Fréttablaðið - 05.09.2006, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 05.09.2006, Blaðsíða 12
12 5. september 2006 ÞRIÐJUDAGUR KARTÚM, AP Stjórnvöld í Súdan segja að Afríku- bandalagið hafi ekki umboð til að framselja núverandi friðargæslu bandalagsins til Samein- uðu þjóðanna. SUNA- fréttastöðin í Súdan hefur eftir forseta landsins, Omar al-Bashir, að súd- anska stjórnin hafni alþjóðlegri friðargæslu í landinu og búi sig undir átök við hana, komi hún óboðin. Hann hvatti einnig Afríkubanda- lagið til að hafa sig á brott úr landinu fyrir lok mánaðarins, en þá rennur umboð þess til friðar- gæslu opinberlega út. Ríkisstjórn Súdans er talin hafa sent liðsauka til Darfúr-hér- aðs nýverið og hefur gefið út yfirlýsingar um að 10.000 manna súdanskan her nægi til að tryggja frið í Darfúr. Magnea Marinós- dóttir alþjóðastjórnmálafræðing- ur er ekki sérlega bjartsýn á frið- arhorfurnar. „Til þess að friður haldist verða allar stríðandi fylk- ingar að vera á bandi friðarins. Sú staðreynd að tveir af þrem uppreisnarhópum í Darfúr-hér- aði skrifuðu ekki undir friðar- samningana í maí 2006 gefur ekki ástæðu til mikillar bjart- sýni,“ sagði hún í viðtali við Fréttablaðið. Magnea bendir einnig á að ein ástæða mikillar andstöðu ríkisstjórnar Súdans sé hlutskipti bandamanna ríkisstjórnarinnar í Dar- fúr. „Í Darfúr eru um fimmtíu menn sem settir hafa verið á lista Alþjóðasakamáladóm- stólsins yfir stríðslæpamenn. Þeir eru hliðhollir ríkisstjórninni og því vill hún leiða málið til lykta á sínum eigin forsendum, frekar en að hleypa að alþjóðleg- um her Sameinuðu þjóðanna, sem síðan gæti fært þá fyrir Alþjóðasakamáladómstólinn.“ Núverandi friðargæsluliði Afríkusambandsins í Darfúr hefur ekki tekist að sinna hlut- verki sínu sem skyldi síðan nokkrir af deiluaðilum skrifuðu undir friðarsamkomulagið í maí 2006. Eftir að þrír hópar afrískra Darfúr-manna gerðu uppreisn gegn arabískum yfirvöldum í Kartúm árið 2003 hafa um 200.000 manns látið lífið og liðlega 2,5 milljónir lagt á flótta. klemens@frettabladid.is. Enginn frið- ur í Darfúr Súdönsk yfirvöld segjast undirbúa átök við friðar- gæslulið SÞ og hvetja Afríkubandalagið til að hverfa frá héraðinu. Friðarhorfur eru ekki góðar, að mati Magneu Marinósdóttur alþjóðastjórnmálafræðings. FLÓTTADRENGUR Í BÚÐUNUM Í TSJAD Tsjadsmegin við landamærin dveljast nú minnst 200.000 súdanskir flóttamenn úr Darfúr-héraði. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SKIPULAGSMÁL Fyrsta áfanga framkvæmdarinn- ar við nýjan duftgarð í Sóllandi í Fossvogsdal er lokið, segir Þorgeir Adamsson, garðyrkju- stjóri kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma. „Landmótuninni er lokið að stórum hluta til,“ segir Þorgeir. „Það er vonast til að kannski verði hægt að taka hluta garðsins í notkun árið 2008.“ Garðurinn verður rúmlega þrír hektarar og mun rúma um 32 þúsund duftker. „Þarna er gert ráð fyrir að verði til grafarsvæði langt fram á þessa öld,“ segir Þorgeir. Að sögn Þorgeirs eykst hlutfall þeirra sem kjósa bálfarir sífellt. „Þetta eru orðin um eða yfir 25 prósent í dag. Það er mjög jákvætt að bálförum fjölgi því það stuðlar að betri landnýtingu og minni kostnaði við gerð kirkjugarða.“ Þorgeir bendir á að á höfuðborgarsvæðum nágrannalanda séu yfirleitt rúm níutíu prósent sem velja bálför. Nýi garðurinn var hannaður af Sigríði Magnúsdóttur og Hans-Olav Andersen á teiknistofunni Tröð. Þau sigruðu samkeppni sem efnt var til um hönnun garðsins á síðasta ári. Í honum verða margir duftreitir, aðskildir með lækjum. - sh Framkvæmdir við nýjan duftgarð í Fossvogsdal ganga vel: Grafir langt fram á þessa öld DUFTGARÐURINN Á myndinni sést glögglega hvernig fyrirhugað er að láta tjörnina við hlið garðsins flæða í lækjum milli reitanna. SÓLLAND Hér mun duftgarðurinn rísa. FRÉTTABLAÐIÐ / GVA JÓN GENGINN YFIR Allt var með kyrr- um kjörum þegar þessi mexíkóska kona gægðist út um dyrnar hjá sér um helgina eftir að fellibylurinn Jón gekk yfir. Þó er ekki víst að sand- pokarnir í dyragættinni hafi dugað til að halda regnvatninu utan dyra. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Námskeiðið Súperform á fjórum vikum hjá Goran Kristófer, íþróttafræðingi, er hannað til að koma þér af stað á mjög árangursríkan og einfaldan hátt. Tilgangur námskeiðsins er að koma þér á æðra stig hvað varðar líkamlega og andlega heilsu. Ef þú vilt: Léttast Styrkjast Efla ónæmiskerfið Bæta meltinguna Hormóna jafnvægið Andlega vellíðan Auka minni og einbeitinguna Auka orkuna Komast í form Bæta heilbrigði Þú kynnist nýjum möguleikum í matarvali, mat sem örvar fitubrennslu, hvernig þú átt að glíma við matar -og sykurþörfina, hvernig þú ferð a því að brenna meira og léttast. Fimm tímar í viku – Brennsla, styrking og liðleiki Takmarkaður fjöldi Vikulegar mælingar Eigið prógramm í tækjasal Persónuleg næringarráðgjöf Ráðgjöf við matarinnkaup Fræðsla og eftirfylgni – 2 fyrirlestrar Slökun og herðanudd í pottum að æfingu lokinni Hollustudrykkur eftir hverja æfingu Karlar kl. 7:30 Konur kl. 6:30, 10:00, 16:30 og 18:30 Nýtt námskeið hefst 11. september nk. Skráning er hafin í síma 444 5090 eða nordicaspa@nordicaspa.is. Námskeið greiðist við skráningu – athugið síðast komust færri að en vildu. Næstu námskeið fram að jólum: 16. október (4 vikur) og 13. nóvember (6 vikur). MAGNEA MARINÓSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.