Fréttablaðið - 21.08.2006, Blaðsíða 74
21. ágúst 2006 MÁNUDAGUR34
Kópavogsvöllur, áhorf.: 1041
Breiðablik KR
TÖLFRÆÐIN
Skot (á mark) 14–15 (5–6)
Varin skot Hjörvar 4 – Kristján 5
Horn 6–5
Aukaspyrnur fengnar 16–10
Rangstöður 3–0
KR 4–4–2
Kristján 8
Sigþór 7
Gunnlaugur 7
Pauletic 7
Vigfús 6
Cizmek 6
(82. Skúli Jón -)
Bjarnólfur 7
Kristinn 4
Sigmundur 5
Grétar 4
Björgólfur 8*
(88. Tryggvi -)
*Maður leiksins
BREIÐABL. 4–4–2
Hjörvar 7
Árni K. 6
Guðmann 6
Gasic 6
Haaland 5
(73. Arnór Sveinn -)
Olgeir 4
(64. Steinþór 5)
Podzemsky 7
Arnar 7
Kristján Óli 4
Sivanovic 5
Ellert 3
(Viktor Unnar -)
0-1 Björgólfur Takefusa (41.)
0-1
Erlendur Eiríksson (6)
Fylkisvöllur, áhorf.: 755
Fylkir ÍA
TÖLFRÆÐIN
Skot (á mark) 10–12 (6–7)
Varin skot Fjalar/Bjarni 4 – Bjarki 4
Horn 3–5
Aukaspyrnur fengnar 6–0
Rangstöður 12–12
ÍA 4–3–3
Bjarki Freyr 7
Kári Steinn 5
Árni Thor 7
Heimir 7
Guðjón Heiðar 7
Pálmi 6
Bjarni 8
Bjarki Gu. 8
(77. Jón Vilhelm -)
Þórður 6
(46. Ellert Jón 6)
Hafþór Ægir 7
(58. Dean Martin 5)
Arnar 6
*Maður leiksins
FYLKIR 4–3–3
Fjalar 5
(46. Bjarni Þ. 6)
Arnar Þór 7
Ragnar 6
Guðni Rúnar 6
Þórir 5
Páll 4
(70. Jón B. 6)
Ólafur 6
Eyjólfur 7
Albert 6
Haukur Ingi 8*
Christiansen 3
(33. Sævar Þór 8)
0-1 Guðjón Heiðar Sveinsson (7.)
0-2 Bjarni Guðjónsson (32.)
1-2 Sævar Þór Gíslason (51.
1-3 Heimir Einarsson (79.)
2-3 Haukur Ingi Guðnason (81.)
3-3 Sævar Þór Gíslason (82.)
3-3
Ólafur Ragnarsson (7)
Keflavíkurvöllur, áhorf.: 2070
Keflavík FH
TÖLFRÆÐIN
Skot (á mark) 16–8 (9–4)
Varin skot Ómar 3 – Daði 7
Horn 6–6
Aukaspyrnur fengnar 14–11
Rangstöður 5–2
FH 4–3–3
Daði 8
Ásgeir Gu. 6
Nielsen 7
Ármann 7
Heimir Snær 6
(77. Madzen -)
Siim 4
Sigurvin 6
Matthías 5
(68. Atli 7)
Tryggvi 4
Ólafur Páll 3
Lindbaek 4
(82. Dyring -)
*Maður leiksins
KEFLAVÍK 4–3–3
Ómar 6
Guðjón Árni 7
Gustafsson 7
Guðm. Mete 7
Milicevic 6
Jónas Guðni 7
Baldur 8*
Hólmar Örn 8
Símun 7
Guðm. St. 7
Magnús 7
(73. Þórarinn -)
1-0 Baldur Sigurðsson (67.)
1-1 Atli Guðnason (68.)
2-1 Baldur Sigurðsson (90.)
2-1
Einar Örn Daníelsson (7)
FÓTBOLTI Það var boðið upp á prýði-
lega skemmtun á Fylkisvellinum í
gær þegar heimamenn gerðu 3-3
jafntefli gegn Skagamönnum.
Gestirnir voru mun betri aðilinn í
fyrri hálfleik en seint í leiknum
skoraði Haukur Ingi Guðnason
tvívegis með mínútu millibili og
Fylkir náði því í stig.
Í fyrri hálfleiknum var ÍA með
mikla yfirburði á vellinum og
hafði algjörlega undirtökin. Fjalar
Þorgeirsson varði vel skot frá
Arnari Gunnlaugssyni snemma
leiks en Arnar var kominn í ákjós-
anlegt færi. Örstuttu síðar kom
fyrsta markið en það var bakvörð-
urinn Guðjón Heiðar Sveinsson
sem komst upp vinstri vænginn
eftir frábæra sendingu Arnars og
skaut föstu skoti í fjærhornið.
Skagamenn voru algjörlega
með leikinn í hendi sér í fyrri hálf-
leiknum og Hafþór Ægir Vil-
hjálmsson átti gott skot sem fór
naumlega framhjá. Það var síðan
eftir rúman hálftíma sem þeir
náðu að bæta við marki og var það
Bjarni Guðjónsson sem skoraði
stórglæsilega beint úr aukaspyrnu
frá vinstri, spyrnur Bjarna voru
hættulegar í leiknum. Fyrsta skot
Fylkis kom ekki fyrr en tíu mínút-
ur voru eftir af fyrri hálfleiknum
og Skagamenn með tveggja marka
forskot í hálfleik.
Bjarni Þórður Halldórsson kom
inn í mark Fylkis í seinni hálfleik
þar sem Fjalar Þorgeirsson lenti í
harkalegu samstuði í þeim fyrri.
Fylkismenn komu mun ákveðnari
til síðari hálfleiksins og á 51. mín-
útu renndi Albert Ingason boltan-
um Arnar Þór Úlfarsson sem átti
góða fyrirgjöf, Boltinn rataði beint
á Sævar Þór Gíslason en hann var
einn og óvaldaður og skoraði.
Sævar kom inn sem varamaður í
fyrri hálfleiknum og átti mjög
góðan leik. Hann átti hættulegt
skot rétt yfir þegar tuttugu mínút-
ur voru eftir og þá átti Haukur
Ingi flottan sprett skömmu síðar
en Bjarki varði vel.
Það var svo á 79. mínútu sem
varnarmaðurinn Heimir Einars-
son kom ÍA í 3-1 þegar hann skor-
aði með hnakkanum eftir horn-
spyrnu og þá héldu margir að
sigurinn væri tryggður. Fylkir
gafst þó ekki upp, Haukur Ingi
skoraði tveimur mínútum síðar en
þá átti Arnar Þór hörkuskot sem
Bjarki varði í slánna en Haukur
fylgdi vel á eftir og skoraði. Mín-
útu eftir það mark kom síðan jöfn-
unarmarkið 3-3 en þá skoraði
Haukur aftur með skalla, nú eftir
aukaspyrnu. Bjarki Guðmundsson
kom síðan í veg fyrir að heima-
menn stælu öllum stigunum þrem-
ur er hann varði frábærlega skalla
frá Guðna Rúnari Helgasyni í við-
bótartíma.
„Fyrri hálfleikurinn var alveg
ömurlegur hjá okkur, við vorum
eiginlega ekki með. Við hunds-
kömmuðumst okkar og náðum að
rífa okkur upp í seinni hálfleikn-
um og vorum þá ívið sterkari. Það
kom ekkert annað til greina en að
reyna að bjarga andlitinu og það
tókst. Við hefðum viljað öll stigin
en getum sætt okkur við eitt,“
sagði Haukur Ingi eftir leikinn en
hann var sífellt ógnandi í leikn-
um.
Árni Thor Guðmundsson, varn-
armaður ÍA, sagðist líta svo á að
þarna hefði liðið tapað tveimur
stigum. „Þetta var virkilega
svekkjandi og skelfilegt að missa
þetta niður í jafntefli. Við spiluð-
um oft frábærlega vel í fyrri hálf-
leiknum og vorum með þvílíka
yfirburði, fengum lítið af færum á
okkur. Í seinni hálfleik dettum við
of aftarlega. Í hálfleik var talað
um að við þyrftum að halda út
fyrsta kortérið og fá ekki á okkur
mark en það gekk ekki,“ sagði
Árni Thor en Skagamenn eru enn í
fallsæti og því hörð barátta fram-
undan hjá þeim í síðustu leikjun-
um.
elvargeir@frettabladid.is
SVEKKTUR ÞJÁLFARI Arnar Gunnlaugsson má vel vera svekktur að hafa ekki fengið þrjú stig
í leiknum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Fylkir bjargaði andlitinu eftir hlé
Fylkismenn sýndu mikinn dug eftir að hafa verið tvívegis tveimur mörkum undir í leiknum gegn Skaga-
mönnum í gær og jöfnuðu metin undir lok leiks. Skagamenn þurftu sárlega á þremur stigum að halda.
HANDBOLTI Alfreð Gíslason og læri-
sveinar hans í Gummersbach
fögnuðu um helgina sigri á átta
liða æfingamóti sem nefndist
Bundesliga-cup. Gummersbach
vann alla leiki sína í mótinu og
landslið Egypta í úrslitaleik, 39-
31, þar sem Guðjón Valur Sigurðs-
son skoraði sjö mörk. - esá
Æfingamót í Þýskalandi:
Gummersbach
fagnaði sigri
FÓTBOLTI Fyrri hálfleikur fór mjög
fjörlega af stað en það voru heima-
menn í Keflavík sem tóku völdin
strax í byrjun.Keflavíkurstrák-
arnir voru gríðarlega vel stemmd-
ir, spiluðu boltanum hratt á milli
sín, notuðu fáar snertingar og
voru það hreyfanlegir að staðir
FH-ingar voru alltaf skrefi á eftir.
Keflvíkingar fengu tvö fín færi
á fyrstu tíu mínútum leiksins en
Daði Lárusson var á tánum og
bjargaði vel í bæði skiptin fyrir
Íslandsmeistarana. Eftir tuttugu
mínútna leik vaknaði FH aðeins til
lífsins og Andre Linbaek fékk
þröngt færi en Ómar varði vel.
Eftir það dó leikurinn í bókstaf-
legri merkingu og síðustu 25 mín-
útur hálfleiksins voru álíka fjör-
ugar og veðurfréttirnar á Rúv.
Sama ládeyðan var upp á ten-
ingnum í upphafi síðari hálfleiks
en þegar rúmur klukkutími var
búinn af leiknum byrjuðu liðin að
spyrja bolta á nýjan leik. Færin
komu hvert á fætur öðru og Guð-
mundur Steinarsson fékk besta
færi ársins á 63.mínútu þegar
hann stóð inn í markinu en á ein-
hvern ótrulegan hátt kom hann
boltanum yfir markið.
Aðeins fjórum mínútum síðar
komust heimamenn yfir þegar
Samuelsen gaf fastan bolta á fjær-
stöng og þar var mættur Mývetn-
ingurinn Baldur Sigurðsson og
hann ýtti boltanum yfir línuna.
Keflavík var enn að fagna
markinu þegar FH brunaði upp
vinstri kantinn, boltinn var sendur
í teiginn og þar stóð varamaðurinn
Atli Guðnason, nýkominn inn á,
einn á auðum sjó og hann var ekki
í vandræðum með að koma boltan-
um yfir línuna. 1-1 og mikið líf í
leiknum.
Bæði lið gerðu hvað þau gátu til
að skora sigurmarkið en Keflavík
var alltaf líklegra. Úr varð að þeir
tóku öll stigin þrjú þegar Baldur
kórónaði góðan leik og skoraði sitt
annað mark þegar tveir mínútur
voru komnar fram yfir venjuleg-
an leiktíma eftir góðan undirbún-
ing Hólmars.
Sigur Keflavíkinga var sann-
gjarn en þeir réðu ferðinni lengst-
um og hefðu getað skorað fleiri
mörk en Daði varði oft vel. Baldur,
Hólmar og Jónas voru góðir á
miðjunni og mun sterkari en and-
stæðingarnir. Framherjarnir –
Símun, Guðmundur og Magnús –
voru mjög líflegir og gerðu
meisturunum oft erfitt fyrir.
„Þetta var frábær frammistaða
og við vorum búnir að bíða lengi
eftir sigri gegn FH. Við höfum oft
verið nálægt og átt meira skilið og
því var þetta sérstaklega sætt,“
sagði maður leiksins, Baldur Sig-
urðsson sem spilaði allan leikinn
með spjald á bakinu en hann var
spjaldaður á fyrstu mínútu leiks-
ins. henry@frettabladid.is
Mývetningurinn Baldur Sigurðsson tryggði Keflavík öll stigin gegn Íslandsmeisturum FH:
Baldur sá um Íslandsmeistarana fyrir Keflavík
HETJAN HYLLT Baldur Sigurðsson skoraði bæði mörk Keflvíkinga í gær. Hér er honum
innilega fagnað. VÍKURFRÉTTIR/ÞORGILS
FÓTBOLTI KR-ingar löguðu stöðu
sína í Landsbankadeildinni veru-
lega með 1-0 baráttusigri á Breiða-
blik í Kópavoginum í gær. Liðið er
komið upp fyrir miðja deild en
með tapinu féll Breiðablik niður
um eitt sæti og er áfram með 17
stig, óþægilega nálægt fallsæti.
„Þetta var ofsalega dýrmætur
sigur,“ sagði Kristján Finnboga-
son, fyrirliði og markvörður KR,
eftir leikin. „Það kom aldrei til
greina að tapa þessum leik í dag.
Bæði lið voru náttúrulega í erfiðri
stöðu en á heildina fannst mér við
eiga þetta skilið. Við spiluðum vel
og héldum auk þess hreinu, það er
ekki eins og það gerist oft,“ bætti
Kristján við.
Blikar voru án stjörnufram-
herja síns Marels Baldvinssonar,
sem á ennþá við meiðsli að stríða,
og áttu þeir eftir að sakna hans
sárt í leiknum. Leikurinn í gær
var stórskemmtilegur á að horfa,
bæði lið spiluðu ágæta knatt-
spyrnu og mörg fín færi litu dags-
ins ljós. Þegar uppi var staðið var
það þó mark Björgólfs Takefusa á
40. mínútu sem skildi liðin af, en
þá skallaði hann góða sendingu
Sigþórs Júlíussonar í netið.
Heimamenn sóttu af krafti eftir
mark Björgólfs og í upphafi síðari
hálfleiks varði Kristján Finnboga-
son meistaralega í þrígang. KR-
ingar fengu þó einnig sín færi í
leiknum og hefðu vel getað náð að
skora fleiri mörk.
Eftir því sem leið á síðari hálf-
leikinn minnkaði fjörið, KR-ingar
settustu aftar á völlinn og vörðust
en beittu hættulegum skyndisókn-
um þess á milli. Þegar tæpar 10
mínútur voru eftir fengu Viktor
Unnar Illhugason og Grétar Ólaf-
ur Hjartarson báðir að líta rauða
spjaldið, Viktor fyrir ljóta tveggja
fóta tæklingu á Grétari sem svar-
aði fyrir sig með því að slá til Vikt-
ors. Skömmu síðar fékk Sigmund-
ur Kristjánsson sitt annað gula
spjald en níu KR-ingar héldu leik-
inn út án þess að fá á sig mark og
tryggðu þrjú dýrmæt stig.
Ljóst er að Marels var sárt
saknað hjá Blikum í gær og náði
Ellert Hreinsson, tvítugur strákur
sem var að spila sinn þriðja leik í
efstu deild í gær, aldrei að ógna
miðvörðum KR-inga að neinu viti.
Leikmenn liðsins spiluðu vel á
milli sín á miðjusvæðinu, enda
Arnar Grétarsson og Petr Podzems-
ky eitt allra öflugasta miðjupar
deildarinnar, en slagkraftinn vant-
aði þegar á síðasta þriðjung vallar-
ins var komið. - vig
HÁLOFTALEIKAR Kr-ingarnir Dalibor Pauletic og Gunnlaugur Jónsson berjast um boltann
við Hjörvar Hafliðason markvörð Blika. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Eitt mark skildi á milli Breiðabliks og KR í mikilvægum leik í Kópavoginum í gær:
Björgólfur tryggði KR dýrmætan sigur í Kópavogi