Fréttablaðið - 05.09.2006, Side 12

Fréttablaðið - 05.09.2006, Side 12
12 5. september 2006 ÞRIÐJUDAGUR KARTÚM, AP Stjórnvöld í Súdan segja að Afríku- bandalagið hafi ekki umboð til að framselja núverandi friðargæslu bandalagsins til Samein- uðu þjóðanna. SUNA- fréttastöðin í Súdan hefur eftir forseta landsins, Omar al-Bashir, að súd- anska stjórnin hafni alþjóðlegri friðargæslu í landinu og búi sig undir átök við hana, komi hún óboðin. Hann hvatti einnig Afríkubanda- lagið til að hafa sig á brott úr landinu fyrir lok mánaðarins, en þá rennur umboð þess til friðar- gæslu opinberlega út. Ríkisstjórn Súdans er talin hafa sent liðsauka til Darfúr-hér- aðs nýverið og hefur gefið út yfirlýsingar um að 10.000 manna súdanskan her nægi til að tryggja frið í Darfúr. Magnea Marinós- dóttir alþjóðastjórnmálafræðing- ur er ekki sérlega bjartsýn á frið- arhorfurnar. „Til þess að friður haldist verða allar stríðandi fylk- ingar að vera á bandi friðarins. Sú staðreynd að tveir af þrem uppreisnarhópum í Darfúr-hér- aði skrifuðu ekki undir friðar- samningana í maí 2006 gefur ekki ástæðu til mikillar bjart- sýni,“ sagði hún í viðtali við Fréttablaðið. Magnea bendir einnig á að ein ástæða mikillar andstöðu ríkisstjórnar Súdans sé hlutskipti bandamanna ríkisstjórnarinnar í Dar- fúr. „Í Darfúr eru um fimmtíu menn sem settir hafa verið á lista Alþjóðasakamáladóm- stólsins yfir stríðslæpamenn. Þeir eru hliðhollir ríkisstjórninni og því vill hún leiða málið til lykta á sínum eigin forsendum, frekar en að hleypa að alþjóðleg- um her Sameinuðu þjóðanna, sem síðan gæti fært þá fyrir Alþjóðasakamáladómstólinn.“ Núverandi friðargæsluliði Afríkusambandsins í Darfúr hefur ekki tekist að sinna hlut- verki sínu sem skyldi síðan nokkrir af deiluaðilum skrifuðu undir friðarsamkomulagið í maí 2006. Eftir að þrír hópar afrískra Darfúr-manna gerðu uppreisn gegn arabískum yfirvöldum í Kartúm árið 2003 hafa um 200.000 manns látið lífið og liðlega 2,5 milljónir lagt á flótta. klemens@frettabladid.is. Enginn frið- ur í Darfúr Súdönsk yfirvöld segjast undirbúa átök við friðar- gæslulið SÞ og hvetja Afríkubandalagið til að hverfa frá héraðinu. Friðarhorfur eru ekki góðar, að mati Magneu Marinósdóttur alþjóðastjórnmálafræðings. FLÓTTADRENGUR Í BÚÐUNUM Í TSJAD Tsjadsmegin við landamærin dveljast nú minnst 200.000 súdanskir flóttamenn úr Darfúr-héraði. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SKIPULAGSMÁL Fyrsta áfanga framkvæmdarinn- ar við nýjan duftgarð í Sóllandi í Fossvogsdal er lokið, segir Þorgeir Adamsson, garðyrkju- stjóri kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma. „Landmótuninni er lokið að stórum hluta til,“ segir Þorgeir. „Það er vonast til að kannski verði hægt að taka hluta garðsins í notkun árið 2008.“ Garðurinn verður rúmlega þrír hektarar og mun rúma um 32 þúsund duftker. „Þarna er gert ráð fyrir að verði til grafarsvæði langt fram á þessa öld,“ segir Þorgeir. Að sögn Þorgeirs eykst hlutfall þeirra sem kjósa bálfarir sífellt. „Þetta eru orðin um eða yfir 25 prósent í dag. Það er mjög jákvætt að bálförum fjölgi því það stuðlar að betri landnýtingu og minni kostnaði við gerð kirkjugarða.“ Þorgeir bendir á að á höfuðborgarsvæðum nágrannalanda séu yfirleitt rúm níutíu prósent sem velja bálför. Nýi garðurinn var hannaður af Sigríði Magnúsdóttur og Hans-Olav Andersen á teiknistofunni Tröð. Þau sigruðu samkeppni sem efnt var til um hönnun garðsins á síðasta ári. Í honum verða margir duftreitir, aðskildir með lækjum. - sh Framkvæmdir við nýjan duftgarð í Fossvogsdal ganga vel: Grafir langt fram á þessa öld DUFTGARÐURINN Á myndinni sést glögglega hvernig fyrirhugað er að láta tjörnina við hlið garðsins flæða í lækjum milli reitanna. SÓLLAND Hér mun duftgarðurinn rísa. FRÉTTABLAÐIÐ / GVA JÓN GENGINN YFIR Allt var með kyrr- um kjörum þegar þessi mexíkóska kona gægðist út um dyrnar hjá sér um helgina eftir að fellibylurinn Jón gekk yfir. Þó er ekki víst að sand- pokarnir í dyragættinni hafi dugað til að halda regnvatninu utan dyra. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Námskeiðið Súperform á fjórum vikum hjá Goran Kristófer, íþróttafræðingi, er hannað til að koma þér af stað á mjög árangursríkan og einfaldan hátt. Tilgangur námskeiðsins er að koma þér á æðra stig hvað varðar líkamlega og andlega heilsu. Ef þú vilt: Léttast Styrkjast Efla ónæmiskerfið Bæta meltinguna Hormóna jafnvægið Andlega vellíðan Auka minni og einbeitinguna Auka orkuna Komast í form Bæta heilbrigði Þú kynnist nýjum möguleikum í matarvali, mat sem örvar fitubrennslu, hvernig þú átt að glíma við matar -og sykurþörfina, hvernig þú ferð a því að brenna meira og léttast. Fimm tímar í viku – Brennsla, styrking og liðleiki Takmarkaður fjöldi Vikulegar mælingar Eigið prógramm í tækjasal Persónuleg næringarráðgjöf Ráðgjöf við matarinnkaup Fræðsla og eftirfylgni – 2 fyrirlestrar Slökun og herðanudd í pottum að æfingu lokinni Hollustudrykkur eftir hverja æfingu Karlar kl. 7:30 Konur kl. 6:30, 10:00, 16:30 og 18:30 Nýtt námskeið hefst 11. september nk. Skráning er hafin í síma 444 5090 eða nordicaspa@nordicaspa.is. Námskeið greiðist við skráningu – athugið síðast komust færri að en vildu. Næstu námskeið fram að jólum: 16. október (4 vikur) og 13. nóvember (6 vikur). MAGNEA MARINÓSDÓTTIR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.