Fréttablaðið - 21.08.2006, Blaðsíða 61

Fréttablaðið - 21.08.2006, Blaðsíða 61
MÁNUDAGUR 21. ágúst 2006 21 Ég tók mig til fyrir nokkrum vikum og las Byggðaáætlun fyrir árið 2002 til 2005. Eftir þann yfir- lestur sannfærðist ég um, að þær aðgerðir sem þar er lagt til að ráð- ist verði í duga ekki til þess að hafa raunveruleg áhrif á aðstæður okkar sem búum á landsbyggð- inni. Ég held að flestir íbúar lands- byggðarinnar upplifi byggða- stefnu, sem eitthvað sem stjórnmálamenn og fjölmiðla- menn í Reykjavík rífast um en hefur harla lítil áhrif á líf okkar. Til hvers er pólitík sem ekki hefur raunveruleg áhrif á líf okkar? En hvað er þá til ráða? Ég ætla í þessum pistli að lýsa nokkrum aðgerðum sem ég held að dugi til þess að efla Eyjarfjarðarsvæðið og gera það að öflugu mótvægi við höfuðborgarsvæðið. Sameining allra sveitarfélaga á Eyjafjarðarsvæðinu. Sumar þeirra aðgerða sem ég legg til ganga ekki upp nema sveitarfélögin samein- ist. Ég tel að sjái íbúar á svæðinu einhvern tilgang í sameiningu þá muni þeir verða fúsari til þess að samþykkja hana en þeir reyndust vera síðastliðið vor. Eyjafjörður verði gerður að tollfrjálsu svæði. Tollhlið verði sett upp á nokkrum stöðum þar sem komið er inn í hið sameinaða sveitarfélag og kostnaður við rekstur þeirra verður greiddur af sveitarfélaginu. Tekjutap ríkisins verður óverulegt vegna þess að það mun taka meira til sín í kjölfar aukinna umsvifa á svæðinu. Evra verði tekin upp sem opin- ber gjaldmiðill á Eyjafjarðar- svæðinu. Ríkið þyrfti að veita fjárframlög til opinberra aðila í evrum en tæki skatta á móti í evrum. Fyrirtæki þyrftu að greiða starfsmönnum laun í evrum. Pen- ingamálastefna landsins tekur fyrst og fremst mið af þörfum höf- uðborgarsvæðisins og þetta þýðir að við, hér á þessu svæði, búum við of hátt vaxtastig miðað við atvinnustig. Í nýlegum leiðara Morgunblaðsins var spurt hvort fólk héldi að það væri meira við- eigandi að hafa hér á landi í þeirri þenslu sem nú er 2,5% vexti eins og eru á evrusvæðinu eða 13,5% vexti eins og eru nú á Íslandi. Fyrir mitt leyti þá held ég að 2,5% væru nær lagi fyrir okkur hér á Eyjarfjarðarsvæðinu, frekar held- ur en þau 13,5% sem ekki virðast duga til að hægja á þenslunni sem er á höfuðborgarsvæðinu. Setja þarf lög sem skylda ráðu- neyti og Alþingi til þess að bjóða út öll verkefni sem eru fjármögn- uð með skattfé. Það væri þá meg- inreglan, eingöngu ef ráðuneytin geta sýnt fram á nauðsyn þess að verkefni séu unnin af opinberum starfsmönnum megi þau sjálf ann- ast reksturinn. Í beinu framhaldi af þessu er nauðsynlegt að opin- ber fyrirtæki fái endurgreiddan virðisaukaskatt, þó án þess að fjárframlög til þeirra aukist. Þetta þarf til þess að opinber fyrirtæki sjái sér hag í því að úthýsa ein- staka verkefnum. Þessar aðgerðir koma í veg fyrir að opinber starf- semi vaxi nánast sjálfkrafa á höf- uðborgarsvæðinu. Þessi lausn er ekki aðeins til þess fallin að gefa öllum landsvæðum sömu mögu- leika á að verða sér úti um verk- efni sem kostuð eru af hinu opin- bera heldur er hún einnig hagkvæm. Þessi lausn er því sann- gjörn og hagkvæm. Núverandi fyrirkomulag, þar sem stærstur hluti opinberrar þjónustu er veitt- ur af ríkisfyrirtækjum, þar sem stjórnmála- og embættismenn ákveða staðsetningu fyrirtækj- anna, er bæði óhagkvæmt og ósanngjarnt. Háskólinn á Akureyri marki sér sérstöðu sem frumkvöðlaháskóli. Skólinn setji sér það aðalmarkmið að útskrifa frumkvöðla af náms- brautum sínum. Sveitarfélagið veiti 130 milljónum árlega í sjóð sem notaður verði til þess að fjárfesta í frumkvöðlaverkefnum nemenda (þetta er nokkurn veginn árlegur rekstrarkostnaður við tilvonandi menningarhús á Akureyri). Valfrelsi í skólamálum verði aukið með ávísanakerfi á öllum skólastigum. Það er mín skoðun, að sameinað sveitarfélag á Eyja- fjarðarsvæðinu eigi að hafa for- ystu á þessu sviði. Að sjálfsögðu þarf að tryggja að slíkt kerfi mis- muni ekki nemendum. Skólar reknir af opinberum aðilum hafa gott af því að keppa við sjálfstæða skóla sem reknir eru af einkaaðil- um eða félagasamtökum. Þessar aðgerðir sem ég legg til eru vissulega róttækar, sérstak- lega ef þær eru bornar saman við ládeyðuna og hugmyndaleysið sem almennt einkennir umræðu um málefni landsbyggðarinnar. En kannski er kominn tími til þess að við horfumst í augu við það að til þess að við náum fram ein- hverjum breytingum, þá þurfum við að grípa til nýrra ráða og sýna meiri áræðni og kjark en önnur sveitarfélög. Það sem þessar aðgerðir eiga sammerkt er að það er í raun ekki verið að fara fram á einhverja ölmusu frá öðrum skatt- greiðendum heldur er verið að leggja til aðgerðir sem eru miðað- ar við hagsmuni fólks sem býr á Eyjafjarðarsvæðinu. Ég tel að það sé kominn tími til þess að fólk hér fari að ræða um það af fullri alvöru hvað henti okkar svæði og að við mörkum okkur stefnu út frá okkar forsendum. Mér dettur ekki í hug að halda því fram að þetta sé eina rétta fullkomna leiðin til þess að ná umræddum markmiðum. Við vitum öll að það er alltaf fleiri en ein leið til að settu marki en ég tel að þessi ráð dugi. Það sem stjórnmálamenn hafa boðið okkur uppá síðustu áratugi hefur dugað skammt. Er ekki öllum orðið það ljóst. Það sem okkur Eyfirðinga vantar núna fyrir næstu alþingis- kosningar eru ráð sem duga og fólk sem þorir. Ráð sem duga og fólk sem þorir UMRÆÐAN BYGGÐAMÁL GÍSLI AÐALSTEINSSON FORMAÐUR SJÁLFSTÆÐISFÉLAGSINS SLEIPNIS Á AKUREYRI SENDIÐ OKKUR LÍNU Við hvetjum lesendur til að senda okk- ur línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Eingöngu er tekið á móti efni sem sent er frá Skoð- anasíðunni á visir.is. Þar eru nánari leiðbeiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.