Fréttablaðið - 21.08.2006, Blaðsíða 71

Fréttablaðið - 21.08.2006, Blaðsíða 71
RÝMUM FYRIR NÝJUM VÖRUM 21-28 ÁGÚST NÚ ER TÆKIFÆRI TIL AÐ KAUPA ÞAÐ SEM ÞÉR HEFUR ALLTAF LANGAÐ Í Lumex Skipholti 37 Sími 568 8388 www.lumex.is Fjallað er um leikarann Leonardo Di Caprio í nýrri skáldsögu eftir rithöfundinn Andy Zeffer sem ber nafnið „Going down in La-La Land“ og fjallar um ungan óþekktan leikara sem er í hommaklámmyndabransanum. Í bókinni fær hann það hlutverk að leika á móti Di Caprio í Woody Allen mynd þar sem hann á að grípa í klofið á DiCaprio og verð- ur söguhetjan ástfangin af stór- stjörnunni. Hommastimpillinn hefur lengi loðað við DiCaprio síðan hann skaust upp á stjörnuhiminunn og þykir þessi saga hnykkja enn frekar á þeim stimpli. Di Caprio í skáldsögu LEONARDO DI CAPRIO Er í skáldsögu um ungan óþekktan leikara sem er hommi. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTYIMAGES [ TÓNLIST ] UMFJÖLLUN Þeir klæða sig eins og Scissor Sist- ers, eru með lög sem minna stund- um á Jack Johnson en vilja samt hljóma örlítið eins og Interpol á köflum. Þeir fara svipaða leið og svo margar bandarískar sveitir sem er stefnt inn á markað sam- kynhneigðra. Að sigra fyrst Bret- landsmarkað, áður en þær fá við- urkenningu í heimalandinu. Það virðist líka alveg vera að virka, enda er þetta alveg ágætis hommapopp. Mjög stílhreint og dauðhreinsað en ekki mikið klíst- ur eftir sykurleðju. Svo er passað mjög vel upp á að öll lögin hafi að minnsta kosti einn grípandi, epísk- an kafla sem allir geta sungið með. Bjagaði gítarinn er á sínum stað, en hann er þó alltaf mjög snyrti- legur til fara. Þetta er sem sagt ekkert endilega fyrir stelpustráka, þó það sé hannað sérstaklega fyrir tilfinningaríka karlmenn og ungl- ingsstúlkur. Þetta er grípandi og klisjuskot- ið popprokk fyrir augnablikið. Tónlist sem á án efa eftir að hljóma í vinsælum unglingasjónvarps- þáttum á borð við The O.C. Ég get samt ekki ímyndað mér að þetta hreyfi það djúpt við einhverjum að fólk eigi eftir að muna eftir þessari plötu eftir fimm ár. Þetta er blygðunarlaus tilraun til þess að gera grípandi og tímalausa popprokkplötu. Hér eru líka nokk- ur fáránlega grípandi lög eins og No Tomorrow og So Ahead of Me sem breskar unglingsstúlkur eru þegar byrjaðar að raula valhopp- andi í skólabúningunum sínum á leið í skólann. Sem poppplata er hún þannig alveg að virka, en þegar kemur að galdrinum sem gerir plötur tíma- lausar þá er þessi of vandlega staðsett á miðju vegarins til þess að verða á vegi nokkurs leitandi manns sem er bókað að beini athygli sinni á hliðarlínurnar. Þessi tónlist skilur sama sem ekk- ert eftir sig og fyrir vikið verður hún alveg sérstaklega leiðingjörn og pirrandi við ítrekaða hlustun. Orson, hér í dag, glæsilegir og fín- pússaðir í jakkafötunum sínum, en horfnir á morgun. Svo, gleymd- ir í þynnku næstu viku eftir að plötufyrirtækið þeirra slítur samningnum við þá. Og þá fara næstu gínur á svið, takk. Birgir Örn Steinarsson Ágætis hommapopp ORSON BRIGHT IDEA Niðurstaða: Orson er popprokk fyrir augna- blikið. Menn eiga þó ekkert eftir að þurfa leggja mikið á sig til þess að gleyma þessari sveit.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.