Fréttablaðið - 21.08.2006, Síða 68

Fréttablaðið - 21.08.2006, Síða 68
 21. ágúst 2006 MÁNUDAGUR28 Leikarinn Johnny Depp og leik- stjórinn Tim Burton sameina að öllum líkindum krafta sína á ný í kvikmyndaútgáfu söngleiksins sívinsæla, Sweeney Todd. Áform- að er að Depp fari með hlutverk rakarans sem söngleikurinn heit- ir eftir, en rakarinn sá er viðsjár- verður og sker viðskiptavini sína á háls þar sem þeir sitja í makind- um í rakarastólnum. Samstarf Depps og leikstjór- ans Burtons hefur verið farsælt, meðal annars í kvikmyndunum Edward Scissorhands, Sleepy Hollow, Ed Wood og nú síðast í Kalla og sælgætisgerðinni. Tökur á kvikmyndinni um Sweeney Todd hefjast að líkindum snemma á næsta ári og myndin kemur því fyrir augu áhorfenda síðla næsta ár. Aðdáendur Johnnys Depp geta líka glaðst yfir því að leikarinn kemur til með að syngja sjálfur lögin í kvikmyndinni. Depp leikur Sweeney Todd JOHHNY DEPP Leikur Sweeney Todd í kvikmyndaútgáfu Tims Burton. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES Leikstjórinn Spike Lee notaði tækifærið við frumsýningu heim- ildarmyndar sinnar um fellibylinn Katrínu til að gagnrýna aðgerðir stjórnvalda eftir að fellibylur- inn gekk yfir. „Eyðilegg- ingin hér í New Orleans er ekki einungis af völdum móður náttúru. Fólkið sem stjórnaði björgunarað- gerðum vann bara ekki vinnuna sína,“ sagði Spike Lee á kynningarfundi sem haldinn var áður en myndin var frumsýnd í New Orleans. Þeir sem telja að leikstjórinn hafi einblínt um of á þeldökka íbúa New Orleans og litið framhjá þeim sem eru ljósir á hörund og íbúum við strönd Mississippi-fló- ans hafa gagnrýnt leik- stjórann. Lee svaraði gagnrýninni á þá leið að hann hefði sjálfur ákveðið að einbeita sér að New Orleans vegna „sögulegs mikilvægis“ atburðarins. Kvikmyndin verður sýnd í bandarísku sjónvarpi þann 29. þessa mánaðar þegar eitt ár er liðið frá hamförunum. Ekki bara náttúran SPIKE LEE Leikstýrir nýrri heimildarmynd um fellibyl- inn Katrinu. UMMERKI EFTIR FELLIBYLINN KATRÍNU Leikarinn Spike Lee gagnrýndi yfirvöld fyrir sinnu- leysi í kjölfar fellibylsins Katrínar. Greyið Danir myndi einhver segja. Ekki nóg með að við Íslendingar séum að verða búnir að kaupa allt sem til sölu er í landinu og höfum hleypt af stað dagblaðastríði þá þurfum við líka að einoka tónleika- sali Kaupmannahafnar. Þannig var það alla vega í fyrrakvöld þegar hljómsveitirnar Apparat, Trabant og Unsound áttu sviðið á tónlistarhátíðinni Public Service Festival sem Danska ríkisútvarp- ið stendur að. Danskir áhugamenn um rafræna músík virtust þó taka þessari nýjustu frekju Íslending- ar vel og var góð stemning á svæð- inu þegar okkar menn stigu á svið. Á brókinni í Köben STRÍPALINGAR Ragnar Kjartansson og félagar í Trabant tóku Danmörku með sannkölluðu trompi. Óhætt er að fullyrða að dönskum áhorfendum brá svolítið þegar Íslendingar tóku að tína af sér spjarirnar. FRÉTTABLAÐIÐ/KS LOKAHNYKKURINN Þegar líða fer að lokum tónleika Trabant fara þeir að fækka fötum. HEIMILISLEG STEMNING Orgelkvartettinn Apparat hitaði upp með tónleikum í verslun 12 Tóna í Kaupmannahöfn. Stemningin var heimilisleg eins og á flestum samkomum í versl- uninni, hvort sem það er hér heima eða í Kaupmannahöfn. HRESSIR ORGELLEIKARAR Sigtryggur og Úlfur nutu sín vel með dönskum tónlistaráhugamönnum. UNSOUND Kristinn Gunnar Blöndal kynnti sólóverkefni sitt, Unsound, fyrir Dönum.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.