Fréttablaðið - 21.08.2006, Blaðsíða 34
21. ágúst 2006 MÁNUDAGUR14
Í Norðurmýrinni leynast persónur úr Íslendingasögun-
um á hverju götuhorni. Reisuleg skeljsasandsklædd
hús umvafin grænum reynitjrám eru einkennandi fyrir
hverfið.
Norðurmýrin er gamalgróið hverfi í hjarta Reykjavíkur og
afmarkast af Snorrabraut í vestri, Miklubraut í suðri og
Rauðarárstíg í austri. Norðurmörk hverfisins eru örlítið
óljósari og eru ýmist talin við Njálsgötu, Grettisgötu eða
Laugaveg. Eins og gefur að skilja dregur hverfið nafn sitt
af mýrlendi, en meðan Reykjavík var enn bara lítið þorp við
sjávarsíðuna var stærðarinnar mýri milli Skólavörðuholts-
ins og Rauðarárholts.
Norðurmýrin hóf að byggjast upp á ofanverðum fjórða
áratugnum. Samkvæmt fyrstu tildrögum að bæjarskipulagi
Reykjavíkur, frá árinu 1927, var gert ráð fyrir að járnbraut-
arstöð risi í Norðurmýri. Ekkert varð af þeim áformum og
svæðinu var ráðstafað undir hefðbundna íbúðarbyggð.
Ef til vill er það tákn um aukinn lýðveldisanda þjóðar-
innar, á þeim árum sem hverfið var að byggjast, að göturn-
ar í hverfinu draga nöfn sín af persónum Íslendingasagn-
anna og Landnámu. Auðarstræti, Flókagata, Gunnarsbraut,
Kjartansgata, Skarphéðinsgata og Vífilsgata minna á glæst-
ar hetjur fortíðarinnar og skipulagið ber vott um dálitla
skynsemi þar sem göturnar eru í stafrófsröð.
Þótt hetjur Íslendingasagnanna svífi yfir vötnum þá
hefur Norðurmýrin einnig sinn sess í nútímabókmenntum.
Spennusagan „Mýrin“ eftir Arnald Indriðason gerist í Norð-
urmýrinni og þar er það einmitt mýrin sjálf, sem hverfið er
byggt í, sem er í aðalhlutverki. Eftir því sem bókin kemur
út á fleiri tungumálum fjölgar þeim ferðamönnum sem
kjósa að rölta um Norðurmýrina og skoða hverfið meðan á
Íslandsheimsókn þeirra stendur. -þo
Skemmtileg garðskreyting.
Norðurmýrin er ekki hátt yfir sjávarmáli og það getur reynst örðugt að ná
góðu sjónvarpsmerki.Þessi gamla eldavél stendur í garði við Skeggjagötu.
Köttur úti í mýri - Norðurmýri.
Í Norðurmýrinni er blómleg byggð. Þessi skemmtilegi kofi kúrir í garði og er
kannski ekki dæmigerður fyrir þann arkítektúr sem einkennir svæðið.
Norðurmýrin er gróið hverfi og víða í görðum er að finna há og falleg tré. FRÉTTABLAÐIÐ/VILLI
Göturnar í hverfinu draga nöfn sín af persónum Íslendingasagnanna og
Landnámu.
Hverfið í mýrinni
Rauð og girnileg rifsber.