Fréttablaðið - 10.09.2006, Síða 4

Fréttablaðið - 10.09.2006, Síða 4
4 10. september 2006 SUNNUDAGUR GENGIÐ 08.09.2006 Ölvaðir í fangageymslum Fangageymslur lögreglunnar í Reykja- vík voru þéttsetnar aðfaranótt laugar- dags. Flestir sátu þar vegna ölvunar. Þrír voru teknir fyrir ölvunarakstur í höfuðborginni sömu nótt. LÖGREGLUFRÉTT DANMÖRK Ferðamálaráð Kaup- mannahafnar hyggst hrinda af stað átaki til að fjölga einhleypum ferðamönnum í borginni. Segir talsmaður ráðsins í viðtali við Pol- itiken í gær að einhleypt fólk ferð- ist minna en þeir sem eru lofaðir, þar sem þeir hafi engan til að upp- lifa ferðalagið með. Því sé ætlunin að bjóða þessum hópi upp á sérsniðna dagskrá þar sem það fær tækifæri til að njóta borgarinnar í félagi við aðra einhleypa. - ks Átak í Kaupmannahöfn: Fleiri einhleypa ferðamenn Ekkert blað? 550 5000 Fyrst þú ert að lesa þetta þá hefurðu fengið Fréttablaðið. En til vonar og vara skaltu klippa þetta símanúmer út og hringja ef blaðið berst ekki. - mest lesið SVÍÞJÓÐ Það fer ekki á milli mála hvað er aðalkosningamálið í huga sænskra kjósenda fyrir þingkosn- ingarnar næstkomandi sunnudag, að minnsta kosti ef marka má þá kjósendur sem blaðamaður Frétta- blaðsins hitti á kosningafundi í miðbæ Malmö í gær, þar sem fer- eykið sem fer fyrir kosningabanda- lagi borgaralegu flokkanna talaði. Þau Fredrik Reinfeldt, formað- ur Hægriflokksins og forsætisráð- herraefni „samfylkingar“-flokk- anna fjögurra sem stefna að því að fella hina þaulsætnu ríkisstjórn jafnaðarmanna, Göran Hägglund, formaður Kristilega demókrata- flokksins, Maud Olofsson, formað- ur Miðflokksins og Lars Leijon- borg, formaður Þjóðarflokksins, komu því skýrt til skila á fundin- um, að atvinnumálin gnæfa yfir önnur málefni kosningabaráttunn- ar. Og sá boðskapur virðist komast vel til skila hjá þeim á að giska fimm hundruð Malmö-búum sem á hlýddu á miðbæjartorginu Stor- torget í blíðskaparveðri á þessum laugardagseftirmiðdegi. Áheyrendur sem Fréttablaðið talaði við voru á einu máli um að þetta væri það málefni sem öðru fremur gerði það brýnt að af stjórnarskiptum verði eftir 17. september. Atvinnuleysi er mjög mikið í röðum innflytjenda í Svíþjóð. Sam- kvæmt opinberum tölum eru um sex prósent landsmanna atvinnu- laus, en eins og bent er á í ítarlegri umfjöllun í nýjasta hefti brezka vikuritsins The Economist, eru sænsk stjórnvöld stórtæk í að fegra atvinnuleysistölurnar, en það er gert meðal annars með því að telja ekki þá með sem farið hafa snemma á eftirlaun, námsmenn sem frekar vildu vera úti á vinnumarkaðnum og fólk sem er í atvinnubótavinnu á kostnað ríkisins. Grunsamlega hátt hlutfall fólks sem er í langtíma- veikindaorlofi er einnig talið vera í vinnu. Fastlega er gert ráð fyrir að þessi mál verði enn og aftur í brennidepli er Göran Persson for- sætisráðherra og Fredrik Reinfeldt mætast í síðasta sjónvarpskapp- ræðueinvíginu í sænska ríkissjón- varpinu í kvöld. Tölvunjósna-hneykslið svokall- aða, sem setti hin eiginlegu kosn- ingamál í skuggann í nýliðinni viku og hrakti forsvarsmenn Þjóðar- flokksins í mikla vörn, virðist ekki ætla að hafa mikil áhrif á fylgi fylk- inganna tveggja, ef marka má skoð- anakannanir sem niðurstöður voru birtar úr í gær. Í könnun sem gerð var fyrir Dagens Nyheter hafa borgaraflokkarnir nú um hálfs pró- sentustigs fylgisforskot á vinstri- flokkana. Í könnun sem birt var í Svenska Dagbladet mælist vinstri- fylkingin með örlítið forskot. Mun- urinn á fylgi fylkinganna er í báðum könnunum innan skekkjumarka. Það er því eflaust ekki ofmælt, sem Fredrik Reinfeldt lýsti yfir á Stóra torgi í Malmö í gær: Allt stefnir í að kosningarnar næsta sunnudag verði þær mest spennandi sem fram hafa farið í Svíþjóð í áratugi. audunn@frettabladid.is Atvinnumálin gnæfa yfir önnur kosningamál Fereykinu sem fer fyrir kosningabandalagi borgaralegu flokkanna fyrir þingkosningarnar í Svíþjóð var klappað lof í lófa á kosningafundi í miðbæ Malmö í gær. Samkvæmt nýrri könnun hafa borgaraflokkarnir um hálfs prósentustigs fylgisforskot á vinstriflokkana. Fréttablaðið var á fundinum. Gösta Jigin, Malmö-búi sem er nýlega farinn á eftirlaun, segir þá einingu sem fereykið hefur sýnt í kosningabarátt- unni helsta styrk þess og til þess fallna að gera horfurnar góðar á stjórnarskiptum. Azad Amin, sem mætti á kosninga- fundinn ásamt tíu mánaða gömlum syni sínum, segir líka að atvinnuleysi sé erfiðasta vandamálið sem Svíar eigi við að stríða um þessar mundir; jafnaðarmenn loki að mestu augunum fyrir því og borgaraflokkarnir hafi trúverðug- ustu tillögurnar til úrbóta. Amin segist hafa flutt til Svíþjóðar fyrir 23 árum, frá Kúrdahéruðunum í Norður-Írak. Fólkið á götunni FEREYKIÐ Fredrik Reinfeldt, Göran Hägg- lund, Maud Olofsson og Lars Leijonborg töluðu á fundinum í Malmö í gær. FJÖLMENNI Á ÚTIFUNDI Um fimm hundruð manns hlýddu á frambjóðendur. Kosningar í Svíþjóð FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A U Ð U N N LÖGREGLA Stofnun sérstakrar kyn- ferðisbrotadeildar er á meðal þess sem lagt er til í nýju skipuriti um löggæslu á höfuðborgarsvæðinu sem er nú í umsagnarferli hjá dómsmálaráðuneytinu og ríkislög- reglustjóra. Að sögn Stefáns Eiríkssonar, lögreglustjórans í Reykjavík, er þetta ein af mörgum hugmyndum sem verða kynntar þegar umsagnarferli lýkur. „Þetta tengist inn á þær skipulagsbreyt- ingar sem verða um næstu áramót þegar embætti lögreglu- stjórans í Reykjavík og sýslu- manna í Kópavogi og Hafnarfirði verða sameinuð í lögreglustjóra- embættið á höfuðborgarsvæð- inu.“ - sdg Nýtt skipurit í umsagnarferli: Sérstök deild kynferðisbrota VERSLUN Þrír íhuga kaup á rekstri Lóns á Þórshöfn, en eigendur verslunarinnar óskuðu eftir að hún yrði tekin til gjaldþrota- skipta fyrir helgi. Fyrirtækið Samkaup er meðal þeirra sem sýnt hafa áhuga. Lónið er eina matvöruversl- unin á Þórshöfn og hefur auk þess rekið bensínstöð og brauð- gerð. Olíufélagið mun taka við rekstri bensínstöðvarinnar og verður hún opin áfram. „Það hefur ekkert tilboð bor- ist enn, en þrír hafa sýnt áhuga á kaupum,“ segir Hreinn Páls- son, lögmaður og skiptastjóri Lóns. Hann segir að Samkaup sé í þeim hópi og að fulltrúar fyrir- tækisins hafi verið á Þórshöfn á föstudag að skoða húsakost og aðstæður. Þá hafi aðilar í nágrenni Þórshafnar einnig sýnt áhuga á að kaupa rekstur- inn. Hreinn segir stefnt að því að halda versluninni opinni næstu daga. Ef verslunin lokar verður langt fyrir íbúa Þórshafnar að sækja matvöru því næsta mat- vöruverslun er á Vopnafirði, í um sjötíu kílómetra fjarlægð. „Það er von okkar að sterkir aðilar komi að rekstrinum og það sem fyrst,“ segir Björn Ingi- marsson sveitarstjóri. - öhö Eina matvöruverslunin á Þórshöfn gjaldþrota: Samkaup skoða kaup á Lóni SVÍÞJÓÐ Sænskur karlmaður á fertugsaldri hefur viðurkennt að hafa veist að konu í hjólastól og haft á brott með sér skó hennar og sokka. Hann er grunaður um að hafa ráðist á fleiri fatlaðar konur og stolið af þeim sokkunum. Þetta kemur fram á vef sænska dagblaðsins Dagens Nyheter. Maðurinn hefur verið kærður fyrir líkamsárás og situr í gæsluvarðhaldi á meðan lögregla rannsakar svipaða glæpi í nágrenni Örebro. Við húsleit hjá honum fundust mörg hundruð nælonsokkar, bæði notaðir og nýir sem enn voru í umbúðunum. - sþs Sænskur sokkaþjófur náðist: Stal sokkum af konu í hjólastólGJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 125,2255 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 71,34 71,68 133,5 134,14 90,67 91,17 12,15 12,222 11,016 11,08 9,728 9,728 0,6122 0,6122 105,54 106,16 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR SAMKAUP Lónið, eina matvöruverslunin á Þórshöfn, hefur lýst sig gjaldþrota. Næsta matvöruverslun er í sjötíu kíló- metra fjarlægð.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.