Fréttablaðið - 21.08.2006, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 21.08.2006, Blaðsíða 16
 21. ágúst 2006 MÁNUDAGUR16 nær og fjær „ORÐRÉTT“ HOBBYHÚSIÐ Sími 517 7040 • Dugguvogi 12 • www.hobbyhusid.is NETSALAN EHF. Rýmingarsala á Hobby hjólhýsum. Erum að selja sýnishornin með RISA afslætti 400.000-500.000 krónur. Fyrstur kemur fyrstur fær. Aukahlutapakki að verðmæti 400.000 fylgir flestum húsunum Opnunartími mán-föst 10.00-18.00 laugardag 13.00-17.00 „Það á að stuðla að jafnrétti kynjanna þarna eins og annars staðar og mér finnst því upplagt að senda fleiri konur til friðargæslustarfa á Srí Lanka,“ segir Gísli Hrafn Atlason, sem fer fyrir karlahópi Femínistafélags Íslands. „Ég er hrifinn af þessari hugmynd um að „mýkja“ ásýnd friðar- gæslunnar, því friðar- gæslumenn eiga ekki að vera hermenn, heldur eru þetta, eins og nafnið gefur til kynna, gæslu- menn friðar. Starfið snýst ekki endilega um bein átök heldur um allar afleiðingar átakanna líka og það geta verið hlutir sem konur á átaka- svæðum treysta öðrum konum betur með, til dæmis nauðganir, sem eru alltaf fylgifiskur stríðsreksturs. Mér finnst ótækt að senda einungis karla út og velja síðan verkefnin eftir því. Ég veit varla hvað þetta kallast sem verið er að gera í Afganistan, hvort það eru réttnefndir friðargæslumenn eða bara hermenn, en ég er ekki hrifinn af þeirri starfsemi. Margar konur hafa áhuga á friðargæslustörfum, en ekki endilega sem hermenn. Því ætti að víkka starfsvettvanginn sem í boði er og gefa fleiri hjúkrunarfræð- ingum og félagsfræðingum færi á að fara út, frekar en að senda bara vélvirkja og hermenn.“ SJÓNARHÓLL FLEIRI KONUR Í FRIÐARGÆSLUNA Á SRÍ LANKA Upplagt mál GÍSLI HRAFN ATLASON, FEMÍNISTI „Ég er stödd núna í Háskólanum á Bifröst og er í fjarnámi í stjórnun svo ég er eig- inlega að búa mig undir að setjast í vetur og takast á við hin ýmsu erfiðu verkefni til þess að ljúka mastersnámi hér eftir kannski eitt og hálft ár,“ segir Edda Björgvinsdóttir leikkona. „Þetta leggst alveg ofboðslega vel í mig en ég er náttúrulega að drepast úr hræðslu við þetta, það er svo langt síðan ég var í skóla,“ segir Edda og hlær. „Ég er bara hinn fullkomni sígauni, ég verð alltaf að vera að takast á við einhverja erfiða hluti, annaðhvort um allt land eða um allan heim. Mér finnst bara komið að mér að stjórna meira í heiminum, fyrir utan að ég get vel hugsað mér að stjórna þessum leikhúsum sem við eigum, að þá get ég líkað hugsað mér að þjálfa stjórnend- ur víða í heiminum og svo get ég líka bara hugsað mér að taka við einhverju stöndugu fyrirtæki og stjórna því, einhverju sem maður getur nýst vel, bara svona Eimskip, Samskip, FL Group, þú veist bara þessi fyrirtæki, og Íslandsbanki, Landsbankinn, ég get ekki séð að ég ætti ekki að geta gert það eins og hinir strákarnir,“ segir Edda og hlær. „Ég er fyrst og fremst leikkona þannig að ég mun aldrei yfirgefa fagið en ég kem bara alveg tvíefld þegar ég kem til baka,“ segir Edda en hún ætlar að taka sér frí frá leiklistinni í vetur. „Síðustu tvö ár hafa eiginlega farið í það að reka mitt eigið leikhús sem heitir Alveg brilljant skilnaður, ég hef bara rétt stungið inn nefinu í Borgarleikhúsið og Þjóðleikhúsið fyrir utan þetta,“ segir Edda en hún hélt á dögunum lokasýn- inguna á verkinu á Hellu. „Ég er landsbyggðinni svakalega þakklát fyrir að hafa tekið mér jafn vel og Reykvíkingar tóku mér,“ segir Edda að lokum en hún hélt sýningar víða um landið. HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? EDDA BJÖRGVINSDÓTTIR LEIKKONA Sest á skólabekk Lögreglan á Blönduósi er svo ötul við umferðar- eftirlitið að stundum er hún nefnd stærsta hraða- hindrun í heimi. Kristján Þorbjörnsson yfirlög- regluþjónn er stoltur af orðsporinu. Stundum hefur lögreglan þurft að hafa af- skipti af ökumönnum fyrir sakir sem mörgum þættu spaugilegar. „Við stöðvum svona um 40 til 50 ökumenn um venjulega helgi,“ segir Kristján Þorbjörnsson, yfirlögregluþjónn á Blönduósi. „En svo um stærri helgar eru þeir mun fleiri. Til dæmis stöðv- uðum við yfir 170 ökumenn um síðustu verslunarmannahelgi og í 99 prósent tilfella var um að ræða hraðakstur. Annars fer þetta mikið eftir því hversu mikið við getum sinnt þessum. Við gætum verið að taka miklu fleiri ef við hefðum mannskapinn til þess.“ Til samanburðar má geta þess að í næsta umdæmi, Borgarnesi, voru 60 ökumenn stöðvaðir en þar eru þó lögreglubílar færri og meiri áhersla var lögð á fíkni- efnaeftirlit sem krefst tíma- frekari aðgerða að sögn lögreglu þar. Umdæmi lögreglunnar nær frá botni Hrútafjarðar til Vatns- skarðs sem er mitt á milli Húna- vers og Varmahlíðar og segir Kristján að hann hafi heyrt sögu- sagnir um það að menn hægi á sér á þeim vegarkafla á leið sinni eftir þjóðveginum af ótta við lög- regluna á Blönduósi. En þó fæstir vilji lenda í klóm lögreglunnar fá þeir sjaldan bágt fyrir afskipti sín af ökumönnum. „Það eru afar fáir sem taka þessum afskiptum okkar illa. Venjulega kveður fólk okkur og þakkar fyrir. En svo er þannig komið að stór hluti okkar viðskiptavina, ef við getum kall- að þá svo, eru útlendingar. Ég myndi segja að þegar mest er sé um helmingur þeirra útlending- ar.“ Kristján slær svo á létta strengi þegar hann er spurður að hugsanlegum skýringum á þessu. „Það er kannski vegna þess að þeir eru þeir einu sem hafa farið varhluta af því orðspori sem fer af lögreglunni á Blönduósi,“ segir hann og brosir við. En fleira kemur til kasta lög- reglumanna á Blönduósi en umferðarlagabrot og stundum krefjast aðstæður þess að þeir geti unnið vel undir álagi. „Lög- reglumenn lenda í því að þurfa að taka ákvörðun á einni sekúndu við krítískar aðstæður. Þessi ákvörðun getur verið afdrifarík og lögfræðingar og aðrir geta skoðað hana í bak og fyrir nærri til eilífðarnóns en ákvörðunin og afleiðingar hennar standa. Ég trúi því að þeir sem venjast því að vinna undir álagi vinni best þegar álagið er hvað mest. Svo eru það að sjálfsögðu aðrir sem geta aldrei vanist þessu en þeir leita þá á annan starfsvettvang.“ En einnig þarf lögreglan að aðhafast við aðstæður sem flest- um þykja spaugilegar. „Einu sinni þurftum við til dæmis að stöðva ökumann sem hafði gleymt konu sinni í Staðarskála,“ segir hann og brosir við. „Hún hafði sofnað aftur í bílnum, hann stoppaði í Staðarskála og fékk sér hress- ingu en á meðan vaknaði hún og fór á snyrtinguna en karlinn fór þá af stað í millitíðinni án þess að taka eftir því að konan var ekki lengur aftur í.“ jse@frettabladid.is Stöðvuðu ökumann fyrir að gleyma konunni í Staðarskála KRISTJÁN ÞORBJÖRNSSON Það reynist fjölmörgum dýrkeypt að fara þjóðveginn frá botni Hrútafjarðar til Vatnsskarðs með þungan bensínfót. Þeir sem ekki þekkja orðspor lögregl- unnar á Blönduósi fá að kenna á því. Einnig lætur hún menn ekki komast upp með það að gleyma eiginkonum sínum á leiðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/JÓN SIGURÐUR AUGL†SINGASÍMI 550 5000 FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA Sögurnar, tölurnar, fólki›. En ekki öfugt? „Jónína er sterkari stjórn- málamaður eftir glímuna við mig.“ GUÐNI ÁGÚSTSSON, VARAFOR- MAÐUR FRAMSÓKNARFLOKKSINS, Á FLOKKSÞINGI FRAMSÓKNAR- FLOKKSINS UM HELGINA. FRÉTTA- BLAÐIÐ, 20. ÁGÚST. Myndi endurtaka leikinn „Ef ég ætti að velja efna- hagsáhrifin af virkjuninni eða halda þessu landi myndi ég velja nákvæmlega það sama og við gerðum á sínum tíma.“ GEIR H. HAARDE FORSÆTISRÁÐ- HERRA FÓR Í SKOÐUNARFERÐ UM VIRKJANASVÆÐI KÁRAHNJÚKA UM HELGINA. FRÉTTABLAÐIÐ, 20. ÁGÚST.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.