Fréttablaðið - 21.08.2006, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 21.08.2006, Blaðsíða 20
 21. ágúst 2006 MÁNUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS Tröllaskagi heitir skaginn á milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar. Ég var á róli þar í kring þegar það rann upp fyrir mér að þessi tígu- legi landshluti hefur fóstrað ótrú- lega mörg skáld. Og það engin smáskáld. Í kjölfarið kom mér hug eilítill ferðatúr sem ferðaþjónustumenn norðan heiða gætu komið á laggir: „Skáldaskagi—hringferð í ljóð- um.“ Á ensku: „The Pen-Insula—A Poetical Journey.“ Ferðin umhverfis Tröllaskaga er dagsferð og hefst að sjálfsögðu á Hrauni í Öxnadal, fæðingarstað Jónasar Hallgrímssonar. Hér stíga álfar út úr hólum og fara með frægar línur. „Smávinir fagrir, foldarskart...“ „Fífilbrekka, gróin grund...“ Neðar í dalnum eru Steinsstaðir, hvar Jónas bjó í bernsku. Þar birtist okkur dreng- hnokki innan úr bæ, klæddur í buxur, vesti, brók og skó. Næst er áð á Bægisá. „Tinda fjalla áður alla undir snjá,“ orti Jón á Bægisá til Bjarna Thoraren- sen, amtmanns á Mörðuvöllum, kvæði sem Jónas orti reyndar upp síðar. Bjarni orti til Jóns: „Heill sértu mikli / Milton íslenskra!“ Jónas orti að Bjarna látnum: „Skjótt hefur sól brugðið sumri...“ Hér er skáldaþing! Við færum okkur niður í Hörg- árdal. Á Ásgerðarstöðum (nú í eyði) fæddist árið 1785, Rósa Guð- mundsdóttir, Vatnsenda-Rósa, sem orti frægustu hendingar Íslands- sögunnar, okkar fegurstu tjáningu á ástarsorg. Þar sem ferðagestir standa á yfirgrónu bæjarhlaði kemur leikari ríðandi í hlutverki elskhugans frá Möðruvöllum og syngur hágrátandi vísurnar sem ortar voru um og til hans: „Augun mín og augun þín, / ó þá fögru steina. / Mitt er þitt og þitt er mitt. / Þú veist hvað ég meina.“ Síðan birtist roskin Rósa undan steini og fer með snilldina sem til varð er þau hittust löngu síðar: „Man ég okkar fyrri fund, / forn þó ástin réni. / Nú er eins og hundur hund / hitti á tófugreni.“ Á Möðruvöllum sat Bjarni sem fyrr er getið. „Eldgamla Ísafold, / ástkæra fósturmold, / Fjallkonan fríð!“ Hér fæddist líka hinn fyrr- um heimsfrægi Jón Sveinsson, Nonni. Sem og Hannes nokkur Hafstein, stórskáld og ráðherra; sá maður sem komist hefur næst því að yrkja eins og Jónas: „Þar sem háir hólar / hálfan dalinn fylla / lék í ljósi sólar / lærði hörpu að stilla / hann sem kveða kunni / kvæðin ljúfu, þýðu...“ Fyrstu tvær línurnar eru eftir JH. Leiðin liggur út með Eyjafirði, að Fagraskógi. Hér kom í heiminn frægasta skáld tuttugustu aldar. Davíð Stefánsson sló snemma í gegn en varð jafn snemma hallær- islegur talinn og dæmdur úr leik af Reykjavíkurelítunni. Víst er Davíð alltaf ögn sveitó á sinn sér- norðlenska hátt en hann er líka stór í sér og senn verður tímabært að endurreisa þetta skáld sem á margar af okkar liprustu línum. Hér þarf því mikla dagskrá. Tenór stendur úti á tröppum og tekur gestum fagnandi: „Þú komst í hlaðið á hvítum hesti.“ Inni í bæ situr „Konan sem kyndir ofninn minn“. Í lundinum stendur ljóska: „Þinn líkami er fagur / sem laufg- uð björk / en sálin er ægileg / eyði- mörk.“ Og niðrí fjöru heill karla- kór sem kyrjar út fjörðinn: „Sjá dagar koma“ og „Brennið þið vitar“. Ekkert skáld er meira sungið en Davíð. Og fá skáld eru vinsælli en það sem rekur ættir til Tjarnar í Svarf- aðardal. Í hlíðinni ofan við bæinn situr Þórarinn Eldjárn í haglega ortum bústað sínum og mælir af munni fram fyrir rímþyrsta far- þega: „Skyldi nú ekki vera vit / að vistast hér í bili / við hrossagauks- ins þýða þyt / og þennan bláa og græna lit / og róa á réttum kili.“ Þá er haldið í gegnum Dalvík og Ólafsfjarðargöng, um kaup- staðinn og yfir Lágheiði. Lögun hennar veldur því að á korti er hringvegurinn um Tröllaskaga hjartalaga: Þar er plakatið fyrir túrinn komið. (Því verður Lág- heiðin áfram farin í þessum ferð- um, jafnvel eftir opnun Héðins- fjarðarganga.) Þegar komið er niður í Fljótin er farið hjá eyðibýlinu Lundi sem sagnamaskínan Guðrún er kennd við. Síðan ber fátt við skáldasögu þar til ekið er að bænum Gröf á Höfðaströnd. Úr henni skreið sálmaskáld í heiminn. „Upp, upp, mín sál / og allt mitt geð.“ Það er ögn drungaleg stemning yfir elsta guðshúsi landsins sem hér stend- ur og kannski við hæfi. Skagfirski tónninn á skáldhörpunni er ögn dimmari en sá eyfirski. „Allt eins og blómstrið eina / upp vex á sléttri grund...“ Hér gefur að líta grund Hallgríms Péturssonar. Nú liggur leiðin aftur inn á þjóðveg eitt. Dagsferðin endar innst í Blönduhlíð, við bæinn Bólu sem Hjálmar er kenndur við, þó fæddur sé annarstaðar. Hann slær botninn í Skáldaskaga: „Víða til þess vott ég fann, / þó venjist oftar hinu, / að guð á margan gimstein þann / sem glóir í mannsorpinu.“ Fáir landshlutar luma á fleiri gimsteinum en The Pen-Insula. Í DAG SKÁLD TRÖLLASKAGA HALLGRÍMUR HELGASON Ferðin umhverfis Tröllaskaga er dagsferð og hefst að sjálf- sögðu á Hrauni í Öxnadal, fæð- ingarstað Jónasar Hallgríms- sonar. AUGL†SINGASÍMI 550 5000 FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA Sögurnar, tölurnar, fólki›. ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Sigríður Björg Tómasdóttir og Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Björgvin Guðmundsson RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Skáldaskagi Portúgal Tyrkland Bókaðu strax á www.plusferdir.is 39.900kr. Heitt TILBOÐ Portúgal - Gisting á Alagoamar Tyrkland - Gisting á Club Ilaida Plúsferðir · Lágmúla 4 · 105 Reykjavík · Sími 535 2100 Innifalið: Flug, flugvallarskattar, gisting í 7 nætur og íslensk fararstjórn. ÍS LE N SK A A U G L† SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S PL U 33 82 9 08 /2 00 6 www.plusferdir.is Í tveimur fjarlægum Asíulöndum, hinu landlukta Afganistan og eyríkinu Srí Lanka, eru að störfum Íslendingar í vanda-sömum verkefnum. Þeir taka þar þátt í viðleitni alþjóðasam- félagsins til að stuðla að því að græða þau djúpu sár sem lang- vinn borgarastríð hafa skilið eftir í báðum löndum. En að slíku verki er ekki hlaupið. Hætturnar eru margar. Nær daglega berast fréttir af vopnuðum átökum í báðum löndum. Auk „borgaralegra“ fulltrúa sem vinna að þróunaraðstoð, flug- umferðarstjórn og ýmsum öðrum verkefnum sem ekki krefjast vopnaburðar, er í Afganistan allfjölmennt herlið frá nokkrum aðildarríkjum Atlantshafsbandalagsins sem reynir að liðsinna þarlendum stjórnvöldum að byggja upp getu til að halda uppi lögum og reglu í landinu. En það er þrautin þyngri þar sem hér- aðahöfðingjar halda uppi eigin vopnuðu liði til að gæta hags- muna þeirra, meðal annars gegn hinu nýja miðstjórnarvaldi í Kabúl sem nýtur verndar erlenda setuliðsins. Og í suðurhluta landsins halda fylgismenn talibana úti stöðugum skærum gegn afganska stjórnarhernum og NATO-herliðinu. Friðargæzla er tiltölulega nýtilkominn þáttur í því al- þjóðasamstarfi sem við komum nálægt og ræða þarf hvernig kraftar okkar herlausu þjóðar nýtast bezt. Á Srí Lanka berast skæruliðar aðskilnaðarsinnaðra tamíla og stjórnarhermenn á banaspjót. Þegar norskum sáttasemjurum tókst að fá stríðandi fylkingar til að samþykkja vopnahlé árið 2002 hafði það kostað yfir 65.000 manns lífið. Á föstudag tilkynnti Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra að hún hefði ákveðið að íslenska friðargæslan yrði við beiðni um að fjölga íslenskum fulltrúum í norrænu vopnahlés-eftirlitsnefnd- inni á Srí Lanka, SLMM, upp í allt að tíu manns á næstunni. Hlut- verk þessa liðsauka verður að fylla að einhverju leyti í raðir Dana, Svía og Finna sem hafa ákveðið að hætta þátttöku í SLMM í bili eftir að Tamílatígrarnir, skæruliðahreyfing aðskilnaðarsinnaðra tamíla, var sett á lista Evrópusambandsins yfir hryðjuverkasam- tök fyrr í sumar, en sú ákvörðun varð Tamílatígrum tilefni til að lýsa því yfir að þeir ábyrgðust ekki öryggi ríkisborgara Evrópu- sambandslanda í röðum norrænu eftirlitsnefndarinnar. Norð- menn og Íslendingar munu því einir standa vaktina næstu vikurn- ar, á viðkvæmum tímum þar sem átök milli stríðandi fylkinga hafa stöðugt verið að færast í vöxt. Þó hafa talsmenn beggja fylk- inga sagzt líta svo á að vopnahléssamkomulagið sé enn í gildi. Og verkefni eftirlitsnefndarinnar hefur aldrei verið eiginleg friðar- gæzla; hún takmarkast við að halda til haga upplýsingum um meint brot á vopnahléssamningnum af beggja hálfu. Ákvörðunin um fjölgun Íslendinga í þessum vandasömu verk- efnum á viðsjárverðum vettvangi vekur spurningar um það hvort henni liggi til grundvallar einhver ígrunduð stefna af hálfu stjórnvalda. Það er eðlilegt að Ísland leggi sitt af mörkum til uppbyggilegs alþjóðasamstarfs af þessu tagi. En þetta er tiltölu- lega nýtilkominn þáttur í því alþjóðasamstarfi sem við komum nálægt og ræða þarf hvernig kraftar okkar herlausu þjóðar nýt- ast bezt í þessu samhengi. SJÓNARMIÐ AUÐUNN ARNÓRSSON Íslendingar í friðargæzluverkefnum: Spurningar vakna um stefnumótun Allir sigra Flokksþing Framsóknarflokksins hefur væntanlega ekki farið fram hjá neinum um helgina. Þar var Jón Sigurðsson kjörinn formaður, Guðni Ágústsson varaformaður og Sæunn Stefánsdóttir ritari. Í ræðu sinni sagði Jón Sigurðs- son úrslitin á þá lund að enginn hefði tapað, allir hefðu sigrað. Það er kaldhæðni örlaganna að á nákvæmlega sama tíma og Jón sagði þessi orð fór Reykjavíkurmaraþon fram, en eitt einkunnarorða þess er „Allir sigra“. Ætli allir frambjóðendur á flokksþinginu hafi farið heim með skínandi verðlauna- peninga og viðurkenningu þar sem kemur fram að það skipti ekki máli hver sigrar, aðalatriðið sé að vera með? Gerir aðra betri Kosningin um varaformann var jöfn, en að lokum hafði Guðni Ágústsson sigur í baráttunni við Jónínu Bjartmarz. Í ræðu sinni þakkaði hann Jónínu fyrir drengi- lega baráttu og nefndi að glíman við hann hefði gert hana að betri stjórn- málamanni. Athyglisvert þótti að setn- ingin skyldi ekki vera öfug, það er að glíman við Jónínu hefði gert Guðna að betri stjórnmálamanni. Eða að þau hefðu gert hvort annað að betri stjórnmálamönnum. Það hefði í það minnsta hljómað betur, enda þótti sumum orðalag Guðna bera það með sér að hann væri að tala niður í móti. Kannski það sé bara ekkert pláss fyrir framfarir hjá Guðna? Atkvæðið eina Í huga flestra stóð valið um formann- inn á milli tveggja, en þó voru þrír í framboði. Sá þriðji var Haukur Haralds- son, athafnamaður með meiru, sem tilkynnti óvænt á dögunum að hann ætlaði að taka þátt í baráttunni um formannsefnið. Kosningabaráttan virð- ist þó eitthvað hafa farið út um þúfur því þegar öll atkvæði höfðu verið talin var aðeins eitt merkt honum, og hann kaus sjálfur í kosningunum líkt og aðrir flokksmenn. Menn sem voru ekki einu sinni í framboði fengu fleiri atkvæði, en Guðni Ágústsson hlaut þrjú og Jón Kristjánsson tvö. Þó segir Haukur að ekkert hafi klikkað, hann hafi haft mest áhrif þrátt fyrir atkvæðið eina. salvar@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.