Fréttablaðið - 21.08.2006, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 21.08.2006, Blaðsíða 22
[ ] Það er suðræn stemning í gróðurhúsinu hjá þeim Gísla Vigfússyni og Sigríði Níelsdótt- ur í Seljahverfinu því innan um eðalrósir svigna greinar undan ávöxtum og berjum. „Ræktunin er nú aðallega áhuga- mál Gísla en ég nýt þess að sitja hér með honum og auðvitað vökva ég stundum og hreinsa til,“ segir Sigríður þegar þau hjón eru heim- sótt í huggulegt gróðurhúsið. Gísli er ekkert nema hógværðin. „Þetta er nú bara til að hafa gaman af. Við komum þessu húsi upp fyrir þremur árum eða fjórum og sett- um niður nokkrar plöntur. Síðan sprettur allt af sjálfu sér. Við erum í mestu vandræðum með hindberin þau vaxa svo hratt að við verðum alltaf að vera að tína.“ En hvaðan skyldi áhuginn á rækt- uninni sprottinn? „Ætli hann eigi ekki rætur að rekja til þess að við bjuggum um árabil í Stuttgart í Þýskalandi? Þar tíndum við vín- ber, epli og perur af trjám í garð- inum okkar. Hér á landi er auðvelt að rækta vínber í gróðurhúsum. líka kirsuber og hindber. Það er aðeins meira haft fyrir perum og eplin láta á sér standa hjá okkur. Sennilega verðum við að hafa karl- og kvenkynstré, þó geta víst sum trén verið tvíkynja og borið ávöxt. Perutré þurfa að vera minnst tvö og af gagnstæðu kyni. Við erum búin að vera með þau frá upphafi en erum nú að fá upp- skeru í fyrsta skipti. Þau þurfa nokkur ár til að róta sig. Síðan varð ég mér úti um hungangsflug- ur í vor sem eflaust hafa hjálpað til við frjóvgunina – já, Þetta er allt mjög vísindalegt!“ En hvar skyldi Gísli hafa fengið ávaxta- trén. Var hann kannski svo for- sjáll að taka með sér afleggjara frá Stuttgart? „Nei,“ svarar hann kíminn. „Ég keypti plönturnar bara í gróðrarstöðvum hér á landi.“ Gróðurhúsið stendur norðan í móti og þar nýtur sólar á morgn- ana og síðdegis. Það er um 10 fer- metrar að stærð og plássið skipt- ist nokkuð jafnt milli gróðurs og fólks. Þótt það sé ekki tengt íbúð- arhúsinu segjast þau hjón oft nota það sem setustofu. „Við njótum þess að vera hér alveg frá því í mars fram í nóvember enda kynd- um við smávegis bæði vor og haust. Þannig að glerhúsið lengir sumarið hjá okkur.“ Ekki segjast þau hafa hug á vínframleiðslu þó vel gangi að rækta þrúgurnar. „Þetta er nú svo smátt í sniðum,“ segir Gísli bros- andi. „Við fengum tvo klasa í fyrra og sex núna. En ef uppskeran heldur áfram að þrefaldast fáum við átján næst og svo framvegis!“ gun@frettabladid.is Það er yndislegt að sitja úti á fallegu ágústkvöldi. Til þess að koma í veg fyrir kvef og skjálfta er þó gott að hafa gashitara eða þykk teppi með út á svalir eða verönd. Aldin og útsprungnar rósir Sigríður og Gísli una sér vel í gróðurhúsinu ásamt tíkinni Dimmu. FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN Perutréð skilar uppskeru í fyrsta sinn í ár. Gísli þakkar það býflugunum sem hann varð sér úti um í vor. Vínberjaklasarnir voru tveir í fyrra en sex í ár. Hindberjaplantan gefur ríkulega af sér. �������������������� ��������������������������� ��������������������� �������������� �������������������� ���������������� �������������� ���������������������������������� ������������������������������ ������������������������������������������� ���������������� ����������������� ��������������� ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236 BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR • Hurðir til á lager • Smíðað eftir máli • Eldvarnarhurðir • Öryggishurðir EKKERT GERVIGRAS! NÝTT OG BETRA GRAS! WWW.GRAS.IS Flísar á 50% afslætti. Mikið úrval af gólfflísum, tilboð á sturtuklefum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.