Fréttablaðið - 21.08.2006, Blaðsíða 75

Fréttablaðið - 21.08.2006, Blaðsíða 75
MÁNUDAGUR 21. ágúst 2006 35 ÚRSLIT GÆRDAGSINS Landsbankadeild karla FYLKIR-ÍA3-3 BREIÐABLIK-KR0-1 ÍBV-GRINDAVÍK2-1 KEFLAVÍK-FH2-1 VALUR-VÍKINGUR0-0 STAÐAN FH 14 9 3 2 24-11 30 KEFLAVÍK 14 6 4 4 27-15 22 VALUR 14 5 6 3 21-14 21 VÍKINGUR 14 5 4 5 19-11 19 FYLKIR 14 5 4 5 20-20 19 GRINDAVÍK 14 4 5 5 21-19 17 BREIÐABLIK 14 5 2 7 14-26 17 ÍA 14 4 2 8 19-25 14 ÍBV 14 4 2 8 13-32 14 1. deild karla STJARNAN-KA3-1 1-0 Daníel Laxdal (65.), 1-1 Sveinn Elías Jónsson (70.), 2-1 Dragoslav Stojanovic (83.), 3-1 Gunnar Ásgeirsson (91.). Enska úrvalsdeildin MANCHESTER UNITED-FULHAM5-1 1-0 Luis Saha (7.), 2-0 Sjálfsmark (15.), 3-0 Wayne Rooney (16.), 4-0 Cristiano Ronaldo (19.), 4-1 Sjálfsmark (40.), 5-1 Wayne Rooney (64.). CHELSEA-MANCHESTER CITY3-0 1-0 John Terry (11.), 2-0 Frank Lampard (26.), 3-0 Didier Drogba (79.). Sænska úrvalsdeildin HÄCKEN-MALMÖ FF3-1 Emil Hallfreðsson kom inn á sem varamaður hjá Malmö en Ari Freyr Skúlason var í byrjunarliði Häcken. Þýska úrvalsdeildin ARMINIA BIELEFELD-VFB STUTTGART2-3 0-1 Fernando (39.), 1-1 Ahanfouf (65.), 1-2 Cacau (73.), 2-2 Böme (76.), 2-3 Cacau (82.). VFL BOCHUM-BAYERN MÜNCHEN1-2 0-1 Makay (42.), 1-1 Fabio (52.), 1-2 Lahm (65.). Belgíska úrvalsdeildin WESTERLO-ANDERLECHT3-4 LOKEREN-GENT1-1 Rúnar Kristinsson kom inn á sem varamaður á 64. mínútu í liði Lokeren. Danska úrvalsdeildin SILKEBORG-AC HORSENS0-2 Hörður Sveinsson og Bjarni Ólafur Eiríksson voru í byrjunarliði Silkeborg. AAB-RANDERS FC2-1 ESBJERG-FC MIDTJYLLAND4-2 OB-FC NORDSJÆLLAND2-1 BRÖNDBY-VIBORG3-0 Hollenska úrvalsdeildin AJAX-RKC WAALWIJK5-0 FC GRONINGEN-FEYENOORD3-0 HERACLES ALMELO-FC TWENTE3-0 Arnar Þór Viðarsson var á varamannabekk Twente. PSV EINDHOVEN-NEC3-1 Spænski ofurbikarinn BARCELONA-ESPANYOL 1-0 Xavi (3.), 2-0 Deco (12.), 3-0 Deco (61.) Barcelona vann samanlagt, 4-0. Laugardalsvöllur, áhorf.: 878 Valur Víkingur TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 8–3 (3–2) Varin skot Kjartan 2 – Ingvar 3 Horn 5–2 Aukaspyrnur fengnar 11–20 Rangstöður 0–0 VÍKINGUR 4–3–3 Ingvar 7 Höski 7 Grétar 7 Milos 8 Hörður 7 Stefán 5 Jökull 6 Viktor 6 Valur 5 (90. Þorvaldur -) Arnar Jón 5 Davíð 4 (80. Daníel x) *Maður leiksins VALUR 4–4–2 Kjartan 6 Steinþór 6 Smith 7 Atli Sveinn 7 Birkir 6 Pálmi 6 Sigurbjörn 8* Baldur - (12. Kristinn 6) Matthías 5 Guðmundur Ben. 5 (78. Þorvaldur M. -) Garðar 5 0-0 Garðar Örn Hinriksson (7) Hásteinsvöllur, áhorf.: 514 ÍBV Grindavík TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 12–8 (8–3) Varin skot Hrafn 2 – Helgi 5 Horn 7–7 Aukaspyrnur fengnar 18–11 Rangstöður 2–0 GRINDAVÍK 4–4–2 Helgi Már 7 McShane 5 Hannah 7 Guðmundur A. 6 (33. Ray 5) Kristján 5 (72. Ahandour -) Jóhann H. 5 Eysteinn Húni 6 Óli Stefán 5 Orri Freyr 6 (62. Andri St. 5) Óskar Örn 5 Jóhann Þ. 7 *Maður leiksins ÍBV 4–5–1 Hrafn 7 Schulte 6 Bjarni Hólm 8* Mwesigwa 7 Long 7 Atli 7 Andri 6 (74. Lundbye -) Henriksen 8 Bjarni Geir 7 Ingi Rafn 8 (85. Anton -) Sævar 6 (57. Pétur R. 6) 1-0 Bo Henriksen (6.) 1-1 Eysteinn Húni Hauksson (44.) 2-1 Ingi Rafn Ingibergsson (54.) 2-1 Eyjólfur Kristinsson (4) FÓTBOLTI Stjarnan vann í gær 3-1 sigur á KA í eina leik dagsins í 1. deild karla. Með sigri Stjörnunnar hafði liðið sætaskipti við KA og situr í fimmta sæti en KA í því sjötta. Bæði lið sigla lygnan sjó og eiga hvorugt möguleika á að vinna sér sæti í Landsbankadeildinni né að falla í 2. deildina. Daníel Laxdal, Dragoslav Stojanovic og Gunnar Ásgeirsson skoruðu mörk Stjörnunnar en Sveinn Elías Jónsson fyrir KA. Sig- urbjörn Ingimundarson úr Stjörn- unni fékk að líta rauða spjaldið á lokamínútu leiksins. - esá 1. deild karla: Góður sigur Stjörnunnar HANDBOLTI Dregið var um helgina í undankeppni EM í handbolta sem fer fram í Noregi árið 2008. Dregið var í sjö 3-4 liða riðla þar sem eitt lið úr hverjum riðli kemst áfram í umspilsleiki um sæti í sjálfri úrslitakeppninni. Svíþjóð er áber- andi sterkasta liðið í undankeppn- inni en Svíar töpuðu gegn Íslend- ingum í umspili um laust sæti á HM í Þýskalandi í vor. Svíþjóð var dregið í sjöunda riðli, ásamt liðum Bosníu og Belgíu. - esá Undankeppni EM 2008: Dregið í riðla SVÍAR Spila í undankeppninni. FÓTBOLTI Eyjamenn fögnuðu dýr- mætum sigri í harðri fallbaráttu Landsbankadeildarinnar í gær- kvöldi þegar þeir lögðu Grindavík að velli 2-1 í Vestmannaeyjum. Það voru leikmenn ÍBV sem mættu mun grimmari til leiks í blíðunni á Hásteinsvellinum en aðstæður voru hreint frábærar í gærkvöldi, stillt veður og völlur- inn glæsilegur á að líta. Það var verðskulduð forysta sem Bo Henriksen náði fyrir ÍBV strax á 6. mínútu þegar hann skoraði af miklu harðfylgi. Eyjamenn héldu áfram að þjarma að Grindvíking- um sem virtust vera heillum horfn- ir framan af leik. Þeir sóttu hins vegar í sig veðrið undir lok hálf- leiksins og náðu að jafna þegar Eyjólfur Magnús Kristinsson, dómari leiksins dæmdi vítaspyrnu. Eysteinn Húni Hauksson skoraði örugglega úr vítaspyrnunni. En þegar aðeins níu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik voru Eyjamenn aftur komnir yfir eftir ágætt mark Inga Rafns Ingabergs- sonar eftir laglegan undirbúning Henriksen. Aðeins tveimur mínút- um síðar fékk Bjarni Geir Viðars- son, leikmaður ÍBV sína aðra áminningu, fyrir ætlaðan leikara- skap og þótti dómurinn í besta falli vafasamur. En þrátt fyrir að vera leik- manni færri tókst Eyjamönnum að halda aftur af slökum Grind- víkingum en gestirnir náðu varla að ógna marki ÍBV að neinu ráði. Það var helst Jóhann Þórhallsson sem ógnaði með skotum sínum. Ian Paul McShane gerði sig sekan um vafasama framgöngu undir lokin þegar hann virtist traðka á Bo Henriksen sem lá í jörðinni. McShane fékk hins vegar aðeins áminningu. Heimir Hallgrímsson, þjálfari Eyjaliðsins stýrði sínum mönnum í fyrsta sinn á heimavelli í sumar og var afar ánægður með vinnufram- lag sinna manna. „En við ætlum að halda áfram á þessari braut, bætum okkur í hverjum leik og safna stigum. Ég held að vinnu- semi leikmanna hafi aldrei verið meiri í sumar enda var þetta mikil- vægur sigur fyrir okkur. Það er langt síðan við unnum síðast og þetta eykur sjálfstraustið í hópn- um. Ég var hins vegar ósáttur við margt í dómgæslunni, vítaspyrn- una sem við fáum dæmda á okkur, brottvísunina og sömuleiðis að McShane hefði sloppið með áminn- ingu undir lokin,“ sagði Heimir í leikslok. Kollegi Heimis hjá Grindavík, Sigurður Jónsson óskaði hins vegar eftir því við sína leikmenn að þeir tækju sig saman í andlitinu enda hefði hans liðið leikið mjög illa. „Við erum komnir í þessa fall- baráttu af fullum krafti, höfum komið okkur þangað sjálfir og verðum núna að vinna okkur út úr henni aftur.“ ÍBV vann gífurlega mikilvægan sigur á Grindavík í Vestmannaeyjum: Sigurinn eykur sjálfstraust okkar FÓTBOLTI Það er óhætt að segja að skemmtanagildið í leik Vals og Víkings á Laugardalsvellinum í gær hafi verið með lægsta móti og úrslitin í samræmi við það, 0-0. Bitleysi var í sóknarlínu beggja liða og leikur liðanna oft ansi til- viljanakenndur. Viktor Bjarki Arnarson átti fyrsta skotið þegar stundarfjórðungur var liðinn af leiknum en það var laust og Kjart- an Sturluson átti ekki í nokkrum erfiðleikum með að verja. Eftir rúman hálftíma átti Arnar Jón Sig- urgeirsson ágæta skottilraun úr aukaspyrnu en yfir fór boltinn. Tilþrif leiksins komu þó á 42. mín- útu þegar Sigurbjörn Hreiðarsson var ekkert að tvínóna við hlutina og skaut hörkuskoti af löngu færi sem Ingvar Kale varði vel í horn. Sigurbjörn var með frískari mönnum á vellinum og átti hann ágætis skot á 61. mínútu en aftur varði Ingvar, Guðmundur Bene- diktsson tók aukaspyrnu og renndi knettinum til hægri á Sigurbjörn sem komst í ágætis færi. Seint í leiknum átti Pálmi Rafn Pálmason skalla sem fór rétt yfir mark Vík- inga. Hinum megin átti Viktor Bjarki ágætis skalla eftir fínan sendingu Harðar Bjarnasonar en Kjartan varði. Undir lokin átti Pálmi Rafn Pálmason ágætis skot af löngu færi en enn og aftur var Ingvar vel á verði í markinu. Það má segja að Valsmenn hafi fengið ögn hættulegri færi en Víkingar í leiknum í gær en hann var með eindæmum leiðinlegur áhorfs og markalaust jafntefli niðurstaðan. Varnarmenn beggja liða lentu ekki í teljandi vandræðum í gær og þá var veðrið með besta móti meðan á leik stóð. Bæði lið virtust bara sætta sig við úrslitin miðað við en Valsmenn eru nú í þriðja sæti Víkingar í því fimmta. „Það var ekki mikið um opin færi í þessum leik, bæði lið eru með sterkar varnir og erfiðlega gekk að finna glufur. Það var mik- ilvægt fyrir bæði lið að tapa ekki þessum leik því pakkinn er þéttur. Bæði lið voru varkár og kannski full rög við að taka áhættur. Þetta var baráttuleikur og það leit alltaf út að þessi leikur myndi enda svona eða að það myndi detta eitt- hvað pot mark inn eftir klafs. Þetta var ekki skemmtilegur leikur áhorfs en það var gaman að spila hann. Eftir þrjá leiki á móti bikarmeisturunum höfum við unnið tvo og gert eitt jafntefli og erum því sáttir,“ sagði Höskuldur Eiríksson fyrirliði Víkings. - egm HÖRÐ BARÁTTA Garðar Jóhannsson og Grétar Sigfinnur Sigurðarsson berjast hér um bolt- ann í leik Vals og Víkings í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR Dautt jafntefli í Laugardal Valur og víkingur gerðu markalaust jafntefli á Laugardalsvelli í gær í leik sem var allt annað en skemmtilegur. Liðin halda áfram að sigla lygnan sjó í deildinni. FÓTBOLTI Eins og í fyrri leik lið- anna var Eiður Smári Guðjohnsen ekki í byrjunarliði Barcelona sem tók á móti grannliðinu Espanyol í síðari leik liðanna um ofurbikar- inn svokallaða, keppni meistara síðasta tímabils. Börsungar stilltu upp sterku liði og voru þeir Lionel Messi og Giovanni van Bronckhorst í byrjunarliði Börs- unga. Og heimamenn byrjuðu með látum og skoruðu fyrsta mark leiksins strax á þriðju mínútu. Eins og í fyrri leiknum var Ron- aldinho allt í öllu í marki liðsins, hann átti eitraða sendingu fyrir markið frá vinstri á Xavi Hern- andez sem skoraði með laglegum skalla. Aðeins tíu mínútum síðar bættu Börsungar við öðru marki og það var ekki síður glæsilegt en það fyrra. Í þetta sinn var það Deco sem skoraði framhjá Kameni. Juli- ano Belletti átti gott hlaup upp hægri kantinn og renndi boltanum í miðjan vítateiginn þar sem Portú- galinn Deco var mættur og skor- aði auðveldlega. Eins og svo oft áður voru þeir Messi og Ronaldinho nánast óstöðvandi í sóknarleik Barcelona og á 23. mínútu fékk Brasilíumað- urinn Eduardo Costa sig fullsadd- ann af bjargarleysinu og gaf Messi vænlegt olnbogaskot þannig að blæddi úr nefi Argentínumanns- ins unga. Messi hélt þó ótrauður áfram. Á 29. mínútu var Ronaldinho nærri búinn að bæta þriðja mark- inu við en skaut framhjá eftir að hafa leikið varnarmenn Espanyol upp úr skónum. Í upphafi síðari hálfleiks var svo loksins komið að því að Eiður Smári Guðjohnsen fengi að spreyta sig og kom hann inn á í liði Barcelona í stað Samuels Eto‘o sem hafði haft fremur hægt um sig í leiknum. En þriðja mark leiksins átti margt sameiginlegt með því öðru. Enn átti Beletti sendingu frá vinstri og í þetta sinn sýndi Deco á sér sparihliðina og skoraði laglega með bakfallsspyrnu í mark Espan- yol. Greinilegt var að allur vindur var úr gestunum og var hann reyndar sleginn úr þeim strax í upphafi leiks. Annars var síðari hálfleikur heldur rólegur og komst Eiður Smári ágætlega frá sínu þó svo að hann hafi eins og flestir aðrir haft fremur hægt um sig. En hann hefur brotið ísinn og fær væntan- lega fleiri tækifæri í haust og vetur til að sýna hvað í honum býr. - esá DECO OG RONALDINHO Börsungar fóru létt með Espanyol í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Síðari leikur Barcelona og Espanyol fór fram á Nou Camp í gærkvöldi: Eiður fékk að spreyta sig í sigri Börsunga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.