Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.09.2006, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 10.09.2006, Qupperneq 12
 10. september 2006 SUNNUDAGUR12 timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkisatburði, stórafmæli og útfarir í smáletursdálkinn hér að ofan má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000. LEGSTEINAR OG FYLGIHLUTIR Í MIKLU ÚRVALI Hjartans þakkir fyrir sýndan hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Bergs Ó. Haraldssonar Sérstakar þakkir færum við Karitaskonum fyrir þeirra hjálp, hlýhug og virðingu sem þær sýndu okkur á erfiðum tímum. Guð blessi ykkur öll. Kristín L. Valdemarsdóttir Frosti Bergsson Halldóra M. Mathiesen Valdimar Bergsson Helga M. Geirsdóttir Anna Rós Bergsdóttir Haraldur Guðfinnsson Barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum hlýhug og samúð vegna fráfalls Magdalenu Albertsdóttur hjúkrunarfræðings, Hringbraut 23, Hafnarfirði, og virðingu sýnda minningu hennar. Fyrir hönd systkina og annara vandamanna. María Albertsdóttir Árni Gunnlaugsson. Þökkum samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Hallfríðar Jónsdóttur frá Bæjum, Snæfjallaströnd. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki G-II Hrafnistu Reykjavík fyrir umhyggju og vinarhug. Margrét Dóra Elíasdóttir Sigurður Garðarsson Elías Halldór Elíasson Elísa Hjördís Ásgeirsdóttir Barnabörn og barnabarnabörn. Yndislegur elskaður eiginmaður minn, faðir, fósturfaðir, tengdafaðir, tengdasonur, afi og bróðir okkar, Ingi Rúnar Ellertsson skipstjóri, frá Eystri-Reyni, Innri-Akraneshreppi, sem lést 1. september 2006, verður jarðsunginn 12. september næstkomandi í Háteigskirkju kl. 13.00. Blóm og kransar eru vinsamlega afþökkuð en þeim sem vilja minnast hans er bent á Líknardeild LSH í Kópavogi. Fjóla Sigurðardóttir Marteinn Jón Ingason Kristín Erla Einarsdóttir Aðalsteinn Einarsson Emi Uda Guðjón Vilhelm Silvía Færseth Angela G. Eggertsdóttir Agnes Baldvinsdóttir Angela G. Guðjónsdóttir, Einar Grétar Björnsson Elva Katrín, Heiðar Logi, Sædís Ósk, Kamilla Birta, Bjartur Logi, Selma Björg, Alexander Kótaro, Benoní Einar, Halla Líf, Fjóla Dís og systkini hins látna. IAN FLEMMING FÆDDIST Á ÞESSUM DEGI 1888 Eldri konur eru bestar því þegar þær eru að gera það, halda þær að það gæti verið síðasta skiptið. Skapari James Bond verður seint sagður hafa vegsamað konur í bókum sínum. MERKISATBURÐIR 1846 Elias Howe er veitt einkaleyfi á handknúinni saumavél sinni. 1908 Fyrstu almennu leynilegu kosningarnar til alþingis fara fram. Kosningaþátttaka er meiri en nokkru sinni eða 75,5 prósent. 1908 Samþykkt er í þjóðaratkvæðagreiðslu að lögleiða bann við innflutningi áfengra drykkja. Áfengisbannið var afnumið í febrúar 1935. 1813 Bandarísk herlið sigra Breta í bardaganum við Erie-vatn. 1950 Minnisvarði um Bjarna Sívertsen riddara er afhjúpaður í Hellisgerði. 1977 Fallöxi er notuð í síðasta sinn í Frakklandi til að taka fanga af lífi. Á þessum degi árið 1981 var hinni risastóru mynd Guernica eftir listamanninn Pablo Picasso skilað til Spánar. Hún hafði verið í láni í Bandaríkjunum í fjóra áratugi. Picasso málaði myndina árið 1937 og var undir sterk- um áhrifum frá árás Þjóðverja á baskneska þorpið Guernica, sem talið er að hafi verið gerð til stuðnings verðandi einræðisherrans Francos í borgarastyrjöldinni á Spáni. Picasso var hneykslaður á grimmdarlegri árásinni og gerði hana því að meginefni myndar sinnar sem hann lauk á aðeins þremur vikum. Myndin er 3,5 sinnum 7,7 metrar að stærð og lýsir mikilli skelfingu þorpsbúa. Hún er máluð í svörtu, hvítu og gráu og sýnir martraðarkenndar ímyndir sem vekja fólk til umhugsunar um óhugnað stríðsins. Árið 1939 var myndin send til New York á sýningu. Síðar sama ár braust síðari heimsstyrjöldin út og Picasso bað um að Guernica og önnur verk hans yrðu geymd í Bandaríkjunum uns stríðinu lyki. Eftir stríð var flest- um verkanna skilað til Evrópu, en þó ekki Guernicu, sem að ósk listamannsins átti að geyma í Banda- ríkjunum þar til lýðræði yrði endurreist á Spáni. ÞETTA GERÐIST: 10. SEPTEMBER 1981 Guernicu Picassos skilað GUERNICA VEGGMYND PABLO PICASSO AFMÆLI Gerður G. Bjarklind útvarpskona er 64 ára. Séra Þorvaldur Víðisson tók við starfi æskulýðsfulltrúa í Dómkirkjunni þann 1. sept- ember en hann var vígður prestur í Vestmannaeyjum árið 2002. Þorvaldur er ekki ókunnugur starfinu í Dóm- kirkjunni því þar starfaði hann í eitt ár eftir að hann lauk embættisnámi frá Háskóla Íslands. „Það er mjög notaleg tilfinning að vera kominn til baka og pínulítið eins og að hafa verið skiptinemi annars staðar,“ segir Þorvaldur og kímir. „Hér er enn sama starfsfólkið og gott að vera. Nú er ég líka kominn með meiri reynslu sem á vonandi eftir að nýtast mér vel.“ Þor- valdur segir það þó vera mikil forréttindi að hafa fengið að vera í Vestmanna- eyjum. „Þar eru stuttar vegalengdir og kirkjan í lyk- ilhlutverki í samfélaginu, auk þess sem söfnuðurinn er ofsalega skemmtilegur og presturinn alls staðar velkominn.“ Að sögn Þor- valdar er mikið starf fram- undan í Dómkirkjunni en ætlunin er að útvíkka hlut- verk æskulýðsfulltrúans við kirkjuna. „Dómkirkjan ætlar að skilgreina betur hlutverk sitt og ábyrgð í miðborg- inni. Ég er nú einn af mið- borgarprestunum þar sem prestar Dómkirkjunnar eru einmitt miðborgarprestar. Við ætlum ekki að stefna í nein gömul hjólför heldur skilgreina starfið út frá þeirri þörf sem er í dag. Til dæmis er ekki eins mikið af unglingum ráfandi um mið- borgina um helgar eins og áður var og má þar meðal annars þakka góðu starfi miðborgarprests, félags- þjónustu, lögreglu, for- eldrafélögum í skólum og ýmsum félagasamtökum og hreyfingum.“ Þorvaldur segir að meiningin sé að gera Dómkirkjuna svolítið mynduga og taka þátt í því að gera gott starf enn betra og taka þá ábyrgð sem kirkjan eigi að axla sem miðborgarkirkja. Dómkirkjan á samstarf við öll skólastigin í miðborg- inni allt frá leikskólunum og upp í Menntaskólann í Reykjavík en það fellur í hlut Þorvaldar að rækta það starf. „Þetta samstarf hefur gengið mjög vel undanfarin ár en við erum með því að fylgja eftir skírnarfræðslu safnaðarins og komum inn í lífsleikniverkefni á þeim forsendum. Við viljum ýta undir það að borin sé virð- ing fyrir trúarbrögðum okkar sem annarra og koma þannig í veg fyrir fordóma en þar er fræðsla lykil- atriði.“ Þorvaldur segir að þrátt fyrir að það starfi nú þrír prestar við Dómkirkjuna þá sé hann fyrst og fremst æskulýðsfulltrúi með prestsvígslu og sér því um ýmsar athafnir innan kirkj- unnar eins og skírnir, gift- ingar og messur. „Mér finnst það ekkert lykilatrið- ið hvað staðan heitir heldur skiptir það öllu máli hvað maður gerir,“ segir hinn nýi prestur í Dómkirkjunni og bætir því við að lokum að allir séu velkomnir til þátt- töku í öflugu starfi Dóm- kirkjunnar. ÞORVALDUR VÍÐISSON: TEKUR VIÐ STARFI ÆSKULÝÐSFULLTRÚA Í DÓMKIRKJUNNI Snýr aftur reynslunni ríkari KOMINN HEIM Þorvaldur Víðisson er ánægður með að vera kominn aftur til starfa við Dómkirkjuna en þar vann hann í eitt ár eftir að hann lauk námi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Barði Jóhannsson tónlistarmað- ur er 31 árs.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.