Tíminn - 01.10.1978, Side 14

Tíminn - 01.10.1978, Side 14
14 Sunnudagur 1. október 1978 „Gaman að vínna að gerð þessarar bókar” Eins og mörgum er kunnugt þá er nýkomið út hér á landi nýtt alþingismannatal. Einn þeirra manna sem unnu að þessu verkefni var Halldór Kristjánsson frá Kirkjubóli. Hann leit inn á ritstjórnarskrifstofur Tfmans fyrir skömmu og þá var tækifærið gripið og Halldór spurður um nýja alþingismannatalið og tilurð þess. Þetta er ekki stjórnmála- saga Fyrsta spurningin sem borin var fram var á þessa leiö: — Var ekki mikil vinna að fást við þessa bók, Halldór, og er hún ekki búin að vera lengi i smiðum? — Jú, þetta var mikið verk. Fyrst var ætlunin að bókin kæmi út árið 1974 og til þess bar tvennt: Þá var þjóðhátiðarár og þá voru liðin hundrað ár frá þvi að Alþingi fékk löggjafarvald. En Lárus H. Blöndal bókavörður, sem i upphafi var ráöinn til þess aö vinna þetta verk, hvarf að öðrum störfum fyrir þingið vorið 1974 og þaö varö óhjákvæmilega til þess að tefja verkið. Svó var sú stefna lika tekin að láta bókina ná til ársloka 1975, það er aö segja að þar eru allir sem tekið hafa sæti á Alþingi frá þvi að það var endur- reist árið 1845 og til loka ársins 1975. — Þetta er samt ekki fyrsta al- þingismannatal, sem gefið er út hér á landi. — Nei rétt er það. Alþingis- mannatal var gefið út á öðrum tugi aldarinnar, árið 1930 var gef- ið út alþingismannatal i liku formi og þetta sem nú var að koma út og þegar Alþingi var hundrað ára, 1945, átti að gefa út alþingismannatal, sem Brynleif- ur Tóbiasson tók saman. Það kom að visu ekki út fyrr en 1951-52, en það nær til ársins 1945. Þaö er lika i svipuðu formi og þetta nýja, þannig að þar er ritaskrá al- þingismanna og visað til frekari heimilda um þá. — Nú er best að spyrja vegna þeirra lesenda okkar sem ekki hafa eignast eða lesið neina þess- ara bóka sem fjalla um alþingis- menn: Eru i nýrri gerðunum að- eins teknir þeir, sem bætst hafa við frá siðasta alþingismannatali eða eru allir ,,þeir gömlu” hafðir með i nýju útgáfunni? — „Þeir gömlu” eru teknir með. Ef við til dæmis litum á þingmennina i alþingismanna-, talinu 1945, þá áttu margir þeirra eftir að bæta ýmsu viö ævisögu sina, þegar sú bók kom út. En nú er saga þeirra margra á enda og þá var sjálfsagt mál að heimildir um þá yröu tiltækar i nýju al- þingismannatali. — Nú hafa þær raddir heyrst að i þessari bók sé jafnmikiö eða meira sagt frá varamanni sem sat aðeins skamma hrið á þingi og manni sem var þar óslitið i ára- tugi og aö þetta sé galli á bókinni. — Þetta er rétt og vel má vera að mörgum þingskörungi þyki hér ósanngjarnlega aö verki verið. En sú regla var upp tekin þegar i upphafi að geta allra sem einhvern tima hefðu tekið sæti á Alþingi hversu skamman tima sem þeir hefðu setið þar. Eins og ég var aö segja þá getur vel verið aö sumum þyki þetta ekki sann- gjarnt, en ég get meira að segja bætt þvi viö að varamaöur fær lengra mál um þingsetu sina en sá sem átti mjög lengi sæti á þingi. Þetta stafar af þvi, að þeg- ar sagt er frá varamanni, þá er ti- undað hversu langan tima hann sat á þingi hverju sinni — upp á dag — kannski tvisvar þetta áriö þrisvar hitt árið og svo fram- vegis. Þaö getur tekið heilmikið rúm en þingskörungur, sem er al- þingismaður i t.d. þrjátiu eða fjörutiu ár, án þess aö hverfa nokkru sinni af þingi — þing- mennska hans kemst fyrir i einni linu. Þannig er t.d. ekki nema ein lina um þingmennsku Asgeirs heitins Asgeirssonar, fyrrverandi forseta Islands — en aftur á móti ellefu linur um þingmennsku mina! — Menn hafa lika verið að setja út á það aö ekki skuli vera getið um það i bókinni fyrir hvaða flokk eða stjórnmálasamtök menn hafi setið á þingi. — Já. Ég hygg að vel heföi verið viðráðanlegt að koma þesSu fyrir i töflunni, þar sem þingmenn eru taldir eftir kjördæmum, — það er að segja eftir að komin var á nokkuð föst flokkaskipun i land- inu. Ef hefði verið byrjað á þessu með kosningunum 1903 eða 1908, — og þá hefði aö visu oröið að vera viðauki um þá sem skiptu um flokka. Sjálfstæöisflokkurinn sem kosinn var 1908, var reyndar býsna fljótur að riðlast, og hefði liklega orðið dálitiö erfitt aö gera grein fyrir þvi öllu, svo gagn væri að. Hitt verða menn lika að muna, að þessi bók er ekki stjórnmála- saga og á ekki að vera það. Og það er misskilningur ef menn halda aö þetta atriði, að ekki er getið um þaö fyrir hvaða flokka menn voru kosnir á þing, stafi af þvi að þeir sem unnu að bókinni hafi verið svo fjarri þvi að vera stjórnmálamenn eða að hafa áhuga á slikum hlutum. Það voru einmitt forsetar Alþingis sem ákváðu hvað ætti að vera i bók- inni og hverju ætti aö sleppa. Hér er þvi eingöngu um ákvörðun þeirra að ræða. Ágrip af æviferli 611 manna Annars er rétt að taka það fram að bókin er þannig unnin, að erfitt er að vita hver sé ábyrgastur fyrir þvi sem aðfinnsluvert kann að þykja. Þó að t.d. ólafur Hjartar hafi að mestu unnið rita- skrána og heimildaskrána, þá lagði hann ekki að öllu leyti siðustu hönd á allt sem i þeim er og þvi má vel vera að þar megi finna eitthvað sem er annarra sök. Þessar skrár eru að verulegu leyti unnar eftir skrám Lands- bókasafnsins en bæöi er, að þær eru ekki tæmandi og auk þess kunna þar að vera einstakar vill- ur. Það kann að eiga sér staö að tilteknum manni sé eignuð grein eða umsögn sem einhver alnafni hans hefur skrifað. Auk þess er stundum visað til heimildar eða umsagnar i hinum eldri blöðum þó að ekki sé um annað að ræða en mynd af manninum, eins og þegar Lögberg birti mynd af Hannesi Hafstein og Birni Jóns- syni við ráðherraskiptin 1909. Og það er auðvitað ógreiði viö menn og gabb eitt að visa þeim til að leita heimilda þar sem engar eru. Aftur á móti er oft undraglögg mannlýsing i örfáum setningum, þar sem manna er minnst i göml- um ritum, svo sem i Skirni á meðan hann var fréttarit og gat um andlát merkra manna. Slikar mannlýsingar i fáeinum orðum eru vandfundnar nú á öld hinna mörgu orða og mikla flatarmáls. Halldór Kristjánsson — Og hér er á feröinni æviágrip alþingismanna en hvorki ævisaga þeirra né heldur stjórnmálasaga? — Já, þetta er aðeins ágrip af æviferli þeirra sex hundruð og ellefu manna sem tekið höfðu sæti á Alþingi fyrir árslok 1975. Hins vegar er lesendum visað á fyllri heimildir um marga þeirra. Eins og þú sagðir, þá er þetta ekki sögubók, heldur aðeins nokkrir sögulegir hyrningarsteinar. Samt er hægt að sjá nokkuð margt af þessu ágripi. Hér er hægt að sjá úr hvaða stéttum þingmenn komu hver atvinna þeirra var, hvaða málaflokka þeir létu einkum til sin taka, o.s.frv. Ritskrá þeirra segir lika sitthvað um áhugamál þeirra. Þó er rétt að benda á að þar kemur fram mikið misræmi eftir þvi hversu hirðusamir menn voru um að fá sérprentun eða úr- tak af greinum sinum. 1 sambandi við stétt og stöðu þingmanna, þá segir það t.d. sina sögu að framan af voru konung- kjörnir þingmenn undan- tekningarlaust valdir úr röðum embættismanna: Biskup, for- stöðumaður prestaskóla, land- læknir, dómstjóri landsyfirréttar, landfógeti, amtmenn. Stundum var fyllt i skörð með rektor eða yfirkennara frá Lærða skólanum, virðulegum sýslumanni eöa hefðarklerki en frá embættis- mönnum var ekki vikið fyrr en heimastjórnin var komin og Hannes Hafstein valdi þá Þórarin bónda á Hjaltabakka og Agúst út- gerðarmann Flygenring i hópinn. — Þegar við athugum hve hlutur presta er mikill i þingsögunni, langt fram yfir aldamót er von að vakni ýmsar spurningar um stöðu þeirrar stéttar i þjóölifi og þjóðarsögu. A hinn bóginn er auðvitað eðlilegt að verkefnin verði sérhæfðari eftir þvi sem starfsgreinum fjölgar. Upplýsingar, sem koma skemmtileqa á óvart — Eru ekki ýmsar upplýsingar i þessari bók sem geta komið ókunnugum lesanda skemmtilega á óvart? — Jú, ekki er það útilokað. Það eru mörg dæmi þess að feðgar hafi verið þingmenn en þó liklega aldrei samtimis. Eins eru þess mörg dæmi að bræður eða systkini hafi verið i þingmanna tölu. Þar má t.d. nefna bræöurna Skúla og Þórð Thoroddsen og minna á að þrjú börn Skúla voru kosin á þing. Hitt er sjaldgæft að - segir Halldór Kristjáns- son um nýja alþingis- manna- talið þrir ættliðir hafi skipað þingbekki og eru þess þó að minnsta kosti tvö dæmi: Séra Halldór á Hofi séra Lárus Halldórsson og Guð- rún Lárusdóttir. Jón i Múla, Árni Jónsson frá Múla og Jónas Árna- son. En ef við tökum þjóðfundar- menn meö, bætast i þennan hóp Jens rektor Sigurðsson, Jón dóm- stjóri Jensson og Bergur sýslu- maður Jónsson, — og i öðru lagi Eggert sýslumaður Briem, Ölafur á Alfgeirsvöllum og séra Þorsteinn Briem. En fjórir synir Eggerts tóku sæti á Alþingi. Það er einsdæmi að fjórir bræður hafi hlotið þingsæti, en þessir fjórir synir Eggerts Briem sýslumanns og þjóðfundarmanns eru: Eirikur prófessor, Gunn- laugur verslunarstjóri, Ólafur á Alfgeirsvöllum og Páll amt- maður. Þar er komið að þeim frændgarði sem einna mest hefur látið til sin taka i þingsögunni, þvi að auk þessara bræðra, — en þrir þeirra eiga merka þingsögu — má nefna Tryggva Gunnarsson, systurson Eggerts föður þeirrayog Hannes Hafstein systurson Tryggva, og nú á siðustu áratug- um Gunnar Thoroddsen en Egg- ert sýslumaður er langafi hans. A hinn bóginn var Skúli föðurbróðir Gunnars allt að aldarfjórðungi einn helsti þingskörungur okkar. Alþingismannatal 1845— 1975

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.