Fréttablaðið - 21.08.2006, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 21.08.2006, Blaðsíða 18
 21. ágúst 2006 MÁNUDAGUR18 fréttir og fróðleikur Svona erum við > Hlutfall stóriðju af raforkusölu Vantar vegrið Niðurstöður úr evrópskri gæða- og öryggiskönnun á íslenskum vegum, EuroRAP, voru kynntar í vikunni. Ólafur Guðmundsson er verkefnisstjóri EuroRAP á Íslandi. Hvernig kom tvöföldun Reykjanes- brautar út? Þetta er fyrsti tvöfaldi vegur á Íslandi og efni í hraðbraut eins og við sjáum erlendis, en við kláruð- um ekki málið því það vantar vegrið. Ef það væri vegrið milli vegarhelm- inganna og meðfram veginum hefði vegurinn án efa fengið fjórar stjörnur eða fullt hús stiga. Hvað var það sem dró vegina niður í einkunn? Fyrst og fremst hátt fall, til dæmis af klettum ef bílar fara út af, og fjandsamlegir hlutir með fram vegum, eins og skurðir. Ef við fylltum upp í skurði og jöfnuðum út grjót og hraun- hóla við vegi myndi það strax breyta miklu. Einnig vantar víða vegrið og þar sem þau eru til staðar eru þau of stutt. SPURT OG SVARAÐ GÆÐI VEGA ÓLAFUR GUÐMUNDSSON TVÖFALT FYNDNARI! TVÖFALT BETRI! 9.HVER VINNUR! FRUMSÝND 25. ÁGÚST UM LAND ALLT MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI VI NN IN GA R VE RÐ A AF HE ND IR H JÁ B T SM ÁR AL IN D. K ÓP AV OG I. M EÐ Þ VÍ A Ð TA KA Þ ÁT T ER TU K OM IN N Í S M S KL ÚB B. 9 9 KR /S KE YT IÐ . UNIFEM er þróunarsjóður Sameinuðu þjóðanna fyrir konur. Hann var stofnaður árið 1976 í kjölfar fyrstu heimsráðstefnu SÞ um málefni kvenna. Sjóðnum var upphaflega ætlað að starfa í þau tíu ár sem kvennaáratugur SÞ stóð yfir, eða frá 1975 til 1985. Undir lok þessa tímabils var ljóst að sjóðnum hafði með tak- mörkuðu fjármagni tekist að auka þekkingu og skilning á málefnum kvenna og stuðla að bætt- um lífskjörum og auknum réttindum þeirra. Hvað gerir UNIFEM? Markmið UNIFEM eru þrenn. Að efla efnahags- legt öryggi og réttindi kvenna og gera þeim kleift að tryggja sér öruggt lífsviðurværi. Að efla þátttöku kvenna í stjórnun, pólitískri stefnumót- un og ákvarðanatökuferli, friðarumleitunum og uppbyggingu í kjölfar átaka og að stuðla að því að mannréttindi kvenna séu virt og að hvers konar ofbeldi gegn konum verði ekki liðið. Verk- efni sjóðsins eru unnin í Afríku, Asíu og Kyrra- hafinu, Suður-Ameríku og Karíbahafseyjum, Mið- og Austur-Evrópu og í fyrrverandi Sovét- lýðveldum. Aðalstöðvar UNIFEM eru í New York en starfsfólk, sjálfboða- liðar og velunnarar starfa um allan heim. Hver eru helstu verkefni UNIFEM? Meðal verkefna UNIFEM er undirbúningur að uppbyggingarstarfi með konum sem hófst strax að loknu falli talibana-stjórnarinnar í Afganistan árið 2002. Fyrsta skrefið var að kanna hverjar væru helstu þarfir og væntingar afganskra kvenna. Til þess að komast að því stóð UNI- FEM fyrir tveimur ráðstefnum og stofnaði til samstarfs við ráðuneyti um málefni kvenna í Afganistan. Einnig er sérstakur Ofbeldissjóður starfræktur á vegum UNIFEM, en markmið hans er að vekja athygli á og útrýma ofbeldi gegn konum í hvaða mynd sem það birtist. Hver er starfsemi UNIFEM á Íslandi? UNIFEM á Íslandi er eitt af sextán landssamtökum UNIFEM. Íslands- deildin var stofnuð 18. desember 1989, en sama dag árið 1979 var samþykktur alþjóða- samningur um afnám alls misréttis gegn konum. UNIFEM á Íslandi styður og styrkir starfsemi Sameinuðu þjóðanna í baráttunni fyrir jafnrétti og bættri stöðu kvenna víða um heim, sérstaklega á sviði þróunarsamvinnu. FBL-GREINING: ÞRÓUNARSJÓÐUR SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA FYRIR KONUR, UNIFEM Eykur þekkingu á málefnum kvenna Á milli Þýskalands og Pól- lands eru náin stjórnmála- tengsl, löndin eiga í miklum viðskiptum sín á milli og ótal áætlanir eru í gangi sem stuðla að því að rækta vináttu og skilning þjóð- anna í millum. En það er ekki að sjá af fyrirsögnum blaða í báðum löndum þessa dagana. Háttsettir pólskir stjórnmála- menn hafa afboðað heimsóknir yfir landamærin og látið þung orð falla. Deiluefnið er hvernig fjall- að er um atburði síðari heims- styrjaldar, sem enn varpa skugga á samskipti grannþjóðanna. Til- efni æsingsins nú er öðru fremur sýningin „Þvingaðar leiðir“ sem opnuð var í Berlín þann 10. ágúst, en að henni standa samtök brott- flæmdra Þjóðverja. En síðan þá hefur fárið í kring- um síðbúna viðurkenningu þýska Nóbelsskáldsins Günters Grass á því að hann hefði í lok síðari heimsstyrjaldar, þá sauján ára að aldri, þjónað í Waffen-SS-her- sveit, bætt gráu ofan á svart. Lech Walesa, fyrrverandi Pól- landsforseti og handhafi friðar- verðlauna Nóbels, hefur hótað því að skila eigin heiðursborgaratitli í Gdansk ef Grass skilar ekki sínum. Grass fæddist í borginni árið 1927, en þá var hún þýsk og hét Danzig. Þekktasta skáldsaga Grass, Blikktromman, gerist að stórum hluta í borginni og höfund- inum var veitt heiðursborgara- nafnbót í Gdansk fyrir skrif sín og viðleitni til að græða söguleg sár á samskiptum Þjóðverja og Pól- verja. Erika Steinbach, forseti Sam- taka brottflæmdra í Þýskalandi sem standa að sýningunni umdeildu í Berlín, blandaði sér í deiluna um Grass með því að leggja til að hann léti allan ágóða af sölu sjálfsævisögu sinni, Þegar laukurinn er flysjaður (Beim Häut- en der Zwiebel), renna til fórnar- lamba nasista í Póllandi. Í bókinni, sem nú þegar er uppseld í fyrstu prentun þótt hún hafi opinberlega fyrst átt að koma í búðir þann 1. september, lýsir Grass því hvern- ig það bar að að hann gegndi her- þjónustu í 10. Waffen-SS skrið- drekahersveitinni „Frundsberg“ á tímabilinu febrúar til apríl 1945. Viðkvæmni Pólverja fyrir sögu- túlkun Á umræddri sýningu í Berlín er fjallað um nauðungarflutninga á þjóðum og þjóðarbrotum í Evrópu á tímabilinu 1915-1991, en aðalfók- usinn er á brottflæmingu Þjóð- verja frá heimkynnum þeirra í þáverandi austurhéruðum Þýska- lands og fleiri svæðum í austan- verðri álfunni í kjölfar ósigurs Þýskalands nasista árið 1945. Að minnsta kosti þrettán milljónir Þjóðverja þurftu að flýja heim- kynni sín á þessum tíma, en meiri- hluti þeirra kom frá fyrrverandi austurhéruðum Þýskalands sem lentu innan landamæra Póllands eftir stríðið, þar sem landamæri þess voru færð alllangt til vesturs að ákvörðun sigurveldanna. Marg- ir týndu lífi á flóttanum. Sumum Pólverjum þykir sem Þjóðverjar séu að reyna að endur- skrifa söguna með því að beina sjónum að þjáningum Þjóðverja í stríðinu sem Hitler hóf. Um sex milljónir íbúa fyrirstríðs-Póllands týndu lífi í styrjöldinni, helmingur þeirra gyðingar. „Ég tel að hér sé um að ræða mjög vondan, mjög sorglegan atburð sem veldur miklum áhyggj- um,“ sagði pólski forsætisráðherr- ann Jaroslaw Kaczynski um sýn- inguna, án þess að hafa séð hana. Degi síðar aflýsti Kazimierz Marcinkiewicz, sem þar til fyrir skemmstu var forsætisráðherra en er nú starfandi borgarstjóri Varsjár, áformaðri heimsókn til Berlínar í mótmælaskyni við sýn- inguna, sem hann sagði „beint gegn Póllandi“ og afbaki söguna. „Þjóðverjum og Pólverjum hefur síðustu daga reynst æ erfið- ara að vinna saman í gegnum sam- eiginlega sögu sína, ef það er ekki orðið alveg ómögulegt til lengri tíma litið,“ segir í nýlegum leiðara í þýska dagblaðinu Berliner Zeitung. Í leiðaranum er Kaczynski, sem er tvíburabróðir Lech Kaczynski Póllandsforseta, gagnrýndur fyrir að fordæma sýninguna án þess að hafa séð hana. Bent er á að Sögusafnið í Varsjá hafi nokkrum dögum eftir opnun sýningarinnar farið fram á að munum sem það hafði lánað á sýninguna í Berlín yrði skilað. „Þessi undirlægjuháttur við vald- ið er hneykslanlegur og hliðstæð- ur ekki að finna nema í einræðis- ríkjum,“ skrifar Berliner Zeitung. Þjóðernisíhald Kaczynski-bræðra Stjórnmálaskýrendur í báðum löndum telja að Kaczynski-bræð- urnir ali á þessari sundurþykkju, en þeir eru kaþólskir og þjóðernis- sinnaðir íhaldsmenn, og gagnrýn- endur álíta stefnu þeirra einkenn- ast af þröngsýni og forpokun. „Póllandsstjórn er augsýnilega að reyna að nota þetta mál til að ala á tortryggni í garð Þjóðverja,“ hefur AP eftir Angelicu Schwall- Düren, þingmanni jafnaðarmanna á þýska Sambandsþinginu sem er formaður þýsk-pólskra félaga- samtaka sem vinna að eflingu tengsla milli grannþjóðanna tveggja. Hún segir viðbrögð íhaldsmannanna í pólsku stjórnar- forystunni við sýningunni í Berlín vera alveg út úr korti. „Ég hef séð hvernig þessi sýning er uppbyggð, og það er ekkert út á hana að setja.“ Ekki sé reynt að gera fórn- arlömb úr þeim sem áttu sök á stríðinu, né öfugt. Pólitísk móðgunargirni Fyrr í sumar fundu þjóðernissinn- uðu íhaldsmennirnir í Póllands- stjórn tilefni til að móðgast heift- arlega er þýska vinstriblaðið die Tageszeitung, sem gefið er út í Berlín, skopaðist með Þýskalands- óbeit Kaczynskis Póllandsforseta með því að skrifa að hann hefði ítrekað sagt að það eina sem hann vissi um Þýskaland væri „veggja- krotið á klósettinu á Frankfurt- flugvelli“. Pólsk yfirvöld eru að kanna hvort grundvöllur sé fyrir því að höfða meiðyrðamál gegn blaðinu. Í leiðara í þýska blaðinu die Welt um helgina er lýst áhyggjum yfir því að hin „afturhaldssama Kaczynski-stjórn“ beiti því að vera „stöðugt móðguð“ á árásar- gjarnan hátt ekki aðeins út á við gegn Þjóðverjum heldur einnig inn á við gegn Pólverjum sem sýna vilja til að bæta tengslin við grann- þjóðina í vestri. „Hvað úrvinnslu sögunnar varðar standa Pólland og Þýskaland þar núna sem Frakk- land og Þýskaland stóðu á sjötta áratugnum,“ slær leiðarahöfund- ur die Welt föstu, og bætir við: „Þá voru stjórnmálamenn í Bonn og París sem höfðu djörfung til að reyna nýjar leiðir. Nú er þörf á slíkum mönnum í Berlín og Varsjá.“ ERIKA STEINBACH Forseti Samtaka brottflæmdra í Þýskalandi við opnun sýningarinnar „Þvingaðar leiðir“ í Berlín fyrir skemmstu. NORDICPHOTOS/AFP JAROSLAW KACZYNSKI Forsætisráðherra Póllands valdi að lýsa vanþóknun sinni á þýsku brottflæmingar-sýningunni er hann heimsótti minnismerkið um dauðabúðir nasista í Stutthof við Eystrasaltið í Norður- Póllandi. Hann og tvíburabróðir hans, sem er forseti landsins, eru gagnrýndir fyrir að ala á óvild í garð Þýskalands. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Nágrannaerjur ágerast LECH WALESAGÜNTER GRASS Heimild: Hagstofa Íslands. 1965 52 ,8 % 52 ,2 % 50 ,2 % 14 ,8 % 1975 1985 1995 63 ,4 % 2004 FRÉTTASKÝRING AUÐUNN ARNÓRSSON audunn@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.