Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.09.2006, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 10.09.2006, Qupperneq 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 550 5000 SUNNUDAGUR 10. september 2006 — 242. tölublað — 6. árgangur ��� ���� ����������������� ����� � ����� ������ ������������ �������� VEÐRIÐ Í DAG ALLT ATVINNA Stútfullt blað af atvinnuauglýsingum atvinna Í MIÐJU BLAÐSINS BORGENGIÐ FAGNAR Áhöfn borsins var að vonum stóránægð með árangurinn. Hér stilla meðlimir hennar sér upp fyrir framan myndavélina, hver með litla kampavínsflösku. Um hundrað manns voru viðstaddir þegar borinn braut sér leið í gegn um seinasta berghaftið og brutust mikil fagnaðarlæti út þegar hann stöðvaði. Borinn verður nú sendur úr landi í önnur verkefni. FRÉTTABLAÐIÐ/GUNNAR KÁRAHNJÚKAR Risabor Impregilo boraði sig í gegnum síðasta berg- haftið í aðrennslisgöngum Kára- hnjúkavirkjunar um ellefuleytið í gærmorgun. Þar með lauk tveggja ára og fimmtán kílómetra löngu ferðalagi borsins undir Fljóts- dalsheiði og skeikaði aðeins um fimmtán sentimetra. „Þetta er mjög stór áfangi fyrir Impregilo,“ segir Ómar Valdimarsson, talsmaður Impreg- ilo á Íslandi. „Nú þegar þessum áfanga er lokið eru það ekki nema um tveir kílómetrar sem á eftir að bora í allri þessari jarðganga- gerð fyrir aðrennslisgöngin. Þar af leiðandi er þetta ansi stór dagur.“ Um hundrað manns voru við- staddir þegar borinn fór í gegn. Af öryggisástæðum var honum ekki ýtt af fullu afli seinustu metrana og tók það um klukkustund að bora í gegnum seinasta haftið sem var tæpir tveir metrar að þykkt. Þar sem borinn var stöðvaður eru um hundrað og fimmtíu metrar upp á yfirborðið. Ómar segist hafa verið í göng- unum þegar borinn braut seinasta haftið. „Það var tekið mjög vel á móti þeim mönnum sem komu í gegnum síðasta berghaftið. Við merktum stóran hring þar sem við ætluðum bornum að koma í gegn og honum skeikaði um fimmtán sentimetra á þessari fimmtán kíló- metra leið. Við teljum það ansi gott,“ segir hann. Borinn, sem kallast TBM1, verður nú tekinn í sundur og send- ur úr landi. Hann fer í önnur verk- efni eftir uppherslu hjá framleið- andanum. Borarnir tveir sem eru eftir, TBM2 og TBM3 bora hvor á móti öðrum og eiga eftir um tveggja kílómetra leið. - sþs Skeikaði aðeins um fimmtán sentimetra Risabor Impregilo braut sér leið gegnum seinasta haftið í aðrennslisgöngum Kárahnjúkavirkjunar í gær. Á fimmtán kílómetra leið skeikaði aðeins um fimmtán sentimetra. Mikil fagnaðarlæti brutust út þegar áfanganum var náð. Slógu í gegn í Svíþjóð Förðunarfræðing- urinn Margrét Jónas- dóttir og Nonni Quest fengu góða umsögn í Extrabladet. FÓLK 38 Skáldlegt líf í landa- mæralausum heimi Skáldin Jesse Ball og Þórdís Björnsdóttir skrifuðu bókina Vera & Linus í sameiningu. BÆKUR 26 Draumaheimar Höllu Halla Gunnarsdóttir myndlistar- kona hefur á stuttum tíma vakið athygli bæði í leikhúsi og gallerí- um. VIÐTAL 18 Valur bikarmeistari Valskonur urðu í gær bikarmeist- arar í knattspyrnu er þær unnu Breiðablik í vítaspyrnukeppni. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði þrennu fyrir Val en eftir venjulegan leiktíma var staðan 3-3. ÍÞRÓTTIR 30 48% 67% *Samkvæmt fjölmi›lakönnun Gallup í maí 2006. Íslendingar 18-49 ára Meðallestur á tölublað Fr é tt a b la › i› Fr é tt a b la › i› M b l. M b l.40 30 50 70 60 BJARTVIÐRI EYSTRA Í dag verður yfirleitt 5-13 m/s, hvassast norðvestan til og síðan vestan til þegar líður á síðdegið. Skúrir um sunnan og vestanvert landið en bjartviðri norðaustan og austan til. Hiti 9-15 stig, hlýjast á Áusturlandi. VEÐUR 4 BANDARÍKIN Kona á fertugsaldri hefur verið fundin sek um að slá aðra konu ítrekað í höfuðið með dauðum chihuahua-hundi. Konan, Lisa Hopfer, gæti átt yfir höfði sér allt að átján mánaða fangelsis- dóm fyrir árásina. Þetta kemur fram á vef bandaríska dagblaðs- ins St. Lois Today. Í réttarhöldunum hélt fórnar- lamb árásarinnar því fram að Hopfer hefði hringt dyrabjöllu hennar margoft og ruðst inn þegar hurðin var opnuð, vopnuð hundinum. Upphófust þá barsmíðarnar og var hundinum slegið í höfuð konunnar að minnsta kosti þrjátíu sinnum. - sþs Líkamsárás í Bandaríkjunum: Barði konu með dauðum hundi FLÓRÍDA, AP Geimskutlunni Atlantis var loksins skotið á loft í gær með sex geim- fara innanborðs. Leiðang- urinn heldur til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar en þetta er fyrsta geimskotið þang- að frá því að geimskutlan Columbia fórst á leið þaðan til jarðar í febrúar árið 2003. Sjö geimfarar fórust í slysinu sem átti sér stað sextán mínútum fyrir áætl- aðan lendingartíma. Tilgangur leiðangurs- ins er að halda áfram uppbyggingu geimstöðvarinn- ar sem hefur legið niðri í þau þrjú og hálft ár sem liðin eru frá Columbiu-slysinu. Orsök slyssins var sú að brot af harðnaðri ein- angrunarfroðu féllu af ytra byrði eldsneytistanks geimskutlunnar þegar hún tókst á loft og sködd- uðu væng skutlunnar. Síðan þá hafa sérfræðing- ar NASA, geimvísinda- stofnunar Bandaríkjanna, unnið að því að koma í veg fyrir að slíkt slys geti hent aftur. Atlantis flytur einn þyngsta farm sem hefur verið skotið út í geim og vegur 17,5 tonn. Þar á meðal eru tvær sólarraf- hlöðuplötur sem munu framleiða raforku fyrir stöðina. Áætlað er að senda fjórtán leiðangra í viðbót til að ljúka smíði geimstöðvarinnar fyrir árið 2010. Mun NASA þá snúa athygli sinni að tunglinu og mars. - sdg Geimskutlunni Atlantis var skotið á loft með sex geimfara innanborðs í gærdag: Farmurinn vegur 17,5 tonn KOMIN Á LOFT Tilgangur leiðangursins er að halda áfram uppbyggingu Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. MYND/AP LÍBANON „Heilu fjölskyldurnar höfðu brunnið inni í bílum þar sem þær voru að reyna að flýja af staðnum. Sjúklingar sem höfðu bjargast úr húsarústum lágu kannski á sjúkrabörum í sjúkrabíl þegar þeir urðu fyrir spreng- ingu,“ segir Jón Björgvinsson kvikmyndagerðarmaður. Jón hefur verið í Líbanon í sjö vikur og sent erlendum fréttastof- um myndir af átökunum við Ísraelsmenn. Hann segir að sprengingarnar hafi verið gríðarlegar og eyðileggingin í þessu stutta stríði hafi verið skelfileg. - ghs /sjá síðu 14 Jón Björgvinsson í Líbanon: Myndaði stríðið í sjö vikur JÓN BJÖRGVINSSON Segir eyðilegging- una í þessu stutta stríði skelfilega. HRYÐJUVERK Tveir glæpir voru framdir með hryðjuverkaárárun- um á Bandaríkin þann 11. sept- ember árið 2001 að sögn Mohammads Khatami, fyrrverandi Íransforseta. Þúsundir almennra borgarar voru myrtir og glæpurinn síðan sagður framinn í nafni múhameðs- trúar. Khatami hélt ræðu á ráðstefnu samtaka sem vinna að bættum samskiptum milli Bandaríkjanna og íslamskra ríkja þar sem hann sagði afleiðingu árásanna vera ofsahræðslu við íslamska siði, menningu og trú. Hvatti hann bandaríska múslima til að sýna löndum sínum fram á hið sanna um trú sína. - sdg Afleiðingar hryðjuverkanna: Hræðsla við íslamska trú MOHAMMAD KHATAMI ÍSGERÐUR ELFA GUNNARSDÓTTIR Er á fullu í tökum fyrir Stundina okkar Eddie Murphy fyndnastur FÓLK 38
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.