Tíminn - 01.10.1978, Page 21

Tíminn - 01.10.1978, Page 21
Sunnudagur 1. október 1978 21 Bókmenntir: Haildór Kristjánsson: Ohætt mun að telja Guðlaug Arason í röð efnilegri rithöfunda islenzkra. Verðlaunasaga hans, sú sem Mál og menning hefur nú sent á markað sannar það. Hann kann að segja sögu og hann kann að lýsa fólki. Fyrir framan þessa sögu eru prentuð einkunnarorð, tekin úr nýlegri blaðagrein. Þau eru þessi: ,,Sá karlræðisheimur, sem við byggjum, er sjúkur af samkyn- hneigðu valdatafli og dýrkun karlmannsins á sjálfum sér og sinu kynferði með tilheyrandi upphafningu og ummyndun getnaðarlimsins i sverð og spjót, byssustingi og bryndreka, kirkjuturna og kjarnaodda, kappakstursbila og concorde- þotur, eldflaugar, mótorhjól, verksmiðjureykháfa, skýja- kljúfa og fleiri oddhvöss og hörð fyrirbæri, sem risa i veröldinni og vitna um kraft og getu karl- manna”. Það þarf ekki að eyða mörg- um orðum að þessum fræðum. Konan, sem ekki getur séð bullustöng eða byssuhlaup, kóstskapt eða kirkjuturn án þess að taka það sem völsa- dýrkun er illa haldin og grillur hennar og órar jaðra við sjúk- lega þráhyggju. Hvernig skyldi hún vilja laga saumnál svo að hún þjóni tilgangi sinum? Meira að segja er hagkvæmt að hafa nálaraugað aflangt þó að það eigi að bera sivalan þráð. Hver var völsadýrkun móður náttúru er hún mótaði fjöðurstafi og fuglsgogga, trjáboli, sel og lax? Hverju reiddust goöin er jörðin brann —? Ekki verður séð að hve miklu leyti Guðlaugur Arason vill gera þessi einkunnarorðað sinum, en þau eiga vel við Fanneyju, aðra höfuðpersónu sögunnar. Nafn sögunnar, Eldhús- mellur, er eðlilegt. Það þótti nýstárlegt þegar Strindberg bar saman eiginkonu og skækju fyrir tæpum hundrað árum og komstað þeirri niðurstöðu að sá væri munurinn mestur að konan væri keypt ævilangt. Hér er fjallað um það viðhorf.að tvær flugur séu slegnar i einu höggi, samið um ævilanga þjónustu i hjónasæng og eldhúsi. Anna Dóra er skipstjórafrú á fimmtugsaldri. Maður hennar er hrotti sem á það til að berja hana,enda stundum drukkinn. Hins vegar má hann ekki til þess hugsa að hún vinni utan heimilis. Hún er þvi mjög ein heima þegar börnin eru flutt. Af þessu öllu saman verður hún taugaveikluð, þjáist af vanliðan og svitaköstum, drekkur áfengi og tekur valium. Þá kemur Fanney og býr hjá henni um skeið. Hún hefur m.a. orðið fyrir þeirri reynslu að þrir menn, sem hún naumast veit hverjir voru, nauðguðu henni þar sem hún var i slikri vimu af áfengi og hassi að hún vissi varla til sin, en af þessu varð þungun en fóstrinu lét hún eyða úti i Danmörku, þar sem hún fékk ekki leyfi til þess að is- lenzkum lögum. Þetta er mikil reynsla og slæm og Fanney hefur þá skoðun að eiginkona og eldhúsmella sé eitt og hið sama. Fleira fólk kemur við sögu og er margt vel um lýsingar þess. Sennilega er allt sem sagt er frá i þessarí bók i samræmi við veruleikann með drykkfelldri þjóð, hversu algengt sem það er. Söguefnið er fyrst og fremst sú breyting sem verður á önnu Dóru eftir að Fanney kemur. Hjá henni finnur hún það sem hún hefur farið á mis við i einkalifi sinu og hjónabandi og nýtur þess. Nú er rétt að muna það,að i öllu samlifi og félagsskap leitar maðurinn svölunar á dýpstu þrá sinni, — að finna gildi sitt. Það er kjarninn i öllum samböndum ástar og vináttu — og það er ekki kynferðislegt, heldur má segja að það sé hafið yfir kyn- ferðið. En hvernig finnst þetta Gufilaugur Arason. Eldhúsmellur. Skáldsaga. Mál og menning 1978. manngildi? Hvernig fær maður- inn sönnun fyrir gildi sinu? Meö þvi að finna að hans sé þörf, honum sé treyst, hann hafi hlut- verki að gegna, sé ábyrgur fyrir einhverju. Og það er einmitt þetta sem verður önnu Dóru styrkur. Fyrst er það einlægni og trún- aður Fanneyjar. A þeim grund- velli þróast vináttan, þangað til þær ganga i eina sæng og hjúfra sig hvor að annarri. Það er ekk- ert sem bendir til kynvillu i sambandi þeirra, bara einlæg vinátta. Sú vinátta nægir til þess að Anna Dóra þarf ekki pillurn- ar og henni vex öryggi og styrk- ur til að bjóöa eiginmanninum byrginn og raunar að mæta lif- inu og bera ábyrgð þess. Fanney fer til Reykjavikur og hvetur önnu Dóru til að koma á eftir sér og búa með sér syðra. En þegar Anna Dóra ekur heim i þorpið sitt frá þvi að flyt ja vin- konu sina á flugvöllinn veit hún að þetta er hennar þorp, hér á hún heima, hér hefur hún hlut- verki að gegna, hér eru persón- ur sem þurfa hennar með. Trúnaður er meiri heilsugjafi en róandi pillur. Trúnaður er vottur þess að manni sé treyst og eftir þvi sækjumst við oft miklu meir en við gerum okkur grein fyrir. Að gefa sig öðrum á vald er að sýna honum fyllsta trúnað. t þvi felst það að hann sé þess verður að hafa ráð. manns-J hendi sér. Það er sönnun þess aö manngildi hans er viðurkennt. Ég hefði kosið að þessi ör- lagariku sannindi sem saga Guölaugs Arasonar fjallar um og byggist á, hefðu stundum komið aðeins skýrar i ljós og með ótviræöari hætti. Raunar geta þau ekki dulizt glöggum lesanda en á það er að lita, að þessi frumsannindi mannlegrar tilveru hafa mjög verið sniö- gengin i mörgum tizkuverkum siðari ára. Ný sannindi og alveg eins gömul og gleymd sannindi þarf að segja glöggt. Nýja kynslóðin Guölaugur Arason Ekkert er samtiö okkar nauð- synlegra en að henni sé bent á gæfuveginn, visaö til vegar svo aö hún sætti sig viö liftð og njóti þess. Eg tel að þessi saga stuöli aö þvi. Þvi er ástæða til að fagna henni og vona að höfundur hennar haldi áfram að segja okkur sögur sem draga fram lifsgildið. n Tn m vM/Jl Wá sýJ/') 1 mí Nú eru komnar á markaðinn nýjar og endurbættar gerðir af ZETOR dráttarvélum 47 og 70 ha. og nú allar útbúnar með vökvastýri. i verði ZETOR dráttarvélanna fylgir mun meira af fullkomnum aukaútbúnaði, en með nokkurri annarri dráttarvél. Og þær endurbætur sem nú hafa farið fram á ZETOR dráttarvélunum felast aðallega i eftirfarandi: 1. Nýtt og stærraTiljóðeinangrað hús með sléttu gólfi. 2. Vatnshituð miðstöð. 3. De Luxe fjaðrandi sæii. 4. Alternator og 2 rafgeymar. 5. Kraftmeiri startari. 6. Fullkomnari glrkassi og kúpling. 7. Framljós innbyggð i vatnskassahlif. 8. Vökvastýri nú einnig 1 47 ha vélinni. Oft hafa verið góð kaup í ZETOR en aldrei eins og nú. Gerð4911,47 ha. með fullkomnasta búnaði ca. kr. 1,875.000.- Gerð6911,70 ha. með fullkomnasta búnaði ca. kr. 2,390.000.- Siðasta sending á þessu ári — Næstu vélar hækka all verulega. umboöiö: ISTEKKf Bændur gerið hlutlausan samanburð og va/ið verður ZETOR íslensk-tékkneska verslunarfélagió h.f. Lágmúla 5, Simi 84525. Reykjavik Ol'angreindar geröir fyrirliggjandi eöa vænt anlegar á næstunni. Sýningarvélar á staðnum. ÍTÍ.I Éi I y 4é' Ý *|! f I ■SrK T yí Þegar trúnaður vinnst

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.