Fréttablaðið - 10.09.2006, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 10.09.2006, Blaðsíða 10
10 10. september 2006 SUNNUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Sigríður Björg Tómasdóttir og Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Björgvin Guðmundsson Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Ég verð að játa að mér finnst sjaldan gaman á ráðstefnum. Alltof oft skal einhver leiðindap- úki halda of langa eða of leiðin- lega ræðu og verst er þegar það tvennt tvinnast saman í langdreg- in leiðindi. Maður óskar sjálfum sér út í hafsauga þegar verst lætur. En inn á milli koma ráðstefnur sem skipta verulega miklu máli og það sem meira er, þær eru skemmtilegar. Ég var á einni slíkri á föstudaginn var. Ráðstefnan fjallaði um skýrslu OECD um háskólastigið hér á Íslandi. Þetta er fyrsta skýrsla sinnar tegundar um háskólana okkar og þótt hún sé ekki einhver endanlegur stóridómur, þá er hún mjög mikilvægt innlegg í umræðuna um háskólana og háskólastigið almennt. Hátt í 20 þúsund í háskólanámi Greinilegt er að við höfum náð miklum árangri á undanförnum árum á háskólastiginu. Einn mælikvarði er til dæmis sá að nú stunda um sextán þúsund manns nám við íslenska háskóla og það er meira en tvöföldun á örfáum árum. Til viðbótar þessum fjölda eru á þriðja þúsund Íslendingar við nám í erlendum háskólum, flestir með tryggða framfærslu af LÍN. Við vorum áður sú Norðurlandaþjóð sem menntaði hlutfallslega fæsta á háskólastigi, nú erum við ásamt Finnum á toppnum. Það gefur auga leið hversu mikill styrkur það verður fyrir okkur í framtíðinni að svo stór hluti þjóðarinnar hljóti menntun og þjálfun á hæsta stigi. Sjálfstæði háskólanna Það kemur fram hjá OECD að staða mála er nokkuð góð hjá okkur. En þótt margt hafi tekist vel þá er ýmislegt sem við þurfum að athuga. Þeir benda meðal annars á að hætta geti verið á því að í fámennu landi leiði mikið sjálfstæði háskóla og samkeppni á milli þeirra til þess að skamm- tímasjónarmið ráði meiru um för en heppilegt er. Þetta er athugun- arefni því að á undanförnum árum hefur verið mikið lagt upp úr því að háskólarnir hafi fullt stjálf- stæði til að þróa námsframboð sitt og ákveði sjálfir hvaða áherslur þeir vilji hafa í sínu starfi. Árangurinn hefur verið góður, námsframboðið hefur aukist og fleiri og fleiri finna nú nám við hæfi á háskólastiginu. En athugasemd OECD er athyglis- verð og nauðsynlegt að íhuga vel hvernig við getum varðveitt drifkraftinn sem felst í sjálfstæð- inu og samkeppninni og um leið gætt þess að háskólastarfið haldi áfram að þjóna samfélaginu þegar til langs tíma er litið. Og ekki má gleyma því að sjálfstæði háskóla er frumforsenda þess að þeir fái staðið undir nafni. Gæði háskólanna Annað sem er nauðsynlegt að athuga er hvernig við mælum gæði háskólanna. Það er bent á að það skorti slíkar mælingar hér hjá okkur. Lögin um háskóla sem voru samþykkt nú í sumar taka reyndar vel á því vandamáli. OECD sá sérstaka ástæðu í nýlegri skýrslu um íslenska hagkerfið til að hvetja stjórnvöld til að hrinda þegar í stað þeim umbótum sem felast í nýju lögunum. Að mínu mati þarf að gæta að því að þegar gæðamati er komið á getur orðið tilhneiging í þá átt að miða allt skólastarfið við að fullnægja þeim kröfum sem þar eru settar fram. Gæðamatið getur farið að ráða um of starfinu í háskólunum og þróuninni innan þeirra – háskólafólk er fljótt að læra og það kann að taka próf. Þar með er komin á miðstýring sem við viljum forðast. Það er því mikilvægt að gæðamatið sé þannig úr garði gert að það sé nægjanlega sveigjanlegt til þess að hinir ólíku háskólar fái þrifist. Gæðastaðlar eru mikilvægir og í raun algerlega nauðsynlegir, en ég er þeirrar skoðunar að besti mælikvarðinn á gæði háskólanna sé að lokum markaðurinn. Atvinnulífið og hið opinbera mun gera greinarmun á þeim skólum sem útskrifa góða nemendur og hinum sem útskrifa lakari. Áframhaldandi vöxtur? Til þess að háskólarnir geti haldið áfram að eflast á næstu árum þá munu þeir þurfa meira fjármagn. Ríkisháskólarnir eru nú í vanda því þeir geta ekki innheimt skólagjöld og standa því óneitan- lega verr að vígi en sjálfstætt reknu skólarnir. Á móti kemur reyndar að Háskóli Íslands fær til dæmis mjög stóran hlut af því rannsóknafé sem er í boði fyrir háskólana. OECD bendir á að ef hægist um í hagkerfinu megi gera ráð fyrir því að framlög ríkisins til háskólanna hætti að vaxa jafn hratt og verið hefur undanfarin ár. Þessi athugasemd OECD ýtir undir að við ræðum af yfirvegun og án upphrópana þá spurningu hvort heimila eigi ríkisháskólun- um að taka upp skólagjöld. ILLUGI GUNNARSSON Í DAG |Háskólar og fjármagn Styrkir til krabbameinsrannsókna o.fl . Sjóður Kristínar Björnsdóttur auglýsir styrki til að rannsaka krabbamein í börnum og unglingum og til aðhlynningar krabbameinssjúkum börnum. Minningarsjóður Ingibjargar Guðjónsdóttur Johnsen auglýsir styrki til rannsókna á krabbameini og til tækjakaupa. Umsóknareyðublöð er hægt að nálgast á heimasíðu Krabbameinsfélagsins, www.krabb.is. Frestur til að skila umsóknum er til 10. október 2006 á skrifstofu Krabbameinsfélagsins, Skógarhlíð 8, 125 Reykjavík. Tilgreina skal í hvorn sjóðinn er sótt. Háskólarnir metnir af OECD UMRÆÐA Davíð Sigurþórsson skrifar um þróunarhagfræði. Grein Birgis Tjörva Péturssonar um þróunar-hagfræði, sem birtist í Fréttablaðinu í gær, er svo mikil einföldun á sannleikanum að það jaðrar við að um tóman þvætting sé að ræða. Þær ályktan- ir sem dregnar eru standast alla vega ekki nokkra skoðun. Það þarf þó ekkert að koma á óvart þar sem forsendur þær sem liggja þeim til grundvallar eru kolrangar. Þar er einfaldlega um ómeðvitaða (skul- um við vona) sögufölsun að ræða, hvort sem litið er til sögu þróunarlandanna eða Vesturlanda, sem reyndar tengjast – eins og hvert mannsbarn ætti að vita – órjúfanlegum og blóðugum böndum nýlendu- stefnunnar og síð-nýlendustefnunnar. Reyndar er það nú frekar reglan en undantekn- ingin að stuðst sé við afbakaða heimsmynd og að sögulegar staðreyndir séu slitnar úr samhengi þegar um dogmatískar kenningar er að ræða; frjáls- hyggju, kommúnisma, eða hvað annað. Það að ætla að draga einhvern lærdóm af efna- hagsþróun 20. aldarinnar án þess að taka með í reikn- inginn hvernig grunnurinn var lagður að velgengni Evrópu annars vegar, og að eyðileggingu margra þróunarlandanna hins vegar, nær náttúrulega ekki nokkurri átt, hvorki fræðilega né siðferðislega. Það að halda að það, hvernig t.d. Evrópuþjóðun- um tókst að þróa og efla efnahag sinn, gefi ein- hverja hugmynd um hvaða aðferðir séu líklegar til árangurs í þróunarlöndunum, sem búa við allt aðrar forsendur (t.d. hnattvæðingu) en Evrópuþjóðirnar gerðu fyrir innleiðslu „frjáls“ markaðsbúskapar, er kenning sem hefur verið afsönnuð trekk í trekk síð- astliðna tvo til þrjá áratugina. Nú er svo komið að það er að mestu er hætt að styðjast við hana innan þróunarfræðanna og snúast margar þróunar- strategíur um það nú hvernig takast má að bæta skaðann sem aðgerðir í anda frjálshyggju hafa vald- ið. Það eru einfaldlega ekki til nein dæmi þess að hún eigi við rök að styðjast, heldur þvert á móti fjöldi dæma sem sýna hið gagnstæða. Reyndar erum við Birgir Tjörvi sammála um að sú myndbirting síð-nýlendustefnunnar, sem sjá má í starfsháttum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) og þeirra ríkja sem þar fara de facto með völd – s.s. niðurgreiðsla og verndartollar EFTA og NAFTA á landbúnaðarvörur – sé óverjandi. Ef það er eitthvað sem heldur aftur af hagþróun í þróunarlöndunum þá er það hvernig við förum með þau í krafti alþjóðlegra viðskiptasamþykkta. Það er líka deginum ljósara að efnahagsleg aðstoð gagnast ekki nálægt því eins vel og hún gæti gert – og ætti að gera – á meðan við höldum áfram að skattpína þróunarlöndin í gegnum WTO. Höfundur er MA í siðfræði hnattvæðingar og meistaranemi í þróunarfræðum Þróunarfræði og frjálshyggja Forgangsröðun? Söfnun Rauða krossins, Göngum til góðs, fór fram í gær við góðar und- irtektir landsmanna. Gengið var hús úr húsi um allt land og fjárframlögum safnað, en þeir sem höfðu ekki fé á reiðum höndum gátu hringt í söfnun- arnúmer og látið draga tólf hundruð krónur af símreikningi sínum. Þegar hringt er í númerið tilkynnir kvenrödd hringjandanum að þjónustugjald Símans sé 79 krónur, eða um sex prósent af fjárhæðinni sem gefin er. Athygli vekur að Sím- inn hafi séð ástæðu til að fella niður þjónustugjald hjá þeim sem kjósa Magna í sjónvarpsþættinum Rock Star Supernova, en ekki hjá þeim sem styrkja börn í Afríku. Fastir liðir eins og venjulega Í hádegisfréttum NFS í gær var viðtal við Hugo Þórisson barnasálfræðing. Þar sagði hann meðal annars að ofbeld- isfullir tölvuleikir og sjónvarpsefni hefðu áhrif á þau ungmenni sem séu veik fyrir og geti orðið til þess að þau missi tökin á raunveruleikanum. Tilefni viðtalsins var líkamsárás sextán ára drengs sem stakk mann í bakið af því hann langaði til að drepa hann. Eitthvað virðist tengingin þó slöpp því ekkert hefur komið fram sem tengir þetta einstaka mál við tölvuleiki eða sjónvarp. Það virðist ekki skipta miklu máli fyrir þá fjölmiðla sem eru snöggir að hlaupa til og kenna tölvuleikjum og sjónvarpi um ofbeldi þegar hentar. Ég á þetta ekki Í Fréttablaðinu í gær er frétt um rann- sókn lögreglu á tilraunum til korta- sjálfsalasvindls á bensínstöðvum. Þar kemur fram að njósnabúnaður hafi fundist á kortasjálfsala bensínstöðvar á höfuðborgarsvæðinu og að fyrr á árinu hafi lögreglan austur á fjörðum gert fjögur svipuð tæki upptæk. Seinasta setning fréttarinnar hljómar svo: „Að sögn Óskars Bjartmarz yfirlögreglu- þjóns vildi maðurinn sem tækin fundust hjá ekki gangast við að eiga þau, þannig að það mál gekk ekki lengra.“ Ætli það sé nóg að kannast ekki við neitt þegar lögreglan á Austfjörðum bankar upp á? Þetta hljómar í það minnsta eins og kurteis- legasta lögreglurannsókn sem gerð hefur verið. Á aðalfundi Læknafélags Íslands í upphafi þessa mán- aðar var samþykkt athyglisverð ályktun. Samkvæmt henni telja læknar mikilvægt að taka upp umræðu um dreifstýringu heilbrigðiskerfisins, heilsugæsl- unnar og sjúkrahúsa. Vilja þeir auka samkeppni og einkarekstur heilbrigðisstofnana, á þeim sviðum þar sem sjúklingar njóta sjúkratrygginga. Þrátt fyrir að einstakir stjórnmálamenn hafi ljáð máls á aukinni samkeppni og einkarekstri í heilbrigðiskerfinu hefur þessi umræða ekki farið hátt hér á landi. Tal um einkarekstur sjúkrastofnana hefur jafnvel verið talið af hinu illa. Samt eru dæmi um að hann hafi gefist vel, til dæmis við uppbyggingu hjúkrunarheimila fyrir aldraða. Sífellt hærra hlutfall ríkisútgjalda fer í heilbrigðismál og á því eru nokkrar skýringar. Lyf hækka í verði, þjóðin eldist og þjónustan er dýrari svo dæmi séu tekin. Samkvæmt fjár- lagafrumvarpi fyrir árið 2006 fara rúm fjörutíu prósent allra útgjalda ríkisins til heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyt- isins, eða tæpir 126 milljarðar króna. Í fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2001 voru sömu útgjöld tæpir 79 milljarðar króna. Vissulega ríkir ákveðin sátt á Íslandi um rekstur heilbrigð- iskerfisins í núverandi mynd. Það er hins vegar ábyrgðarhluti, sem hvílir meðal annars á herðum stjórnmálamanna, fagfólks innan heilbrigðiskerfisins og skattgreiðenda, að skoða allar mögulegar leiðir til þess að gera kerfið skilvirkara með hags- muni sjúklinga og starfsfólks að leiðarljósi. Með því að opna fyrir þessa umræðu nú axla læknar þessa ábyrgð. Eigi að nást sátt um breytt rekstrarform heilbrigðis- stofnana er mikilvægt að fagfólk sé í broddi fylkingar í þeirri vinnu. Þannig hefur tekist að nýta kosti einkaframtaksins í menntakerfinu með frábærum árangri. Innan landbúnaðarkerf- isins hefur ekki tekist að gera veigamiklar breytingar, meðal annars vegna andstöðu bænda. Það sýnir hversu áríðandi er, að þeir sem starfa nú undir ægivaldi ríkisins, sýni frumkvæði og komi að allri stefnumótunarvinnu. „Læknar þurfa því nú þegar að hefjast handa um undirbúning sjúkrahúsreksturs á eigin vegum eða í samvinnu við einhverja fjárfesta. Eins og sakir standa væri nærtækt að fá byggingu Borgarspítalans í Fossvogi og stofna þar sjálfstæðan spítala og semja við Tryggingastofnun um að hún kaupi þjónustu af honum. Með þessu móti mundi skapast fagleg samkeppni og þjónustan við sjúklinga batna,“ segir í greinargerð með álykt- un aðalfundar Læknafélags Íslands. Það er engin ástæða til að standa í vegi fyrir því að kost- ir einkaframtaksins séu einnig nýttir við rekstur heilbrigðis- stofnana. Það er í þágu allra. Heilbrigðiskerfið á Íslandi þarf að vera í sífelldri endurskoðun: Frumkvæði lækna mikilvægt BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON SKRIFAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.