Tíminn - 01.10.1978, Side 19

Tíminn - 01.10.1978, Side 19
Sunnudagur 1. október 1978 19 „Músikant- arnir mínir, fj ölhæfir listamenn” — segir Ragnar Bjamason, söngvari Þaö má kaíla heimsókn okkar til Ragnars Bjarnasonar söngv- ara og Helle konu hans skyndiár- ás svo fljótt kom hiin tð. ,,Komið þið bara strax”, sagði Ragnar, þegar viö hringdum og biðum við ekki boðanna. TilhlýðUegt þótti aö syngja i hug sér „Við bjóðum góða nótt” á leiöinni upp i Breið- holt, en slenið hvarf er þau hjónin birtust endurnærð eftir mánaðar- ferðalag erlendis. „Við tókum okkur ferðá hendur með bil og barn tU að heimsækja tengdafólkið i Árhus. Cr þessu varð heilmikill akstur um Erm- arsunds- og Norðursjávarlöndin og þar kom að við höfðum fengið nóg. Sendum við bilinn til baka og fórum flugleiðis heim”. „Kaffi?” ^Já því ekki það, Guðjón vill áreiðanlega”. — „Drekkur kannske heUa könnu á dag eins og frúin” (hlær). „Eitthvað sérstakt á döfinni þessa stundina,” — „Já ætli það sé ekki frekast það að nú erum viö aö æfa nýja söngkonu með hljómsveitinni, Eddu Siguröardóttur, en Þuriður sem sungið hefur með okkur á Sögu i þrjú ár, hætti eftir Sumar- gleðina. Einnig kemur tU okkar nýr hljóöfæraleUcari Karl Möller. Það er stundum sagt, að ég hafi verið með á teikningunum af Hótel Sögu ogvist byrjaði ég þar strax og Súlnasalurinn opnaði. Aður höfðum við Svavar Gests spUaö 7 kvöld i viku i Lidó. Það var nú meira ævintýrið, krakkarnir og rokkið.” „Konunni minni kynntist ég á ferðalagi um Skandinaviu. Það var á þeim árum, þegar jörðin brann undir fótum mér i eigin- legri merkingu. Veitingastaöir brunnu... Ég man sérstaklega eftir þvi þegar kviknaöi i ekkju- balls-veitingastaðnum okkar, en það var á einum af sögulegri af- mælisdögum minum. EkkjubaUið stóð þetta kvöld eins og jafnan áður til kl. fjögur um nóttina og á eftir héldum við minn dag hátfð- legan til morguns. Það sem við gátum ekki vitað meðan á gleðskapnum stóð var það að kl. hálf niu yrði allt brunnið til kaldra kola og þá hljóöfærin okk- ar einnig. Við óttuðumst fyrst að eiga sök á hvernig fór, — menn keðjureyktu nú þarna en svo reyndist sem betur fer ekki. Asbestloftið hafði hitnað út frá kösturunum og valdið ikveikj- unni. Við sluppum með skrekk- inn.” Ragnar mundaði kveikjarann oglábeinastviðaðspyrja hann Ut i hinn forboðna ávöxt: sigarett- Fjölskyldan samankomin að Staðarbakka 2. örlftið sést I málverkið hans Ragnars Páls, en andlits- myndina af Helle gerði Nikolai stillingamaður. Faðir Helle og bróðir eru báðir lagnir með pensilinn. Helle á bráðum 14 ára tslandsdvalarafmæli og talar islensku svo til án hreims. una. Aður en Ragnar fékk svarað gekk sonur hans Henri Lárus 9 ára inn i stofuna og varð viga- legur, þegar hann komst að um- ræðuefninu. Pabbi hans bandaði með hendinni: „Nei, spyrjið hann ekki. Hann hefur sinar ákveðnu skoðanir á þvi máli. Leyfið mér.” „Þegarégsönginnáplötu lagið „Þegar ég er þyrstur” var svo komið fyrir mér vegna bannsettr- ar sigarettunnar.aðég náði varla að mæla orð fyrrr en ki. tvö til þrjú á dajinn. Þá hætti ég og tók upp pfpuna sem ég hef haldið i siðan nema á ferðalögum og rétt eftir heimkomu. í hjarta minu á ég leyndan draum að hætta þessu alveg. Hvað sem Ur verður. Maður skammast sin, þegar maður hugsar um mann eins og Jón Sigurðsson bassaleikara sem hafði reykt miklu lengur en ég en hætti á þremur dögum. Arni Is- íeifs tók það til bragðs aö lykta emungis af sigarettum i dálitinn tima ogsnertir þær nú ekki. Ég á greinilega lengra i land.” Helle og Ragnar eiga mörg frumleg málverk og kvað Ragnar málverkadelluna ganga næst biladellunni. „MUsikantarnir minir hafa alltaf verið fjölhæfir listamenn. Fyrst var það nU Ey- þór Stefánsson sem sýnir um þessa helgi f Hveragerði. — Ragnar Pál réði ég til mfn frá Siglufirði sem gftarleikara. Hann var hjá mér i ár, þá mátti hann ekki vera að þvi að leika lengur og skilnaðargjöfin var Skjald- breiðarmálverkið. Og svo er það nU Arni Elfar, mikill teiknari. Ég á mjög skemmtilega teikningu eftir hann af hljóðfæraleikurum. Já, ég get ekki annað en glaðst yfir, hvað strákunum hefur gengið vel.” „Hljómlistarmenn nú til dags eru margir hverjir meistarar i faginu og duga engin vettlinga- tök. Tökum til dæmis Arna Scheving, sem spilar á öll hljóð- færi.jafn vel. Og m'eistarar eru allir þessir slrákar sem eru að pikka eftir plötum og semja sjálfir.” „Attu önnur hugðarefni en tón- listina?” „Þegar ég vil slappa reglulega af, fer ég i bió eða horfi á sjón- varpið. Konan min verður að sætta sig við það.” —Fi ,,Ég á mér leyndan draum...” í heimsókn Frásögn: FI Myndir: 6E og Tryggvi Þeir feðgar eru fyrir góöa fararskjóta. Helle fyrir fallegt handbragð. Margir muna eftir Ragnari sem leigubilstjóra og lengi þjdnaði hann dansgestum á Hótel Sögu sem söngvari og bflstjóri allt I senn. „Nú hef ég ekki snert leigubilinn i fjögur ár.”

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.