Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.09.2006, Qupperneq 73

Fréttablaðið - 10.09.2006, Qupperneq 73
SUNNUDAGUR 10. september 2006 FÓTBOLTI Thierry Henry tryggði Arsenal eitt stig á heimavelli með marki úr vítaspyrnu á 67. mínútu gegn Middlesbrough eftir að Stuart Downing braut á Eboue. James Morrisson kom gestunum yfir á 21. mínútu en þeir misstu George Boateng af velli á 62. mín- útu er hann fékk sitt annað gula spjald í leiknum. Arsenal sótti stíft á lokamínút- um leiksins en Middlesbrough tókst að halda jöfnu til leiksloka. William Gallas var í liði Arsenal og lék í stöðu vinstri bakvarðar þó hann hafi ítrekað sagt að hann vilji spila miðvörð. Newcastle tapaði sínum fyrsta leik á tímabilinu í gær er liðið fór illa með 1-0 forskot gegn Fulham sem tryggði sér fyrsta sigur tíma- bilsins með tveimur síðbúnum mörkum. Scott Parker kom heima- mönnum yfir á 54. mínútu en Brian McBride jafnaði metin á 82. mín- útu er hann skoraði eftir fyrirgjöf Wayne Routledge. Á 89. mínútu tryggði varamaðurinn, Carlos Bocanegra, Fulham sigurinn er hann skoraði af stuttu færi eftir að McBride skallaði í slá eftir horn- spyrnu. Heiðar Helguson sat á varamannabekk Fulham og kom ekki við sögu. Chelsea sigraði í níunda sinn í röð á Stamford Bridge í gær og í þetta sinn varð Charlton fyrir barðinu á þeim. Er þetta versta byrjun Charlton í úrvalsdeildinni frá upphafi. Didier Drogba skor- aði strax eftir sex mínútur en fyrr- verandi leikmaður Chelsea, Jimmy Floyd Hasselbaink, jafnaði metin áður en Ricardo Carvalho tryggði sigurinn með skalla eftir horn- spyrnu. Chelsea gat komist í 3-1 undir lok leiksins en Scott Carson varði vítaspyrnu Franks Lampard. Skömmu áður hafði Marcus Bent skorað fyrir Charlton en markið var dæmt af þar sem Bent lagði boltann fyrir sig með höndinni. „Það er biturt að hafa tapað hér í dag en við vorum þeim erfiðir í dag,“ sagði Ian Dowie stjóri Charl- ton eftir leik. „Við komum hingað til að spila góða knattspyrnu og get ég hælt mínum mönnum í dag,“ sagði Dowie og bætti því við að hann væri stoltur af því að þjálfa jafn góðan mannskap og væri í liði Charlton. Ashley Cole kom inn á sem varamaður í liði Chelsea og var vel tekið á móti honum af stuðningsmönnum liðs- ins. Zimbabwe-maðurinn Benjani Mwaruwari tryggði Portsmouth 1- 0 sigur á Wigan og þar með 2. sætið í deildinni. Hann nýtti sér slakan varnarleik Wigan-manna í upphafi síðari hálfleiks og skoraði með föstu skoti. Fyrri hálfleikur þótti afar slakur og engin mark- tækifæri litu dagsins ljós. Hinn 37 ára gamli Gary Speed tryggði Bolton sigur Watford með marki úr vítaspyrnu á lokamínútu leiksins. Leikmenn liða Sheffield United og Blackburn hefðu mátt taka hann sér til fyrirmyndar því þeir misnotuðu þrjár vítaspyrnur í leik liðanna sem lauk með marka- lausu jafntefli. Fyrst varði Paddy Kenny, markvörður United, Benni McCarthy og svo varði Brad Friedel í tvígang, fyrst skot frá David Unsworth og svo Rob Hulse. Gerðist þetta allt á síðustu 20 mín- útunum. eirikur.asgeirsson@frettabladid.is Arsenal er enn án sigurs Arsenal tókst aðeins að ná jafntefli gegn Middlesbrough á heimavelli í gær og er enn án sigurs í ensku úrvalsdeildinni. Chelsea vann Charlton 2-1 í fyrsta leik Ashley Cole hjá félaginu og Fulham krækti í þrjú stig gegn Newcastle. ÁNÆGJULEGUR SIGUR Carlos Bocanegra tryggði Fulham þrjú stig í Newcastle. FÓTBOLTI Everton sigraði í gær Liverpool 3-0 í grannslag liðanna í ensku úrvalsdeildinni í gær. Liðið hefur byrjað frábærlega á tímabil- inu og kórónaði gengið með afar sætum sigri á erkifjendunum. Varnarmenn og markvörður Liver- pool voru í eldlínunni en mörkin sem Everton skoraði í gær má hik- laust skrifa á þá. Manchester Unit- ed hélt toppsætinu og fullu húsi stiga eftir 1-0 sigur á Tottenham. Tim Cahill skoraði fyrsta mark Everton af stuttu færi eftir fyrir- gjöf frá hægri en hann stóð í víta- teignum einn og óvaldaður. Andr- ew Johnson bætti við öðru marki á 35. mínútu eftir að hafa hrist af sér afar slappan Sami Hyypia. Jamie Carragher átti kost á því að hreinsa boltann í horn en hitti ekki tuðruna og þess í stað afgreiddi Johnson knöttinn í netið. Liverpool fór illa með færin eftir þetta og Pepe Reina mark- vörður setti punktinn yfir i-ið er hann gaf Johnson þriðja mark Everton á silfurfati. Lee Carsley skaut háu skoti að marki og í stað þess að slá knöttinn yfir markið ákvað Reina að grípa hann. Hann áttaði sig á því að hann væri á leið inn í markið með boltann og kast- aði því honum aftur út en kastið var máttlaust og rataði beint á kollinn á Johnson sem skallaði boltann í markið. Til að bæta gráu ofan á svart þá var John Arne Riise borinn af velli undir lok leiksins með alvarlega ökklameiðsli en hann hafði komið inn á sem varamaður fyrr í leikn- um eftir að hafa hrist af sér önnur meiðsli. „Við gerðum mörg mistök og í fótbolta geldur maður fyrir þau,“ sagði Rafael Benitez stjóri Liver- pool. „Við sköpuðum tækifæri í seinni hálfleik en tókst ekki að skora.“ Leikmaður ágústmánaðar, Ryan Giggs, fagnaði áfanganum með því að skora sigurmark Manchester United gegn Totten- ham í gær en markið kom strax á 8. mínútu. Giggs skallaði boltann í slána og inn eftir að Cristiano Ron- aldo skaut föstu skoti að marki úr aukaspyrnu sem Paul Robinson varði úti í teig. Ronaldo náði sér vel á strik í leiknum og í tvígang varði Robin- son vel frá honum. Tottenham fékk þó sín tækifæri líka og Michael Dawson, Ledley King, Jermain Defoe og Mido fengu allir frábær tækifæri til að jafna metin fyrir sína menn. - esá ÞVÍLÍKUR KLAUFI Jose Reina greip í höfuð Andy Johnson en lét boltann fara yfir línuna eftir eitt mesta markvarðaklúður síðari ára í ensku úrvalsdeildinni. GETTY Manchester United enn á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með fullt hús stiga: Everton lítillækkaði grannana FÓTBOLTI Samuel Eto`o skoraði tvívegis og Lionel Messi bætti við þriðja markinu er Barcelona vann afar léttan sigur á Osasuna í spænsku úrvalsdeildinni. Mörkin komu öll í fyrri hálfleik en Eiður Smári Guðjohnsen kom ekki við sögu í leiknum og sat allan tím- ann á varamannabekk liðsins. Eto`o var ekki nema eina mín- útu að skora fyrsta mark leiksins eftir samleik við Deco og Ronald- inho og bætti öðru við á 27. mín- útu. Ellefu mínútum síðar var Lionel Messi á skotskónum en hann færði sér mistök mark- varðar Osasuna í nyt. Ronaldinho var mættur á ný í lið Barcelona og bar fyrirliðabandið þar sem Carles Puyol hvíldi á bekknum. Síðari hálfleikur var fremur rólegur þar sem Börsungar höfðu gert út um leikinn fyrir hlé. Andrés Iniesta, Ludovic Giuly og Oleguer komu inn á sem varamenn Barcelona í leikn- um. Meistararnir eru með fullt hús stiga eftir tvo leiki í spænsku úrvalsdeildinni en næsti leikur liðsins verður gegn Levski Sofiu í meistaradeild Evrópu á þriðju- dag. - esá Eiður Smári Guðjohnsen kom ekki við sögu í sigri Barcelona í gær: Léttur 3-0 sigur Börsunga á Osasuna
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.