Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.09.2006, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 10.09.2006, Qupperneq 32
ATVINNA 10. september 2006 SUNNUDAGUR12 Um starfið Blikksmíði er löggilt iðn- grein. Blikksmiðir vinna bæði innan og utan dyra. Í blikksmiðju smíða þeir alla hluti loftræstikerfis og setja síðan upp á byggingarstað. Utanhúss vinnur blikksmið- ur við að leggja klæðningar á þök og veggi, auk þess að smíða og ganga frá þak- brúnum og öðrum vanda- sömum byggingarhlutum. Þeir nota flóknar skurðar-, beygju- og völsunarvélar með tölvustýringu sem oft taka á móti teikningum úr tölvu. Blikksmiðir kunna skil á virkni tölvustýrðs búnaðar í loftræstikerfum og koma fyrir skynjara og nema fyrir hita- og rakastig á réttum stöðum. Ný tækni krefst þess að blikksmiðir búi yfir haldgóðri þekkingu á tölvum, auk góðrar þekk- ingar á málmum, vélum og verkfærum sem þeir vinna með. Um námið Nemandi í blikksmíði byrjar á því að taka fjórar annir í skóla, samtals 81 einingu, sem er sameiginlegur fyrri- hluti öllum þeim sem ætla í málmiðnanám. Hafa ber í huga að sumir skólar kenna bara fyrrihluta námsins. Að þessu loknu hefst sérnám í blikksmíði sem tekur tvær annir, samtals um 40 eining- ar. Nám í blikksmíði tekur því fjögur ár, þar af eru sex annir í skóla og 15 mánuðir í starfsþjálfun hjá fyrirtæki í faginu. Það er alls um 120 einingar og lýkur með sveinsprófi og fær sá sem stenst það heimild til þess að bera starfsheitið blikksmið- ur. Helstu námsgreinar Það sem kennt er í skólanum eru sérgreinar eins og grunnteikning, efnisfræði, handavinna, rennismíði, plötuvinna, aflvélafræði, iðnteikning, tölvuteikning, umhverfisfræði, stýritækni, tölvustýrðar vélar og loft- ræstingar. Auk sérgreina eru almennar bóklegar greinar eins og íslenska, enska, danska og stærð- fræði. Verkleg þjálfun og til- sögn fer fram hjá fyrirtæki í faginu. Framhaldsmenntun Margir möguleikar eru á framhaldsnámi að loknu sveinsprófi t.d. meistara- námi, sem veitir réttindi til að reka eigið fyrirtæki og að taka nema á námssamning. Einnig er hægt að læra iðn- fræði eða taka tæknistúd- entspróf og hefja nám í tækni- eða verkfræði við háskóla hérlendis eða erlend- is að uppfylltum inntökuskil- yrðum viðkomandi skóla. Vinna bæði innan dyra og utan Meðal þess sem blikksmiðir fást við er að leggja klæðningar á þök og veggi. FRÉTTABLAÐIÐ/JÓN HJÖRTUR Aflaðu þér upplýsinga um fyrirtækið og starfsemi þess, til dæmis í fyrirtækjaskrám og ársskýrslu. Undirbúðu nokkrar spurningar sem þú vilt fá svör við. Hafðu í huga að viðtalið snýst ekki eingöngu um það hvort viðmælandanum líst á þig heldur einnig hvernig þér líst á fyrirtækið og yfirmenn þess. Vertu stundvís. Útlitið er það fyrsta sem spyrjandinn tekur eftir. Vertu snyrtilega klædd/ur. Rökstyddu svör þín og svaraðu af einlægni frekar en að reyna að þóknast viðmælandanum. Vertu þú sjálf/ur og búðu þig undir að lýsa kostum þínum. Gott er að rifja upp fyrri reynslu af atvinnuviðtali. Er þar eitthvað sem þú getur lært af? Búðu þig undir að svara erfiðum spurningum á jákvæðan hátt. Vertu jákvæð/ur og áhugasöm/samur um starfið sem þú ert að sækja um. (www.am.is) Atvinnuviðtal undirbúið Hvernig verður maður... blikksmiður? Bílaverkstæði Leitað er að bifvélavirkjum, vélvirkjum og einstaklingum til viðgerða á flutningatækjum og búnaði þeirra. Um fjölbreytt starf er að ræða í viðhaldi og viðgerðum á bifreiðum og flutninga og afgreiðslutækjum ásamt búnaði. Rafmagnsverkstæði Leitað er að rafvirkjum til starfa á þjónustudeild. Um fjölbreitt starf er að ræða við nýlagnir, uppsetningu á tækjabúnaði tengdum eldsneytisafgreiðslu, viðhaldi búnaðar og almenn rafvirkjastörf. Starfsvettvangur er allt landið, æskilegt er að starfsmaður geti farið út á land þegar þannig háttar. Járniðnaðarmenn / suðumenn Leitað er að járniðnaðarmönnum og suðumönnum til almennrar járnsmíða- og lagnavinnu á verkstæði og utan verkstæðis. Um fjölbreytt starf er að ræða í viðhaldi, nýsmíði og uppsetningu tækja. Starfsvettvangur er allt landið, æskilegt er að starfsmaður geti farið út á land þegar þannig háttar. Til greina kemur að ráða nema sem búnir eru með grunnnám í allar greinar. Allar nánari upplýsingar veita: Árni Ingimundarsson 550 9940 Birgir Pétursson í síma 550-9957 Laus störf hjá Olíudreifingu ehf. Olíudreifing ehf. sér um dreifingu á fljótandi eldsneyti fyrir Olíufélagið ehf. og Olíuverzlun Íslands hf. Félagið hefur starfað frá 1. janúar 1996. Sjá nánari upplýsingar um fyrirtækið á www.oliudreifing.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.