Fréttablaðið - 21.08.2006, Page 78

Fréttablaðið - 21.08.2006, Page 78
 21. ágúst 2006 MÁNUDAGUR38 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÁRÉTT: 2 utan 6 bardagi 8 sær 9 sarg 11 tveir eins 12 missa marks 14 hvæsa 16 í röð 17 löng 18 fiskur 20 samtök 21 stígur. LÓÐRÉTT: 1 þráður 3 skammstöfun 4 land 5 kraftur 7 hálsklútur 10 kjaftur 13 fugl 15 hástétt 16 rámur 19 kusk. LAUSN: Þjóðverjarnir Werner Finke og Jürgen Krämer kalla ekki allt ömmu sína. Þeir eru miklir hjól- reiðamenn og hafa ferðast um ein níu lönd á hjólunum einum saman, m.a. Rússland, Ungverjaland, Eistland, Svíþjóð og Noreg. Nú er röðin komin að Íslandi en þeir félagarnir komu hingað á laugar- dag fyrir viku og hafa síðan hjólað um 120 km á dag. Blaðamaður Fréttablaðsins rakst á þá hjá Vegamótum á Snæ- fellsnesi þar sem þeir hugðust fá sér hressingu, en ætlun þeirra er að hjóla hringinn í kringum land- ið. Þetta er í fyrsta skipti sem þeir sækja Ísland heim, en bæði veðr- áttan og náttúran kom þeim á óvart. „Á leið okkar til Selfoss var vindasamt, mikil rigning og ekki nema átta stiga hiti,“ segja þeir og hrylla sig við tilhugsunina. „Við hjóluðum þaðan að Geysi og Gull- fossi, Laugarvatni, yfir Kaldadal, að Borgarnesi og loks hingað. Náttúran hér er stórbrotin og það gleður okkur að sjá að hér er ekki of mikill túrismi.” Þeir bættu því við að þeir svæfu aldrei í tjaldi og byrjuðu hvern dag á að biðja guð um að sleppa rokinu. Biðja guð um logn á ferð um landið ÞÝSKIR HJÓLREIÐAKAPPAR Þeir Werner og Jürgen hjóla um 120 kílómetra á dag á ferð sinni um Ísland og sofa aldrei í tjaldi. Félagarnir byrja alla daga á því að biðja guð um að sleppa rokinu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Megnið af starfsmönnunum eru vinir mínir sem ég sópaði til mín. Þetta snýst auðvitað allt um að búa til skemmtilegt vinnuum- hverfi og ég get sagt að það er afar skemmtilegt að vinna hérna,“ segir Júlíus Jóhannsson á fast- eignasölunni Stórborg. Fasteigna- salan er ekki nema fimm mánaða gömul en hefur þegar vakið tals- verða athygli. Helsta ástæða þess er að starfsmennirnir eru flestir landsþekktar poppstjörnur. Koll- egarnir eru því farnir að kalla Stórborg Fasteignasölu fræga fólksins. Júlíus hefur starfað við fast- eignasölu í nokkurn tíma og á Stór- borg með Stefáni Hrafni Stefáns- syni, lögmanni og löggiltum fasteignasala, sem hefur verið í um 20 ár í bransanum. Þeir fengu til liðs við sig Gunnar Ólason, söngvara og gítarleikara úr Skít- amóral, sem hefur starfað í brans- anum um hríð. Júlíus hefur ein- mitt verið í afleysingum sem hljómborðsleikari í Skítamóral. Þá eru ótaldir Grétar Örvarsson úr Stjórninni, Jón Axel Ólafsson fyrr- verandi útvarpsmaður og Bene- dikt Brynleifsson trommuleikari, sem þekktur er fyrir leik sinn með Pálma Gunnarssyni og fleirum. „Grétar kemur nýr inn en er mjög ferskur enda reyndur sölu- maður. Það þarf ekki að kenna honum neitt. Jón Axel hefur svo reynslu úr öllum áttum,“ segir Júlíus sem segir það ekki vera kröfu að menn séu tónlistarmenn eða skemmtikraftar. „Þetta er nú meiri tilviljun heldur en kröfur, en það skemmir ekki. Við erum nú að leita okkur að bassaleikara til að við getum stofnað hljómsveit,“ segir Júlíus. Athygli vekur þegar komið er inn á Stórborg að þar hefur verið komið fyrir afar athyglisverðu fundarborði, en það keypti Jón Axel á markaði með vörur frá varnarliðinu. „Já, þetta er eitt flottasta fundarborð á Íslandi. Ég held að þarna hafi verið tekin ákvörðun um að herinn myndi fara, þetta borð er fyrir allan pen- inginn,“ segir Júlíus. Þó að mikið sé um grín og glens hjá starfsmönnunum á Stórborg leggur Júlíus áherslu á að þeir séu fagmenn. „Við vitum að við erum oft að meðhöndla aleigu fólks og tökum vinnuna því alvarlega. Við ætlum okkur að ná mjög langt.“ hdm@frettabladid.is JÚLÍUS JÓHANNSSON: EINN EIGENDA SKEMMTILEGRAR FASTEIGNASÖLU Fasteignasala fræga fólksins slær í gegn FASTEIGNASALA FRÆGA FÓLKSINS Starfsmenn Stórborgar hafa komið víða við í heimi popptónlistar og afþreyingar. Frá vinstri eru Stefán Hrafn, Grétar Örvarsson, Júlíus, Valdimar Örn Matthíasson og Gunnar Ólason. FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN HRÓSIÐ ... fær Andrés Ölversson bóndi sem sem selur Andrésar andar- egg. LÁRÉTT: 2 nema, 6 at, 8 haf, 9 urg, 11 ll, 12 geiga, 14 fnæsa, 16 hi, 17 síð, 18 áll, 20 aa, 21 slóð. LÓÐRÉTT: 1 taug, 3 eh, 4 malasía, 5 afl, 7 trefill, 10 gin, 13 gæs, 15 aðal, 16 hás, 19 ló. Ofurtala 10 23 30 35 38 1 5 7 35 43 47 6 34 30 3 2 5 6 7 8 4 8 8 5 16.8.2006 Fjórfaldur 1. vinningur næsta laugardag 1. vinningur gekk ekki út 7 19.8.2006 Einfaldur 1. vinningur næsta laugardag 1. vinningur gekk ekki út 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI FRÉTTIR AF FÓLKI Fyrirsætan og ljósmyndarinn Elísabet Davíðsdóttir fagnaði þrítugsafmæli sínu á föstudagskvöldið. Afmælisveisl- an var haldin á skemmtistaðnum Rex og var vel sótt af vinum og fjölskyldu Elísabetar og þótti afmælisbarnið líta glæsilega út. Margir af vinum hennar frá New York flugu yfir hafið til að vera viðstödd, til að mynda Svenni ljósmyndari og Andrea förðunarfræðingur sem unnið hefur mikið með Björk. Hrafnhildur og Bára Hólmgeirsdætur voru og mættar og hárgreiðslu- maðurinn Jón Atli Helga- son var plötusnúður. Oddný Sturludóttir varaborgarfull-trúi og Hallgrímur Helgason spúsi hennar voru mætt í veislu Elísabetar. Oddný og Elísabet eru æskuvinkonur og við þetta tækifæri voru rifjaðar upp margar ógleymanlegar sögur af þeim vinkonunum. Meðal annars það að í tví- tugsafmæli Elísabetar var Oddný einmitt á föstu með Hallgrími en Elísabet var með Roger O‘Donnell, hljómborðsleik- ara The Cure. Í þrítugsafmælinu á föstudagskvöld var líka plötustýran Sóley Kristjánsdóttir. Hún gengur nú með fyrsta barn sitt og var fæðingin sett á laugardaginn. Sóley skynjaði þó að frumburð- urinn ætlaði eitthvað að láta bíða eftir sér og ákvað að reyna að koma skrið á málin með því að dansa vel og lengi í veislunni. Ekki gekk þetta plan alveg eftir því þegar síðast fréttist var Sóley enn að bíða. Unnur Birna Vilhjálmsdóttir er aftur farin að blogga eftir neyð- arlega uppákomu á dögunum. Þá þurfti fegurðardrottningin að loka bloggsíðunni sinni og breyta færslum sem þóttu ekki sæmandi. Unnur er hress í skrifum sínum sem fyrr og segir nú frá ferð sinni til New York þar sem hún var dugleg að versla. Unnur Birna er nú komin aftur heim og við tekur grámyglaður hvers- dagsleikinn, í smá tíma að minnsta kosti. Í dag byrjar skólinn nefnilega aftur en Unnur er að læra lögfræði í Háskól- anum í Reykjavík. - hdm Kvikmyndaleikstjórinn Hrafn Gunnlaugsson hefur komið sér upp heimasíðu þar sem hægt er að nálgast upplýsingar um hann sjálf- an og fjölmörg verk hans. Hrafn heldur úti Viking- films.net og er ótrúleg- ustu hluti þar að finna. Öllum kvikmyndum meistarans eru gerð skil, nýgræðingum gefst tækifæri til að kynna sér myndirnar frá grunni en aðdáendur Hrafns fá líka tækifæri til að lesa erlendar umsagnir og fleira. Síðan er þó greinilega enn á vinnslustigi og á Hrafn eftir að bæta við meira efni þegar fram líða stundir. En það er ekki bara hægt að lesa sér til um kvikmyndir Hrafns á heimasíðu hans. Leikstjórinn fjallar sömuleiðis ítarlega um sjálfan sig. Þannig er hægt að skoða ætt- artré hans, umfjöllun um hús hans í Laugarnesinu, minningargreinar sem Hrafn hefur skrifað um vini sína, doktorsritgerð föður hans og svo mætti lengi telja. Það er óhætt að fullyrða að heimasíða Hrafns Gunnlaugssonar er hafsjór af fróðleik um manninn og verk hans. En Hrafn lætur sér ekki heimasíðuna nægja. Hann hefur komið sér upp bloggsíð- unni hrafngunnlaugsson.blog- spot.com. Þó Hrafninn sé nýbyrjaður að blogga verður ekki annað sagt en að hann lofi góðu. Fyrsta færslan er þýð- ing hans á lagi Lennons Imagine yfir á spænsku. Því næst birt- ir hann bréf sitt til borgarráðs Reykjavíkur þar sem hann kvart- ar yfir gegnd- arlausum hey- skap á umferðareyj- um borgarinn- ar. Og þetta eru bara tvær af þeim þremur færslum sem inn eru komnar. - hdm Þýðir Imagine yfir á spænsku HRAFN GUNNLAUGSSON Kvikmyndaleikstjórinn hefur komið sér upp heimasíðu og er byrjað- ur að blogga. LENNON & YOKO Hrafn hefur þýtt Imagine yfir á spænsku.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.