Tíminn - 01.10.1978, Side 20

Tíminn - 01.10.1978, Side 20
20 Sunnudagur 1. október 1978 Blómgað beitilyng Reykjavlk (14. sept. 1978) .Beitibuski beitilyng, breiðan þin hin roðafriða. Heiðaljómi hnöttinn kring, hunangsiind ogbúmannsþing. Þér til dýrðar söng ég syng- sauðahjarðir mó þinn prýða." Siöari hluta sumars eru bleik- rauðar beitilyngsbreiðurnar forkunnar fagrar. Gottþótti það til beitar haust, vetur og vor, aðallega yngstu mjúku kvistirn- ir. Talsvert hunang er i beiti- lyngblómum og þykir þaö góð býflugnajurt erlendis sem gefur „lynghunang”. I hlýrri löndum verðurþað 50-80 sm á hæö og oft bara kaliaö lyng eða heiöalyng. A gömlu jósku og noröurþýsku heiðunum var beitilyng hagnýtt bæði til beitar og fóöurs handa geldneytum, hestum og sauðfé — og rifið til eldiviöar þar sem skóglaust var. Riddaraliðshest- ar þóttu verða fjörugir af beiti- lyngi. Talið er sérlega gott til svefns að liggja i blómguðu beitilyngi! Hægt er aö lita gult úr lynginu. I þvi er mikil sútunarsýra, einnig glykosidar. Var seyði af yngstu greinaend- um notað gegn gikt og til þvag- örvunar. Oft verða lyng- hri'slurnar 15-25 ára. Þær grá- fölna stundum á vetrum,ef snjór hlffir ekki. Raka hafvinda þolir það vel. Stórir flákar á Jót- landsheiöum voru áður alvaxnir beitilyngi en siðar leystu akrar og barrskógar það viðast hvar af hólmi, en friöaðir blettir standa eftir. „Angar löngum út við sæ,in- dælt fjörukál i sandi.” Já, hin ljósbláu blóm þess ilma mikið. Þessi snotra, blágræna, safa- mikia jurtvexi fjörum, þar sem þang rotnar og blandast sandi og myndar lágar breiður. Fjörukál varð fyrst blómjurta til aö nema land i Surtsey. Hefur borist þangað með sjó enda þolir hið tviliðaöa aldin þess vel sævolk. 1 þvi er loft svo það flýtur prýöilega. Fyrrum var saxað fjörukál gefiö hænsn- um. Oft vex hin fagra blálilja með þvi i fjörusandinum. Fyrstu merki haustlita sjást nú viku fyrir haustjafndægur. T.d. er berjalyng og gljámispilslauf farið að roöna. En margar jurtir standa enn i fullu blómi i göröunum. Hér gef- ur að li'ta alblómgaða grein af perlukvisti, öðru nafni Margrétarkvisti (spiraca margaritae). Hann er búinn að standa rúman mánaðartima hvitur af blómum i nokkrum görðum, en algengur er hann ekki ennþá. Virðist þó þrifast vel á móti sól. Rauðleitum blæ slær á blómiö er þau eldast. Runninn er um lm á hæö eða meir. Margir kvistir (spiraeur) eru fagrir blómrunnar og geta vel þrifist á Islandi. Algengastur mun hinn rauðblómgaði dögg- lingskvistur og hinn lágvaxni birkikvistur meö hvita blóm- sveipa. 1 þáttunum hér á undan hafa oft verið sýndar myndir af þurrkuöum blómvöndum úr blóma og sveppa villtum grastegundum og stör- um Hér sjáið þiö mynd af silki byggvendi utan úr garði. Silki- bygg er grastegund sem ber sérkennilega fagra gljáandi puntskúfa, sem langar týtur standa út úr. Silkigljáinn og angarnir gefa þessari jurt alveg sérstakan blæ.sem margir eru hrifnir af. brifst hér vel i stein- hæð — og er lengi i blómi. Ef puntskúfurinn er tekinn til þurrkunar, þarf að gera þaö fremur snemma áöur en það veröur fræþroskað og fer aö losna i sér. Neðst t.h. á mynd- Ediksjurt Ingólfur Daviösson: gróður og garðar // W Silkibygg o.fl. Fjörukál úr örfirisey (14. sept. 1978) inni sjást nokkrir toppsprotar af malurtartegund (estragon artemisia dracunculus) sem er fjölær hávaxin grájeit krydd- jurt.Notuö erlendis i salat,kjöt- rétti og til framleiðslu ediks. Þetta er jurt af körfublómaætt en körfurnar eru litilfjörlegar. Ræktuð vegna hins sérstæða gráa litar i blómagörðum. Hefur hér orðið 1 -1 1/2 m áhæð og verður mikil um sig nokkurra ára gömul. Nokkrar skyldar „malurtir” geta þrifist hér á landi flestar gráleitar og með kryddilm. Kunnust hér mun vera ambrajurt (artemisia abrotanum) með fingerðfjaður- skipt dökkgræn blöð- Malurt var stundum látin út i öl og gefur beiskt bragð sbr. orötak- ið: „Að láta malurt i bikarinn”, þ.e. valda óþægindum. En malurt i garði er góð til- breyting. Ýmsir hafa spurt. hvar fræðslu sé að fá um matsveppi hér á landi og hvernig megi þekkja þá. Skal bent á ritgerð með myndum i Garðyrkjuritinu 1969. Höfundur Helgi Hall- grimsson. Forsjálir menn geta og pantað til næsta árs bókina „Dlustreret Svampeflora” eftir Morten Lange eða nýútkomið kver hjá Gads forlagi: „Gode spisesvampe” eftir Morten og Bodil Lange. Sá höfundur hefur rannsakað sveppi nokkuð hér á landi og bæði á Lapplandi og Grænlandi. Þegar sveppum er safnað til matar er stafurinn tekinn upp með. Varastskal að skadda eða skerða sveppinn. Siðan . skal hreinsa mold af þeim áður en þeir eru látnir i körfu eða plast- poka. Ungir sveppir eru jafnan bestir til matar. Gamlir sveppir linast oft og verða óhollari með aldrinum. Best er að eta sveppina nýja. Þeir þola illa geymslu.haldast varla meira en sólarhring — og það á svölum stað. Lengur þó i kæli. Svepp a- réttir geymast einnig illa og geta jafnvel orðiðeitraöir. Hægt er aö þurrka eða salta sveppi til geymslu. Remma og jafnvel óholl efni fara úr þeim út i pækilinn. Niðursoðnir ætisveppir fást I búðum. Súpuduft fæst og úr kóngasvepp (Steinsvamp Stein- pilz, Boletus edulis). Kónga- sveppur er stórvaxinn og- ágætur'til matar. Hefur fundist hér i birkiskógum, einkum norðanlands. Hatturinn brún- leitur meö gulgrænt pipulag neöan á. Furusveppur eða smjörsveppur finnst eingöngu þar sem fura er gróðursett en þar er oft allmikið af honum. Hattur hans súkkulaðibrúnn oft slimugur. Gult pipulag neðan á. Góður matsveppur. Þetta voru nokkur dæmi. En etið ekki óþekktan svepp. (Tryggvi tók myndirnar)

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.