skæðalús (lepinotus inquilinus) og ryklús(troctes divinatorius) Bókalýs (corrodentia) teljast til ryk- lúsa (psocoptera). Þetta er ættbálk- ur mjög lítilla skordýra og eru með minnstu skordýrum sem lifa hér á landi. Þær hafa bitmunn og langa fálmara og eru vængjalausar eða með óþroskaða vængi. Þær þrífast vel í miklum raka. Bókalýs skiptast í: Bókalús, skæðalús, og ryklús eða svokallaða parketlús. Þær eru mjög ólíkar í útliti og ætti fólk að taka sýni þegar þessi dýr koma í heimsókn og fara með á Náttúrufræðistofnun til greiningar. Oftast er raki vandamálið og hafa til dæmis komið upp tilfelli í nýjum húsum þegar gólfefni er lagt áður en plata og veggir hafa þornað nægjan- lega. Hægt er að losna við þessi dýr með góðri loftræstingu. Fáið ykkur rakamæli og komið jafnvægi á raka- stig í íbúðum, þá hverfa þessi dýr. Hryggleysingjar Það eru líka til hryggleysingar sem erta, bíta eða stinga fólk. Í þessum hópi má nefna lirfu fuglablóðagða sem þroskast í vatni og eru ýmsir andfuglar hýslar hennar en hún ruglast oft á fuglsskinni og manns- hörundi. Bit hennar veldur kláðaból- um hjá fólki. Erlendis er þetta þekkt fyrirbæri og er kallað sundmanna- kláði. Fólk ætti að varast aðstæður eins og t.d. náttúrulegar útilaugar og sundstaði þar sem ekki er reglulega hreinsað og klórað. Ýmsar mítlateg- undir sem tilheyra hópi hryggleys- ingja erta, stinga og bíta fólk. Gæludýr Í gæludýrabúðum er hægt að fá sérstakar sápur til að þrífa gæludýr. Muna þarf eftir því að sama lyf hent- ar ekki öllum dýrategundum. Rottu- maur eða svokallaður hitabeltis- rottumaur getur borist til okkar með ýmsum gæludýrum og eru stökkmýs gott dæmi um það. Ungur eigandi stökkmúsar á Íslandi varð fyrir þeirri óskemmtilegu lífsreynslu fyrir nokkr- um árum að fá á sig rottumaur af stökkmús en maurinn kom sér fyrir í rúmi hans, fjölgaði sér snarlega og saug úr honum blóð. Ef skipt er reglulega um efni í botni búra og hreiðurgerðarefni má minnka líkur á að óværa komist á dýr í búrum. Það þarf að hafa vakandi auga með gæludýrunum okkar því þeim líður illa ef flær og maurar og lýs herja á þau. Viðvörunarorð Þegar fólk þarf að fá til sín mein- dýraeyði eða garðúðara þá skal alltaf óska eftir að fá að sjá starfsskírteini útgefið af Umhverfisstofnun og eit- urefnaleyfi gefið út af lögreglustjóra/ sýslumanni og það mikilvægasta er að viðkomandi hafi starfsleyfi frá viðkomandi sveitarfélagi. Athugaðu hvort öll skírteini séu í gildi. Félag- ar í Félagi meindýraeyða eru með félagsskírteini á sér. Fáðu alltaf nótu vegna viðskiptanna. Réttindi meindýraeyða og garð- úðara frá erlendum ríkjum og félaga- samtökum gilda ekki á Íslandi. Heimildir: Upplýsingar og fróðleikur um meindýr og varnir 2004 Pöddur, Rit Landverndar nr. 9 1989 Stóra skordýrabók Fjölva 1974 Meindýr í húsum og gróðri 1944 Maðurinn er hýsill fyrir... lýs, flær og maura - seinni hluti Málningarbakka haldið hreinum Á VEF HÚSASMIÐJUNNAR ERU RÁÐ SEM GOTT ER AÐ HAFA Í HUGA VIÐ MÁLUN. Byrjið að setja álpappír í málninga- bakkann eða sambæri- legt ílát og gangið vel frá honum svo hann hreyfist ekki til þegar verið er að mála. Stundum er gott að nota tvö lög af pappír svo málningin smjúgi ekki í gegn. Þegar bakkinn hefur verið notaður er auðvelt verk að losa pappírinn af bakkanum, brjóta hann saman og henda. Hafi málning komist í bakkann borgar sig að skola hann með heitu vatni eða nota á hann þess til gerðan hreinsivökva til að ná málningunni burt. Nánar á www.husasmidjan.is Sleði undir vínið GAMLIR HLUTIR GETA GENGIÐ Í END- URNÝJUN LÍFDAGA Allir unnendur góðra vína ættu að eiga vínrekka á heimilinu. Vínið geym- ast betur enda þornar tappinn ekki ef flöskurnar liggja á hlið. Útlit vínrekka getur verið æði fjölbreytt og hönnun þeirra allt frá einföldum viðarrekkum frá Ikea til nýstárlegra ál og plastrekka frá heimsfrægum hönnuðum. Á veitingastaðnum Pottinum og pönn- unni hangir æði fallegur og óvenjuleg- ur vínrekki á vegg. Sá er búinn til úr gömlum sleða sem fengið hefur nýtt hlutverk eins og sjá má á myndinni. Vínrekki úr gömlum sleða sem hangir á veitingastaðnum Pottinum og pönnunni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Efni rannsakað hjá Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins rannsókn nr H85/216 Type A og Type B Fæst hjá byggingavöruverslunum um land allt. Smiðjuvegur 4a • Sími 551 5960 �� ��� �� � �� �� PGV ehf. ı Bæjarhrauni 6 ı 220 Hafnafjörður ı Sími: 564 6080 ı Fax: 564 6081 ı www.pgv.is PGV ehf. sérhæfir sig í smíði glugga, hurða, sólstofa og svalalokanna úr PVC-u Öllum framleiðsluvörum PGV fylgir 10 ára ábyrgð Gluggarnir eru viðhaldsfríir og á sambærilegum verðum og gluggar sem stöðugt þarfnast viðhalds GLUGGI TIL FRAMTÍÐAR … • ENGIN MÁLNINGAVINNA • HVORKI FÚI NÉ RYÐ • FRÁBÆR HITA OG HLJÓÐEINANGRUN • FALLEGT ÚTLIT • MARGIR OPNUNARMÖGULEIKAR • ÖRUGG VIND- OG VATNSÞÉTTING ������������������������������ ������������������������������ �������������� ������� ���������� ���� ������������ �������������� �

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.