Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.08.2006, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 21.08.2006, Qupperneq 2
2 21. ágúst 2006 MÁNUDAGUR BANASLYS Maður á fimmtugsaldri lést í umferðarslysi á Vestur- landsvegi norðan Þingvallavegar um miðnætti í fyrrinótt. Einn var fluttur alvarlega slasaður á slysa- deild og er í öndunarvél. Að sögn lögreglu atvikaðist slysið þannig að bifreið sem var á leið til Reykjavíkur ók á hross sem hljóp í veg fyrir bílinn. Við það missti ökumaður stjórn á bílnum og lenti á bifreið sem var á hinum vegarhelmingnum á leið upp á Kjalarnes. Farþegi í bílnum sem ók á hrossið lést samstundis og öku- maður var fluttur alvarlega slas- aður á slysadeild. Farþegi í hinum bílnum bringubrotnaði. Þetta er sextánda banaslysið í umferðinni á þessu ári. - sþs Banaslys á Vesturlandsvegi: Ók á hross sem hljóp fyrir bíl SLÖKKVILIÐ Alls voru farnir 54 sjúkraflutningar í fyrrinótt. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu eru ferðirna að öllu jöfnu fimmtán til tuttugu á venjulegu laugar- dagskvöldi svo að aukningin var töluverð. Flestir flutningarnir voru með fólk sem hlotið hafði áverka eftir ryskingar í miðbæ Reykjavíkur en tveir sjúkrabílar sinntu einung- is miðborginni og höfðu vart undan. Töluvert var um skurði, mar og eymsli í hálsi á meðal hinna slösuðu. Slökkvilið var með eftirlit við Reykjavíkurhöfn í fyrrinótt eins og aðrar nætur þegar mikið stend- ur til. Að sögn varðstjóra hjá Slökkviliðinu er fastur liður að menn kasti sér í höfnina og svo var raunin einnig í fyrrinótt. Maður gerði það að gamni sínu en komst hjálparlaust upp á bryggj- una aftur. - æþe Erilsamt hjá slökkviliðinu: 54 sjúkraflutn- ingar í nóttMIKIÐ SKEMMDUR Hérna sést glögglega hversu illa útleikinn bíllinn var eftir slysið. MYND/KRISTJÁN GUNNARSSON LÖGREGLUFRÉTTIR Ungur ökumaður missti stjórn á bifreið sinni á Vest- fjarðarvegi í Dýrafirði um hálf þrjú leytið í fyrrinótt, með þeim afleiðingum að bíllinn valt. Mað- urinn er grunaður um ölvun við akstur. Vegfarendur sem komu auga á bílinn, mikið skemmdan utan vegar, gerðu lögreglu viðvart. Þegar lögregla kom á vettvang var ökumaðurinn hvergi sjáanleg- ur og var þá kallað eftir aðstoð björgunarsveitarinnar á Þingeyri. Maðurinn fannst svo við upp- haf leitar ráfandi fyrir utan Þing- eyri lítið slasaður. - æþe Grunur um ölvunarakstur: Velti fólksbíl við Þingeyri SPURNING DAGSINS Andrés, er ekki næsta skref að skíra bæinn Andabæ? „Jú, það er allt í lagi mín vegna. Það getur vel verið að það auki söluna eitthvað.“ Andrés Ölversson, bóndi á Ystu-Görðum í Kolbeinsstaðahreppi á Snæfellsnesi, selur andaregg á fimmtíu krónur stykkið. Eggin ganga oftast undir nafninu „Andrésar andaregg“. STJÓRNMÁL Steingrímur J. Sigfús- son, formaður Vinstri hreyfingar- innar - græns framboðs, telur litl- ar sem engar breytingar hafa átt sér stað eftir flokksþingið hjá Framsóknarflokknum, aðeins sé komið nýtt andlit á sömu stefnu. „Það er sóttur maður út í bæ sem er handgenginn fráfarandi forystu og sett nýtt andlit á sömu stefnuna. Það hefðu verið meiri tímamót ef kynslóðaskipti hefðu átt sér stað, breytingar boðaðar eða hugmyndafræðileg endurnýj- un,“ segir hann. Steingrímur telur að uppákom- an öll segi í hvers konar ástandi flokkurinn er. „Fyrir mér er það birtingarform djúpstæðs vanda þegar maður horfir á flokkssystk- ini og ráðherra slást um sömu embættin. Flokksþingið breytti engu, það er bara komið nýtt and- lit á „halldórismann“.“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, telur flokksþing Framsóknar- flokksins hvorki hafa markað tímamót né vera upphaf að breyt- ingum hjá flokknum. Sér sýnist flokkurinn enn við sama hey- garðshornið og ætla sér áfram- haldandi samstarf við Sjálfstæð- isflokkinn. „Framsóknarflokkurinn hefur verið að fara í gegnum mikla kreppu sem tengist þeirri pólitík sem hann hefur staðið fyrir. Hann er kominn svo langt frá þeirri félagshyggju sem hann var upp- haflega byggður á. Ég hefði talið að hann hefði þurft að vekja hana til lífsins aftur en það sýnist mér ekki gert.“ Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, segir að Framsóknarflokknum hafi tekist að halda við sömu línu og áður. Sá hafi tekið við for- mennskunni sem fráfarandi for- maður hafi valið en sami varafor- maðurinn haldi áfram. „Ég tel að litlar breytingar hafi átt sér stað og ekki þurfi að vænta þess að nein breyting verði.“ Þorgerður Katrín Gunnars- dóttir, varaformaður Sjálfstæðis- flokksins, telur að flokksþing Framsóknarflokksins komi vel út fyrir flokkinn og muni styrkja hann þegar fram í sækir. Hún telur að Siv Friðleifsdóttir hafi styrkt stöðu sína og sýnt að hún sé flokksmanneskja sem vilji ein- drægni og samstöðu í flokknum. ghs@frettabladid.is Nýtt andlit er komið á „Halldórismann“ Leiðtogar stjórnarandstöðuflokkanna telja að litlar breytingar hafi átt sér stað á flokksþingi Framsóknarflokksins. Nýtt andlit er komið á „Halldórismann“. Varaformaður Sjálfstæðisflokksins telur Framsóknarflokkinn styrkjast. NÝTT ANDLIT HJÁ FRAMSÓKNARFLOKKNUM Leiðtogar stjórnarandstöðunnar telja flokksþing Framsóknarflokksins engu hafa breytt, aðeins sé komið nýtt andlit á forystuna og það sést hér myndað á flokksþinginu. Varaformaður Sjálfstæðisflokksins telur að flokksþingið hafi komið vel út fyrir Framsóknarflokkinn. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI JARÐSKJÁLFTAR Fjöldi jarðskjálfta hefur verið við Grenivík og Bárð- arbungu undanfarna daga sam- kvæmt jarðskjálftamælingum Veðurstofu Íslands. Þegar blaðið fór í prentun höfðu þrjátíu og níu jarðskjálftar orðið við Grenivík og fjórtán við Bárðarbungu sein- ustu tvo sólarhringana. Skjálft- arnir eru þó ekki stórir, flestir á bilinu einn til tveir á Richter. „Þetta eru skjálftahrinur sem eru meðal annars í Kaldbaki norð- an við Grenivík,“ segir Þórunn Skaftadóttir, jarðfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. „Þær eru búnar að standa yfir í tvo eða þrjá daga núna.“ - sþs Jarðskjálftar við Grenivík: Skjálftahrinur í Kaldbaki TÍMAMÓT Það ná ekki allir þeim merka áfanga að verða yfir 100 ára. Sólveig Pétursdóttir er þó í þeim hópi þar sem hún er fædd árið 1897 og varð 109 ára í gær. Sólveig fæddist á bænum Keldunúp á Síðu, en foreldrar hennar voru bændurnir Páll Þor- láksson og Guðrún Halldórsdóttir. Fimm ára gömul flutti hún ásamt foreldrum sínum á Prestbakkakot, en á bæinn Hof á Öræfum á tíunda aldursári. Árið 1923 giftist Sólveig Gunnari Jónssyni bónda og hófu þau búskap á Svínafelli í Öræfum. Hjónin eignuðust sjö börn, en afkomendur þeirra telja nú 67 að börnum þeirra meðtöldum. Gunn- ar andaðist árið 1967, en Sólveig hélt áfram búskap ásamt einum sona sinna allt fram til ársins 1993, en þá flutti hún á dvalarheimili aldraðra á Höfn í Hornafirði orðin 93 ára gömul og hefur búið þar síðan. Afkomendur Sólveigar rekja langlífi hennar til dugnaðar og einstakrar lífsgleði, en þrátt fyrir háan aldur annaðist hún bústörfin af eldmóð alveg þar til hún hafði aðsetursskipti árið 1993. Hún prjónar enn þrátt fyrir að vera farin að missa sjón og heyrn og finnst gaman að fá vini og ætt- ingja í heimsókn þótt minnið sé ekki jafn gott og áður. Ættingjar Sólveigar og íbúar dvalarheimilis- ins héldu upp á afmæli hennar í gær, þar sem boðið var upp á kaffi og meðlæti. - rve Elsti Íslendingurinn varð 109 ára gamall í gær: Lífsgleði ástæða langlífis AFMÆLISBARNIÐ Sólveig Pálsdóttir fagnaði 109 ára afmæli sínu í hópi vina og vandamanna í gær. ELDUR Slökkvilið var kallað að íbúðarhúsi í Hörðalandi um hádegi í gærmorgun. Eldurinn var lítill og engin meiðsl urðu á fólki. Tilkynnt hafði verið um reyk- skynjara í gangi og að reyk legði út um glugga á húsinu. Vitað var að ein kona var inni í húsinu og voru þrjár stöðvar ræstar út. Þegar slökkvilið kom á vett- vang var konan komin út úr hús- inu af sjálfsdáðum. Eldurinn kviknaði í potti sem hafði verið skilinn eftir á eldavél. Eldurinn var ekki mikill en reykræsta þurfti húsið. - sþs Eldur í íbúðarhúsi: Komst út af sjálfsdáðum LÍBANON, AP Varnarmálaráðherra Líbanons sagðist þess fullviss í gær að Hizbollah-liðar myndu ekki brjóta vopnahléð en varaði herskáa Palestínumenn í Líbanon við hörð- um viðurlögum og „örlögum svik- ara“ ef þeir egndu Ísraela til gagn- árása með því að skjóta sprengiflaugum á Ísrael. Daginn eftir að Ísraelar gerðu skyndiárás á vígi Hizbollah-liða í Bekaa-dalnum, sem Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sagði brot á vopnahlésá- lyktuninni, varð engra nýrra slíkra atvika vart. Vopnahléð hélt, sjö- unda daginn í röð. Franski utanríkisráðherrann Philippe Douste-Blazy kallaði í gær eftir því að Evrópusambandsríkin ákveddu á fundi nú strax eftir helg- ina hve marga hermenn þau væru reiðubúin að leggja til alþjóðlega friðargæsluliðsins í Líbanon. „Við biðjum um að Evrópa sýni í verki samstöðu sína með Líbanon, eins fljótt og auðið er,“ sagði Douste- Blazy í útvarpsviðtali. Frakkar ollu mörgum vonbrigðum í síðustu viku er þeir sögðust í bili ekki reiðubún- ir að senda nema 200 hermenn til viðbótar því liði sem þegar er í Líb- anon. Talsmenn Sameinuðu þjóðanna sögðu fyrir helgi að fleiri evrópsk- ir hermenn yrðu að koma til ef tak- ast ætti að standa við að senda fyrsta hluta liðsins, um 3.500 her- menn, á vettvang í Suður-Líbanon fyrir 28. ágúst. - aa LIÐSAUKA BEÐIÐ Franskir hermenn í friðar- gæsluliði SÞ í Líbanon. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Líbanonstjórn sátt er vopnahléð hefur haldist í rétta viku: Vopnahlésbrjótar varaðir við
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.