Fréttablaðið - 10.09.2006, Page 2

Fréttablaðið - 10.09.2006, Page 2
2 10. september 2006 SUNNUDAGUR NOREGUR, AP Loka þurfti litlum kjarnakljúfi í Noregi aðfaranótt laugardags, þegar aðvörunarbjöllur fóru í gang vegna leka. Vart varð við aukna geislun í klefa sem kjarna- kljúfurinn, sem notaður er til rann- sókna, er í og slokknaði þá sjálf- krafa á honum. Í fréttatilkynningu sem Geisla- varnir norska ríkisins sendu frá sér í gærdag segir að ekki hafi mælst geislun yfir viðmiðunarmörkum utan við klefann. Málið er í rann- sókn og er talið líklegt að aukin geislun í klefanum hafi stafað af leka á kælivatni. Norsk stjórnvöld leggja bann við kjarnorkuverum og kjarnorkuvopn- um á norskri grundu en þó eru tveir kjarnakljúfar reknir þar í rannsókn- arskyni. Atvikið átti sér stað í kjarna- kljúfi við norsku Orku- og tækni- stofnunina í Kjeller við Lillehamm- er, um tuttugu kílómetrum norðaustur Ósló. Enginn var inni í salnum þegar bjöllurnar fóru í gang. „Það var aldrei nein hætta á ferðum,“ segir Atle Valseth, öryggisstjóri við stofn- unina, við Expressen. Kjarnakljúfurinn, sem kallast JEEP II, var gangsettur árið 1966 og er knúinn af auðguðu úrani. Er hann notaður til rannsókna í eðlisfræði og læknisfræði. - sdg LOFTHELGIN Flugmálastjórn gæti séð um eftirlit með allri flugum- ferð í íslenskri lofthelgi, líka óþekktum flugvélum sem ekki senda frá sér merki. „Við gætum haft eftirlit með allri flugumferð, jafnvel þeirri sem ekki gerir endi- lega vart við sig,“ segir Þorgeir Pálsson flugmálastjóri. Þorgeir segist ekkert geta sagt hvað það myndi kosta ef Flugmálastjórn tæki við en eftirlit Bandaríkjahers kostar rúman milljarð á ári. „Við fylgjumst með umferð flugvéla sem senda frá sér auð- kenni sitt með ratsjánni og eru vinveittar í þeim skilningi að þær vilja láta sjá sig. Þessar flugvélar fljúga eftir flugheimildum og vilja og verða að tryggja öryggi sitt með því að halda aðskilnaði frá annarri umferð,“ segir hann en vill ekki leggja mat á það hvort nauðsynlegt sé fyrir Íslendinga að halda eftirliti Varnarliðsins áfram. „Það er hernaðarlegs eðlis og allt önnur sjónarmið sem koma upp en við flugumferðarstjórn.“ Varnarliðið hætti að fylgjast með merkjum frá ratsjárstöðvum fyrir nokkrum vikum og hefur það ekki haft nein áhrif á flugumferð- arstjórn. „Það skiptir máli að vita hvar þessar flugvélar eru til að geta eftir atvikum beint borgara- legri umferð frá henni ef um slíkt er að ræða. En mér vitanlega hefur ekki verið um slíka umferð að ræða á undanförnum árum,“ segir Þorgeir. Ágúst Ólafur Ágústsson, vara- formaður Samfylkingarinnar, telur nauðsynlegt að fylgjast með allri flugumferð við Ísland, svæðið sé stórt og flugumferðin ekkert einka- mál einnar þjóðar. „Þetta er hags- munamál allra Nató-ríkjanna. Það er ólíklegt að eitthvað gerist en við þurfum að vera viðbúin. Við þurf- um að vona það besta en búast við því versta,“ segir hann og telur eðlilegt að Nató komi að kostnaðin- um og hvetur til þess að málið verði tekið upp í utanríkismálanefnd. „Ratsjárstofnun gegnir mikil- vægu hlutverki. Það skiptir máli fyrir Ísland hvað varðar borgara- legt flug, varnir og öryggi á norð- urhöfum að starfsemin haldi áfram. Við erum í viðræðum við Bandaríkjamenn um varnir og viðskilnaðinn hér. Það er ekki komin niðurstaða í þær viðræður,“ segir Valgerður Sverrisdóttir utanríkismálaráðherra. ghs@frettabladid.is SPURNING DAGSINS Kveikt í plastkari Kveikt var í plastkari í Skeifunni í Reykjavík á fimmta tímanum í gær- morgun. Slökkvilið höfuðborgarsvæð- isins var sent á vettvang og gekk greiðlega að slökkva eldinn. LÖGREGLUFRÉTTIR ÁSTRALÍA, AP Jarðarför krókódíla- fangarans Steves Irwin, sem lést eftir að hafa fengið brodd úr hala stingskötu í hjartastað á mánu- daginn, verður haldin í kyrrþey á næstu dögum að sögn umboðs- manns Irwinw. Ástralskir fjölmiðlar greindu frá því í gær að lík Irwin hefði verið flutt í Australia Zoo- skriðdýragarðinn, sem faðir hans stofnaði á áttunda áratugnum, þar sem lítil minningarathöfn var haldin. Almenningur mun fá tækifæri til að votta honum virðingu sína við stóra minningarathöfn sem verður haldin fljótlega eftir jarðarförina. - sdg Krókódílafangarinn kvaddur: Var minnst í skriðdýragarði SKRIÐDÝRAGARÐURINN Fjölmargir hafa lagt leið sína að skriðdýragarðinum til að votta minningu krókódílafangarans virðingu sína. MYND/AP SÖFNUN Metþátttaka var í söfnun Rauða kross Íslands, Göngum til góðs, sem fór fram í gær. Að þessu sinni var safnað fyrir börn í sunnanverðri Afríku sem misst hafa foreldra sína úr alnæmi. Sjálfboðaliðar gengu hús úr húsi í gær og söfnuðu fjárframlögum en einnig er hægt að gefa með því að hringja í söfnunarnúmer. „Þetta gekk betur en við þorðum að vona,“ segir Sólveig Ólafsdóttir, sviðsstjóri hjá Rauða kross Íslands. „Við settum markið á tvö þúsund og fimm hundruð sjálfboðaliða og náðum því.“ Tölur úr söfnuninni birtast í dag en talningu lauk ekki fyrr en í nótt. - sþs Göngum til góðs: Aldrei fleiri sjálfboðaliðar SAFNAÐ Í BAUK Meðal þeirra sem styrktu söfnunina var þessi unga Akureyrarmær sem lét pening í bauk forseta Íslands á Glerártorgi. Leki varð í smáum kjarnakljúfi sem notaður er til rannsókna: Kjarnakljúfi lokað í Noregi ÞORGEIR PÁLS- SON FLUGMÁLA- STJÓRI Segist ekki geta sagt til um hvað það myndi kosta stofnunina að taka yfir eftirlittið. Flugmálastjórn gæti tekið við eftirlitinu Flugumferðarstjórn hefur ekki orðið fyrir neinum áhrifum þó að herinn hafi hætt eftirliti með flugumferð. Flugmálastjórn gæti tekið við eftirlitshlutverk- inu, að mati flugmálastjóra. Varaformaður Samfylkingarinnar vill að Nató HERÞOTA Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI Það hefur ekki haft nein áhrif á flugumferðarstjórn þó að varnarliðið hafi ekki sinnt eftirliti með óþekktum flugvélum í íslenskri lofthelgi síðustu vikur. Guðjón, er sundrung í Frjáls- lynda flokknum? Nei, þar er sko engin sundrung.“ Guðjón Arnar Kristjánsson alþingismaður og flokksbróðir hans Sigurjón Þórðarson eru báðir miklir sundkappar. Guðjón syndir að minnsta kosti tvisvar í viku sér til heilsubótar en segir Sigurjón mun meiri sundgarp. ALÞJÓÐAKJARNORKUMÁLASTOFNUNIN Samvkæmt venju mun Alþjóðakjarn- orkumálastofnunin taka málið til skoðunar. HÁTÍÐ Grafarvogsbúar gerðu sér glaðan dag í gær þegar haldið var upp á Grafarvogsdaginn. Hátíðarhöldin fóru fram í og við Borgarholtsskóla og heppnaðist dagurinn vel. Frítt var í strætó á meðan hátíðahöldunum stóð, en með því var verið að hvetja gesti til að skilja bílinn eftir heima og taka strætó. Grafarvogsdagurinn hefur verið haldinn á hverju ári síðan 1998 og var þemað í ár „ABC - Mennt er máttur“. - sþs Grafarvogsdagurinn: Mennt er máttur í Grafarvoginum Í LEIKTÆKI Þessar stúlkur skemmtu sér augljóslega vel á Grafarvogsdeginum sem var haldinn hátíðlegur í gær. SLÖKKVILIÐ Eldur kviknaði í kjallara íbúðarhúss á Hlíðarvegi í Kópavogi um sexleytið í gær- morgun. Íbúar kjallarans urðu eldsins varir og komu sér út af sjálfsdáðum. Það sama gerði fjögurra manna fjölskylda sem býr á efri hæð hússins. Tveir voru fluttir á sjúkrahús vegna gruns um reykeitrun. Að sögn talsmanns slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var eldurinn ekki mikill en talsvert um reyk. Reykkafarar fóru inn í kjallarann og var húsið reykræst í kjölfarið. Ekki liggur fyrir hvert tjónið er af völdum elds, reyks og sóts. - sþs Eldur í íbúðarhúsi í Kópavogi: Íbúar komust út af sjálfsdáðum HOLLAND Hollenskur prestur hefur viðurkennt að hafa staðið fyrir sprengjugabbi í síma í tilraun til að koma í veg fyrir tónleika bandarísku söngkonunnar Madonnu. Presturinn notaði heimilis- símann og var því handtekinn fljótlega. Sýning Madonnu þar sem krossfesting er sett á svið hefur farið fyrir brjóstið á kristnum mönnum á Ítalíu og í Þýskalandi en sýningarnar fara samt fram í Amsterdam í dag og á morgun. Símahótunin er fyrsta afbrot prestsins og því er líklegt að hann fái ekki þunga refsingu, að sögn BBC. - ghs Sprengjugabb úr heimasíma: Prestur hótar Madonnu MADONNA Ók á staur á Akureyri Ökumaður ók á staur við Kaupvangs- stræti á Akureyri á fimmta tímanum í gærmorgun. Hann slasaðist ekki og er grunaður um ölvunarakstur. Málið var afgreitt um morguninn og ökumann- inum sleppt að því loknu. MIÐ-AUSTURLÖND Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, segist tilbúinn til formlegra viðræðna við Mahmoud Abbas, forseta Palestínumanna. Olmert tilkynnti þetta að loknum fundi sínum með Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sem fór fram í Jerúsalem í gær. Olmert sagðist vilja hitta Abbas til að vinna að árangursríkri framvindu mála og að helsta forgangsverkefnið væri að láta lausan ísraelska hermanninn Gilad Shalit, sem var rænt í sumar af herskáum Palestínumönnum. Olmert og Abbas hafa ekki hist síðan Olmert tók við sem forsætisráðherra. - sdg Deila Ísraels og Palestínu: Olmert vill fund með Abbas FINNLAND Yfir hálf milljón Finna þjáist af mígreni. Þó að verkurinn sé einstaklega erfiður reynir stór hluti af sjúklingunum að bjarga sér sjálfir og leita ekki til læknis. Þetta kemur fram á fréttavef Helsingin Sanomat. Mígreni er algengara en astmi eða sykursýki í Evrópu, að mati finnsku mígrenisamtakanna. Tíundi hver maður þjáist af mígreni. Mígreni er algengara hjá konum en körlum og getur höfuðverkurinn tengst sjón og slæmri líðan. - ghs Finnland: Hálf milljón með mígreni Lögreglustjórafélag Íslands Stofnfundur Lögreglustjórafélags Íslands var haldinn í gær. Í félaginu eru allir lögreglustjórar og aðstoðar- lögreglustjórar sem sinna munu þeim störfum eftir 1. janúar 2007. FÉLAGSMÁL

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.