Fréttablaðið - 21.08.2006, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 21.08.2006, Blaðsíða 72
32 21. ágúst 2006 MÁNUDAGUR sport@frettabladid.is Hjálmar Þórarinsson, U21 landsliðsmaður Íslands, hefur fengið fá tækifæri með skoska úrvalsdeildarliðinu Hearts á þessu tímabili. Hjálmar er tvítugur og var hann í síðustu viku orðaður við 1. deildarliðið Hamilton í Skotlandi og var talað um það að félagið vildi fá hann að láni út þetta tímabil. „Ég veit eiginlega lítið um þetta mál, þetta kom vel til greina á tímabili og ég held að þetta sé enn inn í myndinni. Það á bara eftir að koma í ljós hvað gerist í þeim málum. Félagaskiptaglugginn lokar núna í lok ágúst og því ætti þetta að fara að koma í ljós,“ sagði Hjálmar Þórarins- son við Fréttablaðið í gær en hann er samningsbundinn Hearts út þetta tímabil og einnig það næsta. „Mér líður mjög vel hérna úti og er ekkert mikið að stressa mig þótt maður vilji náttúrulega fá sín mál á hreint,“ sagði Hjálmar sem viðurkennir að honum finnist hann ekki hafa fengið nægilega mörg tækifæri. „Tækifærin ættu samt að koma ef maður heldur áfram að leggja sig fram og þá verður maður að ná að grípa tækifærið þegar það kemur.“ Hjálmar er sóknarmaður og hefur hann farið út til reynslu hjá liðum í Skandinavíu að undanförnu, norska 1. deildarliðinu Álasundi og sænska úrvalsdeildarfélaginu AIK Solna. „Ég hef mikinn áhuga á því að fara í lið á Norðurlöndunum ef rétta tækifærið gefst,“ sagði Hjálmar sem er uppalinn hjá Þrótti og keypti Hearts hann frá félaginu í marsmánuði í fyrra. Hann viðurkennir að hafa íhugað að snúa aftur heim þar sem honum hefur gengið illa að vinna sér inn sæti í liði Hearts. „Ég hugleiddi það á tímabili en eins og staðan er núna held ég að ég verði hérna áfram í einhvern tíma.“ HJÁLMAR ÞÓRARINSSON: HEFUR FÁ TÆKIFÆRI FENGIÐ HJÁ SKOSKA LIÐINU HEARTS Hugleiddi það að snúa aftur heim FÓTBOLTI Sóknarmaðurinn Wayne Rooney hefur hótað að hætta allri sjálfboðavinnu fyrir enska knatt- spyrnusambandið í mótmælaskyni vegna þriggja leikja bannsins sem hann þarf að afplána. Paul Stret- ford, umboðsmaður hans, sendi bréf til enska sambandsins þar sem hann lýsti yfir undrun sinni á því að leikbannið hafi ekki verið afturkallað af sambandinu. Þá hótar Rooney að draga sig út úr öllum auglýsingum og góð- gerðarstarfsemi fyrir sambandið. Leikbannið tekur gildi á miðviku- daginn og verður hann því ekki með í leikjum gegn Charlton, Wat- ford og Tottenham. „Rooney mun halda áfram að spila fyrir lands- liðið ef hann verður valinn í það verkefni. Hann er hins vegar mót- fallinn því að nafn hans eða andlit sé notað í kynningarskyni fyrir FA,“ sagði meðal annars í bréfinu. Hann fer í bann vegna mjög umdeildrar brottvísunar sem hann fékk í æfingaleik gegn Porto á hinu svokallaða Amsterdam-móti. Hann lenti í skallaeinvígi og slæmdi hendinni í leikmann Porto með þeim afleiðingum að hann féll í jörðina. Dómari leiksins sýndi Rooney samstundis rauða spjaldið en í endursýningum sást það greini- lega að þetta var ekki viljaverk og hefði í allra mesta lagi verðskuld- að gult spjald. Dómarinn sendi þó skýrslu til FA, enska knatt- spyrnusambandsins, og þó að Manchester United hafi áfrýjað dómnum var hann látinn standa. Steve McClaren, landsliðs- þjálfari Englands, er meðal þeirra sem hafa lýst yfir undrun sinni á að leikbann Rooneys hafi ekki verið afturkallað. „Þetta mál á ekki eftir að bæta samskipti milli mín og félaganna,“ sagði McClaren. - egm Umboðsmaður Wayne Rooney sendi bréf til enska knattspyrnusambandsins: Wayne Rooney alls ekki sáttur WAYNE ROONEY Var rekinn af velli í leik gegn Porto. NORDICPHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Varnarmennirnir John Arne Riise og Jamie Carragher verða báðir fjarverandi í tvær vikur vegna meiðslanna sem þeir urðu fyrir í leik Liverpool og Sheffield United í fyrradag. Báðir fóru þeir af velli í fyrri hálfleik en leiknum lyktaði með 1-1 jafntefli. Norðmaðurinn Riise meiddist á vinstri ökkla og virtist mjög þjáður en Carragher haltraði af velli eftir að hafa tognað á lið- böndum, einnig á ökkla. Báðir missa þeir því af viðureign Liver- pool gegn Maccabi Haifa í Kænu- garði á morgun. - esá Riise og Carragher: Verða frá í tvær vikur RIISE ÞJÁÐUR Fór meiddur af velli í fyrra- dag. NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Knattspyrnuþjálfarinn Sir Bobby Robson þarf að gangast fljótlega undir heilaskurðaðgerð. Hann veiktist illa þann 5. ágúst síðastliðinn er hann fylgdist með leik Ipswich á heimavelli liðsins, en hann er forseti félagsins. Hann var eitt sinn þjálfari liðsins sem og landsliðsþjálfari Eng- lands. Robson segir að hann sé með heilaæxli sem þurfi að fjarlægja. „Aðgerðin verður gerð á miðviku- daginn. Læknar segja mér að ég sé annars heill heilsu og ætti því að geta náð mér að fullu.“ - esá Sir Bobby Robson: Fer í heila- skurðaðgerð SIR BOBBY ROBSON Er orðinn 73 ára gam- all. NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Teitur Þórðarson þjálfari KR gagnrýnir í sínum nýjasta pistli sem birtist á stuðnings- mannasíðu KR-inga, krreykja- vik.is, Garðar Jóhannsson sem fyrir skömmu var seldur frá KR til Vals. Garðar sló í gegn hjá Vals- mönnum og skoraði fjögur mörk í sínum fyrstu tveimur leikjum hjá félaginu. Teitur segir ástæðuna fyrir sölu Garðars vera sú að Valur hafi gert gott tilboð í leikmanninn sem hefði hvort eð er yfirgefið félagið að tímabilinu loknu. „Garðar er góður leikmaður, en ein af ástæð- unum fyrir því að hann náði aldrei að festa sig í sessi í KR liðinu er án efa blanda af þó nokkrum meiðsl- um og einnig það að hann kannski var ekki tilbúinn að leggja það á sig sem þurfti og var krafist,“ segir í pistli Teits. - esá Teitur Þórðarson: Gagnrýnir Garðar í pistli FÓTBOLTI Valsmaðurinn Ari Freyr Skúlason var í byrjunarliði BK Häcken er liðið mætti Malmö FF í sænsku úrvalsdeildinni í gær. Ari gekk til liðs við félagið fyrir aðeins fáeinum vikum síðan og má því segja að hann hafi farið beint í byrjunarlið félagsins. Ari stóð sig vel í gær en var skipt af velli á 59. mínútu. Häcken vann leikinn, 3-1, og kom Emil Hallfreðsson inn á sem varamað- ur fyrir Malmö þegar um átján mínútur voru til leiksloka. - esá Fyrsti leikur Ara Freys: Ari fór beint í byrjunarliðið Sjálfsmark eða ekki? Heiðar Helguson skoraði í gær eina mark Fulham, sem mátti þola 5-1 tap gegn Manchester United. Erlendir fjöl- miðlar eru þó ekki sammála um hvort markið sé í eigu Heiðars en boltinn hafði viðkomu hjá Rio Ferdinand og vilja því flestir skrá markið sem sjálfsmark á hann. > Töpuðu öllum leikjunum Íslenska drengjalandsliðið í körfubolta, skipað leikmönnum 16 ára og yngri, reið ekki feitum hesti frá keppni í A-deild Evrópumeistaramótsins sem hefur farið fram á Spáni undanfarna daga. Íslenska liðið tapaði öllum sínum leikjum, síðast gegn Þjóðverjum í gær, og lenti því í 16. og neðsta sæti. Liðið féll sömuleiðis niður í B-deild keppninnar. Lokatölur leiksins í gær voru 63-47 en stigahæstur í íslenska liðinu var Sigmar Logi Björns- son með 21 stig. Alfreð Elías- son skoraði 20 stig. FÓTBOLTI Manchester United hóf tímabilið með látum í fyrri leik dagsins í gær og skoraði fjögur mörk gegn lánlausum leikmönnum Fulham á fyrstu átján mínútum leiksins. Heiðar Helguson klóraði í bakkann fyrir Fulham skömmu síðar en United bætti við fimmta markinu í síðari hálfleik og þar við sat. Chelsea hóf einnig leik í gær og byrjaði með sterkum 3-0 sigri á Manchester City. Wayne Rooney skoraði tvívegis fyrir United og Cristiano Ronaldo gerði eitt mark í leiknum. Fögnuðu þeir hvor öðrum mjög en þeir voru í sviðsljósinu eftir HM í sumar þegar þeir áttust við í leik og Rooney fékk að líta rauða spjaldið. Alex Ferguson, stjóri United, lofaði báða leikmenn eftir leik. „Þeir náðu vel saman í leiknum. Það er augljóst að þeir eru góðir vinir,“ sagði Fergu- son. „Fólk er alltaf að leita að söku- dólgi en jafnvel stuðningsmenn Fulham hættu að baula á Ronaldo undir lok leiksins. Ég held að þeir hafi séð að drengurinn er frábær knattspyrnumaður.“ Chris Coleman er þegar orðinn valtur í starfi eftir fyrsta leik tíma- bilsins en þakkaði fyrir að þurfa ekki að mæta Manchester United í hverri viku. „Þeir völtuðu yfir okkur. Við gátum ekki náð boltan- um og þegar við fengum hann létum við hann frá okkur allt of auðveldlega,“ sagði Coleman eftir leik. „Við eigum leik gegn Bolton á miðvikudag og verðum að spýta í lófana fyrir þann leik. Ég er viss um að við getum átt farsælt tímabil.“ Chelsea hóf titilvörn sína í gær með sigri á Manchester United, 3-0, og komu mörkin frá þeim John Terry, Frank Lampard og Didier Drogba. Jose Mourinho stillti upp í 4-4-2 leikkerfi með þá Drogba og Andryi Shevchenko í framlínunni. Fyrir leikinn hafði Mourinho lýst yfir áhyggjum sínum um hversu margir af hans mönnum hafi verið fráverandi vegna landsleikja í síðustu viku en það virtist ekki koma að sök í gær, en hann stillti tíu landsliðsmönnum í byrjunarlið sitt. „Við spiluðum mjög vel í dag,“ sagði Mourinho. „Frammistaða liðs- ins fór fram úr mínum björtustu vonum.“ Þetta var ekki dagur Manchester City í gær en til að bæta gráu ofan á svart þá fékk Bernardo Corradi að líta rauða spjaldið. eirikur.asgeirsson@frettabladid.is BESTU VINIR Wayne Rooney og Cristiano Ronaldo fagna einu marka Manchester United í gær ásamt félögum sínum. NORDIC PHOTOS/GETTY United og Chelsea byrja með stæl Manchester United og Englandsmeistarar Chelsea hófu í gær leik í ensku úrvalsdeildinni er liðin unnu auð- velda sigra á Fulham og Manchester City. Heiðar Helguson var í byrjunarliði Fulham og átti ágætan dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.