Tíminn - 01.10.1978, Qupperneq 35

Tíminn - 01.10.1978, Qupperneq 35
35 Sunnudagur 1. október 1978 flokksstarfið FUF Kópavogi Opiö hús verður að Neöstutröð 4 þriöjudaginn 3. okt. frá kl. 8.30. Félagar komið og sýnið ykkur og sjáið aðra. Stjórnin Félag Framsóknarkvenna Fundur að Rauöarárstig 18, fimmtudaginn 5. október kl. 20.30 Fundarefni: 1. Vetrarstarfið 2. önnur mál Kaffi Fjölmennið á fyrsta fund vetrarins. Stjórnin Rabbfundur SUF Annar rabbfundur S.U.F. veröur í hádeginu þriðjudaginn 3. okt. á. Hótel Heklu. A fundinum verður engin ákveðin dagskrá heldur bara rabbað um daginn og veginn, á boðstólum verður kaffi, brauð og álegg. S.U.F. arar og annað Framsóknarfólk munið að bætt tengsl einstaklinga innan flokksins^skapa betri flokk. Garðabær og Bessastaðahreppur Miðvikudaginn 3. okt. kl. 17.30 veröur fundur í Framsóknarfélagi Garöabæjar og Bessastaöahrepps i Goðatúni. Fundarefni: Einar Geir Þorsteinsson ræöir bæjarmál og svarar spurningum. Fjölmennið. Stjórnin. Áhugafólk um íþróttir Eirikur Tómasson, formaður Iþróttaráðs Reykjavíkur boðar tii fundar um iþróttamálefni i Reykjavik, miövikuaaginn 4. október kl. 12.00 (i hádeginu), að Rauðarárstig 18, Hótel Heklu. Hægt er að kaupa hressingu á vægu verði. AHt áhugafólk um Iþróttir velkomiö á fundinn. Blóðþrýstingur 0 að geta sinnt öllum háþrýstings- sjúklingum á höfuðborgar- svæðinu. í langflestum tilfellum má koma blóðþrýstingn- um í eðlilegt horf — Hvernig er meðferð á há- þrýstingi háttað? — Til að byrja með þarf að mæla blóðþrýstinginn nokkrum sinnum til aö fá staðfest að um háþrýsting sé aö ræða, þvi oft eru nokkrar sveiflur á blóðþrýstingi frá degi til dags. Ef blóðþrýstingshækkunin er ekki mikil geta vissar almennar aðgerðir, svo sem minnkuð salt- neysla, megrun ef sjúklingurinn er feitur og reglubundin likams- þjálfun dugað til að koma há- þrýstingnum i eðlilegt horf. Oftast þarf þó að gefa lyf við blóðþrýstingshækkun. Nú eru til mjög góð lyfvið þessum sjúkdómi og tekst oftast aö ná blóöþrýsting niður með lyfjameðferð. Orsakir oftast óþekktar — Er háþrýstingur ólæknandi? I einstaka tilviki tekst að finna orsök fyrir blóðþrýstingshækkun, sem hægt er að lækna — oftast er hér um að ræða sjúkdóm i nýrum eða nýrnaæðum. 1 þessum tilvik- um er stundum hægt að lækna sjúkdóminn endanlega, t.d. með skurðaðgerð. 1 90-95% tilfella er þó sjúkdómsorsökin óþekkt og þegar þannig stendur á þarf sjúk- lingurinn yfirleitt að vera til með- ferðar ævilangt. Þótt ekki sé vitað um orsakir háþrýstings er vitað um ýmsa áhættuþætti sem auka likindi á sjúkdómnum. Þannig virðist vera fylgni milli saltneyslu og há- þrýstings. Sjúkdómurinn er t.d. mjög algengur með Japönum, sem neyta mikils salts. Með öðrum þjóðum þar sem salt- neysla er litil sem engin svo sem ýmsum frumstæðum kynþáttum i Afriku og á Kyrrahafseyjum þekkist háþrýstingur varla. Aöur fyrr var lika eina með- ferðin við hækkuðum blóð- þrýstingi að útiloka allt salt úr fæðunni og gafst það nokkuð vel. Samkvæmt þessu er háþrýstings- fólki bent á að draga úr saltneyslu eftir megni og megra sig ef það er of þungt,þvi það hefur sýnt sig aö lækka blóðþrýstinginn. — A fólk að láta mæla blóö- þrýsting sinn reglulega? — Já, fólk sem er komið um eða yfir fertugt ætti að láta mæla hann af og til. Menn fara til læknis við ýmis tækifæri, t.d. til að fá sér augnavottorð eöa eitt- hvað þess háttar og þá gefst tæki- færi til að láta gera þessa einföldu mælingu I leiðinni. Nokkuð hefur verið gert af þvi aö leita háþrýstingssjúklinga uppi I hóprannsóknum en þaö er kostnaöarsamt. Almennt séð er skynsamlegt að láta fylgjast með heilsufari sinu, fara I einhverskonar lækniseftir- lit á kannski tveggja ára fresti. Eru nú raunar komin ákvæði i kjarasamninga ýmissa stétta aö menn eigi rétt á reglubundnu heilsufarseftirliti. Eftirlit og rétt meðferð mikilvæg Háþrýstingur og fleiri sjúk- dómar svo sem byrjandi sykur- syki, gláka, kransæöasjúkdómar og hækkuð blóðfita.sem ekki hafa nein einkenni i för með sér lengi framan af eru ekki sist ástæðan til að slikt eftirlit er mjög skyn- samlegt. — Hvaða ráð vilt þú helst gefa háþrýstingsfólki? — Ég vil hvetja þá sem vita að þeir eru meö hækkaðan blóð- þrýsting til að láta fylgjast vel með sér og fara nákvæmlega eftir fyrirmælum lækna um lyfjatöku og lifnaöarhætti. Það hefur komiö i ljós við ýmsar rannsóknir aö meöferð á háþrýstingi getur kom- iö i veg fyrir þá alvarlegu fylgi- i kvilla sem annars fylgja há- þrýstingi. SJ Beint tap O öðrum og heilbrigöari iðnaði, og hafa lýst þvi yfir að þeir vilji vera við þvi búnir að tóbakssala stór- minnki á allra næstu árum. Tóbakssala á vegum Afengis- og tóbaksverslunar rikisins minnkaði á siðastliðnu ári um tæp 34 tonn, eða 7% miðaö við árið á undan. Reykingar nemenda i skólum hafa minnkaö verulega samkvæmt nýiegri könnun 1 borgarlæknisins i Reykjavik. 1 sömu könnun kom fram að reyk- lausum heimilum grunnskóla- nemenda hefði fjölgað um 25% á siðustu fjórum árum. Þetta sýnir^að hægt er að hafa áhrif á þróun tóbaksmálanna, en með öflugara starfi er hægt að ná mun meiri árangri. Mjög mikil þátttaka var á ráð- stefnunni i gær. Baráttan o Saudi-Araba er langtum al- varlegri,en hugsanlega er hún einungis gerð til að vinna tima meðan menn eru að átta sig á framvindu mála. Marokkó er trúlega samþykkt Camp David-samkomulaginu, og furstadæmin við Persaflóa sömuleiðis. Styrkur Sadats Fátt sýnir betur styrk Sadats en að hann skuli hafa byrjað einhliða samningavið- ræöur við Israel. Takist þaö.þá hefur hann örugglega náö aö gera Egyptaland að öflugasta riki Araba, bæði pólitiskt og hernaðarlega. Mistakist það þá er ekkert liklegra en ný styrjöld brjótist út milli Israels og nágrannarikja þess. Slik styrjöld gæti þýtt,aö risa- veldin næðu varanlegum tök- um árikjum áþessusvæðiogi stað fullvalda rikja verði þarna smáriki,sem verði að- eins peða á skákborði hinna stóru og voldugu. „Gaman...” @ þingsetu sina sem varamenn en urðu siðar aðalmenn, en ég veit, að þeir eru talsvert margir. Dæmi eru lika til þess, aö vara- maður eigi lengri þingsetu að baki heldur en aðalmaður. Að visu hygg ég að slikt dæmi sé ekki nema eitt: Þórður Benediktsson veiktist I byrjun sins fyrsta þings, og var nokkuð lengi utan þings- ins. En Þóroddur Guðmundsson, sem var varamaður Þórðar kom i staðinn og þaö er óhætt aö segja að á þessu kjörtimabili var þing- seta varamannsins mun lengri en aðalmannsins. Hins þarf ekki að geta, að þegar aðalmaður fellur frá, sest varamaðurinn i sætið og tekur þannig alveg við hlutverki aðalmannsins. — Hvenær kemur svo næsta al- þingismannatal Halldór? — Það veit ég ekki. Hitt er vist að um hverjar kosningar bætast nýir menn i þingmannahópinn og þeir sem fyrir voru,lengja sögu sina. Mér þykir mjög sennilegt að Skrifstofa Alþingis muni safna að sér gögnum um alþingismenn nokkurn veginn eftir hendinni og þá er það efni tiltækt við gerð næsta alþingismannatals. Þegar alþingismenn fara á fundi og þing erlendis er algengt.að útlendingar vilji vita á þeim nokkur deili til dæmis um starfsferil þeirra og fleira slikt. Og þegar þingmenn deyja,er það föst regla að þeirra sé minnst á Alþingi. Allt kallar þetta á það,að jafnan séu tiltækar almennar upplýsingar um þá menn sem sitja á þingi, og þær upplýsingar rekur óhjákvæmi- lega á fjörur Alþingis. — Aö lokum, Halldór: Var ekki gaman að vinna þetta verk? — Jú. Mér hefur alltaf þótt gaman að sögu og margt sem snertir mannfræði þykir mér lika skemmtilegt. Þess vegna var gaman að vinna að gerð þessarar bókar, jafnvel þótt hún sé ekki nema sögu-grind,og þótt mér sé ljóst,að það sem sögulegast er og skemmtilegast eigi alls ekki heima i sliku ritverki! —vs •••• • • • • • m • 'éniiihliwÍM Safnið öllu m fjórum ABBA dúkkunum Björn Frida Benny: I Leikfangahúsið Skólavörðustíg 10, sími 14806 Útboð iii V Tilboö óskast i straumspenna fyrir Rafmagnsveitur Reykjavikur. Otboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Frikirkjuvegi 3 Reykjavik.Tilboðinveröa opnuð á sama stað þriðjudaginn 7. nóv. n.k. kl. 11. f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKIAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 Sólbekkir Smíðum sólbekki eftir máli, álimda með harðplasti. Mikið litaúrval. Stuttur afgreiðslufrestur. Trésmiðjan Kvistur Súðarvogi 42 (Kænuvogsmegin) Simi 33177 EIHSINN ER FUUKOMINN Aðeins einn kemst næst því í hverri grein. í byggingariðnaði eru gerðar miklar kröfur, enda eru byggingaraðiiar stöðugt á höttunum eftir betri tækjum, meiri afköstum og hagkvæmari útkomu. Framleiðendur byggingakrana og steypumóta eiga í harðri samkeppni um heim allan. Þess vegna verður val byggingaraðila undantekningariaust þau tæki, sem hafa sannað kosti sína og yfirburði í reynd. BPR byggingakranarnir, eru stolt franska byggingariðnað- arins vegna afburða hæfileika, og útbreiðslu þeirra um allan heim. HUNNEBECK steypumótin hafa valdið tímamótum, ekki bara í Þýzkalandi, heldur víðast hvar annarsstaðar. Betri lausn er varia til! Allar frekari upplýsingar fúslega veittar á skrifstofunni. ÁRMANNSFELL HF. Leigu- sölu- og varahlutaþjónusta. Funahöfða 19, Sími83307. BPR CG Húnnebeck Sölustjóri HUNNEBECK verksmiðjanna er staddur hér á landi. Vinsamlegast notið þetta tækifæri og fáið upplýsingar og ráðleggingar varðandi HUNNEBECK steypumótin. Hafið sam- band i sima 83307.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.